Vísir - 28.01.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1914, Blaðsíða 2
v i s i k Venezuela, óaldarríkið mesta í víðri veröld annað. en Mexíkó, er í slæmri klípu. Stjórnin þar sjer sjer ekki fært að láta þingkosningu fram fara nje ráðherraval, sem þó ætti að fara fram í febrúarmánuði næstk, vegna ófriðar par í landi, — þar eru nefnilega, eftir því sem innanríkisráðherrann hefur lýst yfir, gamlir uppgjafaforselar og stórbófar ríkisins, þeir Castro, Hernandez, Bertista, Alcantara og Oli- vares allt af að blása að ófriðar- eldi utan lands og innan, sem slá myndi í Ijósan loga, ef kosningar ættu fram að fara með venjulegum æsingum, er þær hafa í för með sjer. Merkur guðfræðingur látinn. Þann 16. þ. m. dó af slysförum einn hinn merkasti guðfræðingur Þjóðverja, Hermann von Soden barón, guðfræðiskennari við há- skólann í Berlín. Hann var fæddur í Cincinnati 1852, var prestur i Dresden og Berlín frá 1881—’89, er hann varð aukakennari í guð- fræði við háskólann, en 4 árum síðar prófessor. Merkustu rit hans eru um texta nýa testamentisins. Palladómar. ---- Frh. 17. Einar Jónsson, 1. þingmaður Rangæinga (f. 18. nóv. 1868). Hann hefur farið með umboð Rangæinga á fjórum þingum (1909 —1913), og þykir flestum sem hann hefði mátt þar liðtækur vera. E. J. er rúmlega ineðalmaður að vexti, sívalur mjög, ekki mikill um herðar og vitund lotinn í herö- um, nokkuð hálslangur, en f)ó upp- rjettur í hálsi, limaður vel og þó ekki armskammur, hvatur í spori og ekki stuttstígur. Hann er yfir sig ennimikill og ekki hafið mjög, vikóttur, brúnamikill og skúfbrýnd- ur, þunnleitur nokkuð og þó sljett- leitur, nokkuð bleikfölur á yfirbragð, hökuber, nefið beint og frítt, aug- un grá og skær, ekki iítil og liggja nokkuð djúpt. Hann er nærri hvít- ur á hár, og þó ekki hærður, rauð- jarpur á brýr og granarskegg, en skegglaus á vöngum. Er hann mað- ur kennilegur mjög yfirlitum sakir hárafars. E. J. er einn þeirra manna, er lagðist á hugi við Uppkastið 1908, og fyrir sakir þess ástafars bauð hann sig fram til þingmennsku, náði kosningu og komst á þing. Það segir sig því nokkurn veginn sjálft, að hann hafi verið í flokki Heimastjórnarmanna, þá er á þing kom, og þar með í minni hluta, þeim er þá (1909) var á þingi. Var ekki annað að sjá en að hann þyldi þaö minnihluta-»stand« mæta vel. Og þá er nuddið og nöldrið, sparkið og spyrningarnar, urðu á þingi 1911 um ráðherraskiftin, neytti hann aðstöðu sinnar sem best mátti hann við koma; greiddi atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á hendur ráðherra þeim, er með völdin fór avxlvójuv, tauíbeíut kavVóJfov á á8 e\ns V|2 e^xu ipd. \ \fcö puudum o$ ^ au., ej &e\^V etu \ööö pd., Jást á y^appavsU^ \ JS, Verslun Ámunda Árnasonar selur ágæta kæfu á 45 au. pd. os saltkjöt - 30 - - /SjfV Verslun Jóh. Ögm. Oddssouar. Laugaveg 63., er ennþá vel birg af flestallri maivöru, sem selst með hinu velþekkta lága verði — jólaverði, t. d.: Haframjel 15 aura. (Ódýrara í 10 pd.) Grjón 15 — ( — Hveiii frá 13 — ( — Margaríne frá42 — ( — Maís 10 — ( HænsnabygglO — ( - Osiar, sætt Kex, Kæfa og allt selst með vægasta verði. Lúðuriklingurinn ------------) ------------> .