Vísir - 23.09.1913, Page 1
6
741
Ostar
bestir ug ódýrastir
í verslun
Einars Árnasonar.
\s\
S’timpla og
Innsiglismerki
útvegar afgr. í;
Vísis. I
Sýnishorn
liggja frammt.
Kepiur út alla daga. — Sími 400.
Afgr.i Hafnarstræti 20, kl. 11-3 og 4-6.
25 blöð (frá 18.sept.) kosta á afgr, 50 aura
Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au.
Skrifstofa i Hafnarstræti 20. (uppi),
opin ki. 12-3. Sími 400,
Langbesti augl.staður í bænum. Augl,
sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu
Þriðjud. 23. sept. 1913.
Jafndœgur - hanst byrjar.
Háfióðk'. 10,14‘árd.og U1.10,57‘ síðd.
Afmœli.
Frú Anna Bjarnasen.
Frú Rannveig Ólafsdóttir.
Lauritz Jörgensen, málari.
Jóhannes St. Stefánsson, versl.m.
Sigurður Kristjánsson, bakari.
Þorsteinn Þorsteinsson, slátrari.
9
A morgun:
Póstdœtlun.
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Norðan-og Vestan póstar koma.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Álftanesspóstur kemur og fer.
Bíó
Biografteater
Reykjavíkur
22., 23. 24. og 25. sept. :
Dóttir
ölgerðarmannsins
Sjónleikur í 2 þáttum
leikinn af leikurum við
Konungl. leikhúsið í K.höfn.
Átakaniegur viðburður.
Ekkert tilsparaö við útbúuaöiun a
leiksviöinu.
Heræfingar Dana
Aukamynd.
Ikklstur fást venjulega tilbúnar
á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
gæði undir dómi almennings. —
Sími 93. — Helgi Helgason.
Fallegustu líkkisturnar fást |
hjá mjer—altaf nægar birgð- Í
ir fyrirliggjandi — ennfr. lik-
klæði (einnig úr silki) og lík- jf
kistu8kraut.
Eyvindur Árnason. ú
8 ÚR BÆNUM. § i
Sterling er að koma frá Búð-
um kl. 12.
»Bifreiðarfjelag Reyjavíkur*.
Svo heitir fjelag sem stofnað var
lijer í bæ föstudagskvöldið síðastl.
Það ætlar að hefja bifreiðarferðir
að vori komandi með allt að 10
bifreiðum. Hús ætlar það að byggja
sjer. Hefur þar skrifstofu og auð-
vitað símasamband. Þeir Sveinn
Oddsson og Jón Sigmundsson bif-
reiöarmenn eru í fjelagi þessu og
veröa starfsmenn þess, en stjórn
fjelagsins er Axel Tulinius fyrv.
sýslumaður, Pjetur Otinnarsson hó-
telstjóri og Sveinn Björnsson lög-
maöur.
Þetta er myndarlega af stað farið
og horfir til verulegra framfara.
Setjaravjelar munu í ráði að
komi hingað í bæinn í haust og
vetur tvær eöa þrjár. Vjelar þessar
setja hver á við 4—6 prentara (setj-
ara) og verður þá með þessu auk-
inn mjög starfskraftur til prentunar
ög prentun þá heldur lækkuð í verði.
uðböðum,
Heimkomsn
frá útlöndum leyfi jeg mjer að til-
kynna heiðruðum viðskiftavinum
minum og almenningi, að jeg hefi
nú aftur opn2ð
höfuðlækinga- og
hárvinnustofu
mína, á Bókhlöðu-
stíg 9, eftir að jeg
hefi í utanför
minni fullkomnað
bekkingu mína á
meðaia-höf-
andliisböðum,
hiruppseiningu og háriiU
húningi o. s. frv. Skal þess get-
;ð, að jeg legg nú sem áður, sjer-
staka stund á höfuðlœkningar.
Virðingarfyllst
Earólína Þorkelsson.
Uppþot á Laugavegi. Aðfara-
nótt sunnudagsins höfðu nokkrir
menn hávaða allmikinn á Lauga-
veginum. Næturverðirnír tveir komu
þar að og báðu'þá að liafa hægt
um sig, en hinir brugðust illa við
því og lenti í handalögmáli. Voru
sett járn á tvo óróaseggina og þeir
færðir í varðhald. Næturverðirnir
kærðu 5 eða 6 af mönnum þeim,
er óspekíunum ullu og voru þeir
yfirheyrðir í gær. Eru tveir dæmdir
í 80 og 70 kr. sekt (ef stjórnarráð-
iö skipar ekki sakamálsrannsókn á
hendur þeiin) en hiuir eru ódæmd-
ir enn.
Fimtánhundraðasti fundur G.
T. stúkunnar »Verðandi« er í kvöld.
Til hátíðabrigðis kemur framkvæmda-
nefnd stórstúkunnar á fundinn, en
ungfrú Guðrún Indriðadóttir og
»Fóstbræður« skemta.
Ðrekkið Egilsmjöð og Malt-
extrakt írá innlendu ölgerðinni »Agli
Skallagrímssyni«. Ölið mælir með
sjer sjálft. Sími 390.
^FRnTLðNDUMVy^
Ejóskaðaábyrgðir. Lloyds
sjóskaðaábyrgð.irfjelag í Lundúnum
hefur greitt ábyrgðargjöld 300 þús.
krónur að meðaltali dag hvern sjö
»
fyrstu mánuði árs þessa eða sam-
tals 70 milljónir króna.
