Vísir - 09.12.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1913, Blaðsíða 2
V I s 1 R Frá bæarstjórnaríundi 4. des, Bæarslj.fundurinn byrjaði k!.5 25‘, voru þá mættir ailir fulltrúarnir, nema L. H. B., H. J. og K. M. Vo!u þar tekin fyrir þessi mál: 1. Byggingarnefndargerðir frá 29. f. m. Fjelagið Kveldúifur sækir um leyfi til að byggja fiskhús á Móakotsióð í Skuggahverfí. Urðu talsverðar umræður urn, með hvaða skilyrðum leyfi þelta yrði veiít, þar borgarstjóri gaf þær spplýsingar að land það, sem húsið ætíi að standa á, mundi vera eríðafesíuland en ekki byggingarlóð. J. Jensson viidi iáta fresia mál- inu þar til betri upplýsingar væru fengnar. £n tiilaga um það var felld; aftur var samþykkt að breyta mætti landinu í byggingarióð gegn 20% gjaldi í bæarsjóð af andvirði þess, en endurgreiðslu ætíi eigandi heimfingu á fyrir það, er sannað- ist að áður hefði veriö gert að byggingarlóð af tjeðu iandi, rneð þessum skilyrðuni mælíi byggja hið fyririiugaða hús. 2. Beiðni frá Magnúsi Magnússyni og Valentínusi Eyólfssyni um að bæarstjórn breytíi ákvæði sínu frá síðasía fundi, um að hið fyrirhug- aða fiskverkunarhús, er þeir ætla að byggja á !óð sinni inn við Kirkjusand, að það yrði 20 metr. frá flæðarmáli. Byggingarnefnd iagði það og tii með þeim, þó rneð því skilyrði að þeir væru skyldir til að ta'ka í burtu húsið ef það yrði fyrir vegi, er fyrirhugaðttr væri þar ausíur með sjónum. K Zimsen lagði lii með tiliögu byggingarn. Sagði lítil iíkindi til að húsið yrði fyrir vegarstæðinu, þar sem eigendur hyggðu til aö láta það standa, miklu fremur gæti það orð- ið til hindrunar, þar sem bæarstj. hefði ákveðið síðast að það skyldi vera. Tr. Ounnarsson áleit það hringl- andahátt af bæars*j., eí hún nú breytti ákvörðun sinui frá síðasta fundi, engiu ástæða til þess, Hall- dór Daníelsson f. v. bæarfógeti hefði ekki látið bæarsíj. »gut!a« svo með málin fram og aftur, ákvæði um að rífa skyldi húsin reyndust þau fyrir vegarstæðinu, gæti vart komið til greina, bæarstj. mundi hika við, að skipa mönnum að rífa niður stein- hús, sem kostaði 10—15 þús. kr., þótt þau álitust fyrir vegarstæði. 5v. Björnsson vildi Iáta ákveða, hvar vegur þessi ætti að liggja, áður ákvæði væri sett um hvar hús- ið skyldi standa. J. þorláksson mælti með tiliögu byggn. en hann, borgarstj. og K. Z. töldu ekki hægt nú að ákveða veg- arstæðið, þar margt gæti umbreyst, þar til vegur þessi yrði lagður. Var tiliaga bygg.n.samþykktrneð? á móti 4, KI. J., J. J, H. H. og Tr. O. Frb. Skósmíðaverkstofa Friðriks P. Weldings er flutt á Vesturgötu 25. handa börnum og fuliorðnum. Einnig mikiö af Seir- og gServörum. — Hvergi meira úrval hjer í borginni. m eru mikíar birgðir af nýum vörum, svo sem: Linoieum-gólfdúkar, Brysseier góifteppi, stór og smá, óvanalega ódýr. Isgarnssjöl, höfuðsjöl, Hyrnur, Langsjöi, Hvst ijereft, Tvisttau og FláneS, ótal tegundir. Dömuklseðin alþekktu. Phul iWasia (iimvatnið heimsfræga) og ótal margt fleira fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- : og sogubækur með myndurr. frá Bókavershni Sigfásar Eymundssorsar. Næstu daga verða ýmsar vörur seldar með niðursettu verði, t. d. ostar (nýkomnir), kex, sem allir kannast við, margarfnið alþekía og kaffið góða, sem nú er nýkomið og margt, margt fieira í v e r s L s ö y r g i liverhsgötu 33, Ferðir Vigfúsar Frh. Nú fóru þeir Koch og Vegner með mikið af vörunum í prammann og höfðu mótorbát til að draga, var ferðinni heitið inn í einlivern fjörð- inn, þar sem líklegast væri að komast upp á landísinn. En næsta