Vísir - 23.01.1914, Síða 1
Kemur út alla daga. Simi 400.
Agr i Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8síðd.
25blöð(frá8. jan.) kosta^á'afgr. 50 au.
Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarsti aeti 20. (uppi),
opin kl. 12—3, Simi 400.
Langbestí augl.staður í baenum. AugL
sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu.
I.O.O.F, 951239
Föstud. 23. jan. 1914.
Miður vetur — Þorri byrjar.
Háflóðkl. 3,20‘árd.og kl.3,46‘ síðd.
Á morgun
Afmœli:
Magnús Guðmundsson, trjesm.
Loftvog i £ < o a u. c ■a c > Veðnrlag
Vm.e. 741,8 4,2 ssv 2 Ljettsk.
R.vík 740,2 3,6 ASA 2 Regn
Isaf. 736,5 4,2 ssv 5 Regn
Akure. 740,1 5,0 S 2 Ljettsk.
Gr.st. 707,0 2,0 0 Skýað
Seyðisf. 740,8 10,2 S 7 Hálfsk.
þórsh. 756,5 6,7 ssv 5 Alsk.
N—norð- eða norðan,A — aust-eða
austan,S—suð- eða sunnan, V— vest-
eða vestan
Vindhæð er talin ístigumþann-
ig: 0—logn.l—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9 stormur, 10—rok,l 1 —
ofsaveður, 12— fárviðri.
Skáleturstölur í hita merkja frost.
Bíó
Biografteaterl p
Reykjavíkur |DlO
eW.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Leikinn af þýskum leikendum
hjá
Vitascope, Berlín.
sexvdvs»e\tv
frá
Sendisveinaskrifstofunni.
Sími 444.
K. F. U. K.
Kl. 8*/2: Fundur í K. F. U. K.
Allar ungar stúlkur velkomnar.
Ú R BÆNUM
J. Kjarval kom frá Englandi í
gær með Jóni Forseta. Hefurhann
dvalið í Lundúnum um hálfsmánað-
artfma.
Ásta Árnadóttir málari fór í
gær með Skúla Fógeta til Englands.
Er ferðinni heitið fyrst til Lundúna
að sjá málarasýninguna miklu, er
nú stendur yfir þar, um allt er að
húsmálningu lýtur og áður hefur
verið getið í Vísi, en þaðan hyggur
hún að fara til Berlínar og fleiri
borga á Þýskalandi.
Skóli Fógeti kom af fiski í gær.hafði
aflað 2600 körfur og fór hann með
það í gærkveldi af stað til Englands
og tók póst með. Fyrir Vestfjörð-
um hafði komið stórsjór á skipið,
sem slengdi niður einum hásetanuni,
Magnúsi Árnasyni, og var hann
settur til lækninga á Geirseyri. Frá
Patreksfirði komu meö skipinu Svein-
björn Sveinsson kaupmaður, B. Olsen
kaupmaður, Árni Jónsson útgerð-
armaður og Jón Snæbjörnsson af-
greiðslum.
SjátjstefosjjetassSmdur ^**
1. Bœarstjórnarkasningar. 2. Alþingiskosningar. —Aliir S 'álfstœðismenn
ve/komnir, þótt utanfjelags sjeu.
Af mæl i
„Hið íslenska kvennfjelag“ minnist afmæbs síns með
samsæti á »Hótel Reykjavík* þ. 26. þ. m. kl. 8 síðd.
Aðgöngumiðar aíhentir hjá I. Johnsen, Lækjargöti 4.
SIMFRJETTIE
Kaupmannhö n í gær.
Stórbruni í Kaupmannahörn.
Höfuðkirkja Mefhodísfa í Kaupmðnnat öfn brann
í gær.
Ingólfur Arnarson kom í gær
með 60 smálestir af saltfisk og
1000 körfur í ís og fór hann út
með það í gærkveldi.
Jón Forseti kom frá Englandi
í fyrrinótt. Hafði selt afla sinn fyrir
um 6000 kr.
Bjarni Björnsson skemmti í
Iðnó í gærkveldi fyrir húsfylli.
Eimskipafjelags-
fundurinn
stóö til kl. liðl. 4 í nótt.
Kosnir voru í stjórn þess 2 fyrir
hönd Vestur-íslendinga af 4, er
J. Bíldfell tilnefndi samkvæmt bráða-
birgðasamþykkt, og 5 af hendi
annara hluthafa.
Af J. Bíldfell voru þessir 4 til-
nefndir:
Jón Gunnarsson gæslustj.,
Halld. yfirdóm. Daníelsson,
Magnús Helgason kennari og
Magnús Sigurðsson yfirrj.m.flm.
og hlutu tveir hinir fyrsttöldu kosn-
ingu, J. O. með 5451 atkv. og H.
D. með 4911 atkv. M. H. fjekk
3025 atkv. og M. S. 1110 atkv.
Hinir eru:
Sveinn Björnsson með 6 677 atkv.
Ólafur Johnsen —- 5 570 —
Eggert Claessen — 4 144 —
Garðar Gíslason —1 3 678 —
Jón Björnsson — 3 399 —
Endurskoðendur voru kosnir:
L. H. Bjarnason.próf. með 2 925atkv.
Ó. G. Eyólfsson — 2 291 —
Varamaður:
Þóröur Sveinsson, póstafgreiðslu-
maður, með 1 031 atkv.
