Vísir - 05.02.1914, Page 3

Vísir - 05.02.1914, Page 3
V I S 1 R bót, er hægt væri að fá, þótt skemmra færi í einstökum greinum, en best yrði ákosið. Þeim, er mál- inu fylgdu, þótti sá fengur í stoð þeirri, er það fjekk í liðsinni hans, að jafnan var til orða hans og skoðana vitnað af þeim. Og ekki var það síst um þær greinarnar, sem margir gengu nokkuð blind- andi að, svo sem uppburði íslenskra sjermála í ríkisráði Dana. Sýnir þetta ljóslega hvílíkt það traust var, er samherjar Kr. J. báru til hans. Eftir að Kr. J. Ijet af þing- mennsku, að loknu þingi 1903, mun hann hafa látið stjórnmálin lítið til sín taka opinberlega, annað en það að hann hjelt uppi svör- um á nokkurn hátt fyrir meiri hluta þingsins '02 og ’03 um ríkisráðs- ákvæðið, þá er Landvarnarmenn átöldu þá lagasetning. Frh. Himbrimi. Eftir Edmund Selous. ---- Frh. Löngu síðar kemur hann auga á fuglinn langt út á bol, en þeg- ar hann kafar næst, virðist hann týndur og tröllum gefinn. Löngu síðar — að vísu miklu fyr en nokkur sanngirni er til að frí- tími hans sje liðinn — er hann kominn aftur, eins og skollinn úr sauðarleggnum, í námunda við hreiðrið, skimar þangað hálf- vandræðalega og óttablandinn, eins og til að forvitnast um, hvort hinn fuglinn vilji ekki rýma fyrir honum hreiðrið. Er gaman að horfa á þetta og stendur á því nokkra stund, því að karlfuglinn gefur þessu engan gaum og ligg- ur á sem fastast, eins og honum finnst skyldan bjóða. Móðirin snýr þá um síðir frá í öngum sín- um, kafar og kemur upp all-langt frá, hinum megin hólmsins. En hún fær ekki af sjer að vera langt í burtu, fer að synda nær, fyrst eins og hún læðist, enn kemur með einráðnum huga og stefnir beint að hreiðrinu, þaðan sem karlfuglinn sjer til hennar. Allt í einu heyrist busl innan um stéinana við bakkagn, því að karlfuglinn kastar sjer í vatnið og kemur syndandi móti henni. Fuglarnir synda aftur hvor fram hjá öðrum án þess að nema stað- ar eða heilsast, þótt ekki sje lengra milli þeirra, en svo sem eitt fet; móðirin syndir ákaft og hleypur upp í hreiðrið með enn meiri þrótti en karlfuglinn og af meiri ástríðu ogsest aftur í sitt grunna og hugþekka hreiður, sem hún ann af allri sinnieinföldufuglssál en eggin, sem í því liggja, eru að líkindum seld fyrir löngu ein- hverjum góðum manni, sem ein- mitt er nú á leiðinni frá Eng- landi til þess að „ná“ þeim. Ekkert hátterni þessara tveggja fugia, líf þeirra, sál eða tilvera, ekkert, sem þeir hafa yndi af eða bera umhyggju fyrir, kemur hið minnsta við þennan „náttúru- fræðing", eða skiftir hann nokkru, Hann kemur að eins til þess að taka eggin þeirra og hvatar svo heim aftur. Hann lítur á þau Verslun Jóh. Ögm.Oddssonar, Laugaveg 63., er ennþá vel birg af flestallri maivöru, sem selst með hinu velþekkta lága verði — jólaverði, t. d.: Haframjel 15 aura. (Ódýrara í 10 pd.) - ( - ( Grjón 15 Hveiti frá 13 Margaríne frá 42 Maís 10 Hænsnabygg 10 Ostar, sætt Kex, Ksefa og allt selst með vægasta verði. Ennfremur talsvert af Álnavörn. (-.- - (-.