Vísir - 19.07.1913, Síða 3
V í S I k
er heföti konttnglega útnefningu fyr-
ir starfi sínu.
O. B.: Ósarndóma S. E. um
skilyrðin fyrir því aö geta orðið
hagstofustjóri, vill láta liann hafa
próf. Játar aö þótt þelta skilyrði
sje, geti stjórniii veitt hinum Ijeíeg-
asta umsækjanda, en töluverð trygg-
ing í prófinu, að hann sje samt starf-
inu nokkurnveginn vaxiun. Hvernig
numdi S. E. líiast á að sleppa
lögfræðisprófi fyrir sýslumenn (S. E.:
Getur ekki komið til rnála.); því ekki
eins þar eins og annarsstaðar, væri
það gjörf, mælti eiga von á
að H. K.. þingmaður Barðstrend-
inga, yrði skipaður sýsluniaður
eijtn góðan veðurdag eða jafuvel
landlæknir (H. Kx-'- Þá mundi jeg
fara í Iæknisferð fyrir Iatidsfje aust-
ur að Heklu.) og árangurinn Iíkur
og af mannalækningunum. Nú geta
menn orðið hreppstjórar sýslu-
nefndarntenn, þingmenn, jafnvel
komist upp í efri deild átt allrar
þekkiugar. Hyggilegra að búa
betur utn viðvikjandi starfsmönn-
um hagstofunnar. Starfið vanda-
samt og heimtar sjerþekkingu,
því tryggilegast áð heimta próf.
Frv. vísað til 3. umr. ineö öll-
um atkv. gegn 1 (H. Kr.).
og notið ekki cenient, nema þetta
skráseiía vörumerki
sje á umbúðunum.
Ur uinræðiim
3. júlí.
Unt fisksölu í bænum.
Hannes Hafliðason sagði að nú
væri komið á Itjer í bænum eftirlit
með ket- og mjólkursölu, sem eng-
inn mundi vera í efa ttm að væri
til mikilla bóla. En nteð sölu á
fiski væri ekkert eftirlit haft, væri
þó engin vanþörf á því.
Um verðið á fiskinum vissu allir,
það væri óhæfílegt, 6—12 aura pd.
í óslægðutn fiski.
Fisksölumenn þyrptust út í botn-
vörpttskipin og biðu þar hver í
kapp við annan, svo þar væri ltald-
ið nokkurskonar uppboð, og seldu
þeir hann svotra dýrt til þess að
hafa einhvern ágóða. Oft væri sá
Fskur skemdur, er seldur væri á
bsktorginu, leginn með innvolsi
þetla 2—3 daga.-------------
Vigtin virtist heldur ekki vera
góð, þar altaf stæði á pundi, er
fiskur væri veginn, aldrei t. d. á
l álfu pttndi, enda væru við vigtina
notaðar gormreislur, sem sjaldan
n.undu nákvæmar, vigíin væri því
oft íll og óbrúkleg og ætti alls ekki
íiö líðast.
Af framangreindu virtist sjer eng-
in vanþörf á því, að bæarstjórnin
Ijeti þetta mál til sín taka og ljeti
sjá urn að lagfæring kæmi á fisk-
söluna í bænum, sæi um, að stað-
ur sá, er fiskurinn væri seldur á,
| væri iðulega hreinsaður, og ekki
j bænum til minkunar. Nú safnaðist
þar ýmiskonar óþverri af fiskiuum,
er legði ólykt af um nálægar götur,
ciunig ætti að sjá utn, að ekki væri
seldur skemdur fiskur og úidinn og
að hatin ckki væri látinn liggja dag :
eftir dag óslægður, eins og nú gerð- í
ist, og að sjeð væri um, að vog- )
irnar væru ekki ólöglegar, er hafð- :
ar væru til að vega fiskinn með.
