Vísir - 04.02.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1914, Blaðsíða 2
V I S 1 R Uppreisn á Haiti- Nýustu blöft segja þar uppreisn mikla. 22. þ. m. beið her stjórn- arinnar gersamlegan ósigur fyrir uppreisnarmönnum í nánd við höf- uðborgina. Hermálaráðherrann er flúinn brott úr landi á eimskipi. Hermann Sudermann, fræga þýska leikritaskáldið, er »Leik- fje'ag Rvíkur* hefur leikið rit eftir, hefur samið nýtt leikrit: »Lofsöngv- ar Claudians*, er miðið þykir til koma. Efnið frá dögum Rómverja hinna fornu á 5. öld og er strang- sðgulegt. Það var leikið fyrsta sinni f Berlín 20. f. m. Venizelos, forsætisráðherrann gríski, kom til London 22. þ. m. frá París. Var skörungi þessum tekið þar sem konungur væri. Verkföll. Verkfall inu mikla íS u ð u r-A f r í k u lauk 23. f. m. — Um nánari úr- slit þess er ókunnugt. Námamenn á Englandi hafa gert verkfall. Kolamenn í London heimt- uðu laun sín hækkuö 21. f. m. og er því var eigi sinnt, Jögðu þeir vinnu niður. Fyrst var það ekki gert samkvæmt ráðsályktun verk- mannamiöstjórnar, en hún fjellst á það eftir á. Frakkneskur merkis- maður látinn. Nýdáinn er í París Francis de Pressensé, nafnkunnur blaðamað- ur, jafnaðarmanna-þingmaður og mannrjettindafrömuður. Hann var einn hinna fremstu, er börðust fyrir sakleysi og sýknudómi Dreyfus í máii hans, fjekk hann af þvf marga mótstöðumenn, en óx þó svo mjög af þeim afskiftum sfnum, að Frakk- ar telja hann einn sinna mestu og bestu manna. Út þessa viku vtrca h;nar ágætu nýju Yetrarfrakkar seldir með 20% afslætti. Hjá Th. Th. & Go. Austurstræti 14. IVÍSIR. n—ga—gESSSSlIfl'iUITiT'/I'TWL ■- . JiJLi 1 :.g Vegna sivaxandi kanpendafjölda Visis er nú hægt að selja föstum áskrifendum blaðið fyrir aðeins 60 aura um mánuðinn, og er þvi timi kominn fyrir þá, sem ekki eru enn áskrifendur (einkum af þeim, er búa utarlega i bœnum), að skrifa sig nú fyrir blað- inu á afgreiðslunni. Aukist kaupendatalan áfram, eins og hingað til, verður blaðið stækkað að mun með vorinu. ¥ .................. 1 "-=* NÝ SÁPIÍVERSLUK Allskonar sápur til þvotta, 20—30 teg. af handsápum, svampar, greiður, Palladómar. --- Frh. Það væri vitanlega óþarft og of langl, að telja hjer öll þau mikils- verðari mál, er B. Kr. hefur látið tll sín taka á þingi, annaðhvort fyr- ir það, að þau hafa undir hann komið í nefndum, þótt aðrir flytti, eða þá fyrir það, að hann væri sjálfur flutningsmaður þeirra. Nægja ætti að geta þess, að hann hefur alla sína tíð á þingi verið af mörgum talinn með tillagameiri og tillaganýtari mönnum um fjármál landsins (þar með talin tollmál og bankamál), verslunarmál, samgöngu- mái, atvinnumál og ýms þau mál, er varða velfarnan þjóðarinnar, annaðhvort í heild sinni eða í ein- stökum greinum. Ótvírætt er það, að B. Kr. er framfaramaður, er byggja vill fram- farirnar á hyggilegri framsýni, Vill hann efla fjárhagslegt sjálfstæði þjóðfjelags vors, út á við og inn á við, og rýmka og bæta atvinnu- vegina, svo að það megi verða. En allt vill hann að þetta hafi þær stoðirnar, er oss sjeu ekki ofviða eða hurðarás um öxl. Hefur því komið fyrir, að hann hefur lagst á móti þeim máiunum, er talin eru til hinna mestu þjóðþrifa, hafi hon- um sýnst þau vera okkur