Vísir - 02.06.1913, Side 2

Vísir - 02.06.1913, Side 2
hennar á bekk með hinum bestu leikkonum, sem jeg hef sjeð, og jeg hef sjeð margar góðar. En Quðrún Indriðadóttir er nieira en leikari. Hún er sá leikfróðasti kvennmaður, sem jeg hefi kynst. Hún er allstaðar heima í heimi leikenda. Hún er kunnug flestum meiri hát!- ar leikjum menningarlandanna, og fylgist ágætlega vel með tímanum í þeim efnum. Hún þekkir alla merka leikara, danska, enska, norska, franska og ameríkanska að nafni, og veit hvers konar leikarar þeir eru, hvaða hlutverk láta þeim best ogfyrir hvaða leik þeir hafa orðið frægastir. Maude Adams, Viola Allen, John Drew, Robert Mantell, Nat Good- win og Lillian Russell eru henni gagnkunnugar persónur, þó hún hafi sjeð þær fæstar. Hún hefur lesið um þær grandgæfilega og veit uppa sína tíu fingur frægðarsögur þeirra. Guðrún Indriðadóttir er því leik- kona í orðsins fylsta skilningi. Hún er lista-leikari og þekkir leikheiminn. Þess vegna er það að henni fylgja nú hugheilar óskir Vestur-íslendinga um langt og frægt skeið á lista- brautinni. G. Tr. i. Minnisvarði Jóns Signrðssonar. Væntanleg mun bráðum skilagrein í prentuðum ritling yfir samskotin 1 og meðferð þeirra. AIIs námu sam- skotin um 23 þús. kr., af því ICR/2 þús. frá löndum vestra og tæp 12 þús. hjer heima, 849 kr. frá Höfn. Gefendur í Vesturheimi rúml. 6 þús., hjer heima um 16 þús., sein taldir eru, en munu vera fleiri. Afgangur er nú hátt á 2. þús. En eftir er kostnaður við ritlinginn og þurfi að girða hólinn um standmyndina. Ekki þurfti að taka neitt á eldra samskotafjenu, væntanl. um 5 þús. kr., sem þeir hafa hönd yfir, er enn lifa frá nefndinni 1880, þeir Tryggvi bankastjóri Gunnarsson og prófessor B. M. Olsen. (Nýtt Kirkjublað, 15 júní.) » Ur bænum. Sveinn V. Sveinsson, stud. med. & chir., andaðist í fyrri nótt. Hann var greindur og einkarvel látinn piltur og mikil eftirsjón að honum, Var byrjaður að taka embættispróf. Drekkið Egilsmjöð og Malt- extraktfrá innlendu Ölgerðinni «Aglí Skallagrímssyni«. Ölið mælir með sjer sjálft. Sími 390. A. Heusier prófessor, háskóla- kennari í Berlín, kom með Botníu í gær; er hann mikill fslandsvin- ur og talar mjög skýrt og vel íslensku. Hann ætlar að dvelja hjer næstu 3 mánuði, og er gott að fagna slíkum gestum. Botnía kom í gær um hádegi og með henni freklega 120 manns. Voru uni 50 manns á fyrsta far- rúmi og 70 á öðru. Meðal annara komu Claessen skrifstofustjóri, bróðir landfjehirðis, yfirdómslögmaður E. Classen, verkfræðingur Jón Þorláks- son Lefoli stórkaupmaður, Ólafur Árnason kaupmaður, Friðrik Jóns- son kaupin.JónasKristjánsson Iæknir, Fransl Coockson, enskur verkfr., ungfrú Helga Torlacius, tveir tiski- fræðitigar J. C. Selous og Heatley Noble, stúdentarnir Ólafur Thors, O. Tryggvi, Halldór Þorsteinsson og Hjeðinn Valdemarsson, tveir synir Guðm.Jakobssonarogsynir P.J.Thor- steinssonar. FráVestmanneyum komn Jón Laxdal kaupmaður rneí) frú, P. J. Thorsteinsson kaupmaður og Eyvindur Arnason snikkari. Vesturíslendingar þessir komu með Botníu í gær: Sveinn Odds- son og Jón