Vísir - 22.11.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1913, Blaðsíða 2
V I 5 í R ? I dag. 5. vika vetrar. Háflóö kl. 12,14’ árd. A morgun: Aftnœli. Frú Kr. Lovísa ísleifsdóttir. Jón Jensson, yfírdómari. Magnús Hjaltesíeð, úrsmiður. svefnherbergi. í stærri húsunum er þar að auki ein stofa niðri og 4 svefnherbergi uppi. Auk garða í kring um liúsin hafa menn fjelagsmatjurtagarða utan bæarins með vatnsleiðslu og öllum tækjum, og gefa þeir af sier góðar auka- tekjur fyrir verkafólkið. Gö'turnar eru með trjám meðfram og húsin snotur og breytileg útlits. Hafa menn fyrir satt að þessir bæir hafi gjört rriikið í Englandi og^jafnvel víðar tii þess, að beina athyglinni að því hvað verksmiðju- eigendur geta gjört fyrir fólk sitt til þess að skapa því þægindi. Tveir af útbæum Lundúnaborgar, sem stofnaðir hafa verið núna eftir aldamótin, Ealing og Hampstead, hafa verið byggðir með líku móti, þótt húsin sjeu þar þjettari vegna þess að Iandið er þar dýrara. Þótt þetta byggingarfyrirkomulage eigi einkum við í mjög smáum bæ- um, þá væri vel ef byggingarnefnd Reykjavíkur tæki það til hliðsjönar, því að sjálfsögðu má margt af því læra. Hjer eru líka dreifð hús, en bilið á mílli þeirra viða svo fram- úrskarandi eyðilegt og ljótt, er stafar af oflitlu eftirliti og stefnuleysi í byggingaraðferðinni. Það verður að fara að hefjast handa til að gjöra höfuðstað vorn vistlegri. Firð-kvikmyndir. Próf. dr A. Korn í Berlinni heit- ir sá, sem fundið hefur upp að gera firð-Ijósmyndir með rafvjela- tækjum. Hann hefur nýiega, án mik- illar fyrirhafnar endurbætt aðferð sína svo, að hann getur í töluvert miklum fjarska tekið kvikmyndir. í timariti því, er heitir »Das Lichtbild- Theater« skýrir Max Brúckner í Leipzig frá tilraunum próf. Korns í þessu efni. Samkvæmt því getur Korn tekið kvikmyndir, og það heilan flokk, í fiarlægð, sem svarar til biisins inilli Berlínar og Parísar- borgar. Korn ætlar sjer, að því er »Frankfurter Zeitung« segir, þéssu næst að fá tekið myndir með síma, frá Norðurálfu til Vesturheims. Beinar samgöngur milli lííoregs og Síbiríu. Mjög má telja það markverða frjett, að gufuskipið „Correct" með Friðþjóf Nansen innan skips, sje nú (22, sept.) að nálgast aftur Noreg eftir góða för úr Noregi austur í fljótið Jenissei í Síbiríu og vestur aftur. Hjer er um at- burð að ræða, sem geysileg áhrif hefur á verslun og viðskifti. Gufuskipið „Correct" var hlaðið vörum frá fjelagi, sem heitir „Sibirian Steamship, Manufac- turing and Trading Company“ og hefur aðalbækistöðu sína í Kristjaníu. Er fjelag þetta stofnað með norsku, rússnesku og ensku fje. Einn forstöðumanna þessa fjelags, sá er Whist heitir, hefur farið svofeldum orðum um gagn- semi og áhrif þessa leiðangurs í norsku blaði einu: Mörg gufuskip hafa áður farið förina yfir kariska hafið inn t mynni Jenissei-fljóts; en þessi för er hin fyrsta, sem farin hefur verið reglulega í kaupskaparskyni. þau lönd, sem vjer höfum nú náð í verslunarsamgöngur við oss, ná yfir mikið svæði og eru mjög auðug. En til þess að þau nái þeim þroska, sem búast má við, 1 eftir auðæfum þeirra, þá verða þau að ná betri samgöngum við önnur lönd, en þau hafa haft