Vísir - 12.01.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 12.01.1914, Blaðsíða 2
xuyjg. ? Ibúðarhfls til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina. (Til afnota 14. mai.) Afgr. v. á. 1 Ferðir Vigfúsar Sisurðssonar. ----- Frh. [Síðast íl'aflanum næstá undan sterd- ur um kl. 12 á hádegi hinn 12. jú'i, á að vera kl. 12 um míðnætti milli 11 og 12. júlí.] Nú hjeldu þeir fjelagar áfram. Leið þeirra lá að nokkru leyti út með firðinum sunnanverðum, en þar sem landið var mjög ósljett, var ferðin ervið. Tjarnir voru víða í lægðunum og varðað fara marga króka og mikla. Hjer við bættist að víða gengu víkur inn úr Laxafirði og sumar langar og voru margar þeirra ekki á lands- uppdrættinum, svo þær komu þeim að óvörum og varð auðvitað að krækja inn fyrir hvern vog og seink- aöi þetta ferðinni mjög. Um hádegi 13. júlí voru þeir þó kotnnir svo iangt, að nú átti að yfirgefa Laxafjörðinn og halda þvert yfir Kangansskaga og til fjarðarins, þar sem eyin Pröven liggur útifyrir og er um sjö rastir að halda yfir skagann. Nú tók að þykna veður í lofti og gerði á þoku og litlu síðar fór að rigna. Fjörðin hittu þeir fjelagar og lá nú leiðin út með honum að norðan. En hjer var enn mjög vog- skorið land og því seinfarið. Var og stundum snarbratt að fara upp og niöur dali þá, sem gengu upp af víkunum. Um kveldið voru þeir komnir svo langt, að dæma eftir tölu víkanna, sem þeir höfðu farið fyrir botninn á, að þeir álitu að nú væru þeir komnir norðnr á móts við Pröven. En brátt urðu þeir þess áskynja að svo var ekki, því þegar grillti út á sjóinn, sást þar ey með hám og bröttum fjallshlíðum, en Pröven er fremur láglend. Sáu þeir nú það ráð vænst að leita til fjalls, en þá dimmdi þokan enn meira og ók að snjóa. Fóru þeir nú að verða þreyttir og hugsuðu sjer aö gera sjer gott af sinni síðustu málííð, sem var ein skonrokskaka og ein dós niðursoðin mjólk og var hún skift milli þeirra allra og drýgð með vatni. Að lokinni máltíð hjeldu þeir fjelagar enn af stað upp fjallið, en eftir hálftíma áframhald var orðið ófært veður, bleytustórhríð ogniða- myrkur, svo ekkert sást. Þeir hittu fyrir sjer hamravegg framslútandi og byggðu þeir sjer þar skýli að sið Eskimóa. Hlóðu þeir grjótveggi með Jynglögum milli grjótsins, en sleðasegl var notað fyrir þak, og lágu þeir í hreysi þessu 34 klukku- tíma, sem alltaf snjóaði látlaust. Kl. 6 að morgni hins 15. byrjaðí Jítið eitt að rofa til svo að nú var farið að hyggja til áframhalds. Voru þeir fjelagar þó mjög máttfarnir af legunni þarna og sulti. Enda kom það fljdtt í ljós, er haldið var af stað, að þeir voru ílla ferðafæiir og' eftir fárra stikna ferð ætlaði að líða yfir Kock og voru honum gefnir inn kamfórudropar til hressingar og þeirra neyttu svo hinir einnig. Frh, Jónas Guðmundsson, löggilt- ur gaslagningamaður, Laugavegi 33. Sími 342. Sendið augl. tímanlega. Palladómar. i 12. Þorleifur Jónsson. Þingmaður Austur-Skaftfellinga. (F. 21. ágúst, 1864.) ----- Frh. Hann hefur farið með umboð Austur-Skaftfellinga á fjórum þing- um, 1909—1913, og þótt liðtækur með góðum mönnum. Svo er Þorl. farið, að hann er í hærra lagi, nokkuð grannur og sívalur í vexti, limaður vel