Sigmundsson frá Canada, Ásmundur Jóhannesson með konu og þrjú börn, Guðm. Christie frá frá Gimli með konu, Kristján Krist- jánsson meö konu, Sigurður Sig- urðsson og ungfrú Margrjet Bár- dal. Guðm. Sigurjónsson glíniu- kappi kom með Botníu í gær. Hefur hann verið erlendis um sjö vikna tíma. og dvaldið þá mest í Lundúnum. Hann leggur aftur af sfað hjeðan með Botníu vestur og ætlar að kenna sund á Reykja- nesi urn mánaðartíma. Síðan fer hann til Vesímannaeya og kennir þar íþróttir (aðallega sund) í tvo mánuði. Mótorvagn vandaðan komu þeir með hingað frá Vesturheimi Svei.nn Oddsson óg Jón Sigmundsson og ætla að reyna hann á vegunumim hjer. Dr. Helgi Pjeturss. hjelt anri- an fyrirlestur sinn í gærkveldi í Bárubúð um ibúa annara stjarna. Voru áheyrendur helst til fáir — um hundrað —, þar sem liann benti á ýms fhugunarefni, svo sem honum er lagið, og gat verið besta gagn að fyrirlestrinum, eins þeim er ekki trúa að aðrir hnettir sjeu bygðir eða að samband hafi náðst til þeirra vera. Samsöng hjelt söngfjelagið 17. júní í Bárubúð í gærkveldi og þótti takast einkar vel. í söngsveitinni eru 20 manns og eru þeir einkar vel æfðir undir stjórn Sigfúsar Ein- arssonar tónskálds. Tólf voru lögin á skránni og var klappað mjög. Húsfyllir var. [ Ekki er alt gull, sem glóir. ‘3 Skáldsaga eftir Chartes Garvice. .------ Frh. sFlökkumennirnir voru hjer kveld- áðurið en innbrotið var framið. ‘Viljið þjer lofa mjer að líta á húfuna.« Raymond skoðaði hana í krók og kring. »Nú held jeg að jeg geti hjálpað yður dálítið,« sagði hann • svo« og sagði svo frá, hvernig j hefði verið ráðist á hann fyrir ■ nokkru og stolið af honum úrinu hans og festinni. »Þetta er sannarlega mjög mikils- vert,« sagði Fruser, þegar Raymond hafði lokið sögu sinni. »Getið þjer gefið mér lýsingu af þessum manni.* »Já« svaraði Raymond og gaf honum nákvæma lýsingu af Ta- \ zoni. í 1 R »Þakka yður fvrir* sagði Fruser | nú vil !i jeg biðja yður, uni að ] láta mig fá Ijettan vagn og fljótan hest, því það er vfst best, að ná í þetta fiökkufólk, áður en það kemst of langt í burtu.« »Það er alveg rjett hjá yður,« svarani Raymond; »eg vona að yður heppnist, sem fyrst að koma bófunum í hendur rjettvísinnar, þjer munuð fá fyrirhöfn yðar lauiiaða að maklegleikum.f Hann gaf nákvæmar gætur, að Fruser um leið og hann sagði þetta og áleit sig ekki lítið skarpskygn- ari og hygnari, en þennan letilega og daufgerða mann, sem alt af leit út eins og hann væri hálf sof- andi og aldrei virtist geta sofnað, nema til hálfs. Einkum var hann upp með sjer yfir hvað vel hann hafði leikið á hann með því, að vekja grun hans á flökkumannin- um og einnig yfir því, hve fimlega honum hafði tekist að afmá öll vegs- ummerki úr fjárhirslunni, án þess að koma nokkuð nærri sjálfur. Ef hann hefði getað lesið hugs- anir Iögregluþjónsins, hefði hon- um að h'kindum ekki verið alveg eins skaprótt. 21. kapítuli. Eftir tveggja tíma hraða ferð náði Fruser leynilögregluþjónn flökku- mannavögnunum. Hann steig niður úr vagni sín- um, skipaði vagnstjóranum að standa álengdar og gekk til flökkumann- anna og spurði eftir foringja þeirra. »Hann er ekki heima«, var svar- að. »Hvað er hann búinn að vera lengi að heiman?