Vísir - 25.11.1913, Blaðsíða 3
V I S I R
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
sÓgnar þú mjer?« spurði Jón
lávarður frá Kleifum. »Ef þú leyfir
þjer slíkt, er þjer best að hraða þjer
sem fyrst út úr húsum mínum, ef
þú vilt ekki að þú verðir borinn út
úr því með fætur framar en höfuð.«
Jón greip um enni sjer og áttaði
sig á, við livern harm var að tala.
»Nei, nei,« mælti hann. »Jeg gleymdi
mjer alveg! Þú ert biðill dóttur
minnar og tilvonandi tengdasonur
minn. Og þú ætlar að veita henni
tign mikla og hefðarheiti mikil og
mörg, og sonur þinn skal verða
kenndur við Kleifamannaætt, svo okk-
ar fræga nafn deyi ekki, en verði
frægt og voldugt, ekki aðeins á
Englandi, heldur og á Frakklandi
og á Ítalíu. Þú verður að giftast
henni og það sem fyrst, svo að
gaukurinn Hugi frá Krcssi, sá ílli
og gráðugi gaukur, stríði ekki á
hreiður mitt. Jeg vil enga svívirðu
þola af ótignu prangara afhraki, er
myrt hefur einkason minn. Fyrir-
gef þú bræði mína, göfugi greifi,
því jeg ræð mjer varla fyrir reiði
og sorg. Þú verður að giftast henni
sem fyrst, hvort hún vili eða ekki.
Drag þú hana út úr klaustrinu og
beit öllu valdi, er þú mátt! Þú hef-
ur Ieyfi mitt til að gera við hana
hvað sem þú vilt, göfugi Noyónu-
greifi!«
Og er Jón lávarður hafði rnælt
þessi orð, reikaði hann og hnje
meðvitundarlaus á gólfið, marflatur.
Það hugðu menn fyrst, að hann
hefði orðið bráðkvaddur. En Niku-
Iás ábóti, er kunni nokkuð til lækn-
inga, tók honum þegar blóð og hann
raknaði við. En hann var enn þá
með óráði og var borinn í rúm sitt.
Þeir Játniundur Akkúr og Niku-
lás klerkur báru nú ráð sín saman.
Hvað skal nú til bragðs taka?«
sagði Játmundur greifi. »Veit jeg það
ógerla, því mjer er hugstæð mær
þessi, og allt hatur hennar og heipt
gerir ekki annað en auka á ást mína.
Þá er það og, að hún er vellauð-
ug, því þessi gamli bálhaus getur
varla lengi lifað. Hann drepst úr
geðvonsku, sem betur fer. En eins
og þú veist, ábóti, þá er mjer fjár-
ins vant, þótt jeg eigi stórar eignir,
því för mín er dýr, — kosta jeg
miklu til og verð að eyða fádæm-
um, svo skuldir mínar eru hærri
en svo^ að eignir mínar hrökkvi
fyrir þeim. Þykir mjer og íllt, að'
heimskur ullarprangarason skuli sví-
virða Noyónugreifann og riddara
hans, —blátt áfram lítt menntur
Iubbi, og er þó enn verra að þola
svívirðu af fóli því með bogann, er
fylgir honum. Kenn þú mjer nú
ráð, hvernig jeg á að ná henni á
mitt vald, Nikulás, og skal jeg gera
þig að ábóta að launum fyrir það.«
Frh.
Fallegustu líkkisturnar fást
hjá mjer—altaf nægar birgð-
ir fyrirliggjandi — ennfr. lik-
klæði (einnig úr silki) og lík-
kistuskraut. _
Eyvindur Árnason. |
wtsw m\rAir
1
\ veJwalawövuveYsWalwwi á £a\\i$a\3e$ 5.
sparasi Æi að
h\í Ma&Bs&smwum. sm.eMite&t
vat aj MJaia-, Wm- Jta^a-eJwum
ásami óUu i\t ^awta \>atj.
^3eS«\aðav\íövuvev^uwm á £au$a\)e^\ S*
M. Th. Rasmus.
AÐALFUNDUR
Fornleifafjelagsins
verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 27. þ. m., kl. 5 e. h., í húsi
Búnaðarfjelags íslands, Lækjargötu 14.
Reykjavík 22. nóv. '1913.
^w\Mw J&viem.
3 ^esiuv^’óiu \Ms\ QL ^’wífis-
souav) ev opwuð vevstuu. ^av Jaesi*.
