Vísir - 28.01.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 28.01.1914, Blaðsíða 3
V t| S I R S J O M E N N! Takið eftir; Aldrei hefur annað eins úrval af allskonar Sj öfatnaði komið til borgarinnar eins og nú er komið í Liverpool gog til Th. Thorsteinsson & Co„ Austurstræti 14. Svo sem: „Trawl“-Stakkar, Buxur, Kápur, Svuntur, Pils, Ermar, Skálmar, Hattar, Legghlífar, Fatapokar, Flókastakkar, og Buxur, hvítar og brúnar,1 Sjósokkar enskir, Klossar fóðraðir, Stígvjel fóðruð, Vjelaföt, Teppi o. fl. o. fi. þetta er áreiðanlega fjölbreyttara og betra úrval af sjófatnaði, en þekkst hefur áður! Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ana. Þegar við komum fyrir næstu vík, sáum við torfþak bæarins á Grímsstöðum — og eftir skamma hríð fór Stcfán að verða órólegur. Hann fór með okkur ýmist í aust- ur eöa vestur og fullyrti, að við værum á rjettri leið. En þar eð þetta var enginn sparnaður með tímann, sem var okkur dýrmætur, því bráðlega áttum við að komast inn á Hólasand, heljarmikla eyði- mörk, þar sem hvergi var sting- andi strá að hafa fyrir hestana, þá gengum við á unglinginn og hann varð að kannast við að hann rat- aði ekki. Hann vissi eiginlega ekk- ert, hvert halda skyldi. Við urðum því að taka til okkar eigin ráða. Við höfðum landabrjef með okkur, en hlutföll þess voru 1 : 850000, og að fara eftir því var álíka og að ferðast um tunglið eftir upp- dræftinum í Brockhaus-Iexíkoni. Við urðum með einhverju móti að kom- ast heim að Grímsstöðum, sem var næsti bærinn, og eftir margar árang- urslausar tilraunir og ægilcgt brask, gátum við aftur að líta Mývatn. Bóndinn þar kunni ekkert annað en íslensku og urðum við því að láta Stefán einan ná í upplýsingar. Hann var því sendur heim og var, held jeg, rækilega boðið að safna nú öllu viti sínu í eitt, til þess að fá að vita um rjetta Ieið. Þegar hann Ioks kom aftur, þótt- ist hann þekkja leiðina eins vel og fingur sína. Við hjeldum aftur í norövestur og komumst inn á Hólasand. Eyðimörkin var fyrir framan okk- ur eins og öldóttur hafflötur. Frh Jxí sv. Jx. (Brot úr ferðasögu). ---- Frh. Klukkan 4 sama daginn fór jeg í st. Georgskirkjuna, það er biskupa-kirkja vegleg. Forláta prje- dikari frá Winnipeg átti að tala. Stóð fyrir framan kirkjuna auglýs- ingaspjald mikið og stóð á þvf: »Karlmenn, karlmenn, komið og heyrið, hvað hr. N. N. frá Winni- peg hefur að segja karlmönnum í Halifax. Stór samkoma fyrir karl- mennina«. Þetta var einnig auglýst í öllum sporvögnum. Ræðan var um karlmennsku, ekki voru margir í kirkju, varla 200. Eftir messu fór jeg heim að jeta kveldverð »half past five-te« Kl. 7 fór jeg aftur í baptistakirkjuna. Sami presturinn talaði og fyr um daginn og var efnið um hina miklu spurningu Matt. 22, 42.). Hann talaði ágæt- Iega og svo greinilega aðjeg skildi hann vel. Svo auglýsti hann fund á eftir í kjallaranum. Jeg var boð- inn þangað. Eftir söng bað prest- urinn mig að segja nokkur orð og geröi jeg það, jeg falaði í lOmín- útur og var alveg hissa yfir sjálf um mjer. Því var vel tekið, þó enskan væri ekki sem best, en aldrei hef jeg getað talað eins ensku og þarna. Svp stóðu þarna margir UPP og gáfu stutta ' vitnisburöi Jeg kynntist þarna 14 ára dreng ntjög skemmtilegum. Spurði jeg hann um K. F. U. M. og bauðst hann til að fylgja mjer þangað. heldur aðalfund tniðvikudagirtn 4. n. m. kl. 5 síðd. f Iðnaðarmannahúsinu uppi. Lagðir verða fram reikningar og tillaga um að leggja fjelagið niður, svo og um ráðstöfun á eignum fjelagsins og borgun skulda. Fastlega skorað á fjeiagsmenn að mæta. Reykjavík 26. jan. 1914. Fjelagsstjórnin. 1 j W * r i i * I _ v ^PPPPPPPP^TPPf^fTPflfippf^lipfK Netagarn (I rskt), 5- og 6-þætt. Hið 6-þætta er sjerstaklega gott í selanætur. Veiðarfæraverslunin „Verðandi Hið langþráða Plyss Astrakan er nú komið. Gruðm. Bjarnason. f kveld kl. 8 heldur 3<V.eY\t\\w$a\5\eta$\5 útbreiðslufund sinn í K. F. U. M. (stóra salnum uppi). — þangað ættu bæarbúar að fjölmenna, til þess að kynnast fjelaglnu. Hann var eldri sonur djáknans þar við kirkjuna. Pilturinn fór með mig óraveg og sýndi mjer K. F. U. M. Það var nú meiri bygging- in, byggð í fyrra og kostaði nær 400 000 krónur. Skrifarinn gekk með mjer um hana og var hinn alúðlegasti, en enginn fundur var þar á sunnudögum. Svo fylgdi pilturinn mjer heim og skildum við með mikilli vin- áttu. Frh. Violanta. Framhald af Cymbelínu.) --- Frh. Jeg brást reiður við og krafðist þess með skírskotun til embættis- skyldu hans og rjettar míns, að hann veitti mjer þegar áheyrn, því erindi mitt þyldi enga bið, — myndi jeg og síma til sendiherrans í Rómi og skýra honum frá viðtökum þess- um að öðrum kosti. Ritarinn klór- aði sjer bak við eyrað, fór aftur inn, kom að vörmu spori og vísaði mjer I inn til ræðismannsins. 1 Ræðismaður var hinn kurteisasti, ( bað mig mjög að afsaka bið þessa, bauð mig velkominn ogspurðiit ig mjög alúðlega, hvað hann gæti gert mjer til þæginda. En hann var svo undarlegur, það var eins og hann gæti ekki setið kyr, — hann starði ýmist á ntig með nístandi augna- ráði eða horfði í gaupnir eða hristi höfuðið Iítið eitt. Jeg skýrði honmn vandlega frá atburðum öllum viðvíkjandi [meyar- hvarfinu og loks frá grun mínum um að Violanta væri hjer niður- komin í borginni, — kvaðst jeg ósjálfrátt verða að setja þann grun minn í samband við það, að Ru- beoli greifi, útlendingur, sje hjeðan úr borg, er hefði komið sjer í kynni á heimili föður míns með falsbrjefi undir mínu nafni, af ger- samlega óskiljanlegum ástæðum, hefði sjest í skóginum og hitt þar Marion hertogadóttur rjett áður en Violanta hvarf, og svo horfið úr Parísarborg og farið einmitt hingað. að því er lögregla Parísarborgar hafði tilkynnt mjer. En jafnskjótt sem jeg nefndi nafn Rubeoli greifa, sá jeg að ræðis- manni brá mjög, og er jeg minnt- ist á falsbrjef í sambandi við hann, sá jeg að honum varð órótt mjög, hann hristi höfuðið ákaft og muldr- aði eitthvað fyrir munni sjer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.