Sjóræningjar í Marokko-
Ekki er ugglaust að sigla fyrir
ströndum Morokko sökum sjóræn-
ingja. Er það einatt að þeir taka
lítil seglskip og við og við allstór
kaupskip. Svó bar og til 15. f. m.,
er spanskt briggskip, hlaðið vörum
kom til Alhucema, eyar er Spán
verjar eiga við Morokkoströnd.
Um nóttina er menn voru í svefni
komu víkingar á þrem skútum og
rjeðu að kaupmönnum. Varð lítið
um varnir og bundu þeir skipverja
en tóku allan varninginn. Stýrimað-
ur hafði sloþpið undan á sundi til
lands. Voru send boð fallbyssubát,
er lá þar ekki all-langt frá, en er
hann kom, voru ræningjarnir farnir
með herfang sitt. •
Uppskeruhátíð Hjálpræðis-
hersins í %«ötA M. 8'
2*
t, en þó satt.
Efni í Sikisvuntur fyrir sðeins 2.82 sða 0,75 alinln.
Silkislifsi frá 1,00. Alit efiir þessu.
Carl Lárusson.
...
vm
GOLFDUKAR
(Linoleum)
Afarmikið úrval nýkomið í
verslunina EDINBORG.
P.áít fyrir verðhækkun, vörutoll og aðra óáran, verða
pp dúkar þessir seldir nokkru ódýrara, en áður hefur átt
ip sjer stað.
pp Þeir, sem þurfa að fá sjer á gólfin, ættu að koma
ip sem fyrst, til að skoða þessa dúka.
Heimssýningin
sem halda á í San Francisco sum-
arið 1915, fær ekki þá hluttöku
annara þjóða, er ráð var fyrir gert.
Bretar hafa þannig ákveðið að taka
engan þátt í sýningunni, og er það
Panama-þrætan, sem því veldur.
Danir og Svíar hafa gert hið sama,
og óvíst er, nema Þýskaland fylgi
og þeirra dæmi. Frakkar og ítalir
hafa aftur á móti lýst sig hluttak-
endur í sýningunni og sömuleiðis
Ástralía og flest öll Suður Ameríku
lýðveldin. En niikið vantar þegar
Breta vantar, og ekki síst, ef Þjóð-
verjar væru þar ekki heldur.
Allsherjarþing
Esperantomanna er ákveðið að
halda í Edinborg á Skotlandi
1915.
Látinn vísindamaður
og skáid.
Dáinn er 2. þ. m. í Ábo á
Finnlandi skordýrafræðingurinn
mikli, dr. O. M. Reuter, fyrrum
prófessor í dýrafræði við Hels-
fors-háskóla 63 ára. Eftir hann
liggja ekki færri en 500 bækur
og ritlingar, er mikið þykir að
í kveða fyrir vísindalega nákvæmni
og varúð í staðhæfingum, eru
þau alkunn víðsvegar um Evrópu.
Auk þess var hann skáld og eru
ekki færri en 5 ljóðsöfn til eftir
hann.
Myrtir vísindamenn.
Nú er fullsannað að ameríski
norðurfarinn Radford og fjelagi
hans Street, hafi verið myrtir af
Skrælingjum í norðurhöfum 5.
júlí í fyrra. Þeir fjelagar voru
í hafrannsóknum fyrir norðaf
Ameríku.
Ryskingar og manndráp
urðu í Adrianopel 3. þ. m. milli
tyrkneskra herforingja innbyrðis.
Það var á hinni heilögu Bairam-
hátíð. Enver Bey, Ung-Tyrkja-
foringinn nafnkunni fjekk stór-
sár, 5 biöu bana og 20 særðust.
Vatnavextir á Spáni
hafa verið geysimiklir, einkum í
Santander, hefur þar verið 6 feta
djúpt vatn á götum, vörur í búð-
um eyðilagst og smærri kaup-
menn orðið gjaldþrota allmargir.
Lögreglan hafði nóg að gera að
bjarga börnum úr flóðinu.
Voðalegt óviijaverk.
Ungur maður í Birmingham á
Englandi, Arthur Ivens að nafni,
bauð nokkrum vinum sínum heim
til sín á fæðingardag sinn 10. þ.
m. -— Systir hans ljek á slaghörpu
fyrir gestina. Á meðan hún var að
leika, sýndi hann nokkrum þeirra
nýa skammbyssu, er hann hafði
fengið í afmælisgjöf, en er minnst
varði, reið af skot úr henni, hljóp
í bakið á systur hans þar sem hún
var að leika á hljóðfærið og hnje
hún þegar niður og va^örend.
Nærri má geta hvernig piltinum og
gestunum hefur orðið við; enginn
vissi af skoti í byssunni; pilturinn
kom grátandi fyrir rjett, en var dæmd-
ur sýkn af slysi þessu.
Stjórnarbylting í San
Domingo.
Borgin Puerto Plata er þar í hers-
höndum svo liætta er búin amerísk-
um þegnum. Uppreistarmenn hafa
hafið skothríð á borgina og er for-
ingi þeirra Hector Velasquez, sá er
einu sinni var um tíma forseti þjóð-
veldisins.