Vísir - 02.08.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 02.08.1913, Blaðsíða 1
4 689 m hí n _ , t-í b^síir o;> ódýrasbr t<f í verslun |; Einars Árnasonar. m I m SíimpjSa og Iramsiglssmerki m litvegar afgr. Vísis. Sýnishorn & liggja frammi. n . ¥ Kemur út alla daga. —Sími 400. Afgr.i Hafnarstræti 20. kl. 9-3 og 4-8. 25 blðð (frá 30. júlí) kosta á afg-r.50 aura. Skrifstofa i Hafnarstræti 20. (uppi), Send út um land 60 au,—Einst. blöð 3 au. opin kl. 8-9, 12-3 og 6-8. Sínii 400. Langbesti augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Laugard. 2. ágúsi 1913 Nýtt tungl. Háflóð kl.5,14’ árd. og ki.5,36’ síðd. Afmœli. Frú Marta Einarsson. Ungfrú Valgerður Jónsdóttir. Einar J. Pálsson, trjesmiður. Hans Hoffmann, verslunarm. Jón Erlendsson, sjómaður. Sigurður Guðmundsson, skipstj. I A morgun: Póstáœtlun. Skálholt fer norður um Iand f hringferð. Póstvagn kemur frá PingvöIIum. Bíó| Biografteater Reykjavíkur 2., 3. og 4. ág.: spæavvnn. Framúrskarandi skrautleg mynd í 3 þáttum. Aðaihlutverkin leikin af frægum amerískum leikendum : Mr. William Humphreys. Miss Edith Stozey. Mr. James Young. Mr. Harry T. Morey. Í^Mæma fógur Vitagraf- kvikniynd. l í.flr |riQfnpn9Pvlðurkendu> ódyru.fást LílAJUÖLUl Udl ávalt tilbúnar á Hverfis- gotu 6.—Sinú 93.—HELQI og F.INAR. |jj Umrseöur í járnbrautar- málinu á fimtudaginn. 1. Járnbrautarlagning (113); I. umr. J. M.: (framsögum.) Þetta mál kom fyrst fyrir þing 1904, en þótti ílla undirbúið. 1907 v*r mæl- ing ákveðin á járnbrautarsvæðinu og tienni lokið 1908, tók þá Th. Krabbe að gera uppdrætti og kostnaðar- áætlun og komst að þeirri niður- stöðu að járnbrautarlagningin mundi kosta 3l/2 milj. kr. og árlegt við- hald og reksturskostnaður yröi um 100 þús. kr., áleit fyrirtækið heil- brigt og nauðsynlegt. 1911 voru veittar til framhaldsrannsóknar 3000 kr., er þeir Jón Þorláksson og Þór- arinn Kristjánsson geröu. J. Þ. gerði kostnaðaráætlun og komst aö þeirri niðurstöðu, að aðalbrautin frá Reykjavík austur um Mosfellssveit, Mosfellsheiöi fyrir austan Þingvalla- vatn, niður með Sogi yfjr Ölvesá hjá brúnni og austur að Þjórsár- brú mundi kosta 372 miljón kr. og hliðarbraut frá Ölvesárbrú til Eyr- arbakka 300 þús. kr., eða alls 3 800 000 kr. Áætlun þessi virt- ist ábyggileg. Enginn efi á að jámbraut þessi mundi verða Suður- landsundirlendi til ómetanlegs gagns, Landsbankinn er f dag opinn aðeirts kl. 10—12 árd. lslandsbanki er í dag opinn aðeins kl. 10—12 árd. og flýta fyrir ýmsum nauðsynleg- um framfaramálum þess t. d. Flóa- áveitunni og fleiru, og brautin ef hún kæmist á mundi fljótt Iengd austur f Rangárvallasýslu og gerðar af henni ýmsar afbrautir. Fyrir Reykjavfk kæmi hún líka til styrkt- ar við að bera meðal annars kostn- að af höfninui. Hafi haft góða trú á máli þessu frá því fyrsta, sem hinu niesta og besta fram- faraskilyrði fyrir landið. Braut þessi ætti að liggja um fjölbygðustu og bestu sveitir landsins, sem eiga mikil framfara- skilyrðí og geta framfleytt