Vísir - 05.01.1914, Síða 3

Vísir - 05.01.1914, Síða 3
V 1 S 1 R fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur og sögubækur með ruyndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Violanta. (Pramhald af Cymbelfnu.) ---- Frh. Violanta var alin upp í sólskini siðgæðis og sálarhreinleiks. Augu hennar höfðu ekkert íllt sjeð, eyru hennar ekkert íllt heyrt. Hún hafði ekki hugboð um ógnir siöspilling- ar stórborganna, — flekklaus hafði hun farið úr foreldrahúsum, þar sem friður og eindrægni ríkti, fögur og heillarík trú og lífsgleöi án galsa og hávaða. Hún hafði fengið góða og holla menningu í upp- vexti, lesið fagrar og göfgandi bæk- ur, en glaumur og tryllingsleikur spillingarbælanna hafði aldrei borist henni í eyru, ekki úr lífsreynd, ekki úr íllum og siðspillandi bókum og skáldsðgum, er sumar jafnöldrur hennar lásu að jafnaði. Heimur glæpa og siðleysis var henni lok- aður, — þangað til hún sá nú allt í einu inn í hann, — fjekk óþægi- lega að kynnast honum. í stóra salnum gegnt henni var fjöldi karla og kvenna. Sumir hring- snjerust dansandi um gólfið í hóp- um, hlæandi, flissandi, — fjöldi fá- klæddra ljettúðardrósa og ógeðs- legra munaðarseggja yngri ogeldri, Og alit virtist þetta fólk ölvað meira og minna, sterkan vínþef lagði út um dyrnar að vitum henni. Sumstaðar sátu karlar og konur við borð drekkandi, reykjandi, í faðmlögum, — og hlátur, suða, hróp | og köll, hljóðfærasláttur og for- mælingar rann saman í ægilegan ofsaþrunginn klið. Og efst á veggn- um andspænis var stórt rautt auga málað á skjöld, — ægilegt og and- styggilegt. Það var eins og þessi rauða glyrna blíndi glottandi á heila legíó djöfla í mannsmynd, — Þarna var brennimark svívirðingar- innar á ótal ennum úttaugaðra ístrubelgja, tannlausra kerlinga og ósvífnustu vændiskvenna. Og það sem út yfir tók, — þarna var verið aö draga inn í hvirfing- una tvær, — víst tvær eða þrjár ungar stúlkur, sem streyttust grát- andi við af mætti, en urðu nauð- ugar-viljugar að dansa með. — Violöntu svimaði. Hún stóð sem steini lostin. — Hvaða djöful- legt íllþýði var hjer samankomiö? Eöa var hana að dreyma? Nei, hún var glaövakandi. Eöa var hún orö- in vitskert, — sá hún einhverjar ofboöslegar ofsjónir.? Hún reyndi að færa sig lengra út í skuggann. En þess var ekki kostur. Hún beið þess að dyrun- um væri lokað, svo hún gæti Iæðst upp aftur svo lítið bæri á. Eða — ef hún gæti nú flúið, — flúið eitt- hvað út úr þessum voðastað. Frh. Kanaklukkur ágætar til sölu hjá Nlc. Blarnason. fyrir 100 árum. ---- Frh. Skýrsla etc. etc. Jeg myndi eigi hafa hikað við að bera mig upp við hina einstöku góðvild bresku þjóðarinnar fyrir Iöngu, til þess að gagna mínum meinlausu og margþjáðu löndum, ef jeg hefði eigi alið í brjósti mjer þá von, að geröar yrðu ráðstafanir þeim til Ijettis. En þar eð hin aug- ljósa aðferð til þess að ljetta af eymd þeirri, er leiðir af kúguninni, sem svo lengi hefur viðhaldist og vaxið, virðist mæta mikilli mótspyrnu, þá fæ jeg nú eigi lengur varist þvf, að bera undir alþýðu greinilega skýrslu um núverandi ástand lands míns, ásamt fáeinum bendingum til .þess að græöa mein þau, er það þjáist a'f. Starfi þessi, er jeg færist í fang sökum þess, hve miklar mætur jeg hefi á ættjörð minni, er ekki sem skemmtilegastur. Hann minn- ir mig á hörmuleg dæmi ógæfunnar, sem þjóðfjelag það á við að búa, er jeg ann heitast. Hann neyðir mig til þess, að kannast opinberlega við skoðanir, sem eru drottinsvik gegn veldi því, er hefur, til allrar óhamingju fyrir ístand, svo lengi yfir þvf ráðið með hirðuleysi og íllu stjórnarfari. En lítið skyldi jeg gera úr hvers konar óþægindum, sem jeg kynni að baka mjer með dirfsku minni, og með glöðu geði skyldi jeg leggja í sölurnar þau litlu þægindi,sem jeg nú nýt, sem tillag til hinnar æskilegu breytingar, er alnir og óbornir landar mínir kynnu að njóta góðs af, ef þess er nokkur von, að það gæti orðið til hagnaðar Iöndum mínum, að snúa sjer lil þjóðar, sem forsjónin hefur jöfnum höndum gætt við- kvæmni og þreki, ef ráð það, er jeg hefi hugsað til