Vísir - 22.02.1914, Side 3
sem hafa reynt
ALLIR SJÖMENN,
otvU^oV\W \rá mjer, eru sammála um, að betri og ódýrari olíuföt fáist ekki
iandshornanna í milli, en í
Brauns verslun, Aðalstræti 9.
------------kYATrfft---—-----
Norðlensk tólg,
óviðjafnanlega góð og
með gjafverði,
fæst í
Veiðarfæraversluninni „Verðandi “
Elsta dagblað á íslandi.
Stærsta blað á islenska tungu.
Ódýrasta blaðið eftir stærð.
Sannfróðasta og margfróðasta blaðið
innlendar og óUendar frjettir.
3 au. tölubl. — 60 au. mánuðinn,
Kr. 1,75 ársfjórðuninn—7 kr, árgangurlnn
Violanta.
Framhald af Cymbelínu.
---- Frh.
VIII.
Cyrillo Conti var allur á bak og
burtu um morguninn þegar René
kom á fætur. René var hress vel,
— læknirinn kom til hans, kvað
óþarft að skifta umbúðum á sárinu,
en rjeð honum að hafa höndina í
fatla. René kvaðst einskis sársauka
kenna og vildi vera laus við fatlann,
kvaðst engin veimiltíta vera, og myndi
fara ferða sinna fyrir þessari skeinu.
Ljet læknirinn það þá eftir honum.
Marion hertogadóttir var Iasin
nokkuð, — olli þar mestu um ótti
vegna atburðanna um nóttina. René
hughreysti haaa sem best, sagði
henni frá æfintýrinu öllu og kvaðst
hvergi hræddur, — væri þar mikið
traