Vísir


Vísir - 15.02.1914, Qupperneq 3

Vísir - 15.02.1914, Qupperneq 3
V í S l B það. Því varla sýnist ástæðu til þess, að krýna skrifara reiknings- laganefndarinnar Iárviðarsveig fyrir það, að hann leið, að óviðkomandi maður færði til rjetts vegar nefnda breytingartillögu með annari breyt- ingartillögu (Alþ. tíð. 1913. A, þgsk. 645), og fann sjer sæma, að láta það óþakkað, þótt af þeirri leið- rjettingu flyti það, að landsreikti- ingurinn fór vansalaust úr höndum nefndarinnar, vegna talnaskekkju og annarar hroðvirkni. G. E. erekki þungt um mál; talar skýrt og áheyrilega, og ekki ber á orðstíflu hjá honum. En uni efnis- gæðin í ræðum hans eru menn ekki á einu máli. Reynsla sú, sem þegar er fengin á þingmennsku G. E., sýnist ekki gefa stærstu vonir um, að hann geti orðið stórnýtur þingmaður eða þingskörungur, þó að hann kynni að eiga lengri þingæfi fyrir hönd- um. Sú sögn er til, að gamall og reyndur meðhjálpari hafi sagt um nýkominn sóknarprest sinn, ungan og óreyndan, að presturinn mundi verða mesti ræðuskörungur, þegar hann yrði farinn að þreytast og mæðast. Hver veit nú, nema (J. E. geti þreyst og mæðst þangað til á þingi, að hann yrði að tilhlýðileg- um þingskörungi. En ætli hann yrði þá ekki farinn að reskjast? spyrja sumir. Flestar sagnir herma, að Sunn- mýlingar ætli að senda G. E. aftur á þing, og það fylgir sögn- unum, að ekki sje það alveg til- verknaðarlaust af hans hálfu. Sunn- mýlingar eru taldir góðir drengir, og þá er til vonar, að þeir sjeu bónþægir. En menn spyrja sern svo: Eiga þeir ekki völ á mikilhæfari þing- manni? Lögrjetta, sem vitanlega ætti að vera vor pólitíska Biblía nú á tím um, kvað segja, að G. E. sje far- inn að afneita sínum foringja, Þetta væri ekki fallegt, ef satt væri. Drottinhollusta hefur frá aldaöðli allt af verið talin ein af dýrustu dyggðum mannlegrar sálar. Og jafnan er slík afneitun talin með fádæmum, sem betur fer1), En hvað segir þó ekki sú helga Skrift? Varð ekki þeim sæla postula Pjetri sú hrösun á, að afneita sínum meistara á ffeistinganna- og hörmunganna- tíð? En hver skyldi sá vera, er ekki teldi þetta syndsamlega hrösun hjá postulanum? Og sá, sem öllu stýrir, haldi G. E. og öðrum kristnum mönnum frá slíkri hrösun, því nú stendur yfir freistinganna- og hörmun?anna-tíð, langafastan. Hann láti ekki G. E. henda slíka hrösun, bara fyrir það, að sækjast eftir ósköp tvísýnni þing- frægð; — hann láti G. E. heldur s'tja heima. Frh. ]) Reyndar er nú verið að stinga saman nefjum um, að síminn, kjafta- tifan su, sem yfir engu getur þagað, segi úr Þórsnesþingi syðra, að farið sje að votta fyrir samskonar afneitun hjá þeim manni, er fór með um- boð Snæfellinga á síðasta þingi. ___ Naumast er það, að nú fara að tíðk- ast þau breiðu spjótin! Lítíö fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru þurfið að halda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Nýkomiö mikið úrval af Skóhlífum í Skóversiun Stefáns G-imnarssonar. Austurstræii 3. LJEKNAR j Guðm. Björnsson landlæknir. Amtmannsstíg 1. Sími 18. Viðtalstími: kl 10—11 og 7—8. Massage-læknir Guðm. Pjeiursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. M. Magnús, læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Heima kl. 11 — 1 og ö1^—8. Sími 410. Kirkjustræti 12. Sigurður Et/iagnússon 1 æ k n i r er nú aftur til viðtals á Laugav. 