Vísir - 22.11.1913, Síða 4
V I S I R
CymMína
Mn fagra.
---- Frh.
»Veslings barnU sagöi hann og
strauk um kollinn á henni.
Cymbelína hjelt að sjer höndum
og stóð þegjandi um stund. Svo
herti hún upp hugann, tók á öllu
þreki sínu, gekk hægt upp stigann
og inn í loftherbergið. Godfrey'lá
þar og bólstrum hlaðið aðjherðum
honum og hliðum. Þegar hún kom
inn, leit hann við henni rólegur
og reyndi að láta ekki bera á kvöl-
um þeim, er hann kenndi svo sárt,
Hann horfði á hana hvössu og
rannsakandi augnatilliti.
Þá var sem læsi hann sannleik-
ann út úr svip hennar, þann sann-
leika, að húrf væri enn unnusta
hans. Og ástúðlegu brosi, blíðu og
innilegu, brá yfir andlit hans, og
hann reyndi að breiða út faðminn,
þótt örðugt væri vegna umbúðanna
og sagði Iágt:
»Cymbelína! Cymbelína!* -
Hún gekk þegjandi að rúmi
hans, fjell á knje við rúmstokkinn
og hallaði höfði að brjösti hans.
Tárin runnu niður vanga gömlu
frú Parkhouse og hún gekk þegj-
andi út og ljet jaau tvö ein.
Það var hátíðleg stund og hvorugt
þeirra virtist geta rofið þögnina.
Loksins mælti hann:
»Ertu komin aftur til mín, Cym-
belína? Ertu virkilega komin aftur
til mín?«
»Já!« sagði hún, liorfði á hann
og röddin var veik og titrandi.
»Hjarta mitt hefur aldrei skilið við
þig, Godfrey! — aldrei! Jeg hef
aldrei hætt að hugsa um þig, og
þig einan — alla þessa dimmu og
döpru daga!«
»CymbeIína mín!«
»Já, jafnvel þegar jeg lijelt að
þú værir orðinn afhuga mjer og
annari heitbundinn, þá elskaði jeg
þig samt. Jeg reyndi að rýma ást
minni á þjer út úr hjarta mínu, en
jeg gat það ekki, Godfrey ! — Elsk-
an mín, sjáðu aumur á mjer og
fyrirgefðu mjer! Villtu segja mjer,
að þú trúir því, að jeg hali aldrei
svikið þig?«
»Já, góða, jeg veit það nú, —
jeg trúi jáví!« sagði hann blátt
áfram. »Margt af því, sem fram hef-
ur farið upp á síðkastið, er mjer enn
þá hulinn Ieyndardómur, en
jeg- veit, að þú hefur ekki sýnt
mjer sviksemi, að hjarta þitt
og hugur var hjá mjer þrátt
fyrir allt. Veslings Cymbelína, —
þú hlýtur að hafa þolað þungar
raunir, — tekið mikið út!«
Frh.
LÆKNAR.g
IGuðm.Björnsson |
Iandlæknir.
Amtmannsstíg 1. Sími 18 p
E Viötalstími: kl 10—11 og 7—8. í§
f &
Massage-lœknir
Guðm. Fjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394.
Gunnlaugur Glaessen |
læknir.
Bókhlöðustíg 10.
Heima kl. 1—2. Sími 77.
^ M. Magnús’
Ilæknir og sjerfræðingur
í húðsjúkdórnum.
Viðtalstími 11 — 1 og 6V2—8.
Sími 410. Kirkjustræti 12. |
IOI. Gunnarsson
læknir.
Lækjargötu 12Á (uppi).
Liða- og bein-sjúkdómar
(Orthopædisk Kirurgi)
Massage, Mekanotherapi.
Heima 10—12. Sími 434.
Porvaldur Pálsson
læknir,
sjerfræðingur i meitingarsjúkdómum
Laugaveg 18.
Viðtalstími kl. 10—11 árd.
Talsímar: 334 og 178.
^
P Þórður Thoroddsen
éá fv. hjeraðslæknir.
Túngötu 12. Sími 129. Sg
Viðtalstími kl. 1—3. S2
________________________W
RADDIR ALMENNMGS
á
Skauíaferðir,
Hvenær verður hreinsað skauta-
svæði á Tjörninni? Svo spyr hver
annan af þeim, er unna hinni hollu
Og fögru list, skautahlaupum.
