Vísir - 12.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 12.01.1914, Blaðsíða 4
»Og hlýddir rjettdega, maöur, því að ella heíðir þú nú ekki kunnaö t'rá tíðindum að segja», svaraði Arnaldur. »Jeg get hlegið að slíku«, mælti Rikki gremjuþiunginu, »einsogmig skifti það skónálarvirði, hvar eða hvenær jeg verð moldu ausinn, aðeins að fjendur mínir fari í gröf- ina á undan mjer!« »Mikill angurgapi ert þú, Rík- arður bogsveigir!® mælti Arnaldur, »jeg segi þjer, sála þín er í voða.« »Jæja, faðir! Eins var um Akkúr hinn frakkneska; líkami hans var í voða og þjer burguð honum. Vera mætti, ef í nauðir ræki að lokum, að þjer hylpið einuig sálu minni. Ef það bregst, þá verður að taka því«, hreytti Rikki úr sjer, um leið og hann þreif mjólkurkönnuna og skálmaði íllúðlega út úr herberg- inu. »0-já,« sagði Arnaldur klerkur. og hristi höfuðið mæðulega, »ef hjarta mannsins er hart, þá er það heiðarlegt, og þeim verður að fyrir- gefa, er fyrirgefningar þarf með, svo sem flestir af oss! Heyrið mig nú, sonur minn og dóttir! Bæði hafið þið verið beitt rangindum, grimmd og níðingsskap. En þang- að til dauðinn eða kirkjan sker úr, eru þið aðskilin þeim vegg, er hvorugt ykkar má klífa, og þegar þið finnist, þá hittist sem vinir — en meira ekki,« »Jeg fer nú að óska, að jeg hefði lært í skóla hans Gráa-Rikka«, mælti Hugi. En hvað sem Rögnu rauð- skikkju bjó í hug, þá mælti hún ekki orð frá vörum. Frh. Við Dauðahafið. r>--- Nýlega var sagt frá ferðalagi nokkurra manna um júdeu-auðn; svo sem til framhalds því, skal hjer sagt nokkuð af því, er fyrir aðra ferðamenn bar, er fóru til Dauða- hafs í ranrisóknarerindum, og gerð ir voru út af Yale-háskóla í Banda- ríkjum. Meðfram Jordan og á báða vegu frá bökkum hennar, er ilmandi gróð- ur. En þegar dregur að ósunum, þar sem áin rennur út í Danðahaf, kennir saltþefs, sem er ærið megn. Þar sem áin rennur í vatnið, standa mörg visin trje, en í suður af þeim blikar vatnið, með mórauðum klöpp- um og höfðum, svo að nærri stapp- ar purpuralit, undir sól að sjá, Vatnið er stundum dökkgrátt að lit, stundum kolgrænt. Vestan við ós- ana eru lón, saltminni en vatnið sjálft, með hávöxnu sefi umhverfis, en á bökkunum vaxa ýmiskonar blóni, og leggur af sumum sætan ilm. í austri rís fjallið Fisgah (Nebó), einstakt eins og kirkja upp af Mó- absmörkum, þaðan sem Móses fjekk að lífa hið fyrirheitna land, þó ekki væri honum leyft, að stíga á það fæti sínum. Byggðin er strjál og fátækleg, að- eins fiskimannakofar til og frá. Til vesturs er eyðihásijetta Júdeu, en uppyfir hana tekur tindur Olíufjalls- ins í fjarska, svo- sem þingmanna- leið í burtu. En það fjall, og Iand- V 1 S I R ið í Iningum það, er í alla staði frábrugðið Dauðahafsdal, er liggur um 1300 fetum fyrir neðan sjáfar- mál. Enginn dauöabragur virðist þó vera umhverfis vatnið, heldur sænii- lega Iíflegt. Bæði endur og .gæsir og máíar synda í lónunum og í giynningum í ósunum; þær ná meira en hálfa mílu frá landi og er vatnið þar aðeins í mjóalegg og kálfa; þar vaða háfættir fuglar og leita ákafl efíir fæðu í botninum, milli kræklóttra greina og visinna trjábola, er þangað hafa skolast. Þegar fuglarnir heyrðu hljóð til okkar, tltu þeir upp og flugu burt; sýndi sig þá að þetta voru Flamin- góar er þarna halda sig. Það er ljóst af fuglum og grös- um, er við vatnið vaxa, að nafnið á því er misnefni, að það er ekki dautr, heldur auðugt af lífrænum efnum. En ef farið er nokkurar mílur út frá ósunum, þá hætta að finnast mkkur lifandi kvikindi í því, nje heldur við bakka þess, og loks hverfa jafnvel hinar smæstu jurtir, Meðfram ströndunum standa