Vísir - 30.10.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1913, Blaðsíða 2
V ! S I R eru allir litlir og fátæklegir eins og eyan sjálf. Þeir eru brúnir á hörund, hárið svart og hrokkið og hafa eflaust sama blóð í æð- um sínuiri og aðrir íbúar Poly nesíu-eyanna. Eitt einkenni hafa þeir, er þeir þekkjast á frá öðr- um lægsta stigs þjóðfloJ<kum þar syðrá, en það eru eyrun sem eru fádæma stór. Eyrnasneplamir falla oft alla leið niður á axlir og er gat borað á þá svo síórt, að stinga má appelsínu gegnum það, og er því haldið opnu með þan- bolnum sykurreyrssvigum. Eins og aðrir íbúar Polynesíuæya »tatovera« þeir allan líkama sinn og konur þeirra, sem eru lágar vexti og mjög fíngerðar, lita and' litið heiðgult með þverröndum. íbúatala eyarinnar er 3—400 manns, allir villtir og eru þar fleiri karlar en konur. Pað sem gerir Waihu að æfim týraeyu, — bókstaflega að undra' ríki eru hin miklu og haglega gerðu guðalíkneski, er finnasí á víð og dreif um eyna með fáránlegri niðurröðun, og. er enginn vegur íil þess að gera sjer nokkra skyn- samlega hugmynd jum’i hvernig þau eru tilorðin. Jeg heyrði einusinni gamlan, norskan sjómann, er fyrir mörg- um árum fór á bresku seglskipi sjóleiðina frá Ástralíu til Suður- Ameríku og kom við á Waihu, lýsa því, hve kynlegum svipblæ þessi stórkostlegu minnismerki horfins heims, bregða yfir þessa afskekktu smáey. Hann sagði svo frá: »Við sáum utan af þiljum á skipi okkar, að hamrarnir á eynni voru hvítir af sjófuglum. Annar stýrimaðurinn, tveir hásetar, mat- sveinninn og jeg hjeldum bát til lands til þess að ná í eitthvað af eggjum þessara fugla, sem eru lostæt mjög. Pegar við höfðum fyllt körfur okkar eggjum, Iang- aði okkur til að litast dálitið um uppi á eynni, skildum mann eftir til að gæta bátsins og klifum upp klettana. Strákurinn var frár á fæti og fimur sem apaköttur og komst fyrstur upp. En jafn- skjótt sem hann rak hausinn upp fyrir hamrabrúnina, tók hann að öskra hátt og klifraði ofan aftur. »ÖI1 eyan er full óttalega stórum andlitum,« sagði hann, viti sínu fjær af skelfingu. »Þetta eru ljót- ustu tröll og eru á leiðinni nið- ur hallandan til okkar.« Frh. Skipsbruni enn. Loftskeytin bjarga. »Arcadia« eimskip Hamborg- Ameríku-línunnar, sem var á ferð milli Hamborgar og Baltimore, fjekk skömmu fyrir miðnætti að- faranótt hins 29. f. m. loftskeyti f|á breska eimskipinu >Temple- more« um að skipið væri að brenna ; og þyrfti skyndihjálp. »Arcadia« : brá þegar við,' kom *eftir nokk- urra tíma ferð með ógnarhraða að skipinu, er þá stóð í björtu báli að kalla, en farþegum af því tókst þó öllum að bjarga við illan ieik og flutti »Arcadia« þá til Baltimore. : Hjá Binari Jónssyni. S • Eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Frh. Alda tírnanna. 2. »Alda tímanna« (Wave of times), heitir önnur myndin. Hún hefur ef til vill stærstar hugsjónir og kenningar í sjer fðlgnar. Það er hávaxin kona, fögur og aðlað- andi. I kringum hana og upp með henni sogast geysimikil alda með straumkasti; kemst hún hærra og hærra og með straumnum sogast aragrúi af mannverum; sjest á höf- uðin í vatninu; sum eru neðarlega og sum ofar, sum auðsjáanlega drukknandi en önnur með ökum einkennum lífs og fjörs. Straum- urin eða aldan er mannlífið, en konan táknar hið ósýnilega og ó- skiljanlega afl, sem laðar og lokk- ar mannsandann og mannssálina upp og áfram að einhverju hærra takmarki en mannlegur hugur í raun og veru getur skýrt eða gert grein fyrir. í þessari straumölctu tilverunnar og barátíunnar komast kynslóðirnar áfram, hærra og hærra, lengra og lengra, fet fyrir fet, á öllum svæður framþróunar; en fjöldi .