Vísir - 23.01.1914, Side 3

Vísir - 23.01.1914, Side 3
V I S I R Dansskemmtun veröur haldin aö Baidurshaga í Mosfeilssveit Iaugardaginn þ, 24. þ. m, Ryrjar kl. 6 e, m. TÆKiFÆRISKAUP. í dag ki. 2—5 e. h. verða seldar góöar og ódýrar kartöflur (4 au. pundið) á steinbryggjunni. Minnst 150 pund. ALPACCA Matskeiðar Theskeiðar Gaffiar fást í Yersl. Jóns Þórðarsonar. Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Sestux \ %\\. Eftir S. Baudiz. Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi. ---- Frh. Gesturinn hlustaði með athygli á þetta allt, en þó var eins og hugur hans væri bundinn við alit annað, sem hann langaði að fá færi til að tala um. Einhver dag sagði hann við Þorbjörn: »Þú minntist einu sinni á gamlar sögur um Iand eitt mikið í vestur- höfum, og sagðist vera ættingi og árftökumaður þess, er landið fann. Ef þú veist eitthvað meira um það, þá segðu mjer það.« »Þjer trúið mjer eigi fremur en sjera Jón,« svaraði Þorbjörn hálf ólundarlega. »Lesið þjer sögurnar sjálfur.* »Lestu þær fyrir mig,« sagði Sir Dave. »Yður grunar ekki hvað mik- ið áhugamál þetta er mjer,« Og svo varð Þorbjörn að segja honum söguna um Eirík rauða, er varð sekur um víg og lagði vestur í höf að leita lands þess, er Gunn- björn sonur Úlfs kráku varð var við, er hann fann Gunnbjarnarsker. Hann sagði frá því, er Eiríkur rauði reisti bú á Grænlandi, og á eftir honum kom Herjólfur. Bjarni sonur hans lenti í sjóhrakningi og rak fyrir norðanvindi í niðaþoku suður í höf, og varð þá var við ókennt land. »En Bjarni stje þar ekki á land. Það var Leifur hinn heppni, forfað- ir minn, er keypti skip Bjarna og hjelt suður höf í landaleit. Og hann fann landið, og nefndi það Vínland.« Og Þorbjörn sagði gestinum með mikiili nákvæmni alla sögu Eiríks rauða og Þorfinns karlsefnis og með eldlegum áhuga lýsti hann þessu fagra undralandi, eins og hann hefði sjeð það sjálfur, að þar væri hver lækur fullur af lax, kornstengur yxu þar útsæðislaust og vínviður væri í hverjum skógi. »Undarlegt er þetta,« sagði Sir Dave. »En mjer finnst sagan senni- leg. Það er þá meira en uppspuni, að menn á þessari afskekktu eyu við norðurhjara heims, viti meira en aðrir,« bætti hann við, eins og hann talaði við sjálfan sig. Svo gekk hann nokkura stund þögull við hlið Þorbjarnar og Ioks sagði hann: »En eitt er mjer óskiljanlegt, og það er, að nokkur þjóð skuli láta slíkt land ganga úr höndum sjer, eftir að hafa fundið það og eignast.* »Er það ekki skiljanlegt?« svar- aði Þorbjörn. »Þjóð, sem áður var fræg um mörg ár, var svo skamm- sýn, að gefa sig á vald erlendra konunga, og er nú orðin svo dáð- iaus og heillum horfin, að hún læt- ur hvern erlendan skipstjóra slíga á hálsinn á sjer. Hjer er enginn, sem ber hug í brjósti til frægðarverka.« »Enginn?« spurði Sir Dave, og leit til Þorbjarnar. »Þjer lesið hugsanir mínar,« sagði Þorbjörn. »Hví skyldi jeg svara þessu neitandi? Hið ókunna land í hafinu hefur alla mína æfi aldrei horfið mjer úr huga, hvorki í vöku nje svefni. Hundrað sinnum hefi jeg setið út á Öndverðarnesi og starað út á hafið. Jeg hefi sjeð sólina hníga við hafsbrún, og þá hugsaði jeg: Nú hnígur sólin að baki fjalla á landinu, sem jeg er erfingi að, en get aldrei fundið. Hundrað sinnum hefi jeg í drautni staðið á ströndum þess, þar sem jeg vissi að Leifur hafði staðið. En hvað eru hugsanir og draumar? Jeg átti hvorki auð nje skip og án þess kemst eiurinn vfir hafið.