Vísir - 03.10.1913, Blaðsíða 2
V t S 1 R
verður haldið í J. P. T. Brydes verslun föstudaginn
hinn 3. október kl. 4 e. h.
ÁLNAVORUDEILDINNI.
Verður þar
Álnavara^
seldur allskonar búðarvarningur svo sem:
iárnvara, glervara og glysvarninguro
ANGUR GJALDFRESTUR. “®§
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
Jón lávarður muldraði eitthvað
fyrir munni sjer, — honum virtist
slíkt ekki veglegur dauðdagi og all-
ir hættu áhlaupinu á Huga nema
frakkneskur riddari nokkur, er ann-
að hvort heyrði ekki eða skiidi ekki
orðin.
Þessi náungi rjetti út hönd sína
og ætlaði að grípa Huga höndum,
en þá kvað við hvellur hvinur og
örin þaut af boganum. En maður-
inn hringsnerist um sjálfan sig með
höndina á lofti og emjaði af kvöl.
Það stóð ör í gegnuin lófa hans,
sökkin í hendina upp að fjöðrinni.
»Þjer hafið rjett að mæla, —
þorpari þessi kann að halda á boga!«
mælti Akkúr greifi við Jón lávarð,
en hann svaraði engu.
Nú hörfuðu allir frá af nýu, svo
Hugi gat auðveldlega hlaupið und-
an, ef hann hefði kært sig um. En
h*nn var reiðurorðinn ogvildi hvergi
víkja.
»Jón frá KIeifum!« sagði hann við
unga manninn. »Þegar jeg lá þarna
í helJinum, heyrði jeg þig segja, að
ef við værum fimm mínútur sam-
an tveir einir, skyldir þú berja mig
sundur og saman og hengja mig
svo upp í næsta trje. Jæja, hjerna
er jeg og þarna er trjeð! Fyrst reynd-
ir þú að brenna mig og systur þína
og svo slóstu mig. Viltu biðja mig
afsökunar? Viltu sanna orð þín eða
á jeg að berja þig á nasirnar og
fara svo mína leið? Nei, halt.u hund-
unum þínum frá mjer! Grái-Rikki
þarna á fleiri örfar til en eina!«
Nú varð hávaði mikill og mælti
sitt liver, en allir horfðu á Gráa-
Rikka og bentu á bogann hans.
Loks reið Játmundur Akkúr fram
og mælti við Jón með kurleisis lát-
bragði miklu á riddara vísu:
»Ungi herra! Þessi kaupmaður
hefur rjett að mæla, og hver sem
iðn hans er, eruð þið báðir af jafn
göfugu blóði bornir. Nú hafið þjer
mælt stóryrði og er yður skylt ann-
að tveggja að berjast eða taka gjald
í sömu mynt fyrir högg það, er
þjer veittuð honum.«
Þá Iaut hann að Jóni og hvísl-
aði í eyra honum:
»Þjer hafið lengra sverð en hann.
Gerið út af við hann og Ijettið af
vandræðum þessum, svo að þjer
verðið ekki að aðhlátri sem stæri-
Iátur, sjálfhælinn flysjungur!*
Jón var hugrakkur og þurfti ekki
eggjunar við. Hann hvarf til föður
síns og mælti.
»Leyfir þú, faðir, að jeg hýði
strák þennan?«
»Slíks leyfis hefðir þú átt að
leita hjá mjer áður en þú slóst hann
á nasirnarU svaraði lávarðurinti.
»Þú ert fulltíða orðinn. Ger sem
þjer líkar! En látir þú hann berja
þig aftur á nasirnar, þá átt þú ekki
lengur heima í BIíðuborg!«
Ragna hafði hlustað á allan tím-
ann og ekki lagt til málanna. En
nú hrópaði hún til þeirra þaðan
sem hún stóð á eyrinni:
»Jón bróðir! Ef þú berst við
Huga frænda minn, sem er heit-
bundinn mjer, og þú fellur, þá læt
jeg mig það engu skifta. Blóð þitt
skal ekki skilja okkur að, úr því
að það varst þú sem slóst hann,
en hann ekki þig. Varaðu þig, Jón,
og láttu hann eiga sig, ef þú vill
ekki eiga það á hættu, að hann
sendi þig Iengra en þú kærir þig
um að fara. Og þú, Hugi! Má jeg
biðja þig, þótt það sje stór bón,
að gleyma þessu óriddaralega höggi
hans og koma hingað, af hann slíðr-
ar sverð sitt!«
»Þú heyrir!« sagð Hugi stuttur í
spuna við Jón. »Af því að hún er
systir þín, skal jeg láta svo búið
standa, ef þú leyfir mjer að fara í
friði.«
»Einmitt það!» svaraði Jón og
beit á vörina. »Af því aö þú ert
mannbleyða, kvennaþjófur og þig
langar til að lifa til þess að svívirða
ætt vora! Það minkar senn í þjer
gorgeirinn, þegar þú verður drep-
inn!«
»Jón, Jón! Láttu ekki svona!» hróp-
aði Ragna. »Hver liefur sagt þjer
fyrir, hvar þú sofir í nótt?«
Frh.
