Vísir - 23.09.1913, Síða 3

Vísir - 23.09.1913, Síða 3
Y 1 S i R inn af ógreiniiegu slúóursögu-brjefi frá konu hjer í Reykjavík til konu, sem var á kvennaþinginu. Hún fór með brjefið til móttökunefndar- innar í Budapest, að líkingum eftir fyrirmælum brjefritarans, sem vildi víst fá konur þar til að líta sömu augum bæði a íslenska fulltrúann og fjárveitinguna eins og hún gerði sjáíf, — þótt það færi allt á annan veg og yrði henni til lítillar sæmd- ar. Bríet Bjarnhjcbinsdóttir. YavÆs^v^a, Eftir H. Rider Haggard. ---- Frh. Við hástöpla þessarar bryggju var tengt undarlegt, hástafnað skip með blóðrauðum seglum dregnum að hún. Hvítu prestarnir og svörtu prestarnir röðuðu sjer hvorir sínu megin við breiðu landgöngubrúna að þessu skipi og hneigðu sig djúpt er rauðkápumaðurinn gekk út á það aleinn, því nú var sú með dánu rósirnar og sú með öskugráa and- litið orðin aftur úr. Hann stóð hátt í stafni, er sólin gekk undir og mælti hárri röddu: >Hjer er lokið starfi. Nú ferjeg, hinn Eyðandi Eldur, jeg, Boðberinn, til Vesturlanda. Jeg hætti að loga hjá yður um stund, en munið eftir mjer, því jeg mun vitja yöar aftur!« Meðan hann mælti svo, voru landfest- ar Ieystar, byrinn þandi blóðrauðar. voðirnar og skipið hvarf úl í nótt- ina og bar eins og blóðrauðan blett viö biksvartan næturhimininn. Múgurinn beið uns það var horf- ið úr augsýn. Þá bálaðist upp í brjóstum hans gieði og reiði. Þeir hlógu æðisgengnir. Þeir bölvuðu honum sem var farinn. »Vjer lifum! vjer lifum! vjer lif- um!« æptu þeir hamstola. >Murgur er farinn! Murgur er farinn! Drep- um presta hans! Fórnum skuggum hans! Murgur er farinn með bölvun Austurlanda til barna Vesturland- anna. Sjá hún fylgir honum!« Og þeir bentu á ský eða reykjarmökk, er ógurlegar vofur virtust kvika og iða í, óljóst, — sveif ský þetta fiátt á lofti og stefndi vestur á bóginn á eftir skipinu með rauðu seglunum. — Svörtu prestarnir og hvítu prest- arnir hlustuðu á. Þeir fjellu á knje í snjóinn í röð, baráttulaust og rnöglunarlaust eins og þeir væru að taka þátt í heilagri athöfn. Böðlar óðu fram með stór- um brugðnum bröndum, naknir frá beltisstað. Þeir gengu á röðina og ljetu hjör riða að höfuösvörðum klerkanna allra rólega og hljóðalaust, uns þeir voru allir fallnir. Þá fóru þeir að svipast um eftir stúlkunni með blómin og öskugráu hræðunni sem á eftir gekk. Þeir ætluðu að kasta þeim á líkbálin. En þær voru horfnar, þótt enginn hefði sjeð þær fara, Það dimmdi og dinnndi og úr musteristurni einhverjum eða frá bænasúlu kvað við rödd eins og golukvein: »Heimskingjar!« mælti röddin og grátstafir voru í rómnum. »Enn er Murgur með yður, — hin önnur Og v ev^manYiaJ atnaíuv er ódýrari en á nokkurri útsölu í ,Y0F, versl. Laugav. 55 ^fevmxtY^aY^otaY fást nú um tíma með niðursettu verði í Nýu versluninni í Vallarstrœti. Allt sem þarf tll rúllu- pylsugerðar. Krydd, Laukur, Saltpjetur, Saumgarn fæst í versl. , VO N’, Laugav. 55. og járnvöru kaupa flestir hjá mjer enda er úr miklu að velja. Jón Zoega. Avextir í dósum, svo sem: Ananas, Perur 2 teg., Jarðarber Greengages. Ennfremur: Palmin, Hummer, Græn- ar Ertur og um 20 teg. af Kexi og Kaffibrauði nýkomið í versl. h|f P, J. Thorsteinsson & Go. (Godthaab.) skapaða vera. Murgur, sem var gerður tll þess að vera hjálparhönd mannanna! Murgur, Boðberinn, mun koma aftur úr löndum sólsetursins. Þjer getið hvorki vegið nje þyrmt! Hann hefur kvatt þessa presta sína, er þjer virðist hafa drepið, sjer til aðstoðar annars staðar langt burtu. Heimskingjar! Þjer vinnið aðeins eins og Murgi hentar best, honum sem er Hlið Himinsins. LíFog dauði er hvorki í yðar höndum nje hans. Það er í hendi þess sem Murgi er æðri, hjálpara mannkynsins, sem ekkert auga hefur sjeð, en sem allir þeir.er fæddir eru,verða að hlýða,— já, jafuvel sjálfur hinn mikli Murgur, byrðalausnarinn, sem þjer eruð svo heimskir að hræðast.