Vísir - 05.01.1914, Side 2
V 1 S I R
Palladómar
--- Frh.
Aö Miöluninni liðinni kom enn
Fram stjórnarDótarstefnan (endúr-
skoðunin, er síðar var af sumum
nefnd Benediktska), og hjelt velli
hjá þjóð og þingi, þótt lítt ynnist
á hjá stjórninni. Stóð Ól. Br. þar
óskiftur að málum, og hafði sig
þó ekki alla jafnan mjög frammi.
Þá kotn Valtýskan til sögunnar.
Fór houum þá svo, að hatin veitti
henni alla þjónkun, og úr því varð
hann þjóðræðismaður. Fylgdi hann
þeim fast að málum í öllum aðal-
efnunt á þingunum 1905 og 1907.
Kom það fram í ritsímamálinu 1905
og traustsyfirlýsingu til ráðherra að
þinglausnum 1907, aukannars. Og
á þingi 1909 skipaði Ól. Br. Hokk
Sjálfstæðismanna, var í sambands-
laganefndinni, og vann þar að með
gaumgæfni ásamt öðrum góðum
mönnúm. Á næsta þingi (1911)
gerðust þau tíðindi, að Sjálfstæðis-
ftokkurinn riðlaðist, eins og á hef-
ur verið drepið. Skipaði Ol Br.
sjer í þann part þess flokks, er var
neikvæða við vantraustsyfirlýsingu á
hendur ráðherra (B. J.) Taldist
hann rneð »Bjössurum« eða þeirn
Sjálfstæðismönnum, er menn sögðu
að beittu tregðu og ógreiðleik um
val á nýum ráðherra úr liði Sjálf-
stæðismanna *) Orkaði þetta nokk-
uð tvímælis, eins og á stóð.
Enn mun meira tvímælis orkaði það
þó, er hann síðar á því þingi varð
til þess, að fella vantraustsyfirlýs-
ingu á hendur þeim, er þá var tek-
inn við ráðherradómi. Þótti hann
þar bregðast mjög sínum flokki,
ásamt þrem mönnum öðrum. Var
það öllum kunnugt, að sá maður,
er þá var orðinn ráðherra fyrir rás
viðburðanna, var »eftir atvikum«
og »að gefnu tilefni« síst til þess
kjörinn af Sjálfstæðismönnum, eins
og málunum var þá öllum komið
á þingi, þótt ráðherrann, er hjer
átti hlut að máli, hefði áður en hjer
væri komið talið sig og talist í
Sjálfstæðisflokknum og annars sje
þjóðkunnur maðUr, mætur og
mikils metinn.
Á þingi 1912 gekk Ól. Br. í
Sambandsflokkinn og vann með
honum, eins og efni stóðu til. En
ekki verður með vissu sagt um
það, hvort hann hafi gengist við
»Grútnum« svo kallaða. Mun hann
engu hafa yfirlýst um það af eða á
innan þings. í Bændaflokkinn gekk
hann á síðasta þingi og hefur þá
um leið í orði kveðnu sagt sig úr
Sambandsflokknum, en ekki var
annars skilnaðurinn við þann flokk
merkjanlegur á þingi. Og nú er
í mæli, að ekki þurfi að bera kvíð-
boga fyrir skilnaði hans við Sam-
bandsflokkinn, því hann hafi Iýst
yfir því á leiðarþingi á Sauðár-
!) Var af mörgum gaman hent
að flokkunum þá á þingi, og þeir
nefndir íspaugi »Sparkarar«, »Bjöss
arar« og »Nesarar«. Voru þá marg-
ar þingvísur uppi, og var ein þessi:
»Sprikla fáir Sparkarar,
spyrna' í þráir Bjössarar,
nudda fláir Nesarar, —
nú er báglegt stjórnarfar.* f
króki, að hann teldi sig í öllum
aðalmálum fylgjandi núverandi ráð-
herra.
Þótt skjótlega hafi verið yfir farið,
mundu hjer vera gefnar helstu
bendingarnar um stjórnmálafcrii Ól.
Br. Mun varla þurfa á því að vill-
ast, hvar hann sje nú í sveit kom-
inn. Það er því líklegast, að Skag-
firðingar kjósi Ól. Br. enn á þing,
ef þeir vilja enn þá nota þing-
mennsku hæfiieika hans og um leið
sjá fyllilega við því, að þeir verði
þó ekki til þefes, að skarða Sam-
bandsflokkinn. Frh.
Ú8 ÉT pACKLEFJÁLLr
Eftir Albert Engström.
----- Frh.
