Vísir - 16.10.1913, Blaðsíða 2
V 1 S I R
Peningafölsun í fangelsi.
í Peterhead fangelsi í London
hefur komist upp, að þar hafa
fangarnir verkstæði, sem þeir
falsa í bankaseðla. Hefur þeim
tekist svo furðanlega vel að líkja
eftir seðlum Englandsbanka, að
ýmsir baukamenn hafa glæpst á
því og tekið seðlana gilda. i
Vinnufólkið í fangelsinu hefur ;
hjálpað föngunum til þess að '
skifta seðiunum fyrir peninga.
Kyrrahafs járnbraut
Kanadamanna
Tekjur af henni urðu í síðastl.
ágústmán. 11 434 459 dollarar, en
útgjöldin 7 473 320 dollarar, eða .
í hreinan ágóða 3 961 139 doll.;
er sá ágóði 756 786 doli. meiri ;
hagnaður en á sama tíma í fyrra. [
— 1
»Det Schönbergske Forlag« í Kaup-
mannahöfn hefur nú boðað, hverj-
ar bækur það gefi út í haust. Eru
það margar bækur og álitleg nöfn
á listanum.
Eftir nýlátnu skáldkonuna Lucie
Hörlyk, er vakti á sjer athygli mikla
með bók sinni Meta Hauch,' kemur
ný bók framhald hinnar: Meta de
Linde, födt Hauch« Skáldsögu þessa
samdi hún á banasænginni og las
fyrir systur sinni, er ritaði hana
jafnóðum. Ennfr. kemur út þjóð-
útgáfa af ritum hennar.
Eftir Knud Bokkenheuser kemur
út áframhald af sagnabálki hans
um Kaupmannahöfn í fyrri tíð, ný
saga með myndum. — Þá kemur
og stór skáldsaga: »Fru Vibe* eftir
Louise Birke og »Moder og Sön«
eftir enska skáldið John Masefield
í danskri þýð. — Af ljóðmælum má
nefna »Stækkede Vinger« eftir Svend
Rehling.
Þá eru og í vændumj ýmsar
merkar bækur, er fjelagið hefur áð-
ur byrfað á að gefa út, svo sem 4
bindi 1. hefti áf æfisögu Grundtvigs
eftir próf. Rönning, — bók um
Ludvig Schröder í safninu »Men-
nesker*, eftir Holg. Begtrup. Ennfr.
ýmsar guðfræðis- og guðsorðabæk-
ur, málfræðisbækur eftir Byskov
o. fl. Sjerstaklega skal nefna Kirkju-
sögufrásagnir Carl Kochs ogjancke’s
»Af en Lykkeligs Tanker*. »Forlag«
þetta hefur gefið út margar ágætis
bækur langa tíð og í vönduðum
útgáfum.
3^a$wa vau5sfc\^a.
Eftir
H. Rider Haggard.
--- Frh.
Hann leit á mig þessu kalda
augnaráði, er mjer fannst smjúga
gegnum innstu taugar mínar, gegn-
um hugskot mitt og sál. »Jeg veit
það eins og jeg veit hjartalag þitt!«
mælti hann.»En spyr þú engra spurn-
inga! Svara þú er jeg spyr, svo jeg
megi gjörla vita, hvort þú ert sann-
leikans barn eða lygari!*
»Jeg var að ákalla Krist,t mælti
jeg, — »frelsara vor allra!«
iækur,
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RiTFÖNQ
kaupa rnenn í
BÓKAVER‘;LUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
lækjargötu 2.
h|f Niðursuðu- og
*
pjáturs-verksmiðjan Island
TÁR
um 20 tegundir, þar á meðal Mysu-
ostur á 25 aura pundið, eru nú
komnir aftur í
'&omasav^QWs&cmav
á Norðurstíg
tekur að sjer niðursuðu fyrir almenning, býr til fiskibollur,
fiskirendur, fiskibúdding, kæfu, kjöt- og fiski-fars og
margt fleira, þegar efni er fáanlegt. Nánar verður auglýst fyrir-
komulag sölunnar á farsinu. Selur einnig kjöt í smásölu og
síðarmeir ferskan físk. Á vjelaverkstofunni fást tilbúnar dósir og
eftir pöntun margt annað, t. d. pípur, þakrennur o. fl., iniklu
ódýrar en áður hefur þekkst.
____ , %
(jgSir Uisölumenn á farsi o. fl., t. d. mjólkursalar
og kjötsalar o. fl. gefi sig fram.
stórkostlega mikið úrval nýkomið í
Skóverslun
Stefáns Gunnarssonar,
Austurstr. 3. Talsími 351
Eldur!