mörgum þúsundum manns fram yfir það, sem nú er þar,- Sjer findist þetta svo bert nauðsynjamál, að þeir sem ekki hefðu trú á því, gætu ekki haft trú á framtíð þessa lands. Gegn þessu kynnu að konia þær mótbár- ur, að þótt málið væri gott, kæmi það ekki öllum landslýð að gagni. Slíkt ætti ekki að koma til greina, því góðs af þessu nyti y4 hluti þjóðarinnar. Þess vegna væri skylda landssjóðs að hjálpa því í frain- kvæmd, því samgöngur yrðu ekki trygðar á annan hátt. Og þótt þetta hefði mikil aukin gjöld í för með sjer, gæfi það miklar beinar og óbeinar tekjur af sjer, miklu meiri en menn gerðu sjer hugmynd um. Til framkvæmda væru tvær léiðir, önnur, að landssjóður tæki Ián og gerði brautina á sinn kostnað, hin, að fela það einhverju fjelagi gegn tryggingu. Að athuguðu máli, mundi reksturskostnaður hjálandssjóði verða meiri en hjá »prívat« fjelagi; fyrstu árin um 400 þús. kr. Því heppi- legra að fela fyrirtækið sjerstöku fje- lagi fyrst um nokkur ár (t. d. 10 ár), og landið hefði þá rjett til að kaupa og taka við. Frumv. ákvæði að landssjóður ábyrgðist fjelaginu 5°/# af öllu fje er það legði í fyrir- tækið, þótt það þæktu háar rentur, væri ekki fyrirsjáanlegt að þær í nánustu framtíð yrðu lægri. Frumv. væri komið fram eftir beiðni ráð- herra og undirbúið af stjórninni, í því mætti kannske ýmislegt lagfæra, er mönnum þækti að. En áríðandi væri, að koma þessu sem fyrst í framkvæmd; nú væru að aukast vesturfarir við heimsókn Vestanmanna, því alvarlegt mál, að gjöra menn ánægða hjer heima. Óska að mál- inu verði vel tekið í deildinni og kosin nefnd í það. V. Q.: Get látið ánægju mína í Ijósi yfir að þetta mál er komið inn á þing. Fluíti það sjálfur fyrir 18 árum og 'átti þá í stríði við hleypidóma og skilningsleysi manna á þessu máli, frumvarp mitt komst í gegnum neðri deild, en strandaði í efri, tilboð það er jeg hafði þá, mundi þingið hafa gleypt við nú, svo hefði skilningur manna þrosk- ast og hugir þjóðarinnar breyst. Þetta væri líka áreiðanlega hið mesta fratnfaramál, undir því væri ræktun landssins að miklu leyti komin, samgöngur á sjó ekki nægar nje tryggilegar, en járnbrautir nauðsyn- legri norður um land en á suður- landi, þar væru nægirvegirog mótor- vagnar ættu að duga þar til sam- gangna. Tilboðið 1894 miklu betra því er hjer fælist í fruinv.; það hefði farið fram á 30 ára einkaleyfi; brautin liefði átt að liggja norður, Iandssjóðsstillag aðeins 50 þús, kr. á ári og aðrar 50 þús. til stöðugra skipaferða milli landa. Eítir þessu væri einkaleyfið 75 ár og að gjalda 57,% af 4 milj. kr. (er mætti gera ráð fyrir að fyrirtækið kostaði) væri sama og 220 þús. kr. víst árstillag úr Iandssjóði í 75 ár. (H. H.: Nei, mundi borga rentur og rekst- urskostnað eftir fá ár). Eins væri fjelaginu með því veitt allar mögu- legar undanþágur frá skyldum og sköttum, væri inikið, að því skyldi ekki vera leyft að flytja inn spíritus án tolls. Áhættan væri öll lands- sjóðsmegin, engin fyrir leyfishafa, og það svo, að þó ágóði