Kvennmenn gera að síldinni og
salta hana, kvennmenn furðulega
klæddir í olíubuxum og hástígvjel-
um og með geigvænleg vopn í
blóðgum höndum. Innan skamms
er allt þakið blóði og síldarhreistri.
Og þefur sem mjer virtist saman-
standa af hafi og lífi og heilsu
eykst hjá þessu starfandi fólki. Og
það er eins og hvorki sje þrot nje
endir á síldinm. Enginn virðir nótt-
ina að neinu. jSíld og sífellt meiri
síld, handleggitl sem hreyfast jafnt
og stöðugt eins og vjelar, blóði
stokkin föt, sem marrar í.
Og urmull af máfum og ritum,
eins og þjett ský, hirðir græðgislega
það, sem mennirnir fleygja.
Loks kann jeg þetta utanbókar.
Jeg renni mjer fótskriðu í blóði og
slori og ferá land til að sjá hvern-
ig allt þetta Iíti út þaðan. Húmíð
er að íalla á. Og mjer finnst sem
þessi mannamergð sje að safnast
að dularfullu nætursvalli með
fyrnskunnar grimmdarsiðura. Máfa-
skýið yfir öllu þessu eykur áhrifin.
Og fjallið gegnt á móti, sem sveip-
ast gráum skýum við og við, blá-
svart og alvöruþrungið, jafnvel
ógnandi!
Nei, jeg verð að fara aftur inn í
iðuna og njóta til fulls þessa undar-
lega og æðislega Ijóðs.
Maðurinn er villidýr. Líf síldar-
innar er þó líf, en hjer er það ekki
metið að miklu. Jeg þori að
ábyrgjast það, aö enginn af kvenn-
mönnunum þessum hættir snögglega
við vinnuna, fari að horfa á síld-
ina í hendi sjer og hugsa að hún
sje hjer eiginlega að fremja bróður-
morð. Nú, — jæja, síldin er raunar
þegar dauð.
Það var sú tíð að mennirnir
stýfðu og kverkuðu jafningja sína
jafn samviskuiaust og þeir gera
hjer við síldina. Og sú tíð er raun-
ar ekki úti enn þá. Við lifum mitt
inni í grimmdinni. Meira að segja
jeg líka!
Jeg hætti þessu fimbulfambi og
fer víðar um meðal mannanna,
Stundum rekst jeg á Vulff og
Kalla Daníel, sem eru einnig að
gera alvarlegar athuganir. Eftir blóð-
ugum, dúandi trjáborðum förum við
yfir á aðrar bryggjur og sálir okk-
ar drukkna í síld. Við ráðum gát-
ur tilverunnar. Hún er síld, hug-
takið síld, hún felst í einkunnar-
órðinu síld.
Og eins og síldarhreistri skreyttir
Lohengrínar förum við á land til
að skola niður síldinni með háif-
um Cederlund. Það er leyndarmál,
hvar viö gerðum það, En, sem
sagt, hjer eru 23 leynikrár. Og
enga þeirra vil jeg koma upp
um. Frh.
Ljenharður.
Heita má þaö að bera í bakka-
fullan Iækinn, að rita meir um leik
þennan, því að um hann hefur
verið ritað miklu meir, en vandi er
til hjer á landi. Veit jeg eigi, hvort
mönnum þykir þeim mun meir
varið í þetta rit en önnur, eða hvort
áhugi manna er að vakita á leik-
ritaskáldskap. En hvað sem um
þetta er, þá vildi jeg mega biöja
um rúm fyrir fáein orð um leikinn,
því jeg á svo sjaldan því láni að
fagna, að vera viðstaddur leiki í
höfuðstaðnum.
Þykir mjer skylt að þakka góða
skemmtun og minnast um leið á
það, hvernig mjer gast að þesstim
gömlu sýslungum og sveitungum
mínum.
Jeg byrja þá með því að þakka
góða skemmtun, því að leikurinn
fór allur prýðilega. Mjer var einna
mest forvitni á að sjá, hvort höfuö-
staðleikendur kynni að sýna hátterni
sveitamanna (d: s- : 11 a), aTmjer
þótti vænt um að sjá, að flestir
geröu það sóma;amlega, sumir
ágætlega. Einkum var annar þáttur
ísjengkur í sniði, enda var hann
allur ágætlega leikinn.
Árni Eiríksson Ijek Ljenharð.
Hygg jeS bann hafa verið vel
leikinn, því að hann var frá upp-
hafi LI enda sjáifum sjer samkvæm-
ur og sami maðurinn. Hitt ber
jeg ekki skyn á, hvort sá danski
Ljenharður megi vera svo, en víst
er hann ólíkur íslendingum, og er
ekki ósennilegt, að slíkir sendisveinar
hafi verið þessu líkir.