Hjálpræðisherinn.
Munið eftir
Vetrarhátfðinni
í kveld kl. 8V„.
Hvalveiðar N&rðmanna
1913
Norðmenn ráða íú yfir fjórum
fimmtu hlutum af hvalveiðaflota
heimsins og er flovi þeirra 172
þúsund smálestir. Hefur veiði
þeirra farið vaxandi nú með
hverju ári 1910 fengu þeir 31300
smálestir af olíu, 1911 60000
smál., 1912 86700 og 1913
105000 smál.
Þjóðhátíðarfrímerki
Norðmaina.
f tilefni af þjóðháí ð Norðmanna
að sumri hafa þeir 1 áið gera prent-
myndir suður í Vína borg að fögr-
um minningarfrímerk um, sem nota
á í sumar. Frímerki lessi verða 5
aura græn (upplag. 3 miljónir), 10
aura rauð (20 milj.) og 20 aura
blá (20 milj.). Tekju nar af þess-
mn frímerkjum einut i eiga þannig
að verða frekar 6 milj króna. Norð-
menn búa sjálfir ti! pappírinn í
frímerkin (Alvöens verksmiðja) og
prenta þau sjálfir. Jau verða til
sölu 17. maí.
Hreindýr á Jótlands-
heiðai'.
í velur hafa Dan r keypt 370
hreindýr frá Noregi og ætla að Iáta
þau ganga á Jótlandsheiðum. Dýr-
in kostuðu frá 30 ki. og allt upp
í 120 kr. hvert, en flutningskostn-
aður varð frá Sunnan, nyrst í Nor-
egi, og til Helsingjaborgar 4000 kr.
Voru dýrin flutt á 13 vögnum, en
auk þess voru 3 vagnar í lest-
inni, einn með snjó (í stað drykkj-
arvatns), annar með mosa og hinn
þriðji með hreindýrasmalana, sem
sáu um þau á leiðinni. Yfir Dan-
mörku er búist við að ferðin kosti
2000 kr.
Dáinn
er 8. þ. m. Richard A. Cross, fyrr-
um Indlandsráðherra, nírœður að aldri.
Hann var hygginn atkvæðamaður í
stjórnmálum, lærður vel, gamansam-
ur og hnitfinn í frásögnum. f Ind-
landsmálum sýndi liann rögg mikla
og gætni.
Olíuskip sekkur í
Atlantshafi.
42 menn farast í voðaveðri.
Eimskipið Oklahama, eign Phila-
delphiu-steinolíufjelagsins, 3 700
smálestir að stærð, sökk í ofsastormi
í Atlantshafi mánudaginn 5. jan.
nálægt Sandy Hook. Skip þustu
að, er loftritiun kvaddi hjálpar, og
varð einum 8 bjargað af 50 háset-
um.
Vinsælir dansar.
í MorristowníNew-JerseyíBanda-
ríkjunum er aðalhæli ríkisins fyrir
sinnisveikt fólk. Samkvæmt skoðun
lækna er álitið fólki, sem svo er á
vegi statt, afar nauðsynlegt, að njóta
sem mestrar hreyfingar og glað-
værðar. Hefur því forstöðunefnd
hælisins efnt til ýmiskonar leika
fyrir sjúklingana, svo sem hreyfi-
myndasýninga og dansleika.
Meðan hreyfimyndasýningar voru
hafðar, þyrptist fólk úr bænum svo
á sýningarnar, að banna varð þeim,
sem utan hælisins voru, að sækja,
svo sjúklingunum yröi ekki útbol-
að frá skemmtununum. Nú var
byrjað næst á því, aö hafa dansa
fyrir sjúklingana. Fylltist þá svo
af utan-hælisfólki, að ekki varð skip-
un á komið. Voru bæði menn og
meyar ánægð með að dansa við
vitfirringana, — aðeins fengi þeir
að dansa. En við það urðu dans-
pörin svo mörg, að ekki komust
allir fyrir.
Gaf þá Dr. Evans, yfirlæknir
hælisins, út þá skipan, að hleypa
engu utan að komandi fólki inn.
Því þótt hafá ætti stjórn á því eft-
ir að dansinn var byrjaður, þá gæti
hvorki hann eða aðrir sagt um,
hverjir væru þeir vitlausu og hverj-
ir hinir. Hefur þessi skipan læknis-
ins valdið mikilli óánægju í Morris-
town, og er talið, að hann sje að
leggja höft á dansinn!
Aldur mannkynsins.
— Ameríkanskur vísindamaður,
Dr. Leon J. Williams að nafni,
sem fengist hefur við mannfræðis-
rannsóknir í þrjá tugi ára, hefur nú
komist að þeirri niðurstöðu, að
maðurinn sje 500 000 ára gama I,
og sje forfaðir apanna, en ekki eins
og Darwin hjelt fram, aö maður-
inn væri kominn af öpum. Dr. Wi!-
liams er nýlega kominn til New-
York úr rannsóknarferðum sínum,
og er það ætlun hans að halda
fyrirlestra víðsvegar um Bandaríkin
um þessa kenningu sína. Hann hef-
ur raeðferðis 15 hauskúpur, sem
hann segir að sjeu hálfrar miljón
ára íTamlar.