Vísir - 13.12.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1913, Blaðsíða 2
V í S I R fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur ogsögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. I dag: Fullt tungl. — 8. vika vetrar. A morgun: Aftnœli. Halldóra Mattíasdóttir, kénnslu- kona. Frú Hólmfríður, Björnsdóttir. Ingibjörg H. Bjarnason, skólastýra. Frú Lovísa Ásmundsson. Axel Larsen, veggfóðrari. Fr. Nathan, kaupmaður. Hrómundur Jósepsson, skipstj. Pví er framleiðslan takmörkuð, en þótt hún ykist, væri engin hætta á ferð- um, því aö ekki þarf að kvíða því að ofmikið sje framleitt af þeirri vöru. Eftir að baðmullinn hefur verið tínd af fræinu, má af því gera olíu, en þaö sem þá er eftir, er gott skepnufóður og vegur jafnvel á við hey. Frh. Ofsaveður f Noregi og Svíþjóð. Aftaka fellibylur hefur geisað um mánaðamótin á vesturströnd Noregs allri, og hafa mörg slys orðið af á sjó og landi. í Bergen drukknuðu 5 menn, er voru að róa út f gufuskip á höfninni. f Stenkjœr eyðilögðust götur og vegir af vatnagangi, og víða tepptust allar járnbrautarferðir. Járnbrautir liggja undir vatni og hleðslur undan þeim og brýr hafa sópast burtu. í Þrándheim hefur fjöldi húsa hrunið og sög- unarmylnur þar í nánd jafnast við jörðu. Nálega hver einasta sfmalína slitnaði í ósköpum þess- um. Á Skáni gerði og flóð og fádæma storm, svo vindhraðinn var 50 mílur á klukkustund. í Norður- og Mið-Svíþjóð hafa orðið stórskemmdir á húsum og mannvirkjum af stormi og vatna- gangi. Flóð í St. Pjetursborg. Ofsaveður af hafi var 3Ö. f. m. til 2. þ. m. á Rússlandi. Hljóp svo mikill vöxtur í Nevu, að þeg- ar síðast frjettist (2. þ. m.), var hækkað í ánni um 6V2 fet og allir Iægri hlutar Pjetursborgar voru undir vatni. Fallbyssuskot dundu f sífellu frá Pjeturs- og Páls-virkjunum til þess að vara borgarbúa við að láta sig flæða. Palladómar. --- Frh. 5. Skúli Thoroddsen, þingmaöur Norður-ísfirðinga, (f. 6. jan. 1859). Hann hefur nú á 15 þingum setiö, 1891 fyrir Eyfirðinga, 1893—1902 fyrir fsafjarðarsýslu (áður en henni væri skift í tvö kjördæmi) og 1903— 1913 fyrir Norður-ísfirðinga. Skúli er rúmlega meðalmaður á vöxt, manna gildastur, ekki skjót- legur á fæti, limaður vel og stilli- legur í framgangi. Yfirlitum er hann bjartur, Ijós á hár og skegg, enni- mikill og gerist nú sköllóttur, brúnamikill, söðulnefjaður nokkuð, þykkleitur mjög, augun ekki stór, dökk og djúp, og svo er hann svipmikill, að kenna munu hann flestir, ef litið hafa einu sinni. Á ljetta skeiði æfinnar þótti hann einkar fríður maður og fjörlegur, en nú er hann öldurmannlegur mjög ásýndum og þó ekki ellilegur um aldur fram. Sk. Th. er einna þjóðkunnastur þeirra manna, er nú sátu á þingi. Heldur margt til þess. Hann hefur verið blaðamaður í 27 vetur og þann tíma reift öll stærri þjóðmál vor, staöið þar á öndverðum meið um allt það, -er hann hefur hugaö til nytsemdar vera, og hefur lengst um þótt á ýmsa lund miklu skifta, að vita tillögur hans til málanna. Hefur hann alla jafna lagst djúpt í málin, enda tillögur hans lengstum byggðar á fullum skilningi og minna á froðu- og fleipuryrðum. Átti hann á öndverðri blaðamannsæfi sinni í sumum þeim skærum, er þjóð- ræmdar urðu. Þótti þá það allt sjást hjá honum í senn, að hann væri fullhugi, framkvæmdamaður, þjóð- rækinn kappsmaður og sæist lítt fyrir, við hvern sem um var að eiga, og jafnrjettismaöur meiri en margur annar, þá er til allrar al- þýðu kom og lífskjara hennar. En ekki hefur blaðamennska Sk. Th. alla stund þótt ljettfær og listfeng. Þá er Sk. Th. kom á þing, mátti þar gerla kenna alla þá eiginleika, er nú voru taldir, og þar með eðli brautryðjandans og forystumanns- ins. Gekk hann og þar í sveit, er fyrir voru fullhugar þingsins, og þótti alþýðu manna og fleirum, er ekki voru honum öndverðir, það þingbót. Gerðist hann um- far.gsmikill, hlífðist hvergi við and- stæðinga sína, sótti mál vor fastog ekki síður sín, svo vart varð milli sjeð þar til yfir Iauk málum hans, svo sem löngu er ljóst. Sveif og hvergi hjá honum um fulltingi viö sjálfstæðiskröfur vorar, þær er þá voru uppi, og þótti sem þar mundu þeir menn, er þar stóðu að málun- um, eiga sjer foringjaefni, er við missti þeirra, sem fóru þá með for- ystuna. Fór hjer og saman hjá honum geiglaust málafylgi, starf- semi og mælska, sú er í sjer faldi rökfærslu og skýring málanna, byggða á athygli og framsýni all- oftast. Er það mál margra, að gerst megi kenna Sk. Th. á þing- ræðum hans. Þar sje hann allur. Mun það og sönnu næst. Lítt Iagðist Sk. Th. á hugi við Valtýskuna, er hún var fyrst á þing borin, enda fór þá ómjúkt á ineð honum og þeim blaðamönnum, er henni voru mest fylgjandi. Var senna sú sleitulaus, og ljek á tveim tungum, hvort framar væri sókn en vörn. Gerðist og margt það í, utan þings og innan, er nú skiftir ekki máli. Það þóttu því mikil tíðindi, ótrúleg og ógóð sumum, er það varð, að Sk. Th. gekk undir merki Valtýskunnar [í öllu verulegu, og fjell í faðma við fjendur sína, þá er hjer stóðu að málinu. Varð hann nú ein meginstoð Valtýinga og síðan Þjóðræðismanna. Frh. Violanta. (Framhald af Cymbelínu.) ---- Frh. »í Rue de Rivoli nr. 176, — gömlu húsi allfallegu.« »Ætli það sje ekki sjálfsagt, að jeg heimsæki sem fyrst þennan ókunna »vin minn?« Mjer þætti gaman að sjá, hvort þetta er ein- hver vinur minn eða kunningi frá Neapel, er breytt hefur um nafn eða — jeg hef gleymt svona hrap- allega,* sagði René og hló að. »En — segðu mjer, pabbi! Hvernig er hún útlits, þessi horfna jarlsdóttir frá Englandi? Jeg hef aldrei sjeð hana og ekki heldur þessa Marion hertogadóttur, vinkonu hennar, því jeg var á Ítalíu, þegar þær komu. — Já, það er annars best að jeg aki til þessa blessaða greifa fyrst.« »Jeg kem með þjer.« »Gott! Þá getur þú sagt mjerfrá þeim gestunum þínum á leiöinni.* »Við setjumstj fyrst að snæðingi og þá fær þú aö sjá Marion her- togadóttur, svo jeg slepp við að lýsa henni frekara. En ungfrú Forth- clyde er allra yndislegasta stúlka, —■ hún var eitthvað um sjö — átta ára telpa, þegar við dvöldum um sumartíma hjá jarlinum föður henn- ar. Þú hlýtur að muna eftir henni.< René Ieit út í gluggann. »Jú, bjarthærð, bláeyg telpa á stuttum grænum kjól, — það mun hafa verið, — jeg held mig rámi eitt- hvað í það, — hún var víst snot- ur en nokkuð snögg á lagið, minn- ir mig.« »Já, hún er tápmikil stúlka, þótt ung sje, enda mun hún þurfa á því að halda. — Þeir settust nú að snæöingi. Marion hertogadóttir var lasin og borðaði ekki. Að loknum snæðingi kom Ru- f dolphe gamli ineð vagn hertogans að dyrum. Frh. Tobaks- og Sælgætis-verslunin á Laugaveg 5. hefur nú fengið miklar birgðir af vindlum og ióbakl. Einnig allskonar sælgæti, Á v e x 11, nýja, kandíseraða og í dósum. Allt selt með lægsta verði nú til J ó I a. Gættu Amalíu — en kauptu hjá Hanson. í hinni alþekktu Vefnaðarvöruverslun H. S. Hanson, Laugaveg 29, eru nú með Botníu komið afarstórt úrval af allskonar vefnaðarvörum, þar á meðal feiknastórar birgðir af Silki misl., einl. og sv., í svuntuna frá kr. 6,85, fjarska mikið af slifsura og slifsaefnum frá kr. 1,60, og þau bestu og fallegustu Sjöl, sem nokkurntíma hafa til landsins komið fjöldi tegunda af hverri gerð, líka silkilangsjöl af mörgum sortum, Dömuklæöin alþekktu, Alklæði, Flauel, Flónel, Vaskekta- tau, Vetrarhúfur og Hanskar og fl. fl. Wmr Stór afsláttur gefinn af öllu til jóla, 1M Skotsk fataefni, alull tvinnað, 27% afsláttur nú fyrst um sinn, 40% af dömuregnkápum meðan endast. Notið tækifærið! H,S. Hanson, Laugaveg 29.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.