Vísir - 18.12.1913, Blaðsíða 4

Vísir - 18.12.1913, Blaðsíða 4
V f S I R # ----- Frh. Bader.-Powell hafði fariö viða um lönd og höf, ratað í margar mannraunir og liættur, en ætíð slopp- ið heill á húfi með ráðsnilld sinni og karlmannskjarki. Hann stýrði enskri sveit í Búastríðinu og sá landa sína hrynja þar niður hundr- uðum og þúsundum saman af sjúkdómum og vanhirðingu. Hon- um var Ijóst að bjarga hefði mátt ótal mannslífum, ef hermennirn- ir hefðu kunnað að hjálpa sjer sjálfir. Þeir komu úr mildu loftslagi, hlýum húsum í megin- lands veðuráttu og í skjólleysi Suður- Afríku, Þeir höfðu vanist góðum mat, hverskonaraðlijúkrun, oglækn- ishjálp, ef eitthvað bar út af, en áttu nú við harða vist að búa og nær enga aðhlynningu annara manna, í brenndu og herjuðu óvinalandi. Viðbrigðín voru of mikil, Heims- menningin, verkskiftingin og lífs- þægindi nútímans hafa dregið úr manninum, mýkt hann, lamað mót- stöðuaflið, gert hann eins og brot- hæft gler. »En þetta er ekki gott«, sagði Baden-Powell. »Þessir veslings landar mínir, sem ekki þola her- búðalífið, sem ekki geta lifað, nema með ótal þjónum, sem ekki standa Búunum snúning á vígvtllinum, þeim verður varla bjargað. Þeir verða að uppskera eins og þeir hafa sáð. En næsta kynsióð má bjarga og þeim, sem þar fara á eftir, svo að þær verði eigi undir sömu synd seldar.» # En hvernig átti að gera það? II. Fátt er verra, en að geta ekki svarað fyrir sig, verða ráðþrota og orðlaus. Lífið leggur ótal spurn- ingar fyrir hvern mann. Sumirskilja þær og eru skjótir til andsvara; þeim vegnar vel. Aðrir verða for- viða á flestu; alit hittir þá óvið- búna, óráðna og þá er ógæfan vís. Allt af vilja slys til, eldur kemur upp í húsi, maður fer úr liði; ein- hver dettur fram af bakkanum nið- ur í ána. Einstaka menn eru nógu kaldir, skjótráðir ógj skarpir til að finna bjargráð. En miklu eru þeir fleiri, sem ekkert vita, hvað gera skal; og á meðan þeir standa ráða- lausir brennur húsið, liðurinn bólgn- ar og maðurinn drukknar. Skátarnir eiga að vera »hand- hægir menn«, menn, sem hafa hert sig og stælt, og æft sig til að taka á móti hverskonar áfölium, ogsigra þau, ef unnt er. Snarræðið er ^ð vísu meðfædd náttúrugáfa, en flestir menn eru svo gerðir, að æfing get- ur bætt þá í þeim efnum. Til að ná því marki finnur Baden-Powell upp heilt kerfi, sern bæði var að- laðandi fyrir drengi og vel lagað til að bæta þá. Hann hefur her- skaparbragð á skátunum, þó að þeir sjeu friðarmenn, bæði af því að herformið venur á stjórn og aga, og sökum þess, að herlííið á vel við skap drengja. Hann leyfir ekki inngönguí skátahópinn nema drengj- um 11—18 ára, af því að á þeim tíma er Ijettast að breyta mönnuni verður haldið í W J. P. T. Brydesver slun (í álnavörudeildinni) fimmtudáginn 18. þ. m. kl. 4 eftir hádegi, og verður þar seld álnavara o. fl. Jólakjötið viðarreykta fæst varla befra en hjá V. G. Engey. Panta má sauðakjöt og kýrkjöt (læri, júgur, tungur) á Laufásvegi 37. og Tjarnargötu 4. J. P. T. Brydes verslun. Útsala í járnvörudeildinni, mjög mikið niðursett, t. d. á plettvörum með 40° og á leikföngum með 501 Haframjöl með tækifærisverði til jóla á Laugaveg 63. Jóh. Ögm. Oddsson. til ílls eða góðs. Ef þá er lifað rjettilega fellur maðurinn í hollar skorður vanans, og breytist lítt úr því. »Sá, sem bætir fullorðinn mann, bætir einn mann, sá sem bæfir ungling, bætir heila kynslóð,« segir Baden-Powell í einni bók sinni. Frh. Reynslan hefur konum kennt: kaffið ódýrt, malað, brennt, best í jólabollann er, bara’ ef Nýhöfn selur þjer! Kanaklukkur ágætar til sölu hjá N ic. Bjarnason. | Góðverk, || Þeir, sem kynnu að vilja taka || S§ í sonar stað 5 ára gamlan II dreng, sem engan á að, gefi j| H sig fram á afgr. Vísis. g Iíkkistur fást venjulega tubúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og sa gæði undir dómi almennings. — SfiBBa Sími 93. — Helgi Helgason. v Fallegustu líkkisturnar fást § | h]á mjer—altaf nægar birgð- a ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- | klæði (einnig úr silki) og lík- | kistuskraut. Eyvindur Árnason. Póðurmjöl sjerstaklega gott fæst hjá }t\c. I&javuason. Bestu j ólajafir. eru FÆÐI-ÞJÓNUSTA^ Kaffi- og mat&ölu-húsið, Ing- ólfsstræti 4, selur gott fæði og húsnæði. Einnig heitan mat allan daginn, ef þess er óskað. Fæði og húsnæði fæst á Klapp- arstíg lA. Ágætur miðdegisverður og aðrar máltíðir fást á Laugavegi 30A. Þjónusta fæst. Uppl. á Lauga- vegi 50B. Málverkin í Pappírs- og málverka-verslun Þór. B. Þorlákssonar. Veltusundi 1. Claessen, Yfirrjettarmálaflutningsmaður, Póslhússtræti 17. Venjulegaheima kl. 10—11 og4—5. Talsími 16. Það er srott að gera kaup sín fy'rir jólln í v e r s 1 u n &oeaa. Hesta- kambar Matur. Góður heitur ' maturaf mörg- um tegundum fæst allan dag- inn á Laugaveg 23. K Johnsen. Östlundsprentsmiðja. | sjerlega góðir fást hjá ( Jtvc. $&\a*tvason. ITAPAÐ-FUNDIÐ Akkeri og einn hlekkur úr keðju hefur fundist milli Duusbryggju og steinbryggju. Vitja má til Vigfúsar Einarssonar, Laufásveg 27. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.