Vísir - 13.12.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 13.12.1913, Blaðsíða 1
831 21 1 Vísirerelsta__ besta og út” breiddasta íslandi. dagblaðið á \%\x Vísir er blaðið þitt. Hannáttuað kaupa fyrst og fremst. ts Kemur út alla daga. - Sími 400. 25 blöð (frá 25. nóv,) kosta á afgr. 50 au. Skrifstofa í Háfnarstræti 20. (uppi), 11 árd.til 8 síðd. Send ut um land 60 au.—Einst. blöð 3 au. opin kl. 12— Sími 400. Langbestí augl.staður í b ænum. Augl sje skilað fyrir Id. 6 daging fyrir birtingu. Laugard. 13. des. 1913- Rí AÍ Biografteater |n' ' OlO| Reykjavíkur |OlU Leyndardómur Kadorbjargsins. Sjónleikur í 4 þáttum. Leikinn af frönskum leikendum. Feikilega áhrifamill. K. F. U. K, Kl. 8^2 „Basar<l!. Góð- ur varningur! Gott verð! Bögglarnir borga sig vel. Kosta að eins 10 aura. - —ihi^hmwiii—mi i i i—■in—™* K. 1?". XJ. M. Kl. 6V2. Fundur í 1. syeit. Fallegustu likkisturnar fást | || hjá mjer—altaf nægar birgð- & ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- Íklæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. ^ Eyvindur Árnason. fs ss 3 ss fkklstur fást venjulega tilbunar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings.— Sími 93. — Helgi Helgason. Komið í dag til Fríkirkjuprestsins með krón- una eða tíeyringinn til jólaglaðn- ings fátækum. HihUtan af landi. Harðindi eru nú sögð mikil í Landeyjum; varð fyrir skömmu að taka öll hross þar á gjöf, sem annars kemur ekki fyrir vetrum saman. Grímur Thorarensen, bóndi í Kirkjubæ, er nýkominn að aust- an, ljet hann hið versta af færð- inni. Var. t. d. 6 klukkutíma hingað frá Kolviðarhóli á tveim gæðingum. Hann fer aftur ausl- ur í dag. ÖR BÆNUM Sökum vígslu Hafnarfjarðar- kirkjunnar verður ekki messað í Fríkirkjunni á morgun. . Gefin saman: Bjarni Sigurðs- son skósmiður, og yngism. Guð- mundína Sigurborg Eggertsdótt- ir í Tjarnargötu 4, í gær. April fór til Hull í nótt, hafði aflað 1200 körfur. Dómkirkjumessur á morgun: Síra Jóhann kl. 12, sira Bjarni kl. 5. Skreytið stofur yðar fyrir jolin með hinu fallega enska »Lincrusta« veggfóðri frá London, er nú meö síðasta skipi hefur komið í 40 fjölbreyttum tegundum í verslun mína, Templarasundl I. Virðingarfylst Sveinn Jónsson, Peir setn óska að dómnefnd Vísis skoöi 9 sýningarglugga sína á morgun í verðlauna skyni, geti þess á skrifstofu Vísis fyrir kl. 8 í kveld, hvar gluggarnir eru. fH m ÚTLÖIiDUM. |S| Merkur stjarnfræðingur láfinn. Sir Robert Ball, hinn frægi breski stjarnfræðingur,dó 27. f. m. í stjörnu- turninum í Cambridge. Hann var sjötugur. Um hann má svo að orði kveða, að hann ól aldur sinn meðal stjarnanna, því hann var vakinn og sofinn að leita að stjörnum og ljós- brigðum himinhnattanna og var þá fyrst í essinu sínu, er hann lýsti fyrir öðrunr öllu því, er hann hafði komist á snoðir um í því efni. Hann hefur meira miðlað alþýðu nranna, bæði í riti og ræðu, af þekkingu sinni, en uokkur annar stjarnfræðingur. Bók hans »The Storry of the Heavens« (saga him- insins) er hin skýrasta, víðlesnasta og skemmtilegasta bók, sem til er í þeirri fræðigrein og ef til vill í allri náttúrufræði. Síðasta bók hans heitir »Alþýðlegur leiðarvísir um himingeiminn« og kom út 1905.— Hann var mjög ungur er stjarn- fræðisáhugi hans kom í ljós. »Qömul kona sagði mjer í bernsku*, ritar hann, »frá dýrðarljóma halastjörn- unnar 1811; fjekk jeg þá óstjórnlega löngun til þess að sjá slíka stjörnu, og ekki leið á löngu áður en jeg fjekk þá ósk uppfyllta. Árið 1858 kom í ljós hin stór- kostlega Donatius-halastjarna. Jeg man og gleymi aldrei þeirri dýrð, er Ijómi hennar Ijek sem hvasst, Ieiftr- andi sverð um dökkvar september- næturnar það ár, og var sem blik- andi bjúgsverði væri brugðið um himininn þveran.« Önnur fyrirbrigðin, er honum urðu ógleymanleg voru stjörnu- hröpin miklu 1866. Það var árið eftir að hann gerðist aðstoðarmað- ur Rosse lávarðs (1800—1867), stjarnfræðings mikils og kanslara háskólans f Dýflinni. Þar var Ball í 2 ár og var starf hans að athuga um heiðríkjunætur stjarnþokur í hinum mikla stjarnkíki húsbónda síns. Hann var að horfa í kíkinn að venju aðfaranótt 13. nóv. 1866 er turnvörðurinn hrópaði til hans hástöfum, og bað hann hætta að rýna í kíkinn, en horfa heldur á himininn sjálfan. »Það mátti ekki seinna vera til þess að jeg sæi afar dýrlegan vígahnött fljúga um þveran himin, svo kom annar og annar og stjörnurnar hrundu sem gullregn hvar sem auga festi á. Rosse Iávarður kom sjálfitir í stjönu- turninn og er við sáum dýrð þessa, stigum við hæst upp á turninn, upp á veggina, sem kíkirinn var festur á milli og í tvær stundir störðum við þarna hugfangnir á þá dýrðarsjón, sem mjer líður aldrei úr minni. Hver einstakur víga- hnöttur var svo fagur að undrum sætti, þótt einn hefði verið á nætur- himninum, en því dýrlegri var sjón- in, er fyrirbrigði þessi flugu leiftr- andi um geiminn hundruðum og þúsundum saman«. Þriðja fyrirbrigðið á himninum, er bar fyrir Robert Ball á æfi hans, voru ljósbrigði þau á Iofti, er hann kvað runninn frá Krakatoa-eldgos- inu mikla 1883. í sundinu milli Sunda-ty\mm. og á ströndum þar í kring fórust um 35 000 manns og afskaplegt eignatjón varð þar, en gufuhvolfið drakk í sig fádæma ósköp af vikurkolaryki. Það barst á hálfum mánuði um allan hnött- l inn og þeir, sem muna eftir mikil- fenglegu himindýrðinni um sól- setrin í árslok 1883, munu verða samdóma Sir Robert Ball um það, að fyrirbrigði þau sjeu einhver hin SBBBBUIBBBUk Leikfjelag Reykjavfkur: Sfðasta slrtn Sunnndaginn 14, desember 1913 kl. 87, Trú og heimili eftir Karl Schönherr. Aðgöngumiða má panta í bókaverslun ísafoldar. III! fegurstu, er þeir hafi augum litið á æfi sinni. Baðmullariðnaðurinn og heimsmenningin. Ekki vita menn, hvenær það var fundið upp að vefa klæði úr jurta- ull, en það var ár alda er tekið var að nota slíkan klæðnað, og munu upptökin vera einhversstaðar í aust- urhluta Asíu. Gömul sögn er til um ,trje eitt. Þegar ávextir þess voru þroskaðir og lukust upp, voru í þeim lömb með þelmjúkri ull, sem höfð var til að gera klæði af. í bókmenntumNorðurálfumanna minn- ist Herchel fyrst á baðmullina. Hann segir frá því, að með Indverjum vaxi jurt, og vaxi ekki á henni ávextir heldur ull, smágervari og betri en ull af sauðfje. Nú er baðmull ræktuð í ölium heitum Iöndum. Til þess að rækta baðmull þarf hlýtt veður sífelt miss- erislangt, helst mjög heitt loftslag en rakasamt. Átta eða fjórtán dög- um eftir sáning kemur jurtin upp úr jarðveginum, og brátt þar eftir taka að myndast stönglar, en á þeim vaxa blómin. Litur blómanna er mjög misjafn, eftir því hver tegundin er, bleikgulur eða upp í það að vera dökkrauður. Blómið visnar að tveim til þrem dögum liðnum en eftir verður hólkávöxtur, sem vex svo, að hann verður á stærð við hezlihnot. Hólfin í þeim ávexti eru þrjú eða fjögur og öll mjög þjett umvafin baðmull. Baðmull in er tínd með höndunum, og getur einn maður tínt allt að 200 pd. á dag. í þessa vinnu eru helst hafðar konur og börn. Vinnan er Ijett en leiðinleg ogþarf góðrar aðgæslu, því aðbaðmullinn losnar fljótt og fellur á jörð og festist þá í henni ýmiskonar rusl,svoað hún skemmist.Reita verður hverja jurt þrisvar á ári. Er því geysimikill arður af jurtinni, en mjög sækja í hana kvikindi og jurtasóttir, svo að venjulega verður að sá til hennar einu sinni á ári. Versti þröskuldurinn fyrir baðm- ullarrækfunerskorturnægilegs vinnu- afla til þess að tína hana. Enn hefur ekki lánast að gera vjelar til þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.