Vísir - 23.09.1913, Síða 2
V í S 1 R
lækur,
> SHlfeSÉsK
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupi menn i
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Lækjargötu 2.
GÖLFDÚEAR I
(Linoleum)
og
VAXDÚKAR
á borð og gólf er nýkomið í
afarstóru úrvali Einnig vaxdúkar
til að fóðra með herbergi og m.
m. fi. Jafnstórt úrval af Linoleum
og vaxdúkum hefur aldrei sjest
hjer áður
o$ \)öv\x^œS‘v zx \xp\x
Jónatan Þorstelnsson.
Laugaveg 31.
Nýkomið
í "Kolasand:
Leirtau, af ymsu tagi og fag-
urt á að líta, og óvanalega ódýrt,
eins og fyrrum.
Sjerstaklega má nefna :
Bollapör úr leir og postulíni,
sum þeirra kosta aðeins 12aura,
Rjómastell, logagylt,
Tepotta,
Mjólkurkönnur,
Kökudiska,
Súkkulaðekönnur,
Díska, djúpa og grunna, frá
12 til Q aura,
Blómsturpotta,
GIös af ýmsri gerð,
og ótal margt fleira,
Lítið því inn f Kolasundi, áður
en þjer kaupið annarstaðar. Þjer
komist hvergi að betri kjörum.
ElOurinn. Kvæðaflokkur efíir
Þor8tein Erlingsson. 122 bl*. 8vo.
Reykjavík MCMXIII. ísafoldar-
prentsmiðja.
Þetta er fyrra hefti kvæðabálks
þess hins mikla um Ragnheiði
Brynjólfsdóttur, byskups, og ástir
þeirra Daða, er fyrstu kvæðin
birtust úr í Eimreiðinni fyrir mörg-
um árum.
»Vísir« hefur ekki rúm til þess
að rita ítarlega um kvæði þessi
enda munu fiógir aðrir verða til
þess, er betur kunna skil á slíku.
Sjálfsagt verða skiftar skoðanir
um Iífsskoðanir og kenningar þær,
er Ijóð þessi geyma, — um þær
geta og eiga lögskipaðir útverðir
kirkju og kristindóms og and-
stæðingar þeirra að skifast orð-
um á. Hjer verður aðeins litið
á listargildi ljóðanna og í heimi
Iistarinnar á engin flokkapólitík
kirkju- nje stjórnmála-manna nje
siðafrömuða heima. Skáldið er
frjálst að hugsjónum sfnum og
skoðunum og ber ábyrgð á því,
hver áhrif þeirra verða með þjóð-
inni, er það kveður við.
Formfegurðin á Ijóðum þess-
um er eins og vant er um höf
þeirra, látlaus og yndisleg. Orða-
valið fallegt, málið hreint og ekki
verið að krækja í grafgötur og
útúrdúra eftir torskildum úrelt-
um samtíningi sjaldgæfra orða,
engin fordild, ekkert fálm eftir
nýyrðum, engin skollareipa-flækja
norðan frá Sandi eða vankantað-
ir, vafaþungir kljásteinar vestan
frá Klettafjöllum. Málið og ljóð- j
hreimurinn líður ljett og þegl-
lega eins og lindirnar austur á
fæðingarstöðvum skáldsins og
einatt með þungum undirstraum,
eins og /vAarkarfljót í meginvexti.
Hjer er mælt látlausu og óbrotnu
sveitamáli eins og það er best
talað enn í dag. Þó er því sfst
að neita, að sum orðatiltæki
finnast í Ijóðunum, er skemma
listnautnina, — eru flekkir á fallega
skildinum skáldsins. Sem dæmi
skal nefna erindið efst á bls. 47,
er bæði vegna efnis og þó einkum
orðavals hefði mátt missa sig.
Að vísu eru orðin og myndin,
sem þar er brugðið upp fyrir
augum lesandans, rammíslertsk,
en jafnógeðfelt er erindið fyrir
því og á ekki heima í fögru ljóði.
En þessir flekkir eru hverfandi
í samanburði við allt hitt sem er
fagurskyggt og skírt listargull.
Svipir manna í Ijóðunum eru
glöggir og skírir, hvort sem menn-
irnir tala sjálfir eða þeim er lýst.
Náttúrulýsingar fáorðar, en glitra
hjer og hvar eins og fallegir stein-
ar í dýrri umgerð.
Lengi hafa menn »Eiðsins«
með óþreyu beðið og ekki
minnkar þráin eftir áframhaldinu
við lestur þessa fyrri hluta hans.
Prentun er góð og pappír í
bókinni þolanlegur. Q. Q.
Massage læknir
Guðm. Pjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m
Spííalastíg 9. (niðri).
Sími 394.
t
Island á kvonnaþinginu.1;
Mjer fellur mjög illa að hafa
orðið að sjá grein eftir frú Palline
Bagger í heiðruðu blaði yðar, um
kvennaþingið og ísland.
í fyrsta lagi af því, að í grein-
inni kemur fram mjög mitóll mis-
skilningur. Reyndar sagði mrs. Catt
í þingsetningarræðu sinni, að ferða-
kostnaður íslensku fulltrúanna hefði
verið greiddur af póstfjenu, af því
engir aörir peningar hefðu verið
fyrir hendi.
