Vísir - 19.07.1913, Page 4
V { S I R
um þennan flökkumann, en hann ?
svaraöi engu, Tazoni kom líka inn
í þessu og Beriford lávarður með
honum.
«Eins og þjer vitið, herra Iávarð-
ur«, hjelt Fruser áfram, *þá hefur
verið heitið verðlaunum fyrir, að
handsama þennan mann, þar eð
þungar sakir voru bornar honum á
brýn, það var því nauðsynlegt, að
hann kæmi fyrir dómarann, en jeg
get sfrax fullvissað yður um, að
hann er allsendis saklaus, og grun-
ur sá, er fallið hefur á hann, er
sprottinn af lygasögum þeim, er
þjófarnir Godfrey og Luke Smea-
ton hafa breytt út. Þeir höfðu gild-
ar ástæður til þess að reyna, að
koma honum fyrir kattarnef, því
þessi ungi maður, sem hjer hefur
verið nefndur Tazoni og í Lundún-
uni Richard Francis, ersonurNorth-
bridge jarls og löglegur erfingi hans«.
Enn á ný varð dauðaþögn, en
loks gat Beriford lávarður ekki stilt
sig Iengur, heldur hrópaði upp yfir
sig: »Þetta var ágætt, þetta var
ágæft!« og faðmaði Tazoni að sjer
glaður í bragði.
»í öllum bænum, við skulum
komast hjeðan sem allra fyrst* hvísl-
aði Judy að DenviIIe og dró hann
með sjer út, og skifti sjer enginn af
þeim. Darthworth lávarður gekk til
Tazoni og tók vingjarnlega í hönd
hans og mælti: »Þetta er eina hugg-
unin á þyngsta degi æfi minnar*,
og fór svo að skrifa hina þungu
kæru á hendur manni þeim, sem
hann hafði ætlað að gefa dóttur
sína.
Tazoni sneri sjer nú að Veroniku
og hún rjetti honum báðar hend-
urnar brosandi og sagði lágt: »Guði
sje lof«, og hneig svo meðvitund-
arlaus að fótum elskhuga síns.
. . . ..■■■ .ii. 'irv D . --
}C\^tom\B
fil verslunarinnar á Vesturgöfu 50:
Rúgmjöl, Mais heill, Bygg, Kartöflur, Sæt saft í
flöskum, Epii þurkuð og Bláber, Sveskjur, Fiskiboll-
ur, Rjúpur og Kjöt niðursoðið. Súkkulade.
(Talsími 403.)
Launahækkun
embættismanna og alþýðumanna
er það ébeinlínis, að
kaupa fötin sín hjá mjer.
Úrval af ódýrum fataefnum.
fSST Fljót og vönduð afgreiðsla. ”®|
Guðm. Bjarnason,
Aðalstræti 8.
fæst í
30. kapítuli.
*Guð blessi þig sonur minn«,
sagði Northbridge jarl og lagði hönd-
ina á höfuð Tazoni. »Guð veri meö
þjer, Veronika hefur oft talað um
þig við mig, svo jeg er þjer ekki
alveg ókunnugur*.
»Jeg hefi verið einmana alla æf-
ina«, mælti Tazoni lágt, »en nú hef
jeg á einum degi, eignast marga
vini, heimili og ástríkan föður, jeg
get ekki með orðum lýst, hversu
hamingjusaman jeg tel mig«.
Feðgarnir sátu lengi á tali, og eft-
ir því, sem þeir kyntust betur, því
betur geðjaðist þeim hvorum að
öðrum. Tazoni sagðí föður sínum
alt um hagi sína og æfiferil, og jarl-
inn hlustaði á með tárvot augu.
*Mig Iangar til að tala um Ver-
on — um ungfrú Darthworth við
þig, faðir minn, jeg ann henni hug-
ástum, og jeg held að henni þyki
vænt um mig, jeg vona að þú haf-
ir ekki neitt á móti því, að hún
verði tengdadótíir þín«.
»Nei«, svaraði jarlinn brosandi
og tók í hönd syni sínum.
Um kvöldið kom Darthworth lá-
varður, til þess að vitja um jarlinn
og óska honurn fil hamingju. Darth-
worth var þreytulegur og áhyggju-
fullur, en reyndi þó að Iáta sem
minst á því bera.
Northbridge jarl var óvenju hress
bað Tazoni að ganga snöggvast ú,
frá þeim, því hann þyrfti að tala
fallegt — ódýrt — gott.
Sendið auglýsingar tímanlega!
einslega við Darthworth lávarð.