þeirra ferst á leiðinni, þó gefast þeir aldrei upp. Parna er stórfengleg heimspekiskenning og stingur algerlega í stúf við árstíða- gyðjurnar. Þarna er bjartsýniskenn- ing í sinni fegurstu og fullkomn- ustu mynd. Skáldin eru eins og börnin, það er þeirra sæla að þeir eru meiri börn en fóik gerist flest; þau eiga hægara með að gráta og stundum hægara með að hlægja, og þau njóta í fyllra mæli gráts og hláturs. Sorgir og þungar hugsanir opna þeim hugi annara manna og auka þeim skilning; sýna þeim alla leið niður í helvíti eymda og órjettlætis, en gleðin bendir þeim Iíka alla leið upp í himna- ríki sælunnar þegar heiður blettur sjest á lofti, og svo hefir verið með Einar þegar hann orti »Öldu tím- anna«, Útilegumaðurinn. \ 3. »Útilegumaðurinn« (The : outiaw) heitir þriðja myndin, og ! má vera að hún sje mönnunr kunn. : Maður sem dæmdur hefir verið útlægur og lagst á fjöll út, eins og Fjalla-Eyvindur, hefur numið konu úr byggð. Þau eiga barn; konan deyr, en því hefur hann heitið henni að grafa hana í vígðri mold. Myndin sýnir manninn með þeim karlmennsku og hörku svip, sem þess konar líf hlýtur að setja á andliti mann. Á baki sjer ber hann lík konunnar sinnar, í fangi sjer heldur hann á ungbarni, sem hún hefur alið honum; í annari hendi heldur hann á skóflu til að taka með gröfina og hundur gengur við hlið hans. Hver sem horft getur á þessa mynd og íhugað alla þá sögu, sem hún segir, án þess að vikna, hann er ekki menskur mað- ur. Hún er svo sanntrú mynd af íslensku þjóðlífi, að það er vanvirða ef hún verður ekki keypt heinia og sett þar á viðeigandi stað. Höndin. 5. »Höndin« (The Hand) heit- f innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNO kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. / Eækjargötu 2. & Café FPl 1 C 1 n er iokað föstudaginn vegna jarðarfararinnar. - og 'y.etra- ttegt&ápwr frá kr, 9,50 nýkomnar í versSurt Kristínar Sigurðardóttur Laugaveg 20A. v/'v öunnarsson læknir V L.ækjargötu 12A (uppi). ® Liða- og bein-sjúkdómar ^ ^ (Orthopædisk Kirurgi) Á Massage Mekanotherapi. V || Heima 10 — 12. ^ Hrosshár (tagl- og faxhár) er keypt afar. háu verði i Þingholtsstræti 25 ki. 10—II árd. ir listaverk eitt eftir Einar, sem á talsverða sögu að baki sjer og verð- ur ekki skýrt nema hún sje stutt- leg sögð. Færeyskur maður dó 1801. Hann hjet Nólsoyarpáll. Hann var nokkurs konar Jón Sig- urðsson sfns Iands; hann var ágætt skáld, orti hann frægt kvæði sem hann nefndi »Fuglakviðu«. Voru þar yfirvöldin látin vera ránfuglar en srnáfuglarnir fólkið. Er því átakanlega lýst hvernig ránfuglarnir Ieika smáfuglana og hafði kvæð.ið afarmikil áhrif. Maður þessi barð- ist líkt og Skúli fógeti á móti versl- unarófreisi og lagðí hann af stað á skipi er hann bygði sjálfur 1801 til Englands, tíl þess að sækja vör- ur fyrir lægra verð en einokunar- kaupmenn vildu selja fyrir. Úr þeirri ferð kom hann aldrei aftur og leikur það órð á að mótstöðu- menn hans hafi látið ráða honum bana. 1901 reistu Færeyingar hon- um minnismerki og til þess gerði Einar »Höndina«. E þarð manns- hönd, hún er upprjett og snýr lóf- in upp; á lófanum hvílir stór steinn sem höndin er að lyfta upp til þess að kasta brott; mikill þungi steinsins hvíiir á þumalfingrinum, en undir honum stendur skáldgyöj- an rneð hörpu sína, styður hann og gefur honum afi. Dögun. 6. »Dögun« '(Daylight) er stórfengleg mynd og er hún tekin úr íslenskum þjóðsögum. Nátttröil nemur konu úr bygð, en kemst ekki með hana alia leið því dagur ijómar áður, og verður trölliö þá að steini. Konan rjettir út hönd- ina mót geislum dagsins og fagn- ar frelsi sínu, eu tröllið yglir sig við þá sýn og breytist í stein um leið og það missir tök á konunni. Þó þetta sje þjóðsaga og ekki merkilegt, þá er þar afarmikill lær dómur að baki eins og reyndai víða í þjóðsögum vorum. Gaml ar venjur og fornir siðir, sem hald ið hafa ólosanlegu tröllataki á þjóð inni, ygla sig við geislum þeirr daga, sem flytja nýja siði og nýja skoðanir. En geisiarnir styrkjas smásaman þangað til gömlu siðirn ir — fornu troliin — blindast af of birtu og verða virkilega að anc leugm steingjörfingum, en þjóði , fagnar freisi sínu og ljósi, þeg: dagur nýrrar og heilbrigðari skof ana rennur upp og lýsir henni. Mynd þessi er bjartsýnis prji dikun og fyllir huga mann el< móði til þess að berjast fyrir o ryðja braut nýjum skoðunum c siðbótastörfum, þrátt fyrir alla erfii leika, með þeirri vissu von að si; ur sje í vændum. Frh. KENNSLAÍSr Aliskonar hannyrðir og ljeref saum kennir bæði stúlkum og un lingum María Ólafsdóttir Laugaveg 22 A. Eins og að undanförnu veiti jeg stúlkum tiisögn í að strjúka lín. Guðrún Jónsdóttir Þingholtsstræti 25. . fKennsla í þýsku, ensku og dönsku m. fl. cj fæst hjá cand. Halldóri Jónas- c sýni, Vonarstræti 12, II. lofti. Hittist best kl. 8- Sími 278. -9 síðd. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.