Vísir - 13.06.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1913, Blaðsíða 2
V í S i !>' ærasMsaftMSis jrgctww.iUHM*. i:vte. ssaanme** (meðan verið væri að byggja cf- an ágrandanjyfirgripsminna en síð ar mundi verða, þá hefði hún kom- ið sjer saman um (að undantekn- um Tr. Gunnarssyni), að fela bæarverkfræðingnum eftirlitið fyrst um sinn til næsta nýárs gegn 500 kr. launum, til þess að hann með þeim gæti borgað aðstoðarrnanni, er hann þyrfti við eftirlitið, og skyldu þær þá greiðast samkvæmt reikningi. Tr. Gunnarsson sagðist kann- ast við það, að hann væri á móti þeirri tillögu hafnarnefnar- innar, að fela Ben. Jónassyni eftirlitið með hafnarbyggingunni, og að hann væri það vegna þess, að hann treysti ekki Ben. Jónassyni öðrum fremur til þess, að hafa eftirlitið á hendi úr þvf að það ætti að vera sjer- launað starf með alt að 1000 kr. (Sv. B. sagði að það væri há- mark). Tr. Gunnarsson *kvað það jafnan venjuna, að þá þannig löguð ákvæði væru gerð, að reikningarnir færu heldur upp fyrir strykið, en að þeir væru lægri, en takmarkið leyfði. Eins sagði liann, að sjer findist rangt, að láfa bæarverkfræðinginn fá launaviðbót fyrir þennan starfa, þar hann mætti taka sjer að- stoöarmenn við störf sín upp á bæarins kostnað, þá honum þóknaðist, en það virtist svo sem sumum mönnum í bæar- stjórninni findist aldrei nóg aus- ið af fje í þennan bæarverk- fræðing, hann hefði núna í laun 2 700 kr. og eftir næsta ný- ár ættu þau að verða 3000 kr., 1000 kr. hefði hann þar að auki leyfi til að ráða sjer hjálpar- mann fyrir samkvæmt reikningi, og nú ætti að láta hann hafa 500 kr. til þess að ganga nokkr- um sinnum vesfur á Granda, til að líta þar eftir hafnarvinnunni. í vetur hafði bæði borgar- stjóri og aðrir á bæarstjórn- arfundum farið mörgum orðum um það, hve bæarverkfræðing- urinn hefði mikið að starfa og verið að telja það upp — og eftir því hefði hann ,sannarlega í nógu mörg horn að líta, þótt hann gæfi sig ekki við eftirliti á hafnarbyggingunni, og það væri því síður nauðsyn á að fela honum þaðstarf,semhægt væri að fá annan verkfræðing til þess að taka eftirlitið að sjer fyrir jafn- vel lægri borgun fyrst um sinn, verkfræðing, er hann (Tr. G. vonaðist til að bæarstjórnin hefði ekki neitt út á að setja, svo sem Knútur Zimsen. Við hann kvaðst ræðumaður hafa talað og spurt hann um það hvort hann mundi fáanlegur til þess að taka að sjer eftirlitið hina næstu 12 mánuði fyrir 500 kr. og hafi K. Z. tjáð sjer, að hann mundi ganga að því. Þess vegna gæti nú bæarstjórnin sparað sjer 500 kr. með því að fela K. Z. • eftirlitið næstkomandi 12 mán- uði. Sagðist því leggja það til að hann yrði kosinn, sem eftir- litsmaður með hafnarbygging- unni, en ekki| Ben. Jónasson. Með joví að jeg fer utan, verðnr Kauphöllin lokuð fyrst um sinn, Rvík. 12. júní 1913. Þór. B. G-nðmundsson. TÆKIFÆRISKAUP. Nokkur ný orgel frá viðmkendum verksmiðjum til sölu með innkaupsverði að viðbættum flutningskostnaði, hjá G. EERÍKSS. Hafnarstr. 20. V. B K. Cachemiresjöl svört, einfold og tvöföld, og mislit einföld komu nú með -Síerling* Verð og gæði alkunn. *>íeifslutv*\n JSyóvw *)Cúst\át\ssot\. Ræðumaður sagðist einnig hafa talað við Ásgeir Sigurðsson, er væri í hafnarnefnd, um þetta, og væri hann sjer sammála. K. Z. væri hjer á fundinum og gæti hann sjálfur skýrt frá því, hvort ekki væri rjett haft eftir samtal við hann. ______ Frh. Cymhelína hin fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ----- Frh. »Ekki minstu vitundU sagði jarl; hann vildi ekki fara frekar út í þá sálma. »Nei, jeg um það! Hvað ætti það líka að þýða? Þetta var svo sem ekki mikið, hvort sem var, móti öllum þeim miljónum yðar, vinur minn góður! Æ, Bellmaire minn! Verið þjer henni góður! Hún er elskuleg, góð stúlka. Blessaðir —, verið þjer góður við hana!