Vísir - 08.12.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1913, Blaðsíða 1
Kemur út alla daga. — Sími 400. Agr í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síöd. 25 blöð (frá 25. nóv,) kosta á afgr. 50 au Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au] Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12—3; Sími 400. Langbestí augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtingu. Mánud. 8. des. 1913. BíóJ Biografteater Jní^í Reykjavíkur |030 Nýit prógram í kvöld. Sjáið götuauglýsingarnar. FRAMKVÆMDANEFND STÓRSTÚKUNNAR heimsækir st. Hlín í kvöld. Hlínverjar eru beðnir að fjölmenna. K. F. U. M. KI. 6V2 Væringjaæfing. Allir mœti• f Hjer með tilkynnist vin- um og vandamönnum, að jarðarför míns ástkæra eiginmanns Porsteins Jóns- sonar, fer fram miðviku- daginn 10. þ. m. frá heimili hins látna, Ping- holtsstræti 8. Húskveðjan byrjar kl. IU/2 f. h. Reykjavík 8. des. — ’13 Ingibjörg Ouðmundsdóttir. .1 . ■ Li.L.ia——— " Jarðarför Sigurbjargar Árn'adóttur fer fram þriðju- daginn 9. þ. m. Hefst kl. 117, frá Orjótagötu 12. Ifkkistur fást venjulega tubunar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — mmm Sími 93. — Helgi Halgason. NOTIÐ S E N Dil S V E I N frá Sendisveinaskrifstofunni. Sfml 444. Komið f dag til Fríkirkjuprestsins með krónuna eða tieyringinn til jólaglaðnings fátækum. ÖR BÆNJJM Gjöfum til fátækra safna dóm- kirkjuprestarnir nú eins og vant er og biðja þeir fólk að senda sjer þær beint. Sjera Friðrik kom til Winni- peg á föstudaginn var. Hafði ferð- in öll gengið ágættega. Gefin saman í gær Hjörtur Friðriksson snikkari og ym. Jörgine Katrine Nielsen. S. d. Jón ísleifsson verkfræðingur og ym. Jóhanna Lovísa Pálmadóttir. Dáin er á Landakotsspítala á 1 föstudaginn Júlíana Jónsdóttir frá Háakoti í Fljótshlíð. Póstskipaferðir eru frá hinu Sameinaða hingað til lands 28 á næsta ári; fer Ceres 9 af þeim, Vesta 7 ferðir, Botnía 9 ferðir og aukaskip 3 ferðir. — Fyrst kemur i Ceres 19. jan. (frá Kbh. 10. og Leith 14.), fer til Vestíjarða 23.—28. og út 31. jan. Næst kemur Vesta kring um land 7. febr. (frá Kbh. 20. jan., Leith 24., Ak. 1. febr.), en fer út 10. febr. Pá kemur Botnía 10. febr. (frá Kbh. 1., Leith 5.) og fer 16. (um Seyðisfjörð). Fyrsta ferð norð- ur um land er 26. júní (Vesta). í kolageymsluskipi Chouillou urðu vökumennirnir varir við reyk í nótt, og eru þeir hræddir um að eldur muni vera kominn í kolin og búið að biðja »Geir« um aðstoð. Enskur línuveiðari kom hing- að inn í gærkveldi. Hafði hann fengið ósjó mikinn. Tókeinnmann út, en skolaði inn aftur og dó hann skömmu síðar. Nýtja Bíó er nú búið að út- vega sjer skemtilegustu kvik- myndina sem til er, til þess að koma fólki í reglulegt jólaskap. Hún heitir: Oættu Amalíu — en ekki meira. Er leikin af frakk- neskum leikendum eftir hinum frægaskrípaleikOeorges Fegdeans með sama nafni og er í 3 þátt- um. Sjerhver, sem vill fá sjer góðan og heilnænian hlátur,verð- ur að fara og sjá myndina. Orðum verður ekki komið að leiknum. Aðalhlutverkin leika mlle Alice Tender og mr. Marcel Simon. Pó mikið hafi kostað að ná í þessa dýrmætu mynd, er þó ekki |hækkaður inngangs eyririnn. 