þess aö hagir Ianda minna mættu breytast frá eymdarástandi því, er þeir nú eiga við að búa, þannig að þeim gæti liðið tiltölulega vel, — ef það ráð virtisl tiltækilegt, þá er menn hafa kynnt sjer hað fyllilega, sem jeg er er meðmæltur, og horfa til mikilla bóta, sem ekkert kosta, hvorki einstakling nje þjóð. Það myndi verða örðugtaðákveða, hvort meir beri á rangsleitni eða vanhyggni hjá Dönum í framkomu þeirra við íslenska þegna. Danmörk var, sakir sinna eigin hagsmuna, skyldug til þess að taka á sig hina fáu og lítilfjörlegu erfiðismuni, sem myndu hafa gert fsland að arðsamri eign. Hún átti að veita íbúum þess þá hlutdeild í hinum heppilega árangri þessara starfa, sem hlyti að hafa Ijett böl það, er stafar af óblíðu náttúrunnar. En ekkert það, er líktist einlægri tilraun, var nokkurn tíma gert til þess að bæta hag hinnar fjarlægu eyar. Mönnum hefur annað- hvnrt sipst vfir. eða beir hafa metið daglega til sölu \ tv\ðuvsuðuveYfi^m\ð)unnv. Sfmi 447. Nýir áskrifendur að næsta flokki Vís»s“ geta fengið gefins blöðin, sem verða óútkomin af þessum flokki, þegar þeir skrifa sig fyrir blaðinu. ttKr Menn gefi sig fram á afgreiðslunni sem fyrst. það helst til lítils, hve mikið mætti gera úr fiskveiðunum, ef hlynnt væri að þeim hæfilega, hin auknu þæg- indi og jafnvel fjárútvegu, sem þeir hefðu getað veitt sjer með því, að stunda kappsamlega þá grein jarð- yrkjunnar, er stunda má, þrátt fyrir það, hve óþjált loffslagið er og jarövegurinn. Jeg vil ekki smána minningu þeirra allra, sem voru þess megnugir, að bæta úr neyð vorri, með því að segja, aö þeir hafi horft meðaumkvunarlaust á eymdarástand vort. En það má ásaka þá menn, sem hafa haft þá mannúð til að bera, er enginn hef- ur efast um, fyrir áhugaleysi í því, að sýna hana í verkinu, og hug- leysi, sem kemur fram í því, að skorast undan starfi, sem þolgæðið hefði launað ríkulega. Djarfur al- þýðumaður, er eigi hefur valdsmenn- ina aö bakhjarli, vinnur fyrir gýg, er hann berst móti almennum og rótgrónum hleypidómum. En ráð- gjafi eða ’konungsfulltrúi, sem trúað er fyrir heill þjóðarinnar og er sjónarvottur að bágindum hennar, myndi aldrei eiga örðugt með að útrýma fáviskunni, sem er undirrót þeirra. Og tækist honum ekki að sannfæra menn með nytsömum dæmum, þá myndi embættisvaldið verða honum örugg stoð. Hann gæti og ætti að innleiða með fyrir- skipun það fyrirkomulag í innan lands hagfræði, sem dómgreind og reynsla benda á, að sje hin eina örugga vernd gegn skorti og hall- æri. Hann ætti að vera hafinn yfir þessa algengu virðingu, sem menn hera fvrir fiarstæðum. er vaninn helgar. Hann er ekki valinn til þess að efla hinar fávíslegu mætur manna á skaðvænum firrum, og ætti því að kæra sig kolióttan, þótt hann móögaði einhvern með því, aö ráö- ast á venjur, sem eru skaðlegar þjóðfjelaginu. Hann á að halda hinni blindu hjörð sinni þar til haga, sem hún getur notið örlætis náttúrunnar. Þetta er engin harð- stjórn. — Það er það starf, sem hjartagæði og skynsemi myndi skipa hverjum valdsmanni. Það er sú stjónaraðferð, sem eigin meðvitund hans og þakklæti þjóðar þeirrar, er svo vel er sjeð fyrir, myndi launa að fullu. En enn þá sem komið er hefur ísland aldrei sjeð þann stjórnara, er hefði hin nauösynlegu skilyröi, til þsss að hrinda af stað svo gagn- gerðri breytingu á skoðunum, venj- um og ásigkomulagi þjóðarinnar. Og ef það getur munaö eftir nokkr- um einasta velgeröamanni i hinni löngu stjórnarröð, þá er það ein- ungis hvað snertir lítilfjörleg og skammvinn góðverk, er menn muna lítt til og finna því síður til nú á dögum. Fyrir 40 árum nutum vjer stjórnar þess manns, sem má eiga það, að hann vildi oss vel. Undir stjórn hans og handleiðslu voru gerðar lítilfjörlegar tilraunir til þess að draga úr eymd vorri; en eftir vitnisburði þeirra manna, er muna þá tíma, virðast þær hafa veriö van- hugsaðar, og lítil eða engin áhrif myndu þær hafa haft á ástand þjóðarinuar, þótt þær hefðu náð þroska. Sem þess konar dæmi mætti nefna skógræktartilraunina. Fáeinum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.