7>. Gunnarsson sagðist sammála
H. H., að sala á fiskitiurn væri óbrúk-
leg, sami fiskur, er flatlur og salt-
aður væri seldur á 2 aura pundið,
væri seldur óslægður á fisksölustaðn- ;
um hjer á 6 aura, og að jafnvel
úldin ýsa væri seld á 10 aura hvert
pund, eða meir en helmingi dýrari, 1
en fengist fyrir hana úr salti. Eins
væri nauðsyn á, að stemnra stigu :
fyrir rangri vog á fiskinum, og að '
hann skemdur væri seidur með rán- ■
verði. )
Hann sagðist lengi hafa viljað, ;
að bærinn Ijeti gera steinsteypt fisk- f
torg, hafi nefnt það á hverju ári, *
en engu getað komið til leiðar.
Sagðist álíta, að bæarstjórnin sjálf
ætti að taka að sjer þessa fisksölu
og leyfa hana ekki öðrum.
Menn þeir, er seldu fiskinn hjer
í bæinn, fengju hann mjög ódýr-
ann hjá útlendu botnvörpuskipunum,
þetta 2—3 kr. körfuna. En það
væru ekki útlendingar, sem græddu
á því, að selja þeim fiskinn, eins
og H. H. hafi gefið í skyn, (H. H.
hafði nefnt það í ræðu sinni, að
útlendingar seldu fiskinn) heldur
væru það fslendingar þeir, er gæfu
sig á erlend botnvörpuskip til þess
að vísa þeim á okkar bestu fiski-
mið, til þess að eyðileggja fiskinn
á þeint, og svo fengju þeir í stað- ,
inn allan þann fisk, er botnvörpu-
skipin ekki hirtu sjálf, og seldu
hann svo þessum fisksölumönnum
hjer.
Kr. Porgrúnsson sagðist sanrdóma
þeim, er talað hefðu, um það, að
eftirlit þyrfti að hafa ineð fisksöl-
unni. En það væri skylda heilbrigð-
isnefndar, því hún gæti bannað að
selja skemda vöru, og það ekki síð-
ur fisk en annað. Hvað ranga vog
snerti væri ekki annað en kreíjast
þess af lögreglustjóra, að hann skip-
aði fyrir, að rjett vog væri höfð á
fiskinunr, og hefði eftirlit með, að
því væri hlýtt; ef þessa hvorutveggja
væri gætt, mundi fisksalan mikið
lagast frá því, sem nú væri. Það
væri ófært og ætti ekki að líðast,
að selja úldinn eða á annan hátt
skemdan fisk fyrir hátt verð rneö
rangri vog.
Borgarstjóri skýröi frá því, að
hann hefði fyrir nokkrum dögum
verið á gangi niðúr hjá fisksölu-
stað þeim, er menn heföu hjer, og
sjer hafi virst sá fiskur skemdur, er
þar var seldur; hafi hann svo nefnt
þetta við heilbrigðisfulltrúann og
beöið hann að aðgæta, hvort hjer
væri eigi um skemda vöru að ræöa.
Síðar hafi heilbrigðisfulltrúi tjáð sjer,
að fiskur sá, er hann hjelt skemd-
an og fann ýldu og ólykt leggja
af, hefði aðeins verið lítið eitt kram-
inn og því engin ástæða að hindra
sölu á honum og jafnframt getið ]
‘ þess, að sumum þætti úldinn fiskur j
góður. Frh. *
á kr. 1,7S alinin, breiddin óvanalega gó5 (2y4 alin).
K o m ! ð f t í m a.
----- Frh.
»Hvernig hefur hann komist
að þessu?« spurði Slade.
Arnold Ferrers hugsaði sig
um snöggvast, herti svo upp
hugann og afrjeð að segja það
sanna. Hann vissi hver áhrif
það myndi hafa.
»Vegna þess«, sagði hann
dræmt og kuldalega, »að God-
frey Bratidon er sá rjetti jarl af
Bellmairel*
Slade stökk upp, bleikfölur og
stóð á öndu.
»Hann! hann!« ískraði í hon-
um og blótsyrðin hrutu af vör-
um hans, — »hann jarl!«
»Já, — sittu kyr — já! Hann
er jariinn. Pú átt voldugan
fjandmann, Slade!«
»Svo hann er jarlinn!« sagði
Slade hásum róm. »Að mig
skyldi ekki gruna þetta!«
»Nei, þú hefðir líklega reynt
að koma þjer í mjúkinn hjá hon-
um, ef þjer hefði dottið það í
hugb sagði Ferrers éins og út í
loftið, og hafði þó r.ákvæmar
gætur á Siade.