30 ára afmæli Framfarafjelags Seltirnínga var haldið á laugardagskvöldið í barnaskólahúsinu á Seltjarnarnesi. Var þar mikið á annað hundrað manns samankomið, Seltirningar og gestir þeirra. En heiðursgestur var þar Ingjaldur hreppstjóri -á Lamba- stöðum. Var hann einnaf stofnendum fjelagsins. Skemmtun var hin besta á afmæli þessu, ræður margar, einsöngur, fjór- söngur og hópsöngur, Brynjólfur Þorláksson spilaði á orgel og margt var annað til skemmtunar. Af ræðumönnum má nefna Eitiar Þórðarson kennara, fyrir minni fje- lagsins, og sjera Bjarna Jónsson, fyrir minni Seltjarnarness. Frú Curie sú, er ásamt manni sínum, Picrre Curie, fann radíum, er farin burt úr París og orðin háskólakennari í efnafræði í Varsjövu, fæðingarborg sinni. Hún hefur selt allan radíum- forða sinn til radíumsstofnunarinnar í London. Það voru alls 2 000 milligrömm og verðið var 2 500 000 kr. — Sagt er, að hún sje í þann veginn að giftast aftur. Hún heitir að meyarnafni Maria Sklodowska og er pólsk, 46 ára gömul. Hún fjekk Nóbelsverðlaunin ásamt manni sínum 1903, en hann dó af slys- förum 1906, og nokkru eftir dauða hans fjekk hún verðlaunin aftur ein. Hún er fyrsti frakkneski kvennpró- fessorinn. |frá J(Ux\&6. ---- NI. Orustan stóð yfir 30 klukknd-ustu ir og var barist hvíldarlaust ’allan tímann af dæmafárri grimmd. Mjög var barist í návígi og vjelafallbyss- ur ViIIa hershöfðingja sópuðu dauð- um og særðum í múga af vígvell- inum; var þeim ekið fram á bryn- bifvögnum og skotin látin dynja án afláts, Villa tók þar 800 fanga og ljet Villa skjóta 40 þeirra, en hina nauðuga eða viljuga ganga í sitt lið. Allur stórskotaforði og mest allt stórskotalið Orezco’s fjell í hendur hans. Að lokinni orrust- unni hjelt Villa til Juarez og kvaðst þegar vilja halda með her sinn til Mexíkóborgar sjálfrar og setjast um hana. — Noröurálfumenn hafahnapp- ast saman og fengið svæði sjer til umráða í borginni; safna þeir þang- að forða og vopnum og búast til að verjast. Höfðu þeir náð í 1000 naut, 100 mjólkurkýr og 1500 sauð- kindur og aðrar vistir, nægar þeim í margar vikur. Breski sendiherrann, Sir Linoel Corden, hefur skipað öllum breskum þegnum þarað gefa upp nöfn sín við sendisveitina, og með því að Danir, sem þar eru, hafa engan sjerstakan sendiherra þar, hefur hann boðið þeim vern bresku sendisveitarinnar og boðið þeim að gefa einnig upp nöfn sín þar. Búist er við, að Villa verði tor- sótt leiðin til Mexíkóborgar frá Ju- arez, því það er alllangt. En hann er sagður garpur mikill og her hans ótrauöur. Er mjög orð á þvi gert, hve frábærlega hann stjórni liði sínu og sje sjálfur ótrauður í öllum mannraunum. Grunar menn að sverfa muni að Huerta, þegar hann kemur með her sinn suður og sest um Mexíkóborg. Palladómar. --- Frh. Voru þá lagasynjanir uppi, íhald, misskilningur og seinfærni stjórnar- innar, þrátt fyrir það, að vjeráttum því láni að fagna, að Iandshöfðingi sá, er var seinni hluta þingtímabils J. Ó. (1881 — 89) var hinn nýtasti maður. Sóttust því seint mál vor (stjórnarskrárbreytingin o. fl.), þau er óss voru kærust og mest varð- andi. Mun þetla auk annars hafa valdið því, að J. Ó. með öðrum mönnum tók upp Miðlunína svo nefndu 1889, Þótti hún ekki að eins stefnubreyting í mesta máta, heldur og afturhvarf á mun lakari leiðir, en áður voru farnar í stjórn- arbótarmálinu. Miðlunin varð og óþokkuð og endingarlaus. Y A BI 0 : í Gættu Amalíu kveld kl. — en 9-10)4: ekki meira! Skemmtilegasti skrípaleikur í lifandi myndum, sem til er í víðri veröld. Er í 5 þáttum. þessa mynd vill allur bærinn sjá, því allir vilja hlæja. Aðal-kvennhlutverkið hefur MUT ALICE TENDER.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.