Ýms Barnaleikföng, Jóiairjesskraut, Jólakerti
Spil, Póstkort, Flugeldar, Sælgæti, Lakrits, Avextir
nýir og í dósum, Vindiingar, Vindlar o. m. fl.
Munið
að koma nógu snemma
á bestu ljósmyndastofu
bæarins—Templarasund
3 — svo þið getið
fengið myndirnar ykkar
í tæka tíð að gefa
þær í
JóiagjöfJ
Myndatökutíminn er
kl. 11—2.
Ólafur Magnússon.j
Jónas Gruðmnndsson,
löggiltur gaslagningamaður,
Laugaveg 33, sími 342.
FÆÐI-ÞJÓNUSTAg
Kaffi- og matsölu-húsið, Ing-
ólfsstræti 4, selur gott fæði og
húsnæði. Einnig heitan mat allan
daginn, ef þess er óskað.
Fæði og húsnæði fæst á Klapp-
arstíg ÍA.
Ágætur miðdegisverður og aðrar
máltíðir fást á Laugavegi 30A.
Þjónusta fæst. Uppl. á Lauga-
vegi 50B.
85
Maiitr Góður heitur
JT&CU.U1 • matur af mörg-
53.
um tegundum fæst allan dag-
inn á Laugaveg 23.
K Johnsen.
bin fagra.
Frh.
Enn þá vissi hún alis ekki, hver
hann var í raun og veru. Enginti,
hvorki hertoginn, faðir hennar, nje
aðrir höfðu getað fengið af sjer,
að segja lienni sögu hins falska
jarls af Bellmaire, þótt ungfrú Ma«
rion hefði Iagt að þeirn að gera
það. En hún vildi ekki verða fyrst
til þess úr því að þeir vildu ekki
gera það.
»Það er best að hann segi henni
það sjálfur,« sagði hertoginn. Og
þegar ungfrú Marion minntist a
það við Bradworthy lögmann, murr-
aði hann eitthvað og hrisli höfuðið.
Þess vegna vissi Cymbelína enn
ekki annað, en að unnusti hennar
væri Godfrey Brandon, málarinn fá-
tæki, sem var að reyna að hafa of-
an af fyrir sjer.
Yfirforingjanum fór batnandi að
líkamsþrótti, en hann var enn í
andlegu ólagi, vissi alls ekki hvað
tímanum leið og gat á engu áttað
sig. Hann hjelt að hver dagur væri
dagurinn á undan þeim, sem dóttir
sín ætti að giftast Bellmaire jarli
og talaði unt brúðkaupið, sem átt
að fara fram daginn eftir. Stundum
spurði hann eftir Cymbelínu, en
ljet sjer allt af lynda, er ungfrú
Marion sagði, að dóttií hans væri
önnum kafin.
»Ó, jú — hún hefur víst nóg
að gera núna,« sagði hann. »Æði
mörgu að Iíta eftir. Truflið þjer
hana ekki!«
Einu sinni eða tvisvar spurði
hann eftir Bellmaire jarli, og átti
þá auðvitað við Arnold Ferrers.
En hann Ijet sjer nægja, er ungfrú
Marion kvað hann mundu bráðlega
koma.
»Jú, jú,« sagði hann. »Auðvit3ð
önnuni kafin líka, blessaður! Já,
einmitt það! Nóg að gera, — nóg
að gera núna! Feiknar eignir, ósköp
af peningum! Þarf að koma því
öllu í lag. — Ónáðið hann eklci,
en segið honum að mjer þætti vænt
um, að sjá hann þegar hann hefði
tíma til.«
Ungfrú Marion var þar eins og
verndarengill hans alla þessa þrauta-
k'ð. Hún eyddi dögunum ýmist hjá
honum eða hún gekk milli húss
maddömu sál. Slade og Hjáleig-
unnar og hún hafði aldrei verið
sælli á æfi sinni. — það er að segja
frá því cr hún vissi að Godfrey
var úr allri hættu.
»Jeg hjelt að jeg væri efni í
fræga listakonu, pabbi«, sagði hún
einu sinni. »En nú sje jeg hvað
mjer lætur betur. Jeg er best fallin
til þess að vera hjúkrunarkona.*
Hertoginn settist auðvitað aftur
að heima í kastalanum, hertogahöll-
inni, — en hann reið eða ók til
Bellmaire á hverjum degi, og þar
sem hann hafði ekki annað að gera,
aðstoðaði hann Bradworthy við að
korna skipulagi á eignarskjöl og
annað er snerti Bellmaire jarlsauð-
inn.
Þeir sáu nú að Arnold Ferrers
hafði eytt ógrynni fjár og hafði