----------) - - -) Kartöflur, sem þykir nokkuð borginni. dýr, en það er sá besti, sem fæst í Virðingarfyllst Jóh. Ögm. Oddsson, Laugavegi 63. í smákaupum er ávalt til sölu í niðursuðuverksmiðjunni .Sími 447. 1 dag fæst FISKIFARS. á öndverðu þingi (B. J.), og ónýlti vanlraustsyfirlýsingu á hendur þeim, er síðar á þinginu var tekinn við ráðherradómi (Kr. J.). Sýnir þelta, að ekki hafi geigað hjá honum sporgangan. En þó var það svor.a, að skreift varð honum dálítið á sköturoðinu á því þingi (1911), er hann varð til þess, að brjóta bág við vilja flokksmanna sinna, annara en Stefáns í Fagraskógi, uin það, að gæða Dönum á tveim þriðjung- 1 um sekta fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Hvað þetta hafi gengið nærri flokksgriðum hans. veit eng- inn. En víst var um það, að ekki bar á gönugöngum hjá honum í flokksmálum lengi eftir þetta. i Á þingi 1912 gekk E. J. í Sam- bandsflokkinn, og bar nú ekki til tíð- inda. En á öndverðusíðasta þingi hvarf hann í Bændaflokkinn, og mun þá í bili hafa orðið viðskila við Sam- bandsflokkinn. Höfðu sumir þókfst merkja, að hann hefði komið á síðasta þing á nokkuð lullkenndu vekurðargutli • í sambandsmálinu. Voru nienn ekki á einu máli um vekurðargutl þetta. Sumum þótti það einstaklega Ijólt. Aðrir töldu það brúklegt, eða betra en víxl- fljettingur. En sumir báru upp í sjer, að E. J. væri sjálfur skrambi óánægður með þetta sambandsvek- urðargutl; langaði eiginlega til, að taka upp annan gang í jafn »ypp- arlegu« máli, helsl að vetða svo- lítið stórstígari. Ekki verður með vissu sagt um, hvað hæft væri í þessx En geta má þess, að það var eins og mönnum dyldist ekki, að hann væri svona um mitt þing- íð að skifta ttm sambandsgangsinn. Sumum sýndist, að hann væri að leggja par niður vekurðariullgutlið, og væri eins og að byrja að brokka. En gangskiftin sýndust ekki hrein; hatin væri kannske ekki nógu há- stígur, og ef til vill ekki heldur nægilega stuttstígur. Sumum sýnd- ist, — hafi það ekkí verið mis- sýningar og vitleysa, — að úr þess- um sambands-gangskiftum ætlaði að verða endileysa, líkust nokkuð slammaralegu lalli. Það var líka skrafað, að E. J. hefði verið orð- inn dauðþreyttui á þessum tilraun- um. Og seinast var altalað, að hann væri hættur við þær. Það kemur líka heim við það, að ttndir hann hafi hyllt austnr á Kömbum að loknu þingi á því forna og fót- tama, lullkennda sambands-vekurð- argutli, eins og fyr. Frh. ÚR ,.*T sagklefjall: Eftir Albert Engström. —— Frh. Við snæddum morgunverð, sem — aldrei þessu vant — var svart- fuglsegg, silungur, sauðaket, mjólk og kaffi, kvöddum svo gestrisna fólkið í Reykjahlíð og riðum af stað í glaða sólskini yfir hraun og sanda í norðvestur, út með vfkum Mývatns. Svo lá vegurinn meira norður á bóginn, og ofan af hæð einni eða hálsi, er við fórum yfir, renndum við síðast augum hið ein- kennilega landssvæði, er við höfð- um verið að fara um síðustu dag-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.