yrði um síðir, renni hann allur til fjelags- ins, en ekkert í landssjóð. Og þótt málið væri gott, mætti »kaupa hljóðpípuna of dýrt.c Gerir ekki ráð fyrir að málið gangi nú fram, en við það ætti samt ekki að hætta fyr, en járnbrautir væru komn- ar á í landinu. J. Ól.: Glaður að málið er kom- ið fyrir þing. Járnbrautir mundu fjölga landsbúunr. Landið ekki verra til ræktunar en víða íVesturheimi,en samgöngur vanta. í þeim hjeruðunr, sem járnbrautin á að liggja um, gætu eins vel lifað 250 000 manna, ef þau væri rjettilega notuð,eins og nú lifa 80 þús. á öllu landinu. Hjer gætu orðið eins góð skilyrði til að græða fje og vestanhafs. Hygg að eftir fá ár mundi brautin borga bæði reksturskostnað og rentur af stofn- fjenu. En þetta frumv. tilboð slæmt gæti á 8 vikna tímabili útvegað hentugra tilboð. Lán ætti jafnvel að fást rneð 3%. Hreppapólitik svo mikil í þinginu að þettá mál mun drepið. En vil Ieggja áherslu á, að það er velferðarmál fyrir alt Iandið. En þá meira nauðsynjamál eh ’eim- skipafjelagið. B. J.. Öfugt hjá J. Ó. að meta þeíta mál meira en eimskipamálið. Um Suðurlandsundirlendi mætti nú fara á rennireiðum; frumv. tilboðin óaðgengileg. Rjettast að vjer hefð- um sjálfir samgöngurnar undir hendi bæði á sjó og landi. J. M.: Valtýrstilboðið 1894 ekki ábyggilegt, því ekki gott til sanian- burðar. Rennireiðar, er B. J.. hefði nefnt, væru ófæiar tii flutninga á vetrum. Ekki rjett að fara úí í sjer- stakar greinar frumv. við 1. umr. eða fyr en það kæmi frá nefnd. Neðri deild í gær. 1. »Kosning neíndar til að íhuga álit- yfirskoðunarmanna landsreikn- 'ngs 1910 og 1911*. Samþ. að fela það reikningslaganefnd. 2. Fjáraukalögin, 3. umr. Nokkr- ar umræður urðu um 9. lið 9. gr Ferðakostnað og fæðispeninga nokk- urra þingmannna á fund í Reykja- vík í des. 1912, kr. 754,80. Frumv. var samþ. frá deildinni með þeim breytingum, að 65 þús. kr. til pósthúsbyggingar var feld burt. Fjárv. til Röntgensáhaldakaupa hækkuð úr 5 þús. kr. uppí 6 þús., og bætt inn 600 kr. styrk til stúd- entafjelagsins, að senda mann á 100 ára afmæli stúdentafjel. norska. 3. Landssjóðsábyrgð á spari- sjóðsfje. 3. umr. Samþ, frádeildinni. Mótatkv. greiddu: Ráðh., K. J., Jóh, J. og P. J. 4. Prestssetralán, 3.umr. Samþ. frá deildinni. 5. Sala á Mosfellsbringum, 1. umr. Vísað til þjóðjarðasölunefndar. 6. Síldarleifar, 1. umr. Vísað til sjávarútvegsnefndar. 7. Kornforðabúr. 1. umr. Vísað li! 2. umr. 8. Lögskipaðir endurskoð- endur. l.umr. Nefnd: P. J., J. Ó., K. J., B. J., Ó. B. 9. Frumv. um gjafasjóð Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Nefnd: St. St, G. E, M. K, K D, Þ. J. Auk þessa sanrþ. að hafa engan fund 2. ág. Efri deild. 1. Friðun fugla. 3. umr, Samþ. til n. d. 2. Leynilegar kosningar. 3. umr. Samþ. til n. d. 3. Landskiptalög. 2. umr. Vís- að til 3. urm.. Dre/ckið Egilsnrjöð og Malt- extrakt frá innlendu ölgerðinni « Agli Skallagrímssyni*. Ölið mælir með sjer sjálft. Sími 390.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.