Stefania Guðmundsdóttir Ijek
Guðnýu frá Selfossi. Þótti mjer
það hlutverk vel leikið og sums-
staðar ágætlega. Ætti jeg endilega
að finna áð einhveiju, þá mundi
jeg segja, að hún hefði betur
slepptýmsum Ieiksviðshreyfingum og
samið hátterni stúikunnar meira
eftir hælti heldri kvenna í sveitum.
Annars er þetta víst vandasamasta
verkið, því að höf. hefur gert
meyna líkari nútíðarkonum í hugs-
unarhætti, en konum á tlð Jóns
Arasonar. Kemur það helst fram í
4, þætti, þar sem hún vísar Eysteini
sterka út. Hefur höf. sett þau bæði
þar í ærinn vanda, því að það
virðist harla einkennilegt, að kapp-
inn skilji hana þar eftir eina. En
þau leika bæði vel og breiða yfir
þetta sem verður. Höf, hefði kom-
ist hjá þessu skeri, ef hann hefði
eigi látið Eystein koma úr Laugar-
dælaferð sihni, fyr en Ljenharður
var sofnaöur. Frúin leikur vel
í viðskiftum sínum við fógeta þar.
Það er vel til fallið, afó höf. lætur
Ljenharð biðja hana um að syngja,
því aö með því fær vfnið tíma til j
£ö svífa á Lienharð. og áhevrendur I
fá að heyra fögur kvæði, sem hafa
yfir sjer fullkominn þjóðvísna-blæ.
Lögin hefur Árni Thorsteinsson
samið, og fara þau einkar vel við
vísurnar. Það er mein, að rödd
frúarinnar er heldur veik, og njóta
lögin sín því eigi eins vel, þótt
hún fari vel með þau. Stefanía
vyður að standa fremst á leiksvið-
inu, þegar hún syngur, ef hún á að
njóta raddarinnar.
Jens B. Waage leikur Eystein
ágætlega vel og færir líf og lit yfir
manninn, sem höf. leiksins hefur
gengið einna lauslegast frá, og er
það eigi vandalaust verk.
Andrjes Björnsson leikur og
ágætlega vel Torfa í Klofa. Verður
úr því alíslenskur stórbóndi og
sveitarhöfðingi.
Þá er kcma hans eigi síðri.
Hana leiknr frú þóra Möller. Er
hún fríð og fönguleg, fagurlega
búin og semur sig í öllu hátterni
eftir því, sem títt er meðal göfugra
kvenna hjer á landi.
Herbert Sigmundsson leikur
Ingólf bónda á Selfossi vel og
sköruglega.
Ragnar Hjörleifsson leikur
Magnús Ólafsson. Mætti hann vera
nokkru skörulegri í framgöngu og
málfæri, en þó er leikur hans hinn
snýrtimannlegasti.
þorfinririurKristjánsson, Stefán
Runólfsson, Jónas H. Jónsson
leika allir íslenska bændur, og þótt
hultverkið sje lítið, þá verður þeim
öllum töluvert úr því. Leika þeir
allir prýðilega,
Jakob Möller leikur Freystein
frá Kotströnd svo vel, að sjaldgæft
er að hitta fyrir sjer svo góöan
leik, Jeg hló hjartanlega að hon-
um, og endilega finnst mjer jeg
þekkja þennan mann. Hann er
enginn skörungur, en grundvallar-
reglur hans eru algengar hjer á
landi og hafa verið. Þarf eigi ann-
að en Iíta á sögu landsins og þing-
tíðindin því til sönnunar.
Emílía Indriðadóttir leikur Snjó-
latigu húsfreyu mjög myndarlega
og þóttist jeg þar þekkja ljóslega
rausnarkonur ýmsar úr hjeraöi
mínu.
Guðrún Indriðadóttir ljek Ingi-
ríði ekkju úr Hvammi. Hún sagði
raunar örfá orð, en geröi það ágæt-
lega og sveitakona var það, er hún
sýndi.
Mjer var yndi að horfa á leikinn,
og þótt jeg hafi nefnt hjer ein-
stök atriöi, sem mjer hefði þótt
mega betur fara, þá eru þaö auka-
atriði. B. J.
MMOHnMWÍ
1 Magdeborgar-Brunabótafjelag.
Aðalumboðsmenn á tslandi;
p O. Johnson & Kaaber.
Magnús Sigurðsson
Yfírrjettarmálaflutningsmaður.
Kirkjustrœti 8.
Venjulega heima kl. 10—11.
nja iiijöi—cmai
ir fyrirliggjandi — i
klæði (einnig úr sill
kistuskraut.
Eyvindur Árnason.