Vísir - 09.01.1914, Síða 3
V I S 1 R
Violanta.
(Framhald «f Cymbelínu.)
----- Frh.
Þeir stóðu þa.na og iitu hver á
annan, — þeir vissu ekkert, hvað
segja skyidi eða gera. liontieeili var
ýgldur á brá og sortnaði enn meir,
er sviðinn óx í sárinu. Rýtingur-
inn hafði gengið gegnum lófann á
vinstri hendi hans og honum blæddi
mjög.
»— Ungfrn, — hvað, — hvað
ætluðuð þjer að —,« stamaði hann,
Hún svaraði engu.
»Við skulum taka hana, — draga
hana ofan,« sagði Ludovico.
»Nei,« sagði Bonticelii, — »það
getur orðið hættuiegt, — hver veit
hvað foringi Rauða augans segði þá.«
»En fara með hana ofan og af-
síðis með Ieynd?«
»Já, það er ágætt«, — sagöi hinn
þriðji þeirra.
Þeir vissu ekki að Violanta skildi
hvert orð. — Ludovico ætlaði nú
að þrífa til hennar. En þá mælti
hún hátt og snjallt á frakknesku.
»Snertið mig ekki! Jeg legg
hvern hnífi í hjarta, sem fyrstur
leggur hönd á mig.«
Enn kom hik á þá, og þó sáu
þeir að hönd Violöntu titraði. Hún
var fögur, bjóðandi og tiguleg, þar
sem hún stóð þarna, — en kraftar
hennar voru samt að þrotum komnir
— hún kiknaði í knjáliðum, henni
sortnaði fyrir augum, handleggur-
inn sveigðist og hnífurinn fjell á
gólfið úr hendi hennar.
Ludovico þreif hann og ætlaði
þegar að ráðast á hana.
En í því Violanta var að hníga
niöur, kom Giovanna hlaupandi
fram úr herbergi hennar og varnú
heldur gustur af gömlu konunni.
Giovanna hentist sem Ijón til
þeirra, þreif í kraganti á Bonticelli
og kastaði honum endilöngum á
gólfið. Hinuin bófunum hnykkti
við og hrukku frá.
Hún lagði vinstri handlegginn
utan um VioJöntu og laut ofan að
henni; sá hún þegar að yfir hana
var liðið. Hún Ijet hana þá kyrra
snjeri sjer að þeim fjelögum, greip
marghleypu úr kjólvasa sínum, mið-
aði á þá og mælti af móði miklum:
»Snautið burtu mannhundar!
Hverjum þeim, er ekki hlýðir mjer, -
er dauðinn vís!«
Þeim fjellust hendur. Þeir litu
hver á annan og loks tók Bonticelli 1
til máls, er nú var staðinn á fætur:
»Móðir Giovanna! Hvað eiga
þessi læti að þýða? Þú brýtur lög
vor og hefur logið að mjer, lækn- i.
inum! Veistu hverju það varðar?«
»Þegiðu, þrælmenni! Þú og þið,
rauðglyrnurnar, hafið brotið boð- t
orð foringja ykkar, en ekki jeg. \
Stúlkan er undir minni vernd og
sonur ntinn mun litlar þakkir kunna
ykkur fyrir að sýna mjer eða
meynhi ósvífni. Viljið þið hypja
ykkur á brott eða skotið skal líða
af?«
f þeim svifum kom Rubeoii greifi
sjálfur upp á ganginn. Hann hafði
heyrt hávaðann ofan, — en varn-
aði öllum öðrum uppgöngu.
Frh.
Oft er þörf en nú er nauðsyn,
að spara peninga sina.
Verslunin ,ÁsbyfgÍ‘, Hverfisgötu 33.
selur vörur sínar með sama verði og fyrir jóiin,
t d. sjerlega gott verð á kaffi og sykri,
kakaó pd. 85 aura
súkkulaði — 75—100 —
kex, sætt — 30 aura
margarine, 4 tegundir, á 40—55 aura.
ostar, 4 tegundir, o. fl. o. fl.
f
versluninni „ÁSBYRGF, Hverfisgötu 33.
SÍMI 281.
SfMI 281.
S.
hafa birgðir afg ýmsum vörum^til heildsölu handa
fcaupm'ónwum oq feaupjjetógum,
þar á meðal:
KafFt (baunir og export),
Melís (heilan og mulimn),
Cacao,
Ávexti (ferska og niðursoðna),
Sveskjur,
Döðlur,
Fíkjur,
„Caramels",
Átsúkkulaði (Nestles),
Vindla,
Vindlinga (Three Castles),
Plötutóbak,
Osta (Mysu, Eidam & Gouda),
Víkingmjólk,
Kex,
Margarine (í stykkjum),
Sago,
Hrísgrjón (2 tegundir),
Hveiti (6 tegundir),
Haframjöl,
Baunir,
Bankabygg,
Bankabyggsmjöl,
Hænsnabygg,
Hafra,
Fóðurtegundir (ýmiskonar),
þakjárn,
Saum (ýmiskonar),
Dósablikk,
Cement,
Baðlyf,
Umbúðapappír & poka,
Tvíritunar-bækur,
Eldspítur,
þvottasóda,
Kerti (ýmiskonar),
Sápur (ýmiskonar),
Leirvörur,
Leirrör,
Ritvjelar,
Peningaskápur,
o. fl. o. fl.
