Vísir - 06.01.1914, Page 3
Innbrotsþjófarnír
dæma,
ji Þegar innbrotsþjófarnir rjeöust inn í Konfektbúðina í Austurstrætr,
i
f stálu þeir »Konfektinu« en ekki peningunum.
Þeir eru þá á sama máli og allir bæarbúar, aö Konfektið hjá
j Irma og Carla Olsen
hafa birgðir af| ýmsum vörum^til heildsölu handa i
1
feawpmöwnum og
þar á meðal:
Kaffl (baunir og export),
Melís (heilan og mulimn),
Cacao,
Ávexti (ferska og niðursoðna),
Sveskjur,
Döðlur,
Fíkjur,
»Caramels“,
Átsúkkulaði (Nestles),
Vindla,
Vindlinga (Three Castles),
Plötutóbak,
Osta (Mysu, Eidam & Gouda),
Víkingmjólk,
Kex,
Margarine (í stykkjum),
Sago,
Hrísgrjón (2 tegundir),
Hveiti (6 tegundir),
Haframjöl,
Baunir,
Bankabygg, »
Bankabyggsmjöl,
Hænsnabygg,
Hafra, |
Fóðurtegundir (ýmiskonar),
þakjárn,
Saum (ýmiskonar),
Dósablikk,
Cement,
Baðlyf,
Umbúðapappír & poka,
Tvíritunar-bækur,
Eldspítur,
þvottasóda,
Kerti (ýmiskonar),
Sápur (ýmiskonar),
Leirvörur,
Leirrör,
Ritvjelar,
Peningaskápur,
o. fl. o. fl.
*Mm 3sUv\ö
fyrir 100 árum.
---- Frh.
Það er skrítið, en þó sorglegt,
að virða fyrir sjer blindni þá, er
var ríkjandi, að því er snerti ráð þau,
er virtust best fallin til þess að
framfleyta fslendingum. Blindni, sem
mjer þykir fyrir að segja, að á marg-
an hátt á það skilið, að heita ásetn-
ingssynd. Það sýnir, hve litla al-
menna greind þeir hafa haft, er áttu
að annast um alla þá hjálp, er unnt
var að veita, að þeir skyldu mis-
skilja hið eina úrræði, er stoðað
gat. Að vísu var þess freistað með
tilraunum, að fullnægja fleiru en
forvitninni einni, en allar rannsókn-
ir viðvíkjandi framkvæmd annara
fyrirtækja köfnuðu þá, er mistekist
höfðu 2 eða 3 lilraunir, er menn
hafa að lokum orðið að gefast upp
við, sökum þess, hve óvissar þær
voru og arðlitlar. Og þeir, sem með
áhrifum sínum hefðu getað komið
öllu í æskilegt horf, virtust fulltrúa
á það, að ekki væru tiltök að ráð-
ast í neitt meira, og að útgert væri
um örlög íslands og íslendinga.
Ekki gat Iandið búist við neinum
þrautaljetti af hálfu þeirra manna,
er svo skjótt ljetu hugfallast. Og
þar eð hvorki jarðvegur nje lofts-
lag lofuðu bót og betrun fyrir það,
þótt menn í dáðleysi sfnu óskuðu
þess, að þau bötnuðu, voru sorg-
legar horfur fyrir þá, er vildu landi
sínu vel. Horfur, sem í sjálfu sjer
voru hræðilegar, en uröu enn voða-
legri, þá er þess var gætt, að þær
stöfuðu af óstjórn og aðgcrðaleysi.
En með því að þjóðinni yfirleitt
duldust orsakir þær, er til ógæfunn-
ar ieiddu, þá voru það einungis fáir
menn, er höfðu íllan bifur á valdi
því, er ísland laut. Og þótt vaifærn-
in hamlaði þeim frá að játa þelta,
þá kom eigi síður fram skortur á
ættjarðarást í því, að vanrækja að
efla og útbreiða þessa tilfinningu,
en skortur á skarpskyggni, til þess
að grípa hentugt tækifæri til þess
að gefa henni lausan tauminn.
Áður en jeg fer að athuga úr-
ræði þau, sem auðsjáanlega eru
fyrir hendi, og eru, svo er guði
fyrir að þakka, meira en nóg til
þess að bæta úr bráðustu nauðsyn
vorri, verð jeg nú í stuttu máli að
rjettlæta einurð þá, gagnvart dönsku
stjórninni, sem kemur fram í lín-
unt þessum; rjettlæta það, hve af-
dráttarlaust jeg ákæri þetta vald
fyrir óafsakanlegt hirðuleysi um hina
bágstöddu hjálendu sína. Það er
eigi ætlun mín, að tala um það
í dylgjum einum, að oss sje dýr-
keypt verndaryfirskyn með óteljandi
sorgunt og óvviðjafanlegri eymd.
er betra en peningar,
—WWIWH—
Jeg fullyrði það, að aðferð sú, er
beitt hefur verið gagnvart landinu,
hefur fælt burtu ást þjóðarinnar og
fyrirgert rjetti þeim, er Dainmörk
hafði til hollustu vorrar. Tilfinning-
ar og meginreglur mínar, sem er
þegn Dana konungs, en íslending-
ur að uppruna, eiga ekki sjerlega
vel saman. Öðru landinu á jeg allt
að þakka, sem jeg á dýrmætast og
best, hinu ekkert, nema það, sem
jeg hefi ástæðu til að hafa viðbjóð
á og löngun til þess að fyrirlita.