Þegar Tazoni var farinn, mælti jarl-
inn blíðlega: »Við höfum nú verið
aldavinir í mörg ár, Darthworth,
það hefur verið ósk okkar beggja,
að börnin okkar giftust.«
»Sonur minn hefur trúað mjer fyr-
því, að hann elski dóttur yðar, og
nú bið jeg yður um samþykki yð-
ar til þessa ráðahags, ef hún sjálf
gefur honum jáyrði sitt«.
Darthworth lávarður tók í hönd
jarlinum og svaraði klökkur: »Það
er einlæg ósk mín, að Veronika fái
að giftast manni þeim, sem hún
hefir sjálf valið sjer, jeg sá í dag,
að hún ann syni yðar. Þessi dagur
ætlar að enda rbetur en áhorfðist.
Jeg var nærri búinn að selja dótt-
ir mína manni, sem hún hafði and-
stygð á«.
Sagði hann svo jarlinum frá, að
hann út úr peningavandræðum hefði
samþykkt ráðahag Veroniku og Ray-
monds; þegar hann hafði lokið máli
l sínu, sagði jarlinn:
»Þjer hefðuð átt aö leita til mín,
jeg var ekki svo veikur, að jeg
ekki gæti hjálpað besta vini mínum«.
Þeir gerðu nú boð eftir Tazoni,
og Darthworth lávarður sagði hon-
um, að hann teldi sjer miklasæmd,
að eignast hann fyrir tengdason, ef
Veronika gæfi honum jáyrði sitt.
- »Jeg ætla að fara undir eins og
tala við hana, má jeg það ekki«?
spurði Tazoni.
»Finst yður ekki, að hún hafi
orðið fyrir nógu miklum geðshrær-
ingum í dag? spurði Darthwort
brosandi.
Frh.
TAPAÐ-FUNDIÐg^
Sá, sem tók vatnskápuna úr
Edinborgar pakkhúsi fimtud. 17.
júlí í misgripum, skili henni á
sama stað og taki sína.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. ph l.
Östlunds prentsm.
Brúkuð ísl.
frímerki
keypt óviðjafnanlega háu verði.
Einkum:
Gömul frm. 50 au. kr. 1.20
---100-------2.25
Chr. 9. 3 — 3 au.
---4 - 27,-
--- 5 _ 2 —
--- 6 — 5 —
16 — 15 —
20 — 6 —
40 _ 30 —
50 — 42 —
Þjónustu, gömul 3 — 20 —
4 _ 20 —
Allar tegundir ísl. frímerkja,
notuð og ónotuð, ísl. brjefspjöld og
myndaspjöld, öll erlend frímerki
keypt háu verði!
Handa söfnurum hef jeg komið
með fagurt úrval erlendra frímerkja.
A. Gregersen,
Hotel ísland.
(Hittist kl. 5—8.)
KAUPSKAPUR
Skjalaskápur stór er til sölu.
Afgr. v. á.
Lundi vel reittur, vandaður frá-
gangur, fæst alla virka daga í ís-
húsinu hjá Norðdal.
Til sölu nu, og íbúðar 1. okt. I
næstkomandi, er húsið nr. 71 við
Laugaveg. Semjið við
Sig. Pjetursson.
Skólavörðustíg 9.
Lundi fæst í dag og næstu daga
í Túngötu 6. Reittur 8 au., óreitt-
ur 12 au.
H Ú S N
Þriggja herbergja íbúð með
eldhúsi og geymslu óskast frá 1.
okt. Afgr. v. á.
íbúð óskast 1. okt., tvær stórar
stofur og lítið herbergi ásamt eld-
húsi. Helst tnóti sól. Magnús Þor-
steinsson, Lindargötu 43.
Lítil íbúð óskast frál.okt. Tvö
herbergi lítil og eldhús eða 1 her-
bergi stórt og eidhús. Afgr. v. á.
3 herbergi og eldhús óskast frá
l.okt. Leiga borguð fyrirfram. Afgr.
v. á.
2 stofur samanliggjandi móti
sól með forstofuinngangi eru til
leigu nú þegar eða frá l.okt. Fæði
og ræsting á sama stað, ef óskað
er. Afgr. v. á.
3—4 herbergi
og eldhús óskast til leign
frá 1. okt., helst á Laugav,
neðarlega eða Vesturg.
neðarlega. Tilboð merkt
»777« sendist á skrifstofu
Vísis.
Annan vjelstjóra og 2 kola-
mokara vantar á botnvörpuskip. Afgr.
v. á
Tveir duglegir sjómenn ósk-
ast, annar þeirra verður að kunna,
að stjórna mótorvjel. Gott og áreið-
( anlegt kaup. Semjið sem fyrst við
j Jón Hermannsson úrsmið, Hverfis-
{ götu 4.