Vísir - 06.10.1913, Síða 2
V I S I R
í J, P.T.Brydes verslun heldur áfram í dag þann
6. október kl. 4 e. h. í <
ÁLNAVÖRUDEILDINNI.
og verða þá seldar allskonar glervörur, eldhúsáhöld
og glysvarninguro
PIT LANGUR GJ ALDFRESTUR.
Stór orrusta í Mexíkó.
Fyrir skömmu stóö orrusta mikil
milll stjórnarhersins og upphlaups-
manna við Torreon, sem er bær í
miðju landi með 14 þús. íbúa. —
barist var allan daginn til kvölds
og mátti Iengi ekki í milli sjá hverj-
ir sigra mundu. Er leið á dag tók
að hallast á uppreistarmenn, eink-
um er stórskotalið stjórnarhersins
kom til sögunnar. Biðu uppreistar-
menn þar fulikominn ósigur og
misstu full 3000 maana, — lögðu
þeir að lyktum á flótta og söfnuð-
ust Ieifar hersins aftur við Doran-
go, sem er silfurnám- og baðm-
ullarverksmiðjubær mikill með 31
þús. íb. — Ósigri þessum er talið
að mest hafi um valdið, að for-
ingjar uppreistarmanna höfðu setið
kvöldið áður fram á nótt að »eld
vatns«-drykkju« (»pulque«). En það
er áfengt mjög og voru þeir illa
útsofnir um morguninn, en bættu
mjög á sig er leið á daginn, og
fullir er mælt að þeir hafi á flótt-
ann Iagt. — Um áhrif eldvatns
Mexíkómanna má Iesa í Vísi tbl. 351.
aa *a\x<Ss&i&fi\a.
Eftir
H. Rider Haggard.
---- Frh.
Loks þaut Jón frá Kleifum beint
fram og lagði til Huga. Hugi vjek
sjer fimlega undan Iaginu og missti
Jón hans. Þá lagði Jón enn til
hans, en Hugi hljóp í loft upp og
særðist hvergi. Við þriðja lagið
hopaði Hugi á hæli og ráku Kleifa-
menn þá upp óp mikið.
»Varningsmaðurinn er hræddur!«
æptu þeir, — »fáið honum kvarða,
— hann kann ekki að beita brandi!«
Ragna sneri sjer undan og var
döpur á svip.
»Er það satt?« mælti hún.
»Já,« svaraði Grái-Rikki. »Hann
hopar á hæli og lætur Ieikinn berast
að árbakkanum. Það mun síðar
sjást hvers vegna hann gerir það.
Ó! Svanurinn! Dauði svanurinn!
Hann sjer ekki svaninn!*
Bækur,
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupa menn í -
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
L.ækjargötu 2.
Meðan Grái-Rikki hrópaði þetta,
var hann enn að hopa fyrir atgangi
Jóns, en rak fótinn í stóra, dauða
fuglinn og datt. Jón rjeð þegar á
hann og keyrði hann undir sig.
»Rak hann Huga í gegn?« spurði
Ragna.
»Nei, hann misti hans, en hratt
honum með handafli, en þar mátti
litlu muna. Nú, þetta datt mjer í
hug!«
í sömu svifum kastaðist Jón aftur
á bak til jarðar, því Hugi haföi
gripið um fót hans vinstri hendi og
kastað honum niður, svo nú lágu
þeir báðir og brutust uni fast.
Þeir veltust hvor ofan á öðrum
og undir öðrum, en hvorugur hafði
svigrúm til þess að leggja annan í
gegn.
»Jæja, góða nótt, Nonni!« sagði
Grái-Rikki í hásum róm og hló við.
»Kyrktu hann, karl minn, — kyrktu
hann!«
Glímunni í snjónum var lokið.
Jón lá á bakið og Hugi frá Krossi
á honum ofan með brugðinn brand
á lofti.
»Viltu gefast upp?« heyrðu menn
hann spyrja.
»Nei,« svaraði Kleifamaðurinn.
Þá stóð Hugi upp skjótt og bað
fjandmann sinn gera hið sama.
»Jeg ætla ekki að stinga þig til
til bana eins og svín!« mælti hann.
Þótti riddurunum Huga farast drepgi-
lega, nema Akkúr einum. Hann
sagði aðeins; »Mikill asni er maður-
inn!«
Þeir hófu nú einvígið af nýu. En
nú var Hugi sá er sótti á, og Jón
hörfaði allt af nær og nær ánni, —
var svo að sjá, sem hugrekki og
vígfimi hans brygðist honum og
væri honum nú gengið.