Skyldi nú talsmaður þrældómsins
segja, að vjer sjeum Dönum skuld-
bundir fyrir rjetta lagagæslu, seni
tryggi eignirnar og viðhaldi friðn-
um, þá spyr jeg, hvort vjer höf-
um ekki rjettlæti og vald meðal
sjálfra vor til þess að koma í veg
fyrir og refsa fyrir hinar fáu mis-
gerðir, sem koma fyrir í þjóðfje-
lagi voru. Hvort hinn litli hagnað-
ur, sem samfara er lýðskyldunni,
sje eigi geysidýrt keyptur með öllu
því böli, er af henni Ieiðir. Þetta
böl hefur hægfara en sorgleg áhrif
á fjöldann. Það eru að eins fáein-
ir gæðingar, sem verða varir við
hagnaðinn. Dugnaður þjóðarinnar
er að sökkva niðnr í leti og hugar-
víl. Fjörið er lamað af ofurmagni
þjáninganna. Siðsemi hennar og
trúarhreinleik, sem er hin eina
huggun og stoð í þrautunum og i'
örbirgðinni, er voði búinn af hin- :
um sýkjandi ólifnaði Dana þeirra, !
sem hjer eru búsettir. Ef skyldu-
tilfinning sú, er jeg á að bera í
brjósti til föðurlands tníns, gerir
mig að drottinssvikara, þá verður
svo að vera, að jeg tali sem land-
ráðamaður. Þau landráð eru svo
gagngert sprottin af föðurlandsást,
að jeg met þau fremur mjer til
heiðurs en minnkunar. það væri
happ, ef þau kæmu af stað þeim
afskiftum, sem nauðsynleg eru oss
til viðreisnar.
Tvennt er það, sem vitur og
mannúðleg stjórn myndi af alúð
láta sjer hugarhaldið um, og veitir
hvortveggja rúmt starfsvið og er
líklegt til þe.ss að verða þjóðinni
uppspretta auðs og þæginda, með
öllum þeim umbótum, sem vitur-
leg löggjöf gæti til leiðar komið.
Sjórinn úir og grúir af ríkulegum
forða. Landið er, þótt fátækt sje,
auðugt af hinu besta haglendi, svo
að þar mætti ala tífalt fleiri búfjen-
að, en nú er á eynni. Jeg mun nú
íhuga þessi mikilsverðu atriði hvort
um sig. Frh.
••
6tfa$a^v\XYi$\$
Sönn saga úr Reykjavík.
Þegar jeg las í Vísi núna á jól-
unum, hversu geysimikill jólapóst-
urinn var hjer í bænum, á 12. þús-
und brjef og brjefspjöld, datt mjer
í hug, að ef hvert þessara brjef-
sendinga hefði haft eins mikil áhrif
og eitt brjefspjaldið, sem jeg fjekk,
þá hefði sjeð á borginni.
Jeg er að hugsa um, að lofa Ies-
endum Vísis að heyra það sem
fyrir mig kom jólanóttina þessa
síðustu.
Á þeirri bátíðarstundu dettur
engum hjónum í hug skilnaður og
allra síst, þegar sambúðin hefur
verið góð frá upphafi og ekkert
í milli borið. En enginn veit hve-
nær ósköpin dynja yfir.
Hjónaskilnaður er ægilegur og
ekki síst þar sem mörg börn eru,
sein við það missa umönnun ann-
ars eða beggja foreldra sinna, en
tilhugsunin um að lítilfjörlegt brjef-
spjald skuli geta komið slíkum
hörmungum til leiðar, sem geta
haft sínar íllu afleiðingar fram í
1000 liðu, hún er blátt áfram
hræðileg.
Við hjónin vorum ein eftir inni
í stáss-stofunni hjá jólatrjenu nær
útbrunnu, hitt fólkið hafði gengið
inn í borðstofuna til að drekka
súkkulaði og kaffi. Bæarpósturinn
hafði komið fyrir skemmstu með
fjölda af bögglum og brjefspjöldum
með innilegum heillaóskum um
gleðileg jól. Þau láu nú lesin víðs-
vegar um stofuborðið og við vor-
um einmitt að taka þau saman áður
en við gengjum inn að neyta jóla-
drykkjanna með hinu fólkinu. Við
vorum í okkar ágæta jólaskapi og
innan úr borðstofunni heyrðist hlát-
ur og gleðilæti.
Allt í einu verður konu minni
litið á upprifið umslag, sem lá á
borðinu, hún tók það og skoðaði.
Utaná það var skrifað til mín með
kvennmanns hendi.