« Frh, w Nýkomið: # Epli, Appelsínur, Hvítkál, Gulrætur, Piparrót, Vínber, Laukur, Rauðkál, „Rödbeder“, „Purrer", Sellerí og ágætar kartöflur í v e r s 1 u n Einars Arnasonar. S í m i 19. ^orVýöva | ^ievmsæVw 3'Itomötva» þorbjörg (kemur inn): „Sælir biskupar góðir, get jeg fengið að tala við þann, sem eræðstur yð- ar undir 4 augu?“ Jón mormóni: „Sælar kona góð, vjer erum ekki biskupar heldur öldungar, og hef jeg lengst verið „í þessu reynslu ástandi" hjer á jörðunni, en jeg er æðstur hjer, en bræður mínir, sem hjer sitja, eru báðir „uppáverkaðir" af sama anda og jeg, og mega þeir vera við, ef þjer ætlið að tala um trúmál, eins og „það sýnist til mín“ að þjer ætlið.“ þorbjörg: „Já, að vísu snertir erindi mitt trúmálin, en jeg er hrein og bein og segi ekkert, ef hann Halldór mormóni, sem aug- lýsti í fyrra, að hann hefði ekki átt barnið með stelpunni í Garðin- um, er hjer viðstaddur; jeg vil eng- in börn eiga með honum, eða öðr- um orðum, ekkert tala við mann, sem birtir jafn dónalega auglýs- ingu.“ Jón: „Uss, uss, kona góð, hjer er enginn Halldór, við heitum Jón, Einar og Elías, og viljum ekki hlusta á neinar árásir á Halldór bróður vorn, sem sttarfaði árum saman meðal þessarar þverbrotnu kynslóðar. Hafi stúlkan, sem þjer nefnduð, orðið fyrir nokkru óþægi- legu umtali útaf auglýsingunni, þá hefur hann margbætt henni það, bar sem hann tók hana með sier til Ameriku og hefur hana nú til aðstoðar „egtakvinnu“ sinni. — En hvað er yður nú á höndum kona góð? þorbjörg-. „Jeg er ekki kona, jeg er frú, frúin hans"Ingimundar, frægasta rithöfundar þessalands.— En jeg er samt óttalega ólukkuleg, því Ingimundur er svo óguðlega stríðinn. Jeg tala ekki um skrifin hans,en allraverst er mjerviðhvað hann er djarftækur til kvenna, og nú síðast þegar jeg fann að því við hann, hótaði hann mjer að verða mormóni og giftast svo 10 eða 20 stelpum bara til að kvelja mig. Já,hann ljet mig meir að segja skilja á sjer, að hann hefði þegar ráðgast um það við ykkur og þið telduð ekkert því til fyrirstöðu. — En Ingimundurer ýkinn, þótt hann sje minn maður, og nú vil jeg spyrja ykkur í einlægni: Er það satt? Eruð þið virkilega svo óguðlegir að ætla að faraað narrahannlngimund til að verða fjölkvænismann ofan á allt annað?“ Jón ætlar að fara að 'hrista höfuð- ið, en þá hnippir sessunautur hans í hann, sem er sýnilega hcyium hyggnari, og segir: „ Jeg skal svara yður, kæra frú, en fyrirgefið, að vjer höfum gleymt að bjóða yður sæti. Hjerna er góöur stóll. Má jeg ékki bjóða yður eitt glas af saklausu víni, vjer drekkum aldrei sterka drykki. „þjer sýnist til mín“ vera „slappaðar“ eða ofurlítíð „nervös- ar“, og vínglasið mundi hressa yð- ur. — þjer voruð að tala um manninn yðar, en jeg segi yður, að vor heilaga mormónakirkja hnnnnr oss að skvrn frá hví. hverj-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.