« spnrði Fruser, »Hvað varðar yður um það?« spurði sá, sem fyrir svörum varð. »Hver er að spyrja eftir Tazoni?* sagði nú Marta gamla og staulaðist út. »Jeg er að spyrja eftir honum, kona góð,« svaraði Fruser. »Ef Raymond lávarður hefur sent yður, þá skuluð þjer skila til hans frá mjer, að jeg skuli finnna stúlk- una aftur, þó að jeg þttrfi að slíta hann sundttr til þess að láta hann meðganga.« »Jeg skil yður ekki,« svaraði Fru- ser. »Nú, ekki það; hvaða erindi eig- ið þjer þá hingað?« »Ef jeg á að seigja yður eins og er, þá var framið innbrot hjá Northbridge jarli í nótt, og í morg- un fanst húfa foringja ykkar í fje- hirzlunni.« »Einmitt það,« svaraði Martha. »Enn í nótt var Tazoni á leið til Lundúna til þess að leita að stúlk- unni, sem þorparinn stal í gær- kveldi.« »Það er eftir að sanna það,« sagði Fruser kuldalega. »Þjer ætlið líklega að sanna, að Tasoni sje þjófurinn og láta svo Raymond sleppa. En jeg skal Iáta yður vita, að áður en lýkur, skal jeg koma Raymond í hegningarhús- ið. Þar á hann heima, og ef þjer nú ekki snáfið burt undir eins, þá skal jeg siga hundunum á yður.« Fruser fór undireins, en vonaði, að ef til vill mundi þessi gamla kona seinna geta hjálpað honum l við hið erfiða verk, sem hann nú átti fyrir höndum. »Það er annars einkennilegur ungrir maður, þessi Raymond — það er best að hafa gætur á hon- um,« hugsaði Fruser með sjer; »það væti ef til vi*l ekki svo vitlaust, að kynna sjer dálítið æfiferil hans.« Morguninn eftir fórhann til North- bridge og gerði boð fyrir lávárð- inn. Raymond sýndist hann ennþá letilegri en áður og styrktist enn bet- ur í þeirri sannfæringu, að Fruser væri einhver fákænasti maður, sem hann hefði nokkru sinni komist í kynni við, en hann vissi ekki, að Fruser gaf mjög nákvæmar gætur að hcnum. Frh. | HEITUR MATUR | h fæst allan daginn á Lauga- jf veg 23. Einnig fæst brauð p og smjör, margar tegundir af öli og limcnade, kaffi, sukkulade o. fl. f\agsmuua og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á umbúðunum. Guðm. Benjamínsson, Grettisg. 10., ilytur fólk og flutning milli Rvíkur og Hafnarfjarðar Sími 149. <3amalt gert nýtt. Allskonar aðgerðir á orgelum og öðrum hljóðfærum. Margra ára ábyrgð tekin á verkinu. Markús Þorsteinsson, Frakkast.9. _____yuttu. Guðm. Pjetursson, massage- læknir, er fluttur á Hverfisgötu 45. (miðdyrnar.) Sími 394. Heima kl. 6—7 síðd. KAUPSKAPUR Áburð kauþir Laugarnesspítali. Stúlka óskar eftir atvinnu mán aðar tíma. Afgr. v. á. Skrifstofustörf. Vel mentaður kvennmaður, sem æft hefur ritvjelaskrift og er fær um að skrifa ensku og dönsku, getur innan skamms fengið at- vinnu hjer í bænum. Eigin handar umsóknir óskast sendar afgreiðslu blaðsins, merkt- ar: »business«. Fæði og húsnæði fæst á Laugaveg 30. Hentugt fyrir gesti, sem j<oma til bæarins ogdvelja langa eða skamma stund. Útgefandi: Einar Gunnarssou, cand. ph’l. Östlunds-prent&miðja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.