38. miðvd. og laugard. kl. 2-3. horvaldur Pálsson læknir, sjerfræðingur i meltingarsjúk- dómum. Laugaveg 18. Viðtalstími kl. 10 —11 árd. Talsímar: 334 og 178. Þórður Thoroddsen fv. hjeraðslæknir. Túngötu 12. Sími 129. Viðtalstími kl. 1—3. Verslúnin Laugaveg 55. selur einungis góðar vörur, með lægra verði en ailir aðrir. T. d.: Kaffi, óbrennt — brennt Kakao ágætt Hvítasykur, toppa hogginn — steyttan Púðursykur pd. á 78 au. ----112 — ----90 — __ _ 22’/2__ — - 25 2 — í 10 pd.24 au. — - 24 — - —23 — — - 23 — - —22 — Haframjöl »Axa“, viðurkennt fyrir gæði af öllum, sem reynt hafa, pd. á 15 aura, í 10 pd. 14 j^ura. Hrísgrjón, heil, pd. á 15 aura, í 10 pd. 14 au. Hveiti, ágætt, pd. á 14 aura, í 10 pd. 13 aura. Mjólk, niðursoðna dós 40 aura. — — x|2 - 22 aura. Baldwins Epli, pd. 25 aura, Vínber, pd. 50 aura. j Allir vita, að STEINOLÍA er ódýrust í VON. ' SALTKJÖTIÐ óviðjafnanlega frá Grund í Eyafirði fæst aðeins í VON. íiT Vörurnar eru sendar kaupendunum heim. Talsími 353. Talsími 353. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkiustr. 8. Venjul.heima kl. 10-11. tímanlega. Eftir Rider Haggard. ---- Frh »Ef þú hittirNoyónumanninn, gæti hann trauðlega skorast undan að fást við þig, því að þú sækir mína sök á hendur honum ekki síður en sjálfs þín sök. Hami er nú stadd- ur í Feneyum, að því er trúnaðar- menn mínir hafa boðað mjer, og er þar að reyna að fá bogmenn á mála handa Frökkum.« »Þjer veitist orlof til fararinnar, herra Hugi, og átt miklu meira skilið fyrir dygga fylgd við oss,« mælti konungur enn. »Mun jeg fá þjer brjef til Goðfreðar Karlssonar, sem þar er umboðsmaður minn, og biðja hann fyrir skeyti til hertogans. Óska jeg ykkur fararheilla, þjer, herra Hugi frá Krossi, og þjer, Rík- harður bogsveigir, sveitarhöfðingi. Bið jeg yður að koma aftur eftir unninn leik og segja mjer hversu Noyónumaðurinn hefur látið lífsitt. Drotningin mun fagna þeim frjett- um og þá skulu þau, herra Hugi og Ragna rauðskikkja, verða gefin saman í Vesturklaustri að mjer nær- stöddum. Hafið þið þá ti! þess unnið. — Skrifari göður! Taktu ritföng, jeg mun segja þjer fýrir brjef. Þegar þau hafa verið inn- sigluð á morgun skaltu fá þau herra Huga í hendur ásamt öðru, sem jeg þarf að fela honum, því að jeg hefi mörg viðskifti í Feneyum. Fá 3Ú þeim og í hendur opið vega- )rjef, er sýni, að hann og förunauí- ur hans fara minna erinda og bjóði öllum, er mjer vilja gagn gera, eð greiða sem best götu þeirra.« Þrem dögum síðar Ijetu þeir Hugi og Grái-Rikki í haf á stóru skipi, sem leið átti til Feneya. Fóru þeir sem sendimenn Englakonungs til hertogans af Feneyum. Var skip- ið hlaðið ull og öðrum varningi. Áður en skipið ljet í haf, fjekk Hugi föður sínum á skipsfjöl brjef til Rögnu rauðskikkju og Arnalds prests. Fekk hann og hjá föður sínum gnægð skotsilfurs til farar- innar og ávísanir á fje hjá nokkrum kaupmönnum á Ítalíu, er hann skyldi grípa til, ef hann brysti peninga. Þeir kvöddust með hræröum huga, því að spádómsorð Arnalds höfðu fengið öldungnum frá Krossi mikilla hugrauna. »Jeg óttast mjög, kæri sonur, að þessi verði hinsti fundur okkar,« mælti hann, »Slík örlög bíða for- eldranna. Þeir fóstra upp börn þau, er forsjónin gefur þeim; með erf- iði, ótta og áhyggjum eru þau al- in upp frá blautu barnsbeini, og foreldrarnir elska þau heitara en lífið í brjósti sjer og Ieggja á sig allskonar strit og strfð þeirra vegna. Síðan hverfa synirnir út í veröld- ina, suður og norður, og dæturnar giftast og verða einar um sorg sína og gleði enj hálfgleyma, foreldrun- um. Slíkur er tímans vegur. — Loks deya þessir foreldrar. Það er einnig tímans vegur og gleymskan vex og verður fullkomin, alveg eins og nýtt tungl vex og verður fullt. Þessum sannleika verður hver kyn- slóð að lúta og þennan sannleik hlýtur þú að læra. Þótt þú sjert

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.