Það er heldur ekki furða, þó
spurt sje, því í hálfan mánuð hefur
mátt hafa stöðúgt svell á Tjörninni.
Þess ber að gæta, að nú er ekki
nema rúmur mánuður til nýárs,
en þá er Skautaíjelagið hjer vant
að hafa kapphlaupin, þar sem menn
eiga að sýna framför sína í íþrótt-
inni frá fyrra ári og smám saman
að reyna að standa jafnfætis Tiestu
skautamönnum erlendis.
En allt verður þetta ómögulegt,
ef Skautafjelagsstjórnin Iiefst ekki
handa nú þegar og sýnir að hún
sje verð tiausts þess, er fjelagið
sýndi henni með kosningunni.
Annars er það furða að bæar-
stjórnin skuli ekki sjá almenningi
fyrir sæmilegu skautasvæði, svo sem
tíðkast í bæum erlendis (Kommu-
nall Isbanner), þar sem mönnum
gefst kostur á að hreyfa sig og
draga að sjer frískt loft eftir ert'tði
dagsins.
Skautamaður.
Englnn í borginni
getur gert beiri kaup á
Rúgmjöli,
Mais, Höfrum
Hafrafóðurmjöli,
e n h j á
Jóni frá Vaðnesi.
Nýtt, ágætt amwísM hveiti
er til sölu með óvanalega Iágu verði á Njálsgötu 22.
• Reynið það
oggpantið svo meira. — Flestir kvarta hjer yfir lágum launum og dýrum
Þiggið því góðan mat með lágu verði.
mat.
S. B. Jónsson.
8K KAUP8KAPPR 8K
Kvenkápa fæst með tækifæris-
verði á Laugaveg 39.
Enskar
húfur
með 40% afslætti fást á
Laugaveg 20 A.
Unglingast.
Af sérstökum ástæðum verður
enginn fundur
haldinn í stúkúnni næsta sunnu-
dag, 23. þ. m.
Gæslumennirnir.
Hljómleikar
Brynjóifs Þoriákssonar
verða endurteknir á morgun
kl. 61/* síðd.
i B á r u b ú ð
Aðgöngumiðar seldir í dag í
bókaverslunum ísafoldar og Sigf.
Eymundssonar, og á morgun kl.
10—12 og 2—5 í Bárunni. -
Umdæmissíúkan nr. 1
heldur aðalfundi sínum áfram í Good-Templarahúsinu (uppi) kl.
1 e. h. á morgun. Fundarsalurinn er ekki fáanlegur nema til kl.
6 e.' m., ættu því fulltrúarnir að vera undir það búnir að sitja
allan fundinn án þess nokkurt fundarlilé verði.
S. Á. U. Æ. T.
jíokkur pör af skótaai,
fyrir karlmenn, kvenfólk og
drengi (lítið bnikað), er selt
mjög ódýrl á Laugaveg 18.
B. Benónýsson.
K. F. TJ. M.
Kl. 672 fundur fyrir 12—14 ára
drengi.
Kl. 10 úrvalsfundur.
Með niðursettu veröi
Siumpasirs 09
fláuelsstimpar
— aðeins á kr. 1,40 pd. — fæst á
Saugaveg 20 fi.
Brennt og malað
Kaffi
ódýrast og best í vcrsl.
Ásgríms Eyþórssonar
Austurstræti 18.
Yindlar
besfir,
v i n d I a r
ódýrastsr,
X) \ X\ & X.
H. Guðmundsson.
Asturstræti IO.
L E I G A
Orgel óskast til leigu nú þegar.
Uppl. á Vesturgötu 24.
ITAPAÐ-FUNDIÐ^
Sá, sem tapað hefur sjalhyrnu
og kjól, er beðinn að vitja þess á
Grettisgöíu 38 B.
V I N N A
JEG undirrituð tek að mjer prjón.
Þuríður Jónsdóttir, Laugav. 76 B.
Á Vesturgötu 16. fæst strauað
hálslín.
Stúlka óskast til Vestmanneya
á gott heimili. Hátt kaup. Uppl.
á Laufásveg 27.
Á Njálsgötu 15 B niðri fæst
strauað hálstau.
Maður sem vill slcera lóbak,
geli sig fram við tóbaksbúðina á
Laugaveg 5.
K E N N S L A
Ódýr tiisögn í málum 0. fl. fæst.
Uppl. á Klapparstíg 1 A. kl.6—7.
Útgefandi
Einar Gunnarsson,
cand. phil.
Östlundsprentsmiðja.