hingað til. Rússneskir bændur flytja þúsundum saman árlega til þessara landa. Jenissei-fijótinu má jafna við Mississippi og Ama- zon-fljót að stærð. Jenissei-fljót er slyipgengt 3000 rastir í land upp ekki að eins til Síbiríujárn- brautarinnar, heldur enn lengra, alla leið inn í Mongólalahd. þess vegna koma kínverskar vörur með skipinu aftur. Auk þessa eru skipgengir skurðir grafnir úr Jenissei í annað stórfljót í Síbiríu, þáð er Ob heitir. Á bökkum Jenissei-fljóts eru verslur.arbæir, sem þykja eiga góða framtíð í vændum; má þar til telja Turu- chansk og Jenisseisk, og mikill verslunarfloti fer um fljótið í beinum samgöngum við Síbiríu- járnbrautina. Með samgöngum þeim, sem nú eru hafnar á Jenissei, tekur ekki lengri tíma en hjer um bil 10 daga eða svo, að sækja úr Há- logalandi á síbirískan og kín- verskan markað. Skipið „Cor- rect“ fór 12. ágúst úr Hálogalandi, og harði að flytja 1500 smálestir af ýmsum varningi, þar á meðal einnig norskri verslunarvöru. þann 28. ágúst er skipið komið í mynni Jenissei-fljóts. þar mætti skipið öðrum leiðangri dráttar- döllum og ljettisnekkjum, sem kominn var úr upplöndum Síbiríu og Mongólalandi með síbirískan og kínverskan verslunarvarning (1500 smálestir) alla leið fram í fljótsmynni. Síðan var vörunum skift og „Correct“ hlaðið inn- lendum varningi. 10. sept. lagði skipið af stað úr fljótsmynninu aftur, og er þess nú vænst í dag eða á morgun (22. eða 23. sept.) í Hálogalandi. Samkvæmt þessu hefur það tekið skipið 10 daga eftir för þess úr Jenissei að komast að landamærum Noregs. Frh. Eggerí Claessers Yfirrjettarmálaflutningsmaður., Pósthússtnæti 17 Venjnlega heima kl 10—11 og 4—5 . Talsími 16. wmrnmmmmæmmsimimmz}® g Magdeborgar-Brunabótafjelag. | || Aðalnmboðsmenn á Islandi: p '■ |l O. Johnson & Kaaber. 1 fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur og sögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. marg-efiirspurðu. Af þeim koir.u nú 100 tylftir iii Jónatans Þorsteinssonar. PEYSURNAR FRÆGU og N ÆRFÖTI N eru nú iomin í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. £a\x<^a». b. TÓBAKSBÚÐIN býður sínum viðskiftamönnum stórt úrval afágsatum dönskum og hollenskum vindlum, einnig vindlinga, rússneska, tyrkneska, egyptska og enska. Verðið er þekkt fyrir að veta hið lægsta í borginni á öllum okkar vörum. Allar vindlategundir okkar seljast svo vel, að við þurfum ekki að auglýsa neinn sjerstakan vindil eða vindling. Gjörið ekki kaup á vindluni eða öðrum tóbaksvörum, áður en þið hafið skoðað tegundirnar á Laugav. 5, Minnispeningar ágrafnir og leturgröftur á aðra hluti ódýrast hjá ióni Sigmundssyni gullsmið, Laugaveg 8. Munið eftir hinu afar ódýra Súkkulaði, cacao og ávöxtum í dósum, sem alltaf eru nægar birgðir af og aðeins fæst svo ódýrt á Laugav. 5. í s h ú s i ð ’ÍSBJÖRNINN’ við Tjörnina, kaupir: Rjúpur háu verði; selur: Dilkakjöt, Heilagfiski. S í m i 2 5 9. bæarins—Templarasund 3 — svo þið getið fengið myndirnar ykkar í tæka tíð að gefa þær í Jólagjöf. Myndatökutíminn er kl. 11—2. Ólafur Magnússon. Jónas G-uðmundsson. löggiltur gaslagninganiaður, Laugaveg 33, sími 342.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.