ofvaxin. kambar, ilmvötn o.fl. o.fl., yfir höfuð flest, sem að hreinlæti lýtur. Ódýrast í borginni. Permingarböm. Presinrnlr við dómkirkjuna byrja fermingarundlr- búning f þessari viku. Fermingarbörn sjera Jóhanns eiga að mseta f kirkjunni kl. 4 á fimmiudaginn, en fermingarbörn sjera Bjarna á föstudagirtn kl. 4 á sama stað. Má þar til nefna járnbrantina frá Reykjavík aus'ur um Árnesþing. Járnbrautarmálið þykir öllum við- urlitsvert, og mælt er, að sumum þyki það reyndar bölvað á báða bóga. Framfarirnar vitanlega auð- sæjar annars vegar, en hins vegar ekki eins skjótsjeðar nægilegar tekj- ur eða þá gróði. Eitthvað gæti ver- ið af skýatötum í áætlunum lands- verkfræðingsins, er til teknanna komi. Aftur ckki óhugsandi, að B. Kr. reikni hddur naumt tekjurnar og teygi óvart úr útgjöldunum. En hjer ætti að mega nærri því sleppa öllu hjali um tekjur og gjöld. Björn bóndi á Grafarholti, skýr- leiksmaður mesti og framfaravin, skjótorður og skrifleikinn, kvaö segja f ísafold, að B. Kr. teljisjálf- sagt, aö nota fyrst sjóleiðina út í ystu æsar áður en ráðist sje í að leggja járnbraut frá Rvík um Ár- nesþing. Ef þetta ættí að veraskil- yrði fyrir lagningu járnbrautarinnar þá er nú kann ske ekki óeðlilegt, að það kæmi eins og »vending« á málið. Fari nú Björn bóndi í Grafarholti hjer rjett með, — og um það efast fæstir að óreyndu, — og meini B. Kr. það með orðunum: að nota fyrst sjóleiðina út í ystu æsar, áður en ráðist sje í að leggja járnbraut aust- ur, að menn eigi fyrst að sigja um öll veraldarhöfin, meðan þau endast (sbr. út í ystu æsar), og þegarsigl- ingum þeim sje lokið, geti komið til mála að Ieggja járnbraut frá R.vík um Árne9þing, — þá er til vonar að vinum jámbrautarinnar þangað austur, lengi kann ske eftir henni. Siglingarnar þær gætu sem sje orðið nokkuð seinlegar. Vitanlega hefði honum Kolumbus heitnum líklega ekki vaxið sjóferðin sú í augum. En — ætli hann, blessaður land- könnuðurinn heimsfrægi, hefði ekki orðiö því líka feginn, að niega »húrra« spottakorn á járnbraut, þá er hann stje á land í Ameríku? Nú, en þá hefði auðvitað orðiö að leggja járnbrautina á meðan liann hann var að svalka á sjónum. Og eitthvað þessu líkt munu þeir nú kann ske hugsa, vinir járnbrautarmn- ar austur. Þeir halda að varla muni af veita, þó farið væri eitthvað svo- lítið aö grúska við járnbrautina á á meðan á siglingunum stæði, En kapp er nú best með forsjá, svo f þessu máli sem í öðrum. Um það ber þeim saman, er starf- að hafa nieð B. Kr. á þingi, aö hann sje þar einstaklega starf- nýtur og starfdrjúgur, sívinnandi og hugsi málin af alúð og vandvirkni Það er að vísu sagt, að hann sje ekki öðrum mönnum skjóthyggnari og að ekki sje hann fljúgandi mælskur, eins og stundum er komist að orði, en aftur dylst það ekki, þeim er með honum starfa, að hann er mað- ur raunhygginn, hafi hann tóm til íhugunar. Og uni ræður hans vita menn, að í þeim felst oft svostað- góð sókn eða vörn, eftir því sem við horfir, og svo drjúg og seig rök- færsla, að ekki mun á allra færi, að draga þar úr höndum hans. Það er dómur margra, að B. Kr. eigi hiklaust að telja meðal þeirra nýtustu manna, er sátu síðasta þing.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.