Vísir - 17.11.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 17.11.1913, Blaðsíða 3
V 1 S I R STÆRSTA VEFMÐARVÖRU-tJTSALA BÆARINS OG BESTA etu B. M.Tfl. RASMUS. fædd og uppalin, en svo leiddist henni, að hún dó rúmlega fimtug. Hún arfleiddi bæinn að nokkru af auðæfum sínum, ekki af því að hún hjeldi, hún hefði átt sök á óhamingju hans, heldur af stærilæti og til að láta tala um sig. Á þrepskildi hreinsunareldsins sá Rikberta aftur hinn ókurteisa ferða- mann með geislahring um höfuðiö, því það var í rauninni engill, sem drottinn hafði forðum sent til jarðar. Hún varð þess nú vís, að kornið, sem hún hafði látið kasta á sjávar- botninn, hafði tekið að vaxa þar og árlega haldið meira og meira sandi, þangað til rifið var myndað. Hún beiddi guð auðmjúklega ekki að tortýna heilum bæ sín vegna. En engillinn svaraði, að henni yrði ekki að bæn hennar; einmitt hennar vegna ætti auðlegð Staverens að líða undir lok, hún liefði verið rík- ust, fegurst og gáfuðust af öllum borgarbúum, en hún hafði einnig verið ímynd stærilætis og hjegóma- girnis borgarinnar, þess vegna vildi guð, að hún yrði ættborg sinni að falli. Engillinn sagði henni enn fremur, að enginn mætti fá vitneskju um hvernig á sandrifinu stæði fyr en ailt væri orðið um seinan og bærinn eyðilagður. Og svo varð. Fyrst þegar Staveren var orðið fátækt þorp, öll stórhýsi og kirkjur horfnar, var það að görnul kona komst að sannleikanum — engin veit hvernig — og gat sagt frá þessari sögu. Yindlar bestir, v i n d 1 a r ódýrastir, \ XV & l & X . H. Guðmundsson, Asturstræti 10. ' Tryggið líf yðar í lífsábyrgðarfjelaginu Carentia. Umboðsmaður Ö. Gr. Syjólfsson, Austurstrætl 3 (uppi). Ferðavátrygging. Duglega umboðsm. vantar. I.......................S PSST ELDURI Vátryggið í „General“. Umboðsmaður Sig. Thoroddsen. Fríkirkjuveg 3. — Heima 3—5. Sími 227. fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur og sögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. er með síðustu skipum margar ógfagrar tegundir af í svuntur og slifsi. þetta er allt selt afaródýrt á VEFNAÐARVÖRUÚTSÖLUNNI á Laugavegi 5. M. T H R A S M U S. ma £a^et- © © ^Ws&otvat §os&*^&w 2 öómsaet vítv \íú i ‘\Kt&\aUaxatwxm Leir- og Glervörubúðin í Kolasundi hefur með aukaskipinu fengið talsvert af vörum í viðbót við það, sem áður var komið með „Ceres“; þar er svo margt fallegt, að marg- ur mundi sjer kjósa sem jólagjöf. — Lítið því inn í Kolasund — og rennið augum á vöruna, og vitið hvort of mikið er mælt. Eöntgenstofnun liáskólans óskar að fá til leigu í austurbænum frá 1. jan. næstkomandi eitt herbergi, ca. 7*9 álnir, og tvö lítil herbergi. Menn snúi sjer tíl Gunnlaugs Claessens læknis, Talsími 77. Bókhlöðustíg lO. Brjefspjöld af ýmsum gerðum, mjög hentug jólakort, ljóm- andi falleg og afar ódýr, fást hjá frú Guðrúnu þorsteinsson, Skóla- vörð 33 B. Gymkelína ’ hin fagra. ---- Frh. Læknir Bellmaire-þorpsins lá á hnjánum hjá manninum, er ekki sá í fyrir sóti og reyk. En hertoginn og Bradworthy lögmaður stóðu á öndinni þar rjett hjá í angist og kvíða um, hvern enda þetta ætlaði að taka. Dálítið Iengra frá var annarhóp- ur utan um ungfrú Marion, er sat undir Cymbelínu, sem lá i óviti og svo lík því sem væri hún skilin við, að ungfrú Marion hjelt helst, að hún væri þegar horfin yfir um — á landið fyrir handan takmörk Iífs og dauða. »Er hann dáinn, læknir?* hvíslaði Bradworthy lögmaður skjálfradd- aður. Læknirinn hristi höfuðið efabland- inn. »Jeg held ekki,« sagði hann lágt. »Getur nokkur náð í dropa af víni?« Einhver rjetti honum pela. Lækn- irinn helti dálitlu víni inn milli kol- svartra varanna á Godfrey. Dálítil stund leið. Allir stóðu þegjandi á öndinni. Svo kinkaði læknirinn kolii lítið eiti. »Hann er með lífsmarki!« hvísl- aði hann mjög lágt og sem hann væri á glóðum. Fregnin barst eins og rafstraumur um fólksfljöldann, og vakti gleði og þakklátsemi til forsjónarinnar, þótt enn vaar-i vonin veik. Nú var sem öllum þætti einskis vert um höliina. Það voru örlög hans, er lá þar milli heims og lielju mitt á meðal þeirra, er þeim lágu mest á hjarta. »Það verður að bera hann undir eins hjeðan!* sagði læknirinn.»Hana! Komið þarna einhverjir þrír með mjer! Við skulum leggja hann á þessa ábreiðu, taka í sitt hornið hver og berahann! Svona! Hægan Gætilega drengir!* Og með nær- færni þeirri, er læknar einir og kon- ur eiga til, reisti hann Godfrey upp og lagði hann svo í feldinn. »Fallegur maður, — ágætlega vaxinn!« muldraði læknirinn sorg- bitinn, fyrir munni sjer. »Jeg sá aldrei betur bygðan mann! Skaði er það að leggja slík líf í hættu með fífldirfsku! Skaði að missa hann, — ó, já! Gætilega, góðir hálsar! Þið berið hjer hetju!« »Satt, læknir!* svöruðu þeir hátíð- lega. »Hvert á að fara með hann?« hvíslaði hertoginn. Lögmaður drap fingrum á enni sjer. »Þangað sem styst er hjeðan!* sagði læknirinn hvatskeytlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.