Vísir - 30.11.1913, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R
4
Bömin
fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda-
bækur og sögubækur með myndum frá
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
V. B. K.
færlð þjer vinum yðar, er þjer gefið þeim
vefnaðarvarning
frá
Verslunin
Björn Kristjánsson.
Vandaðar vörur!
Ódýrar vörur!
Yíkingafáninn.
Sungið yíö yíg’slu fánans
í stúkunni „Víkingur" nr. 104 í Reykjavík
28. nóv. 1913.
Lag: Nú hann sveif yfir sæ.
fór geigur um haf hvar sem gunnfánann bar
yfir gínandi sædrekans stafn, —
lýsti hyrr yfir hnjúk, skotið herör um lönd,
þar sem hljómaði víkingsins nafn.
Nú er liðin sú tið, þó að landnemans þrá
enn sje logandi’ í víkinga sál, —
yfir dagroðans tjöld þeirra darraðar ljóð
safna dróttum við áhugans bál.
Nú er víkingsins þrá, að hvert svíðandi sár
og hver sorg verði iyfsteini grædd,
að í siðfágun, dáð og í drengskap og sæmd
verði drótt vor hin komandi fædd.
Og vjer fögnum í dag, er vort fóstbræðra-lag
lyftir fánanum vondjarft og hátt.
Sjá, hvar víkinga-skeið leggur skrautbúin leið
fram á skínandi ljóshafið blátt!
Eins og bláfáninn vor sje oss heiðríkt í hug,
þegar hafaldan rýkur um stafn,
og í dáðríkri ást skal og sannfylgi sjást,
hvílík sæmd er oss víkingsins nafn.
Setjum markið vort hátt, sýnum heimi vorn mátt,
þó að hópur vor fámennur sje!
Drottinn, blessa vorn her, þegar helgum vjer þjer
þessi heiðglæstu fóstbfæðra vje!
Guðm. Guðmundsson.
Háflóð kl.6,43’ árd. og kl.7,11’ síðd.
f
A morgun
Afmœli.
Ungfrú Anna S. Aradóttir.
Frú Þuríöur Lange.
Einar Magnússon, verslunarmaður.
Jón Thorsteinsson, bókbindari.
Kristinn Jónsson, lyfjasveinn.
Póstáœilun.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
En getið skal þess þegar, að sakir
rúmleysis og annara atvika verður
að fara nokkuð skjótar yfir sögu,
en vera mætti, ef grant skyldi í
fara. Fyrir því verður að sleppa
aö rekja vendilega afskifti þing-
manna af einstökum málum, þótt
þau sjeu mikilsverð, Hitt verður
að nægja, að gefa sem styst heilda-
yfirlit yfir störf þingmanna og fram-
komu þeirra, jafnframt lauslegri
lýsing á þeim. Að vísu hefur Vísir
flutt myndir af flestum þingmönn-
um, þeim er sátu á síðasta þingi,
en þrátt fyrir þaö mundi þeim, er
ekki hafa þingmenn augum litið,
koma allvel, að þingmönnum væri
lýst að nokkuru að svip, vexti og
látbragði.
Sfðan *FjalIkonan< birti Palla-
dóma sína er nú líðinn fjórðung-
ur aldar, eins og áður er ávikið.
Hefur allmart skipast síðan annan
veg en áður var. Menn þeirsumir,
er þá voru í brjósti fylkingar, eru
nú horfnir til feðra sinna. Aðrir
hafa látið af þjóðmálastörfum.
Áhugamál þau, er þá fengu mest
fylgi og öruggast, eru nú sum að
engu oröin, önnur úr lagi færð og
í annað horf komin, og loks sum-
um sniöinn sá stakkur, er bestur
varö kosinn, en þau munu fæst
vera. Allt hefur breyst, menn
og málefni. Framfarirnar hafa orðið
margvíslegar, og sumar enda mikl-
ar, — framfarir í afturför hafa sumir
nefnt, og má eitthvað satt í því
vera; en tiltölulega er þaö í fáu.
Breytingin er öllum auösæ. Þar
um leikur ekki á tveim tungum.
Breytingin á stjórnmálavígvellinum
hefur orðið svo, að hamförum er
Hkast Stefnur mála hafa myndast
og riðlast og stundum að engu
orðið. Stjórnmálaflokkarnir hafa ver-
iö háðiröllum sömu forlögum. Þeir
hafa beitt ýmsum vopnum hvorir
á aðra, og mega menn að vonum
deila um, hvort þar sje meiri fram-
för en afturför. Frh.
Fánavígslan.
Á föstudagskveldið var margt
manna komið saman í Temp!-
arahúsinu í tilefni af því, að st.
Víkingur hafði ákveðið að vígja
fána sinn. Konur í stúk. stýrðu
fundi og höfðu búið sig hátíða-
klæðum. Að afloknum venju-
legum fundarstörfum.fórfánavígsl-
an fram. Magnús V. Jóhannes-
son (form. nefndar þeirrar, er kos-
in var að útvega fánann fyrir
stúkuna) hjelt skýra tölu og sagði
sögu þessafánamáls,er var merki-
leg að mörgu leyti. Að ræðu
sinni lokinni afhjúpaði form. f.
m. fánann. Er hann hvítur með
bláum köntum og stöfum I. O. G. T.
efst, svo mynd af víkingaskipi á
siglingu í miðju (málaðri) og
nafn stúkunnar Víkingur undir.