og snot- urlega á fót kominn, lítið eitt bjúg- ur í herðum og nokkuð hálslangur. Yfirlitum er hann fríður, nokkuð smáleitur og ekki þykkleitur, eygður vel og augun dökk, neffríður og þó hafið framan, ennimikill við hóf og á hofmannavik, dökkur á hár og hærður vel, ekki höfuðstór, en höfuðfríður,| skegglaus, nema granarskegg og það ljósara en hár- ið. Þykir hann snyrtimenni og prúð- ur í framgöngu. Þinggöngu sína hóf Þorl. í flokki Sjálfstæöismanna, og vann með þeim verk sinnar köllunar af alúð, auðsveipni og dyggð, og hefur jafn- an verið talinn ábyggilegur flokks- maður. Er það og mál margrg, að hann hafi þar átt sjer leiðarstein- inn eftir að stýra í moldviðrum flokkarígsins, er var 1. þingmaður Gullbringumanna og Kjósar. Og hafa fæstir honum til lýta lagt, að hann hefur þar eit ð sjer for- dæmis, er til var aö þreifa þjóð- nýtra manna og þingreyndra. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn riðl- aðist á þingi 1911, var Þorl. í sveit nieð »Bjössurum« og því neikvæða við vantraustsyfirlýsingu á hendur þáverandi ráöherra (B. J.). Og jafnt því varð hann nokkuru síðar á því þingi, með »Bjössur- um« og »Spörkurum«, neikvæða við rökstuddri dagskrá (Alþ. tíð., 1911 A, þgsk. 238), þeirri er rjeð úrsiitum vantraustsyfirlýsingar á hendur þeim (Kr. J.), er þá fór með ráðherradóm.l) Frh. Vera má að rjett sje að láta- þess getið, að ekki stóðu »Bjöss- arar« hjer óskiftir að máli, eins og »Sparkarar«, að undanskildum þeim Jóni á Haukagili og Sigurði ráða- naut. Björn prestur Þorláksson var flytjandi og formælandi dagskrár- innar, og var því viö henni já- kvæða, auk annars »Bjössara«, Ó. Br., eins og á hefur verið drepið. Hafði þó Björn prestur áður staðið einna fremstur »Bjössaranna«. Athugasemdir f rá|Vest u r- ísl en d i ngu m við »frv.til laga fyrir Eimskipafjelag íslands.< |Við 7. grein. Við hana ætti að bætast: »Til þess fjelagsfundur sje lögmætur, verða eigendur að hlutabrjefum, er nema 51 °/0 af seldum hlutabrjefum, eða umboðsmenn þeirra, að hafa mætt til fundar. Þó skal hlutaeign lands- sjóðs í fjelaginu frá talin.« Við 8. grein Oss viröist að júnímánuður væri heppilegri tími fyriraðalfund en maímánuður,einkum vegnaVest- ur íslendinga, sem hægast ættu með að vera staddir á fundi í júní, ef þeir á annað borð ættu ferð til ættjaröarinnar. Við 9. grein. Á eftir orðunum: »Þess er kraf- ist skriflega af« bætist inn: »að minnsta kosti af fimmtíu hluthöf- um«, en hitt falliburt: »svo mörg- um hluthöfum, að þeir hafi að minnsta kosti J|6 hluta allra at- kvæða, sem fram geta komið við atkvæða greiðslu á fundi«. Orðun- um: »Fundinn skal stjórnin auglýsa innan fjögra vikna« skal breytt í: »Fundinn skal stjórnin auglýsa innan sjö daga.« Við 10. grein. í staðinn fyrir orðin: »fjóra mán- uði« komi: »tíu daga.« Vjer sjáum enga ástæðu til, að hluthafar geti eigi öðlast fundar- rjett um fjóra mánuði eftir að þeir hafa keypt hluti, og lítum svo á, að þeim sje gert rangttil með því, en fjelaginu enginn gróði. Á eftir oröunum: »þó getur enginn hluthafi« bætist inn: »Á íslandi«. Á eftir setningunni, sem endarmeð: »í fjelaginu«, konii; »En að því er V.