Vísir - 08.10.1913, Qupperneq 2
V I S I R
h!f NIÐURSUÐUVERESMIÐJAN JSLAND'
Norðurstíg í Eeykjavík
tekur að sjer alla niðursuðu fyrir almenning og selur dósir.
A pjáturverkstæði verksmiðjunnar er gert allt er þar að
lýtur, svo sem pspur. þakrennur, dósir og svo framvegis, ódýrar
en áður hefur þekkst.
Kamelíufrúin.
Mjer til mikillar ánægju sje jeg,
að í kvöld og næsta kvöld á að
sýna hið afar áhrifamikla leikrit
»Kamelíufrúin« eftir AlexanderDum-
as í lðnaðarmannahúsinu.
Jeg sá þetta leikrit leikið hjer
fyrir 6—7 árum og fannst þá og
finnst enn, að það hafi markað
dýpri og ógleymanlegri spor í huga
mjer en nokkuð annað útient leik-
rit, sem jeg hefi sjeð hjer á landi.
Því þrátt fyrir ýmsa vöntun í bún-
ingum og útbúnaði, var meðferð
frú Stefaníu á aðalhlutverkinu svo
aðdáanleg, að mjer fannst hrein
unun á að horfa, og þá ekki síður
á að hlýða, enda rómuðu blöð bæ-
arins hana öll, — þó síst um of.
Þá dregur það ekki úr, aðannað
aðalhlutverkið verður nú leikið af
hr. Jens B. Waage, sem maður —
því miður — hefur ekki átt kost á
að sjá á leiksviðinu nú um nokk-
urn tíma, því þó þetta hlutverk,
Armand, væri leikið látlaust og með
góðri skilgreining af þeim, sem Ijek
það áður, þá efast jeg ekki um, að
sálarlíf og sáiarstríð Armands komi
nú enn betur í Ijós en hið fyrra
skiftið.
Jeg ræð því öllum þeim, sem
fögrum leik unna, og ekki hafa sjeð
þenna leik áður, að fara í leikhús-
ið; hinir, sem hafa sjeð hann áður,
munu hugsa fyrir sjer sjálfir og
verða mjer og fleirum samferða
þangað. J.
Eitrun fyrir sauðfje.
Sú saga er sögð hjer í bænum,
en er raunar næsta ólíkleg, að
nokkrir garðeigendur hafi bundist
samtökum um að eitra fyrir fjenað.
Allmikið er af sauðfje hjer í bæn-
um, sem gengur laust og spillir
görðum fyrir mönnum, og er von,
að garðeigendum gremjist; en eitr-
unin myndi eflaust valda ábyrgð,
allþungri, ef upp kæmist, hverjir að
því verki stæðu.
S.
Borðið aðeins Suchards uV
súkkulaði. Án efa besta át-
súkkulaðið. Fæst alstaðar. dS
Þjóðfundarlokin.
Frásögn sjera Stefáns Stephensen.
»Sögu« rnína hefi jeg eftir síra
Hannesi (Stephensen). Heyrði jeg
hann fleirum sinnum tala um það
og æði ítarlega. Hann sagði svo
frá: Fundarmenn vissu frá fyrstu
hvað til stóð. Þótti því mikið undír
því komið, að halda svörum uppi
fyrir fundinn. Ýmsir álitu Jón
Sigurðsson sjálfsagðan, en öðrum
þótti vont að missa hann af
þingmannabekkjunum. Kjörið lenti
á Páli Melsteð amtrnanni, og tók
síra Hannes það skýrt fram, að
fundarmenn hefðu haft fyllstu ástæðu
til að treysta honum. Hvort það
var sarnkvæmt loforðum eða ekki,
þori jeg ekki að segja. Þegar
lokadagurinn kom og Trampe rauf
fundinn, bjuggust menn við að forseti
myndi mótmæla óhæfunni, og jeg
þykist mega fullyrða, að Jón Sig-
urðsson skoraði á hann að gjöra
það; en þegar forseti í þess stað
tók í sama streng og konungsfull-
trúi, mótmælti J. S. og flestir
þingmenn með honum. Að þetta
sje rjett sjest meðal annars á brjefi, 1
sem fundarmenn skrifuðu Páli amt-
manni sama daginn og fundurinn
var rofinn. Þeir skutu á prívatfundi
niðri í bæ. Heyrði jeg síra Hann-
es dást að því, hvað J. S. hefði
verið fljótur að semja það brjef og
gjörði það vel. Mergjað hefir þó
brjefið verið, því svo sögðu þeir
frá, sem færðu amtmanni brjefið,
að hann að því Iesnu hefði barið
í borðið og sagt, að annaðhvort
skyldi hann fá leiðrjetting á þessu,
eða að öðrum kosti víkja úr em»
bætti, en hvorugt varð. Það er
Iítill efi á því, að þjóðfundarmenn
voru reiðari P. M. en Trampe.
Eftir þjóðfundinn, líklega 1852
eða 1853, boðaði síra Hannes í
Þjóðólfi Þingvallafund. Þegar fund-
arboð það kom út, skrifaði Trampe
síra Hannesi og hótaði honum afsetn-
ingu, ef hann afturkallaði ekki fundar-
boðið. Síra Hannes svaraði að hann
afturkallaði ekki,en umembættisitt — .
28 rd. brauð — væri sjer sama
hvað yrði. Þann fund sóttu 60
bændur úr Borgarfirði, 30 utan
Skarðsheiðar og 30 ofan. Aðrir í
tímar nú. Trampe var á fundinum,
og hinn glaðasti og alúðlegasti. Jeg
var þarsemhestamaðursíra Hannesar.
Nýtt Kirkjublað. |
y
Utgerð vermanna
suður á Nes og undir Jökul
frá því um 1700—1750.
[Eftir handriti skrifuðu í Rauða-
skriðu 1750].
Útróðrarmönnum skal fá:
1. Suður.
Frá veturnóttum 12 fjórðungar
smjörs.1)
1 brekan og ein rekkjuvoð.
1 skinnstakkur; í hann fara 2
sauðarskinn í bolinn og ermar,
2 væn lambskinn eður misindis
ærskinn.
1 skinnbrók; í hana fara 2 gagn-
leg sauðarskinn, 1 kálfskinn og
enn eitt skinn að setja ofan
við.
4 sjóvetlingar.
1 seilaról 2 faðmar.
2 eingli og 1 sax.
6 skór og 1 sjóskór af leðri.
Saumakaup á skinnföt 6% alin.
Soðkaup frá veturnóttum 25 álnir.
2. Vestur.
Fyrir þá, er fara í seinustu viku
Þorra, 3V2 fjórðungur smjörs.
1 fjórðung fiska.
1 mjölfjórðung í brauði.
1 ærkrof.
1 skinnstakk, og 1 skinnbrók.
1 tátyllur.
3 sjóvetlinga.
1 leðurskæði.
4 landskó.
1 sextugt færi.
2 eingli og 1 sax.
1 byrðaról 1V2 faðmur.
1 seilaról 2V3 al. laung.
1 þverbakspoki eður selskinns-
taska og 1 dallur.
1 hestur með járnum.
NB. í skinnstakkinn fara 2
ærklippingar og 3 lambsklipp-
ingar.
En í skinnbrók 2 sauðarklipp-
ingar eður 3 ærklippingar og 1
kálfskinn í setskautann.
,) Sbr. Þá út gerður vel jeg var,
vantaði eigi forðann:
fjórir tvennir fjórðungar
fylgdu smjörs að norðan.
(Sögn B. Sæm.)
Massage læknir
Guðm. Pjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri).
Sími 394.
fít Húsaleigusamninga-
eyðublöð á 5 au. selurD.Östlund.
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
III.
Enginn var á ferli á Dúnvíkur
götum þessa köldu vetrarnótt þeg-
ar þau þrjú köfuðu snjóinn í hríð-
inni á aðalgötunni og komu að
dyrum hinns gráa klausturs muster-
isriddaranna. Dauft ljós logaði í
glugga uppi yfir fordyri, það eina
er sást í öllum húsum í bænum,
því nú voru allir í fasta svgfni.
»Þetta er herbergi sjera Arnaldar«,
sagði Ragna. »Hann situr þar að
lestri. Jeg ætla að drepa á dyr og
kalla á hann, en farið þið báðir
og haldið ykkur í hurðarhringinn
í kirkjudyrunum, þá getur enginn
snert ykkur, því þið eruð þá komn-
ir í griðastað,« — hún benti þeim
á grátt stórhýsi þar rjett hjá, —
»og hver veit hverjir hjer eru ef til
vill fyrir?«
»Jeg fer ekki eitt fet Iengra«, svar-
aði Hugi. »011 klausturlóðin er
griðastaður og friðhelgi full, —
eða að minnsta kosti ætla jeg að
eiga undir því.«
Og hann þreif dyrahamarinn og
drap á dyrnar.
Ljósið hvarf í glugganum og rjett
á eftir heyrðu þau braka í slag-
bröndum. Dyrnar lukust upp~ogút
kom hár maður með mjallhvítt
skegg, aldurhniginn, og bar slitna
loðkápu utan yfir prestshempu.
Hann bar skriðbyttu í hendi.
»Hver er úti?« spurði hann. »Er
einhver sál að fara yfir um úr því
þið ónáðið mig eftir aftansöng?*
»Já, sjera Andrjesb svaraði Hugi.
»Sálir eru komnar yfir um og sálir
eru á Ieiðinni yfir um. Hleypið okk-
ur inn og við skulum segja yður
allt!«
Hann beið ekki svars en fór inn
og þau öll, — en hurðarbáknun-
um var lokað og slagbröndum skot-
ið fyrir aftur.
»Hvað er þetta? Kona?« sagði
gamli presturinn. »Ragna frá Kleif-
um, — það veit heilög hamingjan!«
»Já,« svaraði hún rólega, en hafði
þó munnhörpur af kulda. »Ragna
frá Kleifum, Ragna rauðskikkja, —