Eegiusamur/maður
óskar eftir atvinnu við skriftir
eða verslunarstörf
nú þegar.
Afgr. v. á.
ö KENNSLA
Kennslu í Frakknesku veitir
Adolf Guðmundsson, Vesturg. 14.
(í Fjelagsbakaríinu). Heima frá 4—6
síðdegis.
*\lm
tyrlr 100 árum.
(Tekið eftir Aldahvörfum.)
----- Frh.
Orsakirnar til þess, að ekki er
hugsað meira um heyaflann. eru
fólgnar f þekkingarleysi, leti og
fátækt. Þá er bóndinn sjer, að við-
hald aukins fjárstofns yfir veturinn
er kominn undir hentugri girðingu,
notkun áburðarins og því, að geta
varið hey sitt gegn regni, meðan
þaö er úti, þá verður hann varvið
erfiðleiká, sem ehdilega þarf d ilítið
fje tii þess að yfirstíga. Hann ga ti
með mikilli fyrirhöfn afgirt sæmi-
Iega stórt og gott landsvæði o r
aukið frjósemi þess með áburði;
en að byggja skýli til þess að
geyma heyið í og þurka það, þá
er það befur verið slegið, myndi
krefja úlgjalda, er hann má eigi við.
En með því, samt sem áður, að
fáir bændur eru svo vitrir, þá sám-
ar þeim lítt getuleysi sitt og eymdar-
ástand. Ef þeir eru ekki ánægöir
með að vera jafn snauðir og
vesælir og nágrannar þeirra, þá geta
þeir með miklu erfiði og ástundun
bætt hag sinn dálítið, en framgirni
þeirra og fyrirtækjum eru svo ramm-
ar skorður reistar af fjeleysinu, að
árangurinn hlýtur að verða mjög
lítill, þegar öllu erábotninn hvolft.
Til eru þau hjeruð, þar sem
rækta mætti næpur og jarðepli í
stórum stíl til sýnilegs hagnaðar
fyrir bændur. Og þótt loftslagið
sje aldrei nema svona óblítt, mætti
rækla hvorutveggju tegundina næst-
um ágætlega og vernda hina síðar-
nefndu fyrir frostskemmdum, jafn-
vel í versta veðri, ef rjett væri til
gætt. Menn myndu þá finna mikla
auðsuppsprettu í þessari jarðræktar-
aðferð, er hingað til hefur ekki
verið reynd, þótt hlálegt sje, nema
í fáeinum garðholum. Það sem þrífst
í görðum, myndt spretta jafn vel
á stærra svæði velræktuðu og um-
girtu, og þá hlytu nægtirnar að
sýna, að fyrirhöfnin væri ómaksins
verð.
Stórir frjósamir landflákar, er gætu
framfleytt þúsundum kvikfjár, eru
nú fen eitt og foræði, og er þó
yfirleitt mikil hægö á því, að ræsa
fram þessa flóa, bæði að því er
snertir legu þeirra og yfirborð. Það
rná fullyrða, að á suðurhluta eyar-
innar eru allt að því 200 000 ekr-
ur, er þannig eru vanræktar og
gefa lítinn eða engan arð af sjer.
Og þessir flákar eru það, sem að
miklu leyti valda hinum skaðvænu
þokum, sem eru algengar á viss-
um árstíðum. Smátt og smátt gæti
umbótastarfið orðið til þess, að
breyta skortinum í næglalindir. Ef
þessir ófrjóu flákar minnkuðu uni
nokkur hundruð ekrur á ári hverju,
þá myndi velmegun landsins vaxa
með ári hverju og batna horfurnar
á því, að bjargræðisútvegirnir ef!d-
ust, og að einhver yrði árangur að
lokum. Jeg kannast við það, að til-
raunin myndi krefja meira þreks
og staðfestu, en fjöldinn af lönd-
um mínum getur hrósað sjer af. En
fjör starfsamrar stjórnar, sem ein-
göngu gæfi sig við umbótastarf-
inu og skipaði tyrir um hæfilegar
aðferðir, myndi blása nýum vilja
og nýrri sál í brjóst þjóöinni og
sýna nýtt dæmi þess, hvernig þekk-
ing og dugnaður sigrast á öröug-
leikum þeim, er í vegi standa.
í landi, þar sem íbúatalan er ef
til vill minni í hlutfalli við víðáttu
þess, en í nokkru öðru landi í
Evrópu, gæti stjórnin engan veginn
betur sjeð fyrir velferð þegna sinna,
en meö því aö úthluta hverri fjöl-
skyldu 4—6 ekrum af ræktanlegu
landi og lána það lítið, sem þyrfti
til þess að koma í framkvæmd