« Skólatöskur og fleiri skólaáhöld ódýr f versl. ,VON\ Laugav. 55. | Málaravörur ódýrastar í verslun Jóns Zoega. Penslar hvergi betri. Búðingsdúftið ágæta á 10 au. pakkinn. Margarfnið ágæta frá 50 au. Kaffi arennt og malað ódýrast í verslun r ^ÓYIS J^YYYaSOYYM, Talsími 112. Vesturgötu 39. Úrval af góðum og ódýrum VINDLUM í versl. ,VON’, Laugav, 55. Engin útsala- en samt I ódýrust kaup á Skólpfötum, Pottum, Kötlum, Lömpum, Brauðkörfum m. m. í verslun Jóns Árnasonar Talsími 112. Vesturgötu 39. Leir- og glervörur ódýrastar í Yersl. ,Y0N’, Laugaveg 55. Svo mælti röddin í myrkrinu. Og þá sömu nótt var brandi drepsótt- arinnar ljett af Austurlöndum og engin líkbál loguðu þar framar. I. Sama daginn og Murgur hinn mikli, Boðberinn, ljet áleiðis vest- ur í hið ysta haf, mættust ungur piltur og stúlka í Blíðuborgarmýri rjett hjá Dúnvík, á austurströnd Eng- lands. Það var í febrúarmánuði árið 1346, og hörkukuldar og heljarfrost ætluðu allt að drepa í Suðurfylki. Reyndar var ekki ís á ánni Blíöu nema á stöku stað, því stórflóð hafði gert og Iyft undir ísana þar sem hún rennur til hafs milli gömlu borgarinnar við Suðurvallarhöfn og Hvalvíkurdals, og höfðu ísarnir því brotnað af víða. Að ööru leyíi var hjarn hvarvetna og nú um sólsetr- ið var frostið afar biturt. Sefið var hátt og freðið, fuglarn- ir kúröu söngvana eins og úfnir fjaðrahnoðraí víðirunnunum, hárin risu á baki hjerunum og fereykis- vagni var auðvelt að aka yfir fen þau og foræði við ána, er jafnvel ekki hugaður skólastrákur hefði þor- að að stíga á fæti sínum á öðrum tíma. Á slíku kvöldi var þessi stóra mýri æði einmanaleg og ömurleg, einkum er búast mátti við blind- hríð á hverri stundu. Og þó var þetta staðurinn er þau tvö höfðu mælt sjer mót á. ___________________________Frh, Gymbelína hin fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- Frh. Arnold Ferrers hallaði sjer hjæj- andi aftur á bak. »Stevens þykir gott í staupinu og hefur ef til vill haft fullmikið í koll- inum þegar hann skrifaði nafnið sitt á hana,« sagði hann. »Já, einmitt það,« sagöi lögmað- ur kaldur og rólegur. »En bank- inn sneri sjer til hans og er hann sá ávísunina, kvaðst hann aldrei hafa skrifað á hana og væri reiðu- búinn að staðfesta það með eiði.« »Hann hefur ekki munað eftir því,« sagði jarl kæruieysislega. »GIeymt 5000 punduml* hróp- aði lögmaður, — ljet síga brúnir og horfði hvasst á jarl. »Jæja, jæa, — jeg er bara að reyna að gera mjer grein fyrir þessum misskilningi lians,« sagði Arnold Ferrers og hló. »Er svo nokkuð frekar athugavert?« Lögmaður þagði stundarkorn. »Herra Stevens hefur lýst yfir því, að ávísunin sje fölsuð, að því er sitt nafn snerti, og þá efaðist bankinn auðvitað um að yðar nafn væri ófalsað. Munið þjer eftir því að þjer hafið gefið út þessa ávís- un handa Stevens þessum? En jeg þarf auðvitað ekki að spyrja slíks; jafnvel þjer ritið varla svo oft 5000 punda ávísanir að þjer gleymið þeini, yðar hágöfgi!* ,Hans hágöfgi* hló óviðkunnan- lega. »Það er jeg nú hræddur um að geti borið við, lögmaöur góður! Það veit heilög hamingjan, að jeg er allra manna kærulausastur þar sem peningar eru annars vegar. Jeg hef sjálfsagt gefið Stevens þessa ávísun, hann hefur gert svo margt fyrir mig —« »Ekki vikum saman áður en þessi ávísun er dagsett og þá átti hann ekkert hjá yður, að hann segir sjálf- ur, og hann kom með bækur sínar í bankann því til sönnunar.« Arnold Ferrers gretti sig illilega og sortnaði á svip. »En góði maður, — ef yður er orðið þetta mál svo augljóst, hver

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.