Vísir - 29.12.1913, Side 1

Vísir - 29.12.1913, Side 1
Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. Mánud. 29. des. 1913. Veðrátta í da&: Loflvog £ Vindhraði Veðnrlag Vm.e. 767,2 4,0 0 Heiðsk. R.vík 768,5 6,5 0 Hálfsk. isaf. 766,4 3,2 0 Alsk. Akure. 766,3 8,0 0 Ljettsk. Gr.st. 730,0 8,0 S 3 Ljettsk. Seyðisf. 767,2 4,8 0 Skýað þórsh. 763,2 0,4 NNV 4 Skýað 30blöð (frá 16. des,) kosta'á afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au. mannaefnum fyrir flokkinn hjer í bænum. Prófkosningar voru byrj- aðar á þeim þingmannaefnuni, er tilnefnd höfðu verið á síðasta fundi, en engin ályktun tekin um hverjir skyldu verða þingmannaefni flokks- ins. Á fundinum töluðu auk for- manns, S. J., þessir: Sveinn Björns- son, Björn Kristjánsson, Gísli Sveins- son, Þórður Sveinsson, Bjarni frá Vogi og sjera Ól. Ólafsson. Hr. N—norð- eðanorð"n,A- aust-eða austan,S—suð- eða sunnan, V— ves-t eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—Iogn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5-—stinningsgola, 6— stinmngskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 stormur, 10—rok,ll — ofsaveður, 12—fárviöri. ■ Skáleturstölur í hita merkja frost. p ' ' I Biografteater DIOJ Reykjavíkur Sökum ýmsra áskorana verður þessi fagra mynd sýnd aftur 29. og 30. des. Aukamynd: Lifandi frjettablað. Ú R BÆKUM Einkennilegt hvarf. Á annan jóladagsmorgun, er D. Östlund kom í prentsmiðju sína kl. 6, sá hann merki þess, að farið hafði verið inn í prentsmiðjuna um nóttina, en er taka skyldi til Vísis-handrita, sem eftir voru frá síðasta blaði og átti að setja í blaðið, voru þau horfin. þess vegna hefur enn ekki verið hægt að halda áfram Palladómum eða greininni um atvinnumálin. Nú verður svo búið um dyr prent- smiðjunnar, að þetta verði ekki leikið aftur. Snorri goði fer til Grimsby í dag. Tekur póst. Vesta kom til Leith laugar- dagsmorguninn. Leiðrjetting. í greininni um „Ljenharð fógeta“ í gær standa þessar villur, sem menn eru beðn- ir að leiðrjetta: í 2. málsgrein drauma, á að vera drama. í 3. málsgrein leikrit, á að vera leiklist. í níundu málsgrein samtök, á að vera samtöl. Sjálfstæðisfjelagsfundur var haldinn í fyrrakv. í húsi K. F. U. M. Voru þar teknar til umræðu bæar- stjórnarkosningarnar næstu, en eigi var stungið upp á fulltrúaefnum til þeirra; um það mál hjelt Sveinn Björnsson all ýtarlega ræðu. í öðru lagi var rætt um undir- búning til útnefningar á alþingis- Ungmannafjelagar hjeldu sam- komu í Templarahúsinu í fyrra- kveld, var þar skemmt með upp- lestri, söng, ræðuhöldum og sýndur smásjónleikur. Síðan var dans á eftir og höfðu menn skemmt sjer vel. Barnaguðsþjónustu hjelt dóm- kirkjuprestur Bjarni Jónsson í frí- kiikjunni í gær fyrir barnstúkurnar hjer í bæ. Söngflokkur 56 barna söng þar, undir stjórn Jóns Páls- sonar og þótti það einstaklega fagur söngnr. Foreldramót var haldið í K. F. U. M. í gær af forstöðumönnum sunnudagaskólans. Var þar rætt um samvinnu milli skólans og heiin- iianna og var sjerstaklega leiðrjettur sá misskilningur að ekki væri tekið feginshendi við börnum 10—14ára að aldri. Aðalræðumenn voru Knud Zimsen S. Á. Gíslason og Bjarni Jónsson ritstjóri. Kr. 1071,17 komu inn til dóni- kirkjuprestanna í gjöfum handa fá- fækum um jólin og 50 skpd. af kolum. Þessu var skift milli 315 fátæklirnga. Þeir, sem styöja vilja góðgerða- stofnun þá, sem verið er að undir- búa í G.T.-húsinu, með því að gefa eitthvað af nauðsynlegum á- höldum, eru beðnir að snúa sjer til einhverra úr forstöðunefndinni. Kveldskemmtun heldur Hvíta- bandið í kveld f Barubúð kl. 9, Þar heldurpróf. Haialdur Níel son fyrirlestur og frú L. Finsen syngur. Er þetta gert í 'góðgerðarskyni (til hjálpar fátækum sjúklingum) og er að vona aö menn sæki góða skemt- un með svo góðum tilgangi. Páll Guðmundsson stúdent, sem forstöðu hefur fyrir K. F. U. M. í fjaveru sr. Fr. Fr. hefur legið rúm- fastur um 3 vikur, en er nú nýkom- inn á fætur og fer líklega heim af sjúkrahúsinu í dag. Jólatrje hafa ýms fjelög hjer í bæ haft handa unglingum. Má þartilnefna barnastúkurnar.herinn verslunarfjelagið, borgaraklúbbur- inn, sunnudagaskóiinn og marg- ir fleiri. Væri fróðlegt að fá nákvæma skýrslu um öll trjein og hve margir hafi verið boðnir til hvers þeirra. Vildu hlutað- eigendur skjóta þessum upplýs- ingum til Vísis? Póstur kemur ekki frá útlönd- Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. um samkvæmt áætlunum þeim, sem j þegar eru birtar, fyr en síðari hluta næsta mánaðar. Væri ekki rjett af póststjórninni hjer að semja viðeinhvern trollarann, sem hingað kemur frá Grimsby, að taka með sjer enska póstinn. Síma eftir honum frá Leith. Þetta þætti mönnum hjer hugulsemi. Akranesi í morgun. Skipsstrand. Fiskiflutningaskip H/f P. J. Thor- steinson &Co. »Force« frá Haugesund strandaði í fyrrinótt á skeri fyrir vest- an Akraues. Kom það að vestan,hafði ætlað að taka fisk á Patreksfirði, en snjeri við sökum íllviðris og skemmdist þá eitthvað um leið. Fiskur er töluverður í því (uni 3000 sk. pd.), sem það hafði tekið í Hafnarfirði og Reykjavík, og er nú verið að skipa honum upp úr því. Geir björgunarskipið er hjer, en líklegast þykir, að skipið sje svo laskað, að algert strand verði úr. RADDIR ALWENNINGS Kvikmyndir. »Traustbrygðii heitir myndinsem ganila Bíó sýnir þessa daga. Allir tjalda því besta sem til er um jólin og það hefur forstöðumað- ur gamla Bíós gert, er hann valdi jólamyndina. Betri mynd man jeg ekki til að hafa ísjeð hjer á tjaldi. Þessi mynd hefur ekki verið aug- lýst neitt jákaft, minna en hún á skilið og minna en sumar aðrar myndir miklu lakari. Jeg vildi annars ráða forslöðu- mönnum kvikmynda-leikhúsanna til, að glamra ekki mikið af myndum, seui ekkert er varið í. Það veldur traustbrigum leikhúsgestanna, og næst þegar mynd er auglýst, halda menn að það sje sama skrumið og hætta að sækja leikhúsið. En það vil jeg ekki, mjer leiðist alltaf á Bíó, þegar fátt er. Margir álíta kvik- myndir eintóman óþarfa. En það er ekki rjett. Þær sýna mönnum fyrir nokkra aura fegurstu hjeruð heims- ins og merkustu viðburöi. Sá sem ekki kynnist heiminum við að horfa á góðar kvikmyndir, hann kann ekki að horfa á þær. Og mjer er nær að halda, að hann sje sljór að at- huga, þó hann hafi hlutina sjálfa fyrir framan sig. Sá, sem er vanur kvikmyndum, skilur hverja hreyf- ingu og hver svipbrigði [Ieikendanna, ef um sjónleiksmynd er að ræða. Hann veit fyrir fram aðaldrætti leiks- ins af myndaskránni og sjer svo hvað leikendurnir eru að segja. i Hann hefur eins mikil not af Langbestí augl.staður í baenum. Augl. sje skilað fynr kl. 6 daging fyrir birtiugu. Leikfjelag Reykjavíkur: í kvöld (mánudag) 29. des. kl. 8. Ljenharður fógeti. sjónleik á tjaldinu einsog persónurn- ar væru með holdi og blóði fyrir framan hann á leiksviði. Þeim mönnum eru kvikmyndir uppspretta fróðleiks og menningar. Þeim mönnum vil jeg ráða til að fara á gamla Bíó og sjá «Traust- brigðí». Jarðgöng undir Ermarsund milli Englands og Frakklands var mikið rætt uin fyrir hálfu ári að Iáta gera. En Englendingar voru þá ekkert hrifnir af slíku fyrirtæki, þeir vildu halda sjer einöngruðum. Hvort sem flugvjelarnar hafa sýnt þeim fram á, að þeir gætu ekki einangrað sig framvegis eins og áður eða ekki, þá eru þeir nú orðn- ir fúsari á að ræða málið, og flokkur manna í neðri málstofunni af öllum stjórnmálaflokkum hefur skorað á yfirráðherrann að taka málið upp. í umræðum um þetta í blöðunum er mest rætt um, hvort það eigi aö vera ferja, jarðgöng eða brú, og kostnaðurin er metinn svo: ferjan 2 milljónir punda, göngin 8 milljónir og brúin 22 milljónir. Flug yfir eyðimörklna Sahara hefur frakkneska loftskipa- og flugvjelafjelagið ákveðið að hefja bráðlega. Á fyrsi að fljúga frá Oran til Figuig og þaðan til Ti- mimun og Timbuktu. Flugvjelar einar verða notaðar til fararinnar. Þráðlaus firðrifun á járnbrautum. Lackawa-brautin hefur sett upp stöð í Pensylvaníu og aðra í New York fyrrr firöritun. Þær lestir, sem fara þar á milli, hafa útbúnað til að taka á móti skeytum á fullri ferð. Það er einnig í ráði, aö færa út kvíarnar svo, að einnig farþegar geti fengið skeyti í klefunum. Ef þessar tilraunir heppnast, þá er tilætl- unin að setja upp slík áhöld á öðr- um járnbrautarkerfum í Ameríku,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.