« »Já, því lofa jeg yður!« sagði jarl og fjekk ákafan hjartslátt. — Var karlinn orðinn vitlaus eða hafði Cymbelínu þegar snúist hugur? »Jeg, — jeg sagði yður það, að hún myndi ekki veita yður afsvar! Jeg sagði yður, að hún myndi gera sitt til þess að gleðja gamla pabba sinn, Bellmaire jarl! Jeg er blá- skínandi fátækur, en jeg get nú dáið rólegur, þegar jeg veit af barninu mínu í yðar umsjá.« Blóðið ólgaði og svall í æðum jarlsins. »Hve nær, — hve nær sagði Cymbeiína yður, að hún hefði lof- að að ganga að eiga mig?« spurði hann. »Einmitt núna, í dag! Hún sagði að — að fjárhagslegt tjón gerði jarlsfrúnni af Bellmaire ekki mikið til,« sagði karl og sigurhrós var í röddinni og auðsjeð á svip hans, þótt sjúkur vseri. Bellmaire jarl, varp þungt önd- inni. Hann sá, hvernig í öllu lá. Cymbelína ætlaði að giftast honuin til þess að þóknast föður sínum, til þess að bjarga við afglöpum karls í fjárgeymslunni og framtíðar- vonum hans um hana. Glampi kom í augu hans og óstyrkur í hend- urnar. Hann langaði til að þjóta undir eins ofan og grípa hana í fang sjer, finna að hann ætti hana, þreifa á því, — kyssa fölvu, fallegu varirn- ar hennar, sem hann hafði svo oft | starað á mcð innilegri, sárri ástar- þrá og ákafri ílöngun. »Já herra foringi, Cymbelína sagði alveg satt! Mjer fellur sárt yðar og hennar vegna, að þið eruð orðin eignalaus, en mjer er sama fyrir mitt leyti. Það er Cymbelína ein og ekkert annað, sem jeg kæri mig utn.« Karlinn reyndi að taka í hönd hans og þrýsta hana innilega. »Jeg er gæfumaður mikiil, Bell- maire, þótt-jeg sje blásnauöur. Jeg — jeg — fæ að hýrast í einhveju horn- inu og horfa á hamingju ykkar er ekki svo? — garnli karlinn fær að vera í horninu hjá ykkur?« »Jú, jú,!« sagði jarlinn mjög Ijúfur í bragði. »Við Cymbelína skulum sjá um yður. Þjer getið búið hjá okkur á jarlssetrinu, nema þjer kjósið heldur að að vera hjerna í Koti, gamla kotinu yðar. Hættið þjer bara að hugsa um þetta glat- aða fje og þorparana, sem rændu ykkur. Látið yður nú batna fljótt og það er vissasti vegur til þess að gleðja Cymbelínu!« »Já, — Já — farið — þjer niður til hennar, góði minn, farið fljótt til hennar! Jeg — jeg held jeg geti nú sofið. Mjer er hægra og og þreytan er eittlivað að rjena. Guði sje lof, henni, — henni er óhætt — óhætt. Frh. hafa nú með „Sterl i n g” fengið úrval af fallegum Guðm. Benjamínsson, Grettisg. 10,, tlytur fótk og flutning niilli Rvíluir og Hafnarfjarðar. Síini 149. Leiðisgrindur ;• um trö leiði iil ^ sölu, með eikar- fótstykkjum. R. v. á. iSC & íá m ! ÍS gt & m & ts I JJaaUl l\a^smu\\a og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á umbúðunum. | HEITUR MATUR | |k fæst allan daginn á Lauga- ijí veg 23. Einnig fæst brauð £f p og smjör, margar tegundir || á af öli og iimonade, kaffi, t! P sukkulade o. fl. 1 r 4» drekka allir þeir, eUW er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffi- drykk. Fæst hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi /. á aðeins 80 au. pundið. V I N N A Stúlka óskast um 3—4 vikna tíma. Jóhanna Stefánsdóttir, Bakka við Bakkastíg, gefur upplýsingar. Fylgdarmaður, til aðstoðar útl. eða innlendum ferðamönnum, óskar eftir atvinnu í sumar. Afgr. v. á. g§TAFAÐ-FUNDI© Olíukápa fundin á þjóðvegiuum austur. Eigandi vitji hennar í Banka- stræti 7. í Reykjavík. KAUPSKAPUR Reiðföt fást til kaups með lágu verði á Suðurgötu 13. uppi. H Ú S N Æ Ð I Stúlka, sem er úti að sauma á daginn, getur komistað góðum kjör- um með herbergi. Upplýsingar á Kafé Ingclfur. Þrifin og vönduð stúlka getur fengið leigt lítið herbergi frá fyrsta júlí til fyrsta október. Nánari upp- lýsingar á Vesturgötu 29. Úigefandi: Einar Gunnarsson, caud. phil. Ostlunds-prcntsniiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.