-ísl. snertir skal hluthöfum í Vest- urheimi heimilt að fela vestur-íslensk- um hluthafa eða hluthöfum, sem ferðast kynni ár frá ári til íslands, á hendur umboð sitt fyrir hluteign sinni í fjelaginu, að því er til at- kvæðagreiðsiu kemur á fundum fje- lagsins, án nokkurrar takmörkunar, og skal heimild þessi eins gilda þá Vestur-íslendinga, sem kynni að vera í stjórnarnefnd fje!agsins«. f síðustu setningu greinarinnar bætist inn á eftir: »Engin hluthafi« orð- in: »á fslandi*. Oss finnst sanngjarnt, að Vestur- íslendingum sje veitt þessi heim- ild, þar sem það er eina tækifær- i ið, sem þeir hefðu til að taka þátt í fjelagsmálum og hafa áhrif á þau. Því myndi engin hætta fylgja, þar sem hluttaka Vestur- íslendinga í fjelaginu er alls ekki af neinum hagsmuna-hvötum, heldur að eins af ræktarsemi við ættjöiðina. Við 12. grein. Á eftir orðunum: »sem snertir« falli burt orðin: »Iögmæti fundar- ins.« Samkvæmt tillögum þessuin er kveðið á um lögmæti funda í 7. grein. Það ætti ekki að liggja undir úrskurðarvald forseta, hve- nær nógu margir hafa mætt á fundi til þess fundur sje lögmætur. Við 15. grein. Á eftir orðunum: »sjeu eigendur« bætist inn: »og umboðsmenn*. Naumast er við því að búast, að 2/s hlutaeigenda geti sjálfir mætt á fundi, en oft bráðnauösynlegt að breyta lögum, ef reynslan sýn- ir að eitthvað rekst á eða eitt- hvað þarf að ákveða nánar en upphaflega. Fyrsta setning greinarinnar ætti að hljóða svo: »Stjórn fjelagsins skipa sjö menn, kosnir á aðalfundi meðal hluthafa til eins árs í senn. Skulu ávalt tveir Vestur-íslendingar kosn- ir í stjórn fjelagsins«. Burt fellur þá frá orðunum: »Fereinn« til orð- anna: »frá skuli fara« og setning- arnar tvær ofan efstu greinaskift- anna á bls. 7, sem byrja með: »næsti aðalfundar« og enda með: »í staðinn fyrir«. Síðari kafli greinarinnar, sem end- ar með orðunum: »kjósi sex stjórnar- menn« ætti að enda með þeim orð- um, er» hitt sem þar fer á eftir, falla burt, Vjer lítum svo á, að hvorki muni það mælast vel fyrir með hlut- höfum. að heimili allra stjórnar- manna sje bundlð við Reykjavík, nje heldur hitt að þeir sjeu kosnir til sjö ára. Það lítur ofmjög svo út, sem búið sje til hreiður íyrir þá, er fyrstir verða stjórnend- ur. Hitt er miklu rjettara, að mennirnir sjeu aðeins kosnir til eins árs. Þeir sem ávinna sjer tiltrú og traust hluthafa með öt- ulli og óeigingjarnri starfsemi í þarfir fjelagsins myndu sjálfsagt verða endurkosnir, En ef ein- hver reyndist miður en vænta mætti, á að vera hægt að kjósa annan í hans stað, sem hluthafar treysta betur. Reglan í hinum enska heimi er sú, að leggja ekki fje fram til fyrirtækja, nema með því móti að hafa um leið hönd í bagga með rekstri þeirra eða að geta að minnsta kosti haft rjettinn til þess. Hluthöfum í Vestur- heimi er það eina trygging þess, að farið væri með hag fjelagsins eftir hugmyndum þeirra. Enda myndi hluttaka í stjórn fjelagsins vera skilyrði þess, að áhugi Vest- ur-íslendinga fyrir velferð fyrir- tækisins haldist við á ókomnum tímum. Við 17. grein. Nýum lið ætti að bæta við 17. greiná þessa leið: »Bjóða skal til fundar með Vestur-íslenskum hlut- höfum í Winnipeg í febrúarmánuði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.