En hvernig Mrs. Catt hefurfeng-
ið þennan fáránlega skilning á þessu
máli, sem er algerlega tekinn úr
lausu lofti, það get jeg ekki sagt.
En það er áreiðanlegt að ekkerí
sögðu íslensku fulltrúarnir, sem gat
gefið henni minstu átyllu til að
halda þetta. Auðvitað er ísland lítið
land, en svo mikil fjarstæða gæti
þar aldrei komið fyrir. Peningarnir
voru veittir af íslensku stjórninni,
og teknir af landssjóði íslands. Mrs.
Catt tók líka aftur þessa sögu-
sögn sína, og skrifleg Ieiðrjetting
var send til blaöamannaskrifstofunn-
ar (við kvennaþingið).
Þá vildi jeg líka mega leiðrjetta
útdrátt þann úr ræðu minni, sem
stendur í greininni. Þegar menn
lesa þessa grein, þá hlýtur þeim
áreiðanlega að finnast, að jeg hafi
ætlað mjer að sverta Danmörku í
augum heimsins. En það var fjarri
því að vera tilgangur minn. En þeg-
‘) Grein þessa hefur frú Bríet Bjarn-
hjeðinsdóttir (Ásinundsson) sent Vísi
til upptöku. Mun hún þýdd úr »Ber-
lloske Tldendec.
ar jeg átti að tala á fundi, fyrir
ungu fólki í Budapest, þar sem
kvennaþingsfulltrúarnir áttu alls ekki
að vera við staddir, þá ákvað jeg
að segja eitthvað frá íslenska æsku-
lýðnum; og af því jeg vissi að
meiri hluti áheyrenda mir.na þekkti
naumast nafnið á ættjörðu minni,
þá sagði jeg þeim fyrst, í svo stuttu
máli sem unnt var, fáeina aðaldrætti
úr sögu íslands. Og þá gat jeg
ekki komist hjá því að nefna Dani.
En það var aðeins lauslega og öld-
ungis sögulega rjett, en ekki eins
og í frásögn hins danska íregnrit-
ara. Jeg hef líklega æsku minnar
vegna, sem hún leggur svo mikla
áherslu á, ekki gleymt ennþá sögu
þjóðar minnar.
Þá talaði jeg t. d. heidur ekki um
Eirík Rauða, af því jeg vissi mjög
vel að það var Grænland, en ekki
ísland, sem hanu fann. Ekki minnt-
ist jeg heldur á hvernig íbúarnir á
»hinni litlu, sfoltu klettaeyu«, (sem
reyndar er meira en 2x/2 stærri en
Danmörk) voru yfirunnir af Dön-
um, af þeirri einföldu ástæðu, að
íslendingar hafa aldrei átt í ófriði
við aðrar þjóðir, en þar á móti
gengu þeir af frjálsum vilja í sam-
band við Noreg 1262, og þegar
Margrjet drottning erfði kórónu
Noregs, þá fylgdi ísland með.
Þá á jeg einnig að hafa sagt að
Danir hafi sett vora bestu menn í
fangelsi. En þetta er líka misskiln-
ingur. Þegar jeg gat um þær hörm-
ungar, sem dunið hefðu yfir fsland,
þá nefndi jeg einokunarverslunina,
sem ekki flutti nægilegar matvörur
til landsins, svo að fólk dó þús-
undum saman af hungri, þegar harð-
'æri var vegna hafíss, eða eldgosa.
Menn voru þá neyddir til að versla
við vissa kaupmenn og ef þeir
gerðu það ekki, þá voru þeir settir
í fangelsi, og þeim hegnt. — Ekki
hefi jeg heldur sagt að íslending-
um hafi smá farið fram, síðan 1874.
Allir, sem nokkuð þekkja til á ís-
landi, hljóta að hafa sjeð og kann-
ast við hinar miklu framfarir, sem
síðan hafa þar orðið í öllum grein-
um.
Hvað frú Bagger á við með hin-
um torskildu orðum sínum að það
»sje nógu fróðlegt að vita hvernig
íslendingar komi fram fyrir Dan-
merkur hönd (repræsentere Danmark)
á alþjóðaþingum, það skil jeg ekki.
íslensku fulltrúarnir voru ekki full-
’trúar fyrir danskar kvenrjettindakon-
ur. ísland er sjerstakur meðlimur f
alþjóða kosningarjettar-sambandi
kvenna, sem meö lögum sínum hef-
ur samþykkt, að hvert það land
skuli teljast sjálfstætt, og megi tak-
ast upp í sambandið, sem geti veitt
konum sínum kosningarrjett.
Ennþá einu sinni skal jeg taka
það fram, að jeg minntist aöeins
lauslega á Dani, og það var mjög
lítill hluti af ræðu minni, sem að-
allcga var um æskulýð íslands.
Jeg vona nú að þessi grein mín
komi frú Bagger til að skilja það
betur að menn ættu helst ekki að
fórna sannsögulegum viðburðum á
allari skáldskaparins.
Laufey Ásmundsson.
Út af þessum misskilningi skal
jeg geta þess, að hann var sprott-