Var þá sungið kvæði eftir Ouðm.
Guðmundsson skáld, er hann
hafði ort fyrir þetta tækifæri.
Síðan var fáninn helgaður trúnni
af ÓI. Ólafssyni fríkirkjupresti,
voninni af Ottó Porlákssyni og
kærleikanum af Jónínu Jónatans-
dóttur. Voru þá og sungin ýms
ljóð meðal þess eitt eftir Jón J.
Austmann, blindan öldung hjer
í bænum; ort fyrir þetta tæki-
færi
Á eftir var sest að kaffidrykkju,
hjeldu þá ýmsir gestir og fjelag-
ar stúkunnar ræður yfir borð-
um, þ. á. m. stórtemplar Indriði
Einarsson, G.Guðmundsson skáld
og Jóh. Jóhannesson bókaútgef-
andi, hann sagðist skyldi sjá um
að þær rúmar 50 kr., sem eftir
væru óborgaðar af fánanum, skyldi
barnastúkan Unnur borga. Hún
er undir vernd st. Víkingur og
hafði sent henni heillaóska-sím-
skeyti um góða framtíð með
nýja fánann.
Eftir þetta hjeldu menn heim
og höfðu skemt sjer ágætlega.
__________M. G„
% augt'
tímanlega.
í
Sannar frásagnir frá Mexikó
eftir
Guillerms Cuernadia.
Frá því er völdum Porfirio Diazar
forseta lauk í Mexikó, hafa veriö
sífelldar innanlandsóeirðir og flokka-
drættir í stjórnmálum og öðru hverju
allt logað í uppreistarbáli. Þá hef-
ur og ránskapur magnast mjög aftur,
er járngreip Diazar gat haldið f
skefjum, en fyrr á tíð kom íllum
orðróm á Mexikóríkið. Hátt á fjöll-
um uppi, á heiðum og í afskextum
Iandshlutum ráða stigamenn lögum
og lofum og hafa komið þar á sann-
kallaðri voðastjórn.
Margar voðasögur fara af hryðju-
verkum stigamanna þessara, mis-
jafnlega ábyggilegar eins og gengur.
En frásögn sú, er hjer fer á eftir,
er einhver hin langmerkilegasta, því
hún var sönnuð með sljxllegum, eið-
festum vitnisburði margra manna.
Aðalmennirnir eru frægur stiga-
mannaforingi, Juan Soreno aö nafni
og ungfrú Teresa Elerrea, faðir hennar
Lorenso Elerrea, auðugur námaeig-
andi frá Reynosa í Chihuahua-ríki,
og Henry Meldon, ungur amerískur
námaverkfræðingur.
Litla þorpið Reynosa er við upp-
sprettur Aros-flótsins í skógarhæð-
uni Madresfjalla, — er þangað nokkra
daga ferð á múlasna frá næstu járn-
brautarstöð. Það er mjög afskekkt frá
almannaleið, jafnvel fjarri vegum
fífldjarfra námaleitarmanna og æfin-
týraferðalanga.
Lorenzo Elerrea, faðir stúlkunn-
ar, sem mjðg kemur við þessa at-
burði, er af óblöndnum spánversk-
um ættum. Konuna missti hann
fyrir mörgum árum. Teresa var
einkabarn þeirra og faðir hennar
unni henni mjög.
Teresa var vön að reika ein síns
liðs og hætta sjer langt inn í myrk-
viöinn, þegar hún var dálítill stelpu-
hnokki og hjelt því áfram síðan.
Á einni för sinni fór hún langt af-
vega frá venjulegri Ieið sinni, fór
hjá hinni fornu San Miguels-námu,
er var eign Don Pablo Mariscal.
Sá dagur varð Teresu eftirminnileg-
ur, því þá kyntist hún fyrst fífl-
djarfa unga manninum, Juan Soreno,
er sfðar hafði svo mikil áhrif á ör-
Iög hennar. Don Pablo og faðir
Teresu voru vinir, höfðu þeir lengi
verið nágrannar í fjöllunum. Don
Pablo ávítaði Teresu harðlega fyrir
að reika ein um fjallaskógana.
»Þú mátt ekki vera ein á ferð!«
sagöi hann. »Jeg ætla að láta einn af
trúnaðarmönnum mínum, hann Juan,
fara með þjer til þessað fylgja þjer
heim!«
Hann kallaði nú hárri röddu á
Juan þennan. Kom þá út um hliöar-
dyr hússins ungur maður, vaskleg-
ur og fríður. Hver hreyfing hans
bar vott um afl, fimleik og hreysti,
— auðsjeð á öllu að hann var frjáls-
borinn sonur fjalla og sólskins.
»Þetta er hún Teresa, dóttir vinar
míns, Don Lorenzo!» sagði Pablo.
— »Þú átt að fylgja henni heim!<
—Frh.