dag lögðu þeir Vigfús og Larsen af stað með áburð á 12 hestum inn eftir. Innundir Dimmafirði fjell á í fjörð- inn, er Laxá heiíir. Hún var nú í vexti og ekki árennileg yfirferðár, og hjeldu þeir því aftur til baka, skildu efiir farangur sinn og sóktu aftur, fóru ails 4 ferðir þangað og var þá erm mikið eftir. Er 4, ferðin |var komin og þeir Koch ókomnir til baka, þótti þeim sem í óefni myndi vera komið fyrir þeim fjelögum. Rjeðust þeir þá yfir Laxá og riðu inn fyrir Dimmafjörð og Biljavfk og út á nesið milli hennar og Heilu- fjarðar. Höfðu þeir farangur nokkurn með. Er út á nesið kom fundu þeir fjelagar þar uppborinn flutning þeirra Kochs og skýrslu um ferð þeirra. Höfðu þeir verið 12 daga inniluktir í ís úti í flóa og komust hvergi. Voru nú snúnír aftur að sækja það, sem eftir var af farangriiium. Þeir Vigfús hjeldu nú kyrru fyrir og komu þeir Koch aftur með allí, er eftir var af farangri þeírra fjelaga og var þá fagnaðarfundur, er þeir höfðu verið skildir í 23 daga. Ekki þólti tiltækilegt að komast upp á landísinn úr botnum þessa fjarðar. Var því allur flutningur fluttur inn á Borgarfjörð og sett á iand utariega á nesinu, því fjörður- inn var þvergiríur af rekís, en við tilraunir að komast í gegnum hann brotnaði gat á mótorbátinn ogsökk liann þar. Landtökustaðurinn var við höfða nokkurn og fjekk hann nafnið Stans- höfði. Hjer var legið í 3 vikur og voru ýmsar ferðir gerðar þá inn með Borgarfirði og kannaður jökuil- inn. Reyndist að þar myndi fæit uppgöngu. Á þessum ferðum var þáð eitt sinn að Vegner fjell á ís og rifbrotnaði, átti hann í því nokk- urn tíma. Fyrir botni Borgarfjarðar gengur fram skriðjökull og liggur hann langt út í fjörðinn; er hann ekki mjög brattur, en 4 sprungur stórar voru í honum neðantil. Hefur jökuiiinn fallið niður, þar sem fjörð- urinn erundir, og verða háir ísveggir beggja megin. Er þeir höfðu verið þarna 3 vik- ur, svo sem áður greinir, var kom- inn heldúr fs á Borgarfjörð og var þá allur farangur fluttur inneftir og upp á jökulinn. Jökulsprungurnar voru brúaðar með ísstykkjum, og komist þannig yfir þær. j í septemberiok var búið að íiytja aiian farangur yfir tvær gjárnar. Var tjaldið reyst sunnanvert í kvosinni, en suðvestur af því var hesthúsið og heystaflinn vestar. ísdrangur mikili stóð suður af heystabbanum og var ekki frýnilegur. Við norður- barminn var annar síafl/. Það gerðist um nóttina milli 29, og 30. sept. að tja’dbúar hrukku upp af fasta svefni við afskaplegan hristing og gný. Oátu þeir ekki áttað sig með fyrstu á hvað um var að vera, en þutu upp úr svefnpokum sínum og hlupu út úr tjaldinu. Urðu þeir fyrstir Vigfús og Koch. Undir þeim gekk ísinn í bylgjum, sem í harðasta jarðskjáifta, og gátu þeir vart staðið. Þeir voru f nær- klæðunum einum og Vigfús berfætt- ur. Varð þeim fyrst fyrir að hlanpa upp jökulinn og komust yfir aðra sprunguna, en er að hinni kom hafði hún breikkað mjög og var brúin fallin niður, varð þar ekki yfir kom- ist. Snjeru þeir þá til baka aftur, en þá var hin brúin og fallin og gjáin ófær. Þeir sáu nú hvað valdið hafði ósköpum þessum. Jökullinn hafði fætt af sjer borgarísjaka afarstóra, voru þeir 19 samtals og heniust eins og leiksoppar upp og niður í sjónum. Hafði brotnað framan af jöklinum einmilt um sprunguna næsíu fyrir neðan tjaidiö. Frh. fást leigðar og keyptar á Snæfells- nesi. Sömul. tún og engjareitir (slægjur), sporthlunnindi o. fl. fríð- indi. Lysthafar fá upplýsingar hjá ÓI. Eirikssyni söðlasm, Vesturg. 26 B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.