Vísir - 01.10.1913, Side 2

Vísir - 01.10.1913, Side 2
v i s i r< verður haldið i J. P. T. Brydes yerslun flmtudaginn hinn 2. október kl. 4 e. h. í ÁLNAVÖRUDEILDINNI. Verður þar seldur allskonar Mðarvarningur svo sem: Álnavara, járnvara, glervara og glysvarninguro $®r LANGUR GJALDFRESTUR. "M :ur, innlendar og eríendar, PAPPÍR og RITFÖNG kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, l.ækjargötu 2. Sparnaður .er það ekki allt af að kaupa ódýrustu vörurnar. Fyrst og fremst verður að líta á vörugædin. Pess vegna ættu allir að kaupa drýgsiu, hitamestu og hresnustu kolin sem fást. Núerreynsla fengin fyrir því að það eru Gíasgow-kolín góðu Við þau getur enginn keppt, því nú eru þau seld á kr. 4,75 skippundið heimflutt. Og þessi kol eru sannarlega betri en önnur kol senr seld eru ódýrari í bænum því þau eru vandlega sálduð. Engin mylsna. Hrein kol og enginn sandur. Þeim var brent á alþingi og þess vegna hitnaði háttv. þingmönnum svo í ræðunum, að það iogaði í þeim og landssjóösgullið bráðnaði eins og smjer í höndunum á þeim. Þau eru óviðjafnanleg, oaðfinnanleg, ómetanleg fyrir alla. Símið, sendið til og talið við G. E. J. Guðmundsson. Glasgow-grunninum. Talsími 415. Danir nauðstaddir. Fyrir skömmu kom út í Kaup- mannahöfn rit eftir Dr. H. J. Hansen, sem heitir *Danmark i Nöd«. — Þetta rit vakti mjög mikla eftrtekt þó ekki væri nema vegna titilsins, því að Dönum virtist ekki kunnugt um að þeir væru neitt nauðstaddir í svip- inn. Af því að þetta rj{ er í ýmsu efni fróðlegt, hvað sem sumum staðhæfingunum líður, og af því að höfundur sker ekki við negl- ur sjer það sem hann lætur úti, þá er líklegt að mönnum þyki gaman að sjá lítinn útdrátt. Mest af efninu hafði komið út •' sem blaðagrein í »Jyllandsposten« j um síðustu áramót og er tilefnið Balkanstyrjöldin — þar af leiðandi Evrópustríð — og afstaða Dan- merkur í því. Álítur höfundur Dani mjög hætt stadda ef Evrópustríð komi, því að þeir sjeu orðnir kærulausir, þoli ónýta stjórn og kjósi á þing óhæfa menn, skvaldrara og sam- viskulausa »spekúlanta«. Allt bendi á tóma uppgjöf og að- gjörðaleysi. Petta er inngangurinn, en í öðrum kafla ritsins gjörir hann grein fyrir afstöðunni í Evrópu og stríðshættunni. Prívelda sam- bandið: Pýskaland, Austurríki og Ítalíu muni menn ekki óttast nægilega til þess að það gefi tryggingu fyrir friði. Aðalríkið Þýskaland muni ekki njóta neinn- ar verulegrar aðstoðar hinna tveggja. Austurríki hafi nóg að gjöra að keppa við Rússann um ýms ráð á Balkan og muni ekki þora langt að heiman. ítalía hafi nóg að gjöra ef hún ætli að reyna að halda Trípólis, því ó- friðarlandi, með Englendinga fyrir austan sig (í Egyptalandi), Frakka fyrir vestan (í Algier) og Tyrki í sjálfu landinu. — Stríðshættan sje aftur á móti sú hin alkunna. Að Pýskalandskeisari hefur lagt út í það hættuspil að keppa við Englendinga á sjó og því tafli muni hann tapa. Allt sem höf • segir um Vilhjálm keisara mætti inni fela í því að segja að keis- arinn sje gáfaður maður en óvitur, sem annars fer afaroft saman. ÖIl viðleitni