■■r Eldur!
Vátryggið í „General"
Umboðsmaður
SIQ. THORODDSEN,
Fríkirkjuveg 3. Heima 3-5.
Sími 227.
^a^smuwa
og notiö ekki cement, nema þetta
skrásetta vörumerki
sje á umbúðunum.
Ef þjer viljið láta járninu
hitna alvarlega um hjarta-
rseturnar, þá kaupið
smíðakol frá
Hf. Timbur- og Kola
verslunln Reykjavík.
Eggert Claessen
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.
Venjulega heima kl 10—11 og 4—5.
Talsími 16.
Massage læknir
Guðm. Pjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri).
Sími 394.
kfc? Borðið aðeins Suchards uV
$0 súkkulaði. Án efa besta át- éð
súkkulaðið. Fæst alstaðar. cJD
Blessað kaffið Iffgar Iund,
ljettir hverja raunastund!
Komdu okkar fyrst á fund,
fá þjer brennt og malað pund.
Bíókaffihúslð
mælir með sínum a la carte
rjettum allan daginn og mið-
degismat.
Húsnæði og fæði fæst handa
nokkrum mönnum.
g iæoi íæst nanda ▲
tinum.
»Mikill er guð sá, Andrjes Arn-
aldur, og sannur, þótt fáir sjeu þeir
nú, er feta í fótspor hans í heim-
inum. En hyggur þú að hann megi
varðveita þig fyrir mjer, svo sem
þú baðst hann að gera?«
*Hann getur bjargað sálminni!*
svaraði jeg og herti upp hugann,
því jeg vildi ekki afneita frelsara
mínu þótt jeg væri jafnvel í djöfla
höndum.
»Nú, sál þinni! Sálir Iæt jeg mig
engu skifla aö öðru en því, að jeg
tel þær, er þær fara um ríki mitt.
En rjett gerir þú í því, að ákalla
guð þess veldis, er þú átt inn í að
ganga. En hvað viltu mjer, maður,
og hví sækir þú þann heim, er
þú óttast svo mjög?«
«Ó, MurgurN mælti jeg, en mátti
ekki fleira mæla, því jeg vissi ekki
hverju svara skyldi.
»Svo þjer hefur sagt verið nafn
mitt! Þá skal jeg skýra þjer frá þýð-
ingu þess. Það þýðir »hliö himins-
ins«. Hví vogaöir þú þjer aö koma
að hliði himinsins? Þú þorir ekki
að svara. Heyr þá mál mitt! Þú
komst til þess að sjá eitthvert litað
skurðgoð eða einhvern dáleiddan
prest muldra fyrir munni sjer helgi-
söngva, er hann sjálfur skilur ekk-
ert í. Og sjá, — þú hefur sjeö þann
er að baki stendur allra skurðgoða
og allra presta. Þú leitaðir aö gullnu
skríni, ilmandi af reykelsi, og þú
hittir ekki annað en svörtu helgrind-
urnar, er allir verða um að ganga
og inn fyrir að halda, en fáa fýsir
fyrri en kallið kemur. Svo er um
það, — þú ert ungur og sterkur.
Kom þú og glím þú við Murg og
er hann hefur lagt þig að velli, rís
þú upp og kjós, hvorn þessara vega
þú vilt fara«— og hann benti báð-
um höndum út og inn um hliðið.
— »GIeym þú svo heimi þessum
og far þú þangað er þú hefur kos-
ð þjer dvalarstaöU »
Nú, — af því að jeg var hjálp-
arvana, stóð jeg upp og færði mig
nær eða var sem jeg væri ósjálfrátt
dreginn að þessum óttalega manni.
Hann stóð líka upp af stólnum þeg-
ar jeg kom, rjetti úr sjer og stælti
vöðva sína að glímumanna sið og
jeg vissi það, aö í faðmlögum þess-
ara armleggja var mjer bani búinn.
Jeg var nú engin bleyða talinn á
yngri árum, og jeg hjelt áfram og
reyndi að ná glímutökum á honum,
En í sama vetfangi, áður en jeg
snerti hann, — og sæll er jeg þess
að jeg snerti hann ekki! — varjeg
gripinn einhverju heljarafli og sveifl-
að og sveiflað eins og laufi í stormi
í hring eftir hring, hent í loft upp
og slengt niður svo jeg lá mátt-
vana endilangur.
»Rís þú upp, því þú ert heili á
húfi,« mælti ískalda raustin uppi yf-
l ir mjer. Frh.