útdauð pálmatrje í hópum og talsvert af dauðum jurtum, og sjest af þeim, hversu banvænt vatnið er fyrir jurta- gróðurinn, enda hefur hækkað í því um fimm eða sex fet á síðustu ár- um. í ósagrynningununi sjest glitta á eitthvað hvítt á floti; þegar að er gætt, sjest að þetta er dauður fisk- ur og brátt sjást margir slíkir. Þeir hafa hætt sjer of langt frá hinu ferska árvatni, og látið lífið í lónunum, j jafnvel áður en kom út í sjálft vatn- , ið. Saltbeiskjan er banvæn bæði í fiskum og gróðri. Hafið á sitt öm- i urlega nafn fyllilega skilið. Hinn frægi náttúrufræðingur, Alex. ; Humboll, hefur sagt, að fróðlegri staður væri eigi til í víðri veröld, heldur en sá djúpí dalur eða klyft. sem nefnist Ghor, og bæöi áin Jor- dan og Dauðahafið eru í. Sá djúpi dalur, eða feikna breiða gljúfur, skilur að Júdeu og útileguþjóðir Arabíu. Fjöldi ferðamanna sækir þangað af öllum löndum, leggur leið sína frá Jerúsalem til Jerikó og þaðan til baðstöðvanna við Jórdan og norðurenda Dauðahafsins, er það aðeins þriggja daga ferð á vagni. Fáum þykir staðurinn fagur, margir kvarta yfir ferðinni, hve erfið hún sje, og ef satt skal segja, þá er það ekki ómaksins vert, að leggja á sig það ferðalag, til þess að dvelja í nokkrar mínútur við hafsbakkann, en svo er ferðinni háttað, nú sem stendur, af því fjelagi, sem annast fluttning ferðafólks''á þeim slóðum, Við höfðum bát með okkur, er fella mátti saman, úr segladúk. En með því, að Soldán í Miklagarði á sjálft Dauðahafið og Jórdan og allt land umhverfis, þá urðum við að láta sendiherra Bandaríkjanna útvega okkur leyfi til að setja bátinn á flot.. Soldáninn hefur sem sje leigt einka- rjettindi, til að hafa bát á vatninu, tveim mönnum, er hafa þar lítinn mótorbát og tvo róðrarbáta, og svo ríkt er þeirra rjettinda gætt, að hin- ir grísku fiskimenn, er við vatnið búa, mega ekki fleyta kænum sín- um, er þeir smíðuðu fyrir fáum ár- um, og Iiggja þær nú á landi og verða ónýtar. Þeir sem gæta áttu ®m JÖTPARS og í smákaupum er ávalt til sölu í niðursuðuverksmiðjunni. Sími 447. í dag fæst FISKIFAES. •ilMMW Innbrotsþjófarnir dæma, þegar innbrotsþjófarnir rjeðust inn í Konfektbúðina í Austurstræti, stálu þeir „Konfektinu“ en ekki peningunum. þeir eru þá á sama máli og allir bæarbúar, að Konfektið hjá Irma & Carla Olsen er betra en peningar. Lawdslns stærsta og besta e vs\uw er r Einars Arnasonar. Sími 49. Aðalstræti 8. rjettinda þessara, vildu ekki leyfa okkur aðjýía á flot okkar báti, fyrr en hermaður kom frá Jerikó með stranga skipun, að hindra ekki ferð okkar. Nl. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11. É Fallegustu líkkisturnar fást hjá mjer—altaf nægar birgö- É ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- 1 klæði (einnlg úr silki) og lík- p kistuskraut. | Eyvindur Árnason. m VINNA Stúlka óskast nú þegar í 2 til 3 mánuði. Uppl. á Grundarst. 3 — niðri. KAUPSKAPUR Sýnisbók íslenskra bókmenta, brúkuð, óskast keypt. Afgr. v. á. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. L Æ K N A R iGuðm.Björnssonl landlæknir. Amtmannsstíg 1. Sími 18. M í Viötalstími: kl 10—11 og 7—8. |í Massage-læknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. M. Magnús. læknir og sjerfræðingur í húösjúkdómum. Viðtalstími 11 — 1 og ó1/^—8. Sími 410. Kirkjustræti 12 Þorvaldur Pálsson læknir, s jerfræðingur i meltingarsjúkdómum. Laugaveg 18. Viðtalstími kl. 10—11 árd. Talsímar: 334 og 178. U I! ^ Þórður Thoroddsen ^ fv. hjeraðslæknir. Túngötu 12. Sími 129. 0, 2S Viðtalstími kl. 1—3. & Wi_______________________ Prentsm. Östlunds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.