- - ( -) -) ------) ------) Kartöfiur, sem sem selst með stórmiklum afslætti. Virðingarfyllst Jóh. Ögm. Oddsson, Laugavegi 63- stöku sinnum í framtíðinni og skýrir vinum sínum nákvæmlega frá, að hann hafi „fundíð“ þau sjálfur, tekið þau með eiginni hendi úr hreiðrinu og hafi farið út til íslands til þess. Sá hefur nú líka unnið fyrir vísindin, því að þarna liggja þau á rjettum stað með settum tölumerkjum! aað var svo sem í vísindanna ^arfir, hann er dyggur starfs- maður þeirra, og þegar þau álykta næst, að gefa út bók um breska fugla, með enn fleiri litmyndum af cggjum þeirra, þá ljær hann „vísindunum® til meðferðar safn sitt, — „hið fjölbreytta safn“ fær þakkir fyrir í formálanum. Slíkt er hugarþel lítilmennis, slík e-i saga eggjasöfnunarinnar. Frh. Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hin störa rýmingariítsala hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31., er byrjuð og stendur yfir þessa viku. Afsláftur gefinn af öllum vörum. Af veggfóðri, gólfdúkum, vaxdúk- um og gólfábreiðum 15—50% afsláttur. Af öllum húsgögnum gefinn afsláttur. Notið þetta ágæta tækifæri ti! að eignast góðar og gagnlegar vörur fyrir lágt verð. Jónatan Þorsíeinsson. KJÓTFARS og KJÖT í smákaupum er ávalt til sölu 1 niðursuðuverksmiðj uuni. Sími 447. í dag fæst EISKIFAES. £at\dsn\s stærsta og besta Cteta\)er^\\xxv er j Einars Arnasonar, Sími 49. Aðalstræti 8. Violanta. Framhald af Cymbelínu. ---- Frh. Hann stakk samt á sig hlaðinni marghleypu og hafði á sjer tygil- kníf bitran og beittan milli klæða, þar sem hann gat fljótlega gripið til hans. Hann þekkti frá fyrri tíð, að launvíg eru ekki ótíð í ítölsku borgunum sem og víðar, og hafði þvf í farangri sínum allsterka brjóst- hlíf úr stáli og aðra að baki, er festar voru með böndum yfir axlir og undir höndum á hliðunum. Hann fór í pansara þennan áður en hann fór út, næst skyrtu undir vest- inu, — fjell hlífin vel að brjósti, baki og kviði og var þannig ger, að hún hindraði hvergi hreyfingar og var ljett og sást ekki aö hann væri annan veg búinn, en venju- lega. Þegar út kom, var skuggsýnt orðið, en ljós kveikt og var því bjart á aðalstrætum. Um leið og hann gekk frá húsinu, sá hann manni bregða fyrir við húshornið og livarf hann eins og gatan hefði gleypt hann án þess, að hann gæti sjeð hvað af honum varð. René gekk um stund áfram stræt- ið, beygði svo af í aðra götu og gekk þar um stund. Var þar mann- ferð allmikil og varð hann einskis vísari og engin árás var á hann gerð. Kom hann svo að torgijall- miklu, er götur lágu að úr ýsmum áttum. Hann valdi eina götu, er ekki var breið og ekkí virtist fjöl- farin, þótt umferð væri þar nokkur. Spölkorn frá torginu var veitinga- hús ekki óveglegt og fór hann þar inn og bað um hressingu. René stóð við borð lítið, reykti vindling og dreypti á vínglasi sínu standandi. Hann renndi augum yfir salinn, — þar voru margir inni, en allir stiltir og róiegir. Skammt þar frá sátu 5—6 menn við borð, er virtust vera spánskir sjómenn, af samræðum þeirra að dæma, er hann heyrði giöggt, — þeir töluðu um affermingu á salti og voru gramir yfir drætti á henni. Nokkru iengra frá sat miðaldra maður einn við borð og tók René eftir því, að hann gaf nánar gætur að sjer. Þessi maður var í ljós- köflóttum ljettafötum með bresku il sniði, hafði kollhúfu lága á höfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.