»Hjá honum? Jeg? Nei, ónei!
Jeg hata hann, hata hann, hvort
sem hann er jarl eða ekki!« org-
aði Slade og barði í borðið.
»Uss, vertu rólegur!«
»Jú, jeg hata hann! Og hann
ætlar að gera út af við yður á
morgun? Steypa sjer yfir yður
og taka alt af yður?«
»Og 5000 pundin frá þjer!«
sagði Ferrers. Hanti stóð upp
og setti brennivínsflösku á borð-
ið. Slade helti á staup án þess
að bíða boðanna og hjelt beisk-
um vökvanum lengi í munnin-
um áður, en hann rendi honum
niður. Svo hjelt jarl áfram:
»Pú sjerð að þú ert orðinn of
seinn. Á morgun á jeg að fara
úr þessari fögru höll og taka
afiur upp rjettnefni mitt, sein þú
þekkir. Þetta hlýtur nú að fara
svona, það er að segja, nema
Godfrey Brandon hendi einhver
slysni í kveld!«
Orðin voru töluð ofur rólega
og blátt áfram, en áhrifin á Slade
voru auðsæ. Hann svelgdi í
sig brennivíninu og laut áfram
og augnaráðið varð hvassara
og undirförulla um leið.
»Nema — nema hvað? Hvað
voruð þjer að segja? Getið þjer
ekki talað skýrt! — Hvað eruð
þjer að hugsa?«
Hiis til sölu.
Húsin nr. 30 og nr. 44 við Njáls-
göíu, bæði í ágætu ástandi, fást til
kaups nú þegar.
Seinja ber við Guðm. Ásbjörns-
son, Njálsgötu 30., eða Sigurbjörn
Porkelsson, pakkhúsmann í Edinborg.
»Hvað ert þíí að hugsa?«
spurði Arnold Ferrers með undr-
unarbrosi. »Það hera oft slys
að höndum fyrr en varir —«
Slade stóð upp, hjelt sjer í
borðbrúnina og dæsti.
»Uss, uss! Segið þjer ekki
meira! Þjer hafið bent á nokk-
uð —«
»0, sei, sei! Jeg þurfti þess
ekki við! — þjer datt það löngu
áður í hug!« sagði Arnold Ferrers.
»Mjer þykir þetta leitt þín vegna,
Slade! Jæja samt, — hver veit
nema Brandon — jarlinn, meina
jeg —, aumkist yfir þig og gefi
þjer hálfpund —«
Slade greip fram í með blóti
og ragni og greip höfuðfatið.
»Ertu farinn? Vertu sæll! Pú
talar ekki um þessa smámuni,
Slade. Jarlinn, vinur minn, átti
frumkvæðið að þessu, af ein-
hverjum dutlungum, sem þutu
í hann —«
»Veit nokkur annar af þessu!«
hvíslaði Slade.
»Nei, engin sál! bara þið
tveir auk mín!« sagði Arnold
Ferrers.
»Gott!« sagði Siade. Hann
fór tii dyra, stóð þar um stund,
gekk aftur að borðinu og virtist
ætla að segja eitthvað, hætti við
það, gnísti tönnum og snautaði
út.
Og Arnold Ferrers ljet fallast
aftur á bak í hægindastólinn föl-
ur og máttvana. Frh.
Ekkl er alt guSS,
sem gSóir.
Skáldsaga
eftir Charles Oarvice.
---- Frh.
Það var löng þögn, og heyrð-
ist aðeins grátur frú Darthworth.
Raymond var náfölur og skjálfandi
af ótta.
»Nú á jeg aðeins eftir að kalla
á Tazoni, flökkumannaforingjann«,
sagði Fruser eftir stundarþögn, en
þá hrópaði Veronika: »Hann er sak-
laus, faðir minn! Hann hefur bjarg-
að mjer úr lífsháska! Hann er heið-
arlegasli maðurinn, sern jegþekki«.
Darthworth lávarður varð hálfhissa
á, að Veroniku skyldi vera svo ant
i