»Lítið þjer nú við, ungfrú góð!«
mælti Grái-Rikki, »Horfið þjer nú
á, því nú hlýtur annarhvor þeirra að
fallalí
En Ragna gat ekki litið við.
Sverðin blikuðu við blóðrautt
kvöldloftið síðasta sinni. Sverð Huga
hvarf upp að hjöltum og Jón breiddi
út faðminn og fjell aftur á bak ofan
fyrir skörina. Skvamp heyrðist í
ánni, sem stórum steini væri kastað
í hana og svo var öllu lokið.
Hugi stóð snöggvast við og
starði á strauminn í ánni. Svo sneri
hann sjer við og hjelt í hægðum
sínum þangað er dauði svanur-
inn lá.
Áður en hann var þangað kom-
inn, hnje Jón lávarður frá Kleifum
af baki í öngvit og heiftaróp kvað
við í liði hans.
»Drepum hann!« æptu þeir og
æddu áfram. Frh.
Gymúelína
hin fagra.
Skáldsaga
eftir Charles Garvice.
--- Frh.
»Faðir minn!Líknaðu mjedHorfðu
ekki svona á mig! Já, jeg var vit-
laus að halda að jeg slyppi hjá því.
Jeg sje það nú. Pabbi, fyrirgefðu
mjer! Jeg skal gera sem þú vilt.
Þú — þú skalt ekki komast á von-
arvöl. Þú — þú skalt Iifa það að
sjá mig jarlsfrú. Það er ósk þín
einvörðungu. Þú skalt ekki telja mig
vanþakkláta og vonda dóttur fram-
ar! Líttu nú á mig, pabbi, ogvertu
góöur við mig, — talaðu hlýlega
til mín!«
Hann leyfði henni að klappa sjer
á vangann, hallaði sjer út af og
steinsofnaði.
Cymbelína sat hjá honuni, hjeltí
hönd hans og horfði inn í eldinn
og út í bláinn.
Nú var hún af baki dottin. —
Við þessi síöustu vonbrigði fjell
henni allur ketill í eld. Hún varð
nú að súpa bikarinn í botn.
Æfintýri var til —, gamalt eins
og fjöllin og sagt á hverri tungu
heims — um stúlku, er ljet líf sitt
fyrir föður sinn. Lífið! Hvað var
það' að láta lífið í samanburði við
þe3sl*osköp! Dauðanum hefði hún
tekið fegins hendi og glöö haft
skifti á nálíni og brúðarlíni! En
dauöinn kemur ekki allt af þegar
kallaö er á hann. Hann kemur og
veitir þeim dýpst sárin, er síst óska
eftir komuhans. Hannstendurálengd-
ar og glottir, þegar þessir þreyttu
aumingjar óska svefnsins eilífa.
Hún gekk hægt og hægt að spegl-
inum og hrökk frá er hún sá, hve
föl og mögur hún varorðin. Und-
arlegt var það, að Bellmaire jarl
skyldi sækjast eftir svona andliti.
Var hún falleg? Gat hún heitið snot-
ur? Sjálfri fannst henni hún vera
eymdin í algleymingi.
Þegar hún sneri sjer frá speglin-
um, kom þernan inn.
»Ungfrú Cymbelína! Hefðarkona
einhver vill tala við yður.«
»Hefðarkona!« sagði Cymbelína
og leit á klukkuna. »Nú hlýtur þjer
að skjöplast. Er það ekki einhver úr
þorpinu, Jana?«
»Nei, ungfrú, — einhver alger-
lega ókunnug hefðarmey eða frú.
Jeg spurði hana að heiti, en hún
vildi ekki segja mjer það. Á jeg að
segja henni að þjer getið ekki gef-
ið henni áheyrn, ungfrú?«
»Nei, nei!« sagði Cymbelína.
»Láttu hana koma inn!«
Jana fór út og hleypti inn konu
í svörtum fötum með blæju fyrir
andliti. Cymbelína studdi annari
hendi á borðið, tók kveðju hennar
með hneigingu og benti henni að
setjast. —
Konan beið þangað til Jana var
farin út. Þá brá hún blæjunni frá
andlitinu, gekk til Cymbelínu og
rjetti henni höndina. Frh.