Um fisksölu í bænum.
Sv. Björnsson skýrði frá því er
gerst hefði þessu máli viðvíkj-
andi síðan það var til umræðu
síðast í bæarstjórninni í ágúst.
Nefndinni hafa borist 2 brjef.
Var annað frá 4 af fisksölum
bæarins. Las ræðumaður það
upp og var aðalefnið, að þeir
tjá sig fúsa til að vinna að því
með bæarstjórninni, að fisksöl-
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupa menn í
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
| lækjargötu 2.
Fiður Nærfatnaður
(yfir- og undirsængur),
miklar birgðir;
afar ódýrt.
Laugaveg 11.
miklar birgðir.
Sturla JonssoQ.
Laugaveg 11.
Cymljelína
hin fagra.
Skáldsaga
eftir Charles Qarvice.
---- Frh.
XXXIII,
Cymbelína fór með hryllingi úr
brúðarkjól sínum og fleygði honum
frá sjer. Hann lá sem dýr og vofu-
kend hrúga á gólfinu. Hún starði
á hann eins og fangi horíir á fjötra
þá, er sært hafa og etið inn að beini
hold hans á höndum og fótum og
og hann bæði hatar og hryllir við
Á morgun, að fám stundum liðn-
um, álti hún og varð hún að fara
í hann aftur og ganga að altarinu
sem brúður Bellmaire jarls. Gat —
gat hún gert það? Fórnin var of
stór, jafnvel þótt fyrir föður hennar
væri.
Veslings gamli maðurinn, sem lá
sjúkur með elliglöp máttvana fyrir
dauðanum, myndi aumvkast yfir hana
ef hann gæti skilið, hvað það væri
er hann krefðist af henni. Það var
þó betra að þau færu saman eitt-
hvað út í veröldina og hún yrði
að vinna að saumurn í einhverju
ljelegu þakherbergi, basla eitthvað
til þess að hafa ofan af fyrir þeim,
en að gera þetta? Átti hún að
snúa sjer til hans? Með baráttu
milli vonar og örvæntingar í brjósti
sjer flýtti hún sjer í föt sín og hljóp
ofan stigann.
Karlinn var vakandi og hallaði
sjer að eldinuin, neri saman lófun-
um, reri sjer á stólnum og rugg-
aði og mumlaði í sífellu vana við-
kvæðið: »Jarlsfrú af Bellmaire!
Dóttir mín, herra! greifafrú, baróns-
frú, jarlsfrú af Bellmaire!«
Cymbelína settist hjá honum og
tók um mögru, máttvana höndina
hans og mælti lágt og leit í augu
honum:
»Þetta er síðasta kvöldið okkar
saman, pabbi!«
»Já, já!« mumlaði karl. »Það
gleður mig!«
»Gleður þig, pbbi?« og hún
stundi þungan.
»Já, já, — ekki að þú ferð, held-
ur hitt, að þú giftist svona bráðlega.
Þessi hugsun um gjaforð þitt hefur
haldið í mjer líftórunni. Væri það
ekki dálítið skrítið ef jeg slokknaði
út af eins og týra á skari, þegar
vígslunni er lokið?«
iÓ, pabbi, pabbi? Segðu ekki
þetta! Þú hiýtur að lifa, mörg,
mörg ár ennþá! Jeg geri þetta að-
eins þín vegna, bara til þess að
þjer Jíði vel og þú sjert ánægður,
pabbi! Á öll sjálfsfórn mín að
verða árangurslaus?*
»Ha! Hvað ertu að segja? Um
hvað ertu að tala? Sjálfsfórn? Er
það fórn að ganga að eiga jarlinn
af Bellmaire? Er það að fórna
sjáfri sjer að verða jarisfrú og
baronessa af Bellmaire? Lína! Ertu
gengin af vitinu?«
Frh.
Bæarstj órnarumræður
18. sept.
Frh.
i