Þ:óðverja hafi verið sjálfbyrgingur einn saman, að dubba sjálfa sig upp, en lítið hafi þeir skeytt um að tryggja sig út á við, enda muni þeir standa inikið til einir þegar til kemur. Petta sjái Engiendingar og muni það ýta undir þá að láta skríða til skasa sem fyrst, líklega á þessu ári. Pá er það að Danir ienda í hættu mikilli, sem líkindi væru þó til að þeir mundu yfirstíga ef þeir væru ekki orðnir aðrir eins ræflar eins og þeir eru. Hættan stafar einkum frá Þjóð- verjum og það er um að gjöra að láta þá ekki ná tangarhaldi á Danmörku, áður en Englending- ar koma tii sögunnar og geta hjálpað. Pví að höfundur gjörir ráð fyrir að það fyrsta sem Þjóðverjar gjöri, það sje að senda landher inn á Jótland og bryn- dreka til þess að ná Kaupmanna- höfn áður en Engiendingar kom- ist þangað. Pá sje um að gjöra að geta varist nógu lengi, með því sje sjáifstæðinu borgið, því að Þjóðverjar þurfi líka að mæta frönskum og enskum landher og muni hafa nóg að gjöra. En svo kemur höfundur að aðalefninu sem er það, að Danir , sjeu mjög iila færir til að mæta svona atburði: Árveknin ekki nóg. Ráðherr- arnir svo hræddir við þingið að þeir þora ekki að leggja á auka- kostnað til þess að bjóða út her og vera á verði, jafnvel þó stríð vofi alveg yfir eins og í Marokko- deilunni haustið 1911, þegar ekki vantaði hársbreidd á að allt færi í bál og brand. Þjóðverjar geti læðst á land að nóttu til og tek- ið konung og yfirhershöfðingjann í rúminu, og þessutan vanti her- inn fjölda nýtra gagna, njósna- skip, fleiri flugvjelar og neðan- sjávarbáta mfl. — Menningin sem svo mikið sje gortað af, hafi gjört einkum æðri liðsforingja geðslæpfa og makráða. Sje held- ur ekki við góðu að búast, her- málaráðherrann (þáverandi), Klaus Berntsen, sje álitinn bæði latur og fákunnandi og forstjórinn í hermála ráðaneytinu engu betri, yfirhershöfðinginn »skikkanlegur »maður en karakterveiil, eða hjer »um bil það versta sem hægt »sje að segja uin mann í slíkri »stöðu.« Þannig heldur höf. á- fram niður eftir liðsforingjaröð- inni og grípur víða óþyrmilega niður. Pingið sje líka fullkomlega andvaralaust í þessu máli. Pá kemur höf. að fjárhag lands- ins. Segir að Danir muni skulda útlendingum sem svarar 1000 miljónum króna, sem þeir hugsi ekki um að grynna á, heldur ausi út allskonar ónytsömum fjárveitingum og hafi svo ekkert fje til þess að gjöra sig sóma- samlega varnarfæra. — Þá sje póiitíkin innanlands ekki beisin. Á meðan tilvera þjóðarinnar og sjálfstæði leiki á þræði, þá kveði allt loftið við af hinum fáránleg- ustu rassaköstum, meiningarlausri stjórnarskrárbreytingu, kjósenda- »dekri« og hinu ámáttiegasta frelsisgóli, sem hijóti að enda í ájpyrgðarlausu skrílsæði. Frh. FuncSur í kvenfjelagi Fríkirkjunnar fimtud. 2. okt. á venjul. stað og tíma. Áríðandi mál á dagskrá. Konur fjölmenni. Tækifærisverð. Ef ykkur vanhagar um nauðsyn- Iega hluti og viljið spara peninga, þá komið á Laugaveg 22, og spyrj- ist fyrir, — ýmsir munir fyrirliggandi með gjafverði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.