Vísir - 08.10.1913, Blaðsíða 3
V I s I R
0 •
VJO tUYV\X£%
Hótel Ísland í Reykjavík,
Stærsta og ódýrasta ullarfata og karlraannafata verslun á landi voru.
Ágætasta karlmannafata saumastofan er hjá okkur og er alfatnaðurinn
saumaður á einum degi.
Vörurnar sendum vjer hvert á land sem er.
Reynið sýnishorna-sendingu vora með SO stykkjum af ullarfatnaði:
1 Kvenbol. 1 Par Karlmannsnærbuxur.
1 Kvenvesti. 1 « Karlmannssokka.
1 Par kvensokka. 1 Karlmannspeisa blá.
1 « kvensokka þunna. 1 Smokka.
1 « Kvenbuxur. 1 Bláröndótta ullarskyrtu af þeim, er allir þekkja,
og kostar að eins 15 kr. allt saman. Líki varan ekki, tökum vjer hana aftur og endurgreiðum fjeð.
Athugið það að hvergi á íslandi fæst karlmannsfatnaður jafn góður og ódýr sem hjá oss
í Vöruhúsinu, sem sje frá hvirfli til ilja, frá innstu fötum til hinna ystu, allt fyrir einar 29 krónur.
Verðlista vorn fær hver gefins sem um biður. — Meginregla vor er mikil sala með litlum ágóða.
Reynið nú einu sinni og það mun sannast, að þjer hættið aldrei upp frá
því að versla við
Vöruhúsið í Reykjavík. Sími 158.
rauð í þetta sinn af mannablóði, er
gruggað hefur vatnið í Blíðu-ánni,
— ísköld úr ófærðinni og hríðinni
á Dúnvíkur-heiði, þar sem hún hef-
ur falist tímum saman í runnunum,
— Ragna, sem þarfnast skrifta, þurra
leppa til að iiggja á, bita í munn-
inn og elds til þess að verma sig
við. Og þetta biður hún yður nú í
nafni Krists og kærleikans að synja
sjer ekki um.«
Svo mælti hún og hló hálf tryll-
ingslega.
Hún hafði varla lokið þessari und-
arlegu og æðislegu ræðu fyrri en
gamli maðurinn, sem bar með sjer
hver hann var: riddari í klerkabún-
ingi, hljóp til dyranna í enda sals-
ins og hrópaði hástöfum út um þær:
»Móðir Agnes! móðir Agnes!«
»Látið þjer ekki svona, sjera And-
jes!« svaraði hvell rödd. »Mjólkur-
púns verður að hafa tíma til að
hitna. Það er líklega af því aö þjer
eruð krúnurakaður og ekki framar
hundraðs höfðingi að þjer hafið
gleymt þolinmæðinni. Þegar vatnið
er orðið heitt — —«
Meira heyrðist ekki af þessari ræðu,
því sjera Arnaldur hvarf inu í eld-
húsið og muldraði eitthvað um Ieið
um hundraðshöfðingja-tíð sína. Hann
kom samt að vörmu spori aftur og
dró á eftir sjer litla, hrukkótta kerl-
ingu í klauslurbúningi.
»Frið, má jeg biðja um frið, móð-
ir Agnes! Verið róleg!« mælti hann.
»Takið þessa stúlku, þurkið fötin
hennar og faérið hana í skaplegasta
kjólinn yöar, gefið henni eitthvað
að eta, hitið henni og komið svo
aftur til mín með hana! Stuttur?
Hvað gerir það til þótt kjóllinn sje
stuttur? Qegnið mjer nú, því ann-
ars er jeg hræddur um að vinskap-
ur okkar geti farið út um þúfur.*
Hann ýtti þeim báðum inn um
eldhúsdyrnar, en sneri svo við og
fylgdi þeim Huga og Rikka upp
geysibreiðan eikarstiga er lá að gesta-
sal klaustursins uppi á loftinu.
Sá salur var víður og hár mjög,
— voru musterisriddararnir vanir
að koma þar saman, áður en sú
munkaregla var upp hafin, og borða
þar með þeim, er sóttu þá heim á
hátíöum. Töturlegir fornir fánar
hjengu enn huldir kongulóarvef uppi
undir salar þaki, og skildir framlið-
inna stórmeistara reglunnar með tígu-
legum skjaldarmerkjum voru höggv-
in í stein á salarveggjunum. En nú
var aðeins örmul unnt að sjá af
dýrð liðinna daga og fornrar klaust-
urfrægðar, því að í salnum týrði nú
aðeins á einum einasta grútarlampa.
Þó bætti það úr að eldur skíðlog-
aði á arninum þeim hinum mikla,
— því sjera Arnaldur kunni best
við sig í hita, sökum þess að hann
hafði yett mörgum árum æfi sinnar
í Austurlöndum. Frh.
3t\^\a$x\av .
Kaffið í Nýhöfn er indælt og
ágætt,
ódýrt og bragðgott og Ijúffengt og
hreint,
malað og brennt,—það er fyrir-
tak fágætt, —
fá þjer eitt pund, og þú iðrast þess
seint.
Gymbálína
hin fagra
Skáldsaga
eftir Charles Garvice.
---- Frh.
XXXIV.
Ungfrú Marion þagði um stund
því hún vissi ekki hverju hún átti
að svara. Hún tók sjer þessa ferð
á hendur knúð af ómótstæðilegu
afli og innri hvöt og var óðfús til
þessa viðtals. En nú er hún stóð
augliti til auglitis við Gymbelínu,
gat hún ekki komið orðum að því,
er hanni bjó í brjósti. Hún gat ekki
sagt henni allt, er Godfrey hafði
trúað henni fyrir, — það var hans
en ekki hennar að svifta grímunni
af svikaranum. Hún vissi ekki nema
hún gæti gert stór tjón með því
að koma of snemma upp um hann
hver hann væri. En samt, — þessi
vesalings stúlka var komin á fremsta
hlunn með að eiga stórbófa og hún
— ungfrú Marion — var skyld til
þess að bjarga henni.
»Jeg kem til yðar sem vinur yð-
ur, Cymbelínal* mælti hún. »Yður
furðar sjálfsagt á því, að jeg hef
þráð fund yðar í marga daga. Jeg
hef ekki getað að því gert, — innra
afl og eðlishvöt hefur kallað mig
til yðar. Jeg barðist við þaö um
stund og reyndi að telja mjer sjálfri
trú um, að þjer kærðuð yður ekki
um fund minn, — að yður myndi
þykja það óskammfeilni af mjer að
blanda mjer í yðar — yðar einka-
mál. Og svo er það ef til vill, jmg-
frú Cymbelína?«
»Nei,« sagði Cymbelína eins og
utan við sig, — hún vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið. »Það er fall-
ega gert af yður, ungfrú Marion,
— mig gleður mjög að sjá yður!«
»ViIjið þjer ekki kalla mig blátt
áfram Marion, án þessa ungfrúartit-
ils?« spurði ungfrú Marion og lagði
höndina blíðlega á öxl Cymbelínu
»og megum við ekki þúast?«
, »Ef þjer óskið!« sagði Cymbe-
lína í hálfuni hljóðum og varð nú
enn þá meir ringluð.
Þær tóku höndum saman til stað-
festu þvf.
»Það er sagt að sameiginlegt böl
leiði saman hugi«, mælti Marion.
»Við höfum báðar böl þolað, Cym-
belína, því þú ert sorgbitin á svip,
góða! og jeg —- já, jeg verð líka
að berjast á lauti við leynda hug-
raun. Hefurðu verið veik? Jeg man
það að þú varst sæl á svipinn og
glöð í bragði þegar jeg sá þig sein-
ast. Ó, fyrirgefðu mjer —« Cym-
belína hafði gripið fyrir augu sjer
til þess að láta ekki bera á að sjer
vöknaði um augu. Hún ljet nú
hendur falla í skaut sjer aftur og
reyndi að brosa.
»Það er ekkert að fyrirgefa. Já,
mjer leið vel þá. — En velgengn-
in er sjaldan varanleg í þessari ver-
öld. Okkur er sagt það í prjedik-
unarstólnum á hverjum sunnudegi,
er ekki svo? Jeg held að jeg hafi
komist að raun um að það er dag-
sanna.«
»Já, það er hverju orði sannara«,
sagði ungfrú Marion. »En sæla,
ánægja, vansæla, — er það ekki
oftast undir okkur sjálfum komið
hvort við verðum þeirra aðnjótandi?
Cymbelína! Má jeg tala blátt áfram
við þig eins og systir talar við
systur? Jeg veit að það er undar-
leg bón, en hvað sem þvi líður, —
mjer finnst jeg vera systir þín, and-
lega náskyld þjer, og jeg vildi gera
allt sem í mínu valdi stendur til
þess að hjálpa þjer, — til þess að
gera þig farsæla. Þess vegna erjeg
hingað komin, — þess vegna hef
jeg átt á hættu að baka mjer reiði
þína og firstni. Frh.
Kryddmeti
allskonar
er best og ódýrast í verslun
H|f P.J.Thorsteinsson &Co
Godthaab.
&æV\$ ?\a$stt\\xx\a
og notið ekki cement, nema þetta
skrásetta vörumerki
sjeá umbúðunum.
Sajmundur Bjarnhjeðinsson
læknir er fluttur á Laugaveg 11.
Sími 162.
Jón Hj. Sigurðsson
; hjeraðslæknir er fluttur í Veltusund
3B uppi. (Hús M, Benjamínssonar
úrsmiðs.)
! Viðtalstími kl. 2 -3V2. Sími 179.