Vísir - 04.10.1913, Síða 3

Vísir - 04.10.1913, Síða 3
V 1 S I R veit jeg, þótt jeg sje ekki nenia líí- ilmótlegur kaupmannssonur. Uss! vertu ekki aö grípa hendi til sverös- ins, sem þú segir mig ekki verðan þess að særast af, og viljir þú halda því fram að jeg eigi marga óvini, þá lát mig fást við einhvern þann, er stendur á sama stigi og jeg.« Við eggjan þessa varö dp mikiö af hvorum tveggja, Frökkum og Kleifamönnum. »Hverju svarið þjer slíku, Ját- mundur riddari?* hrópaði Jón lá- varður frá Kleifum svo hátt, að heyrðist víða vegu. »Þjer eruð lá- varður mikill, háttvirtur herra og auðugur maður, og jeg hef mætur miklar á yður sem íilvonandi tengda- syni mínum. Enjeg er drottinhollur Englendingur, er ekki vil hafa neitt saman að sælda við þá, er sitja á svikráðum við konung minn!« »Hverju jeg svara?« spurði Ját- mundur Akkúr og yppti öxlum fyr- irlitlega og kuldalega. »Jeg segi það, að kunni þessi maður jafn vel vopni að valda sem hann kann að Ijúga, þá er syni yðar Iítil sigur- von í viðskiftum við hann. Svo sem yður er kunnugt, kom jeg hingað frá Frakklandi til þess að vitja eigna minna, en ekki til þess að rann- saka hve mikinn herafla minn náð- ugi Ijensdrottinn, Englandskonung- ur, hefur dregið saman til þess að hefja þennan nýa ófrið við Filipp- us konung.« »Rjett mun þeíta,« svaraði Jón Iávarður. »En það er í fyrsta sinn að jeg heyri slíkan ófrið nefndan á nafn, — er svo að sjá sem þjer vitið meir hug Játvarðar konungs en jeg, þótt undarlegt sje. — Nú tekur að dimma og tíminn líður óðum, Verum nú hvor á sínum stað reiðubúnir, og látið þá tvo eigast við, sem til einvígis ganga.« »Já,« krunkaði Grái-Rikki eins og hrafn. »Verið þið grafkyrrir, með- an húsbóndi minn og herra stýfir hausinn frá bolnum á Jóni frænda sínum, — og verið við því búnir, að verða má að seinna fái þeir að halla sjer út af, er uú standa sem fastast,« og hann klappaði voða- legum boganum, með hægri hend- inni, og greip um streng hans í sömu svifum og stóð með hann bentan og ör á streng. Hólmgöngumennirnir stóðu nú öndverðir. Umhverfis þá stóðu Kleifamenn og frakkneska greifa- sveitin, því nú voru allir úr mýrar- leitinni þar saman komnir. Hring- urinn var aðeins opinn þar er vissi að ánni, hvort sem það var sök- um þess, að menn óttuðust örvar Gráa-Rikka, eða til þess að hann og Ragna rauðskikkja gætu sjeð ailt er fram færi. Ekki var mjög ójafnt ákomið með einvígismönnunum, því þótt Hugi væri hærri í lofti, var Jón, sem var yngri að ára tölu, þjettari á velli og aefðari að vopnaburði. En sverð Jóns var nokkru lengra en sverð Huga, er var ekki riddarabrandur, en var þungt og tvíeggjað svo sem voru in fornu sverð Rómverja, og biturt mjög. Hvorugur þeirra var í herklæðum, því Hugi hafði ekki rjett til þess að vera í þeim, en Jón hafði ekki búið sig að heim- an til bardaga, — sannaðist þar ið fornkveðna að »fár kann sig í fögru veðri heiman að búa.« Frh. Þegar jeg seinast dvaSdi erlendis, keypii Jeg af versíwn, sem var$ gjaído þroía, mjög vandaða W og Þessar vörur eru til sýnis útaf fyrir sig — og seljast þessa viku meÖ lO tii 20 kr. afslætti frá hinu upphafiega verði. Komið og sjáiðl — Þetta er betra en nokkur undanfarin Útsala, Augiýsingum í Vísi sje skilað sem tímanlegast, að hægt er. Stórum auglýsinguin ekki síðar en kl. 6 daginn fyrir birtingu, nerna öðruvísi sje umsamið. tvaasmuna S^ar og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á uniDúðunum. IViálverkasýningu heldur Magnús Á. Árnason í Iðnskólanum kl. 11—4 daglega. Um þvera Brasilíu. ----- Nl. Sextánda daginn er við vorum alveg niatarlausir, hittum við loks- ins mann; það var kaupahjeðinn frá Peru, er var á ferð upp fljótið á þrem bátum, til að safna tog- leðri. Þaö var rjett af hendingu að hann var þarna á ferö og mun hafa verið sá eini hvíti maður á þeim slóðum, svo hundruðum mílna skifti á hvern veg. Eftir fyrstu máltíðina sem eg borðaði, fjell jeg í öngvit og lá sem dauður í nokkrar klukkustundir, og heyrði eg eftir á, að allir hjeldu mig skilinn við. Vitanlega segja allir manni, að hann eigi að fara hægt í að borða; eftir lang- an sult, og helst að leggja ekki annað sjer til munns, en mjólk eða súpusoð, eða aðra ljetta fæðu. En eg get sagt öllum það, sem ekki hafa reynt, að það er hægra um að tala en í að komast. Eg fjekk tvo menn lánaða hjá kaupahjeðni, og sneri aftur til að vitja þeirra manna, sem jeg hafði skiliö eftir hjá farangri mfnum. Svertingja mína skildi og eftir með tveggja mánaða forða, þar sem jeg hafði hitt kaupahjeðinn. Eg var máttfarinn að vísu, en hresstist fljótt við góða fæðu og nokkra hvíld. Eg keypti vistir af kaupa- hjeðni, varð honum samferða í fjóra daga upp eftir fljótinu, að þeim stað, þar sem skemmst var til fjelaga minna og náði þangað eftir fárra daga göngu. Þegar þar kom, var enginn mað- ur hjá farangrinum, — því sem eftir var af honum, því allt var et- ið upp af maurum sem tönn festi á. Eg leitaði mannanna og fann þá loksins að fram komna við fljótið Tapajoz. Ferðin um skóg- inn fram og aftur hafði staðið frá Ágúst fram í miöjan Október, en sú leið er, krókalaus, um 500 míl- ur. Heppnin fylgdi mjer eftir þetta. Maður kom upp eftir fljótinu í þeim erindum að leita togleðurs, á þrem bátum, og gerði hann það af góðvild sinni að Iáta sækja far- angur minn og flytja hanti og menn mína til mannabygða. Eftir þetta fer ferðamaður þessi fljótt yfir sögu. Hann kannaði Amazon allt að upptökum, lagði síðan yfir Andes fjöllin og kom til járnbrautar í Peru, og var þar vel við honum tekið af stjórnar- völdunum. Fögur þóttu honum Andesfjöllin, en svipminni heldur en Himalaya í Asíu. Þegar hann kom til sjávar Kyrrahafs megin, hafði haun farið 13.750 mílur yfir þvera álfuna, frá Rio Janeiro. Hann kom aftur til London eftir þriggja missera burtuveru. CymMína Mn fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- Frh. »Jeg held helst að jeg sje það, góði! Heyrðu nú, pabbi! Horfðu nú svo langt aftur í tímann sem þú getur! Manstu þegar jeg var lítil telpa, — þegar jeg var barn? Við vorum allt af ein saman. Við höfð- um engan til að elska nema hvort annað. Jeg var vön að koma til þín með allar sorgir mínar, bernsku- sorgirnar og smávægu áhyggjurnar, og þú varst vanur að hugga mig og hressa. Pabbi! Okkur þótti ákaf- lega vænt hvoru um annað!« »Já, já,« muldraði hann og horfði á hana með hálfslokknuðum augum, — hann vissi auðsjáanlega ekki hvað henni bjó í brjósti og skildi ekki hið minnsta, hvað hún ætlaði að segja. »Nú hef jeg engan annan að snúa mjer til, góði! Engan annan í víðri, víðri veröldinni! Pabbi! Jeg á bágt, — jeg er í voðalegum kröggum og vandræðum núna! -Má jeg ekki koma til þíri með þær eins og í gamla daga?« »Jú, jú! Hvað er að? Vantar þig fje? Þú veist það, Lína, að jeg eröreigi! Bölvaður þorparinn-« »Nei, pabbi! Það er ekki það. Fje! Ekkert orð hata jeg jafnmikið sem fje!« Karl glápti á hana og varð órótt í sæti sínu. »Hvað áttuvið? Hvaða kröggum ertu í? Jeg — jeg vildi að þú tal- aðir hreint út. Jeg er ekki eins skýr og skilningsgóður og jeg var. Þú ert að fara með einhverja þvælu, sem jeg botna ekkert í og þú þreytir mig —«

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.