Vísir - 31.12.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 31.12.1913, Blaðsíða 3
VERSLUNIN KAUPANGUR. *w*J«waKsKí'a*»s iígBWtawcps* rwOTBWfwuœst-"- V í i i. R ~zmxs3Gsn:i Besta og stærsta nýársgjöfin er INGÓLFSHtJSIÐ. það var metið 19. þ. m. af 3 dómkvöddum mönnum til pen- ingaverðs á 10572 krónur. Dráttur um húsið fer fram á bæarþingsstofunni 2. janúar 1914 kl. 10 árdegis. u Endið þið gamla árið og byrjið nýa árið með þvf að kaúpa nauðsynjar yðar í iNÝHÖPN.i f§ $tS~ Nokkrir lotteríseðlar eru enn óseldir. UKS Tækifærið er nú að gefa vini sínum bestu nýársgjöfina með því að kaupa lotteríseðil fyrir tvær krónur. Lotteríseðlar fást hjá dagblaða-drengjum, hjá bóksölum og Ingólfsnefndinni. Smíðið, meðan járnið er heitt. 10572 krónur fyrir tvær krónur. Býður nokkur betur? VERSLUNIN KAUPANGUR Lindargötu 41., selur góðar vörur ódýrara, en aðrir, t. d.: Kaffi, óbrennt,........pd 78 au. Melís í kössum..........— 23 — Kandís í kössum ........— 25 — Rúsínur..................— 25 — * Jólahveitið góða......- 12-13 - Haframjöl.............— 15 — Hrísgrjón.............— 15 — Malaðan maís í sekkjum‘(126pd.) kr. 9,50 Heilan maís í sekkjum (126 pd.) kr. 9,25 Sykursaltað sauðakjöt . . au. . . pd. 32 Stumpar allskonar.....kr. 1,40 Skófatnað allskonar, einkum handa börnum sterkari en annarsstaðar. Til- búinn fatnaður seldur með 25% af- > slætti. Alnavara seld með 20% afslætti. Ýmsar nýársgjafir ódýrar og fallegar. Alls- konar barnaleikföng o. m. fl. *2 Of O O tíl x© 0> >» a <30* lO <5 sO o sO cP •8 cP sO 1 Jeg leyfi mjer hjer með að biðja almenning að skrifa mig Vigfús Guðmundsson Grænlandsfara. Reykjavík 31. des. ’13. Laugaveg 74. Violanta. (Framhald af Cymbelínu.) ---- Frh. Giovanna kom inn síðar um dag- inn. Hún var áhyggjufuli á svip, en talaði fátt og ekkert minntist hún á samtalið, er Violanta heyrði á. Violanta þorði ekki heldur að spyrja hana neins um það. Dagur leið að kvöldi. Vioiöntu leiddist afskaplega, — frúin hafði íært henni bækur að lesa. En Violanta gat ekki fengið af sjer að lesa neilt; hún var alltaf að hugsa um vandræði sín og stóð ógn af einhverri yfirvofandi, óljósri hætíu. Óumræðileg sálarkvöl nísti hjarta hennar, af því að hún var lokuð inni hjá fólki, er hún vissi engin deili á, fjarri öllum sínum. Og þótt hún treysti orðum Giovönnu, — hvernig gat hún verið ugglaus um, að ekki væri hjer ný brellan á ferð- um, einhver ný gildra, er verið væri að veiða sig í? Myrkrið skellur allt í einu á þar syðra, sumar og vetur, og hún sat í þungum þönkum og vissi ekki fyrri af sjer, en almyrkt var orðið í stofunni. Hún stóð upp og gekk um gólfið í myrkrinu; hún vissi af eldspýtum á borðinu og ætlaði að leita að þeitn til þess að kveikja ljós á kertu'tn þeim, er konan gamla Ijet loga á hjá krossmarkinu á kvöldin, því þótt gasljósafæri væru þar inni, hafði aldrei verið á þeim kveikt. Pegar hún kom að kross-stall- anuni og ætiaði að fara að kveikja á kertunum, tók hún eftir því að á veggnum milli krossins og Maríu- myndarinnar var ljós rák upp og ofan á nokkru bili, mjög mjó. Hún athugaði þetta fyrirbrigði nánar og varð þess vör, að þarna var ör- mjó rifa á þilinu og önnur er gekk lárjett út frá henni niðri við gólfið og var sú nokkru styttri og rjett horn þar sem rifurnar mættust. Violanta þóttist nú vita að hjer væru leynidyr á stofunni; því varla gæti hjer verið skápur, þar sém ljós væri sýnilega úti fyrrr rifunum. Ótti hennar óx nú enn meir. En hún tók kjark í sig og ásetti sjer, hvað sem í skærist, að komast eftir hvert dyr þessar lægi ef auðið væri. En svo voru rifurnar mjóar, að ekkert sást í gegnum þær. Vitaskuld hafði Giovanna varað hana við að for- vitnast nokkuð um húsið, en Vio- löntu leist samt snjallara að sjá með eigin augum það sem auðið yrði, svo lítið bæri á. Hún stakk á sig rýtingnum og kveikti á eldspýtu; hún vissi að ekki sást til sín út um gluggann, þvi gluggaíjöldin voru niðri allan dag- inn og þau voru dökk og þykk. Hún bar eldspýtuna að þilinu og sá nú, að þarna var lítil hurð sam- lit veggnum og svo felld, að ekki sá annað í fljótu bragði en hann væri heill. Hún kveikti á hverri spýtunni eftir aðra og kom loks auga á lítinn dökkvan díl, eins og fari eft- ir fingurgóm yst við lóðrjettu rif- una. Hún slökkti á spýtunni en studdi um leið fast fingri á blett- inn og — þarna hrökk hurð hljóð- lega upp á gátt. Violanta greip um brjóst sjer, hún fjekk ákafan hjartslátt og vissi ekki, hvað gera skyldi, En nú hafði hún opnað leynihurðina og það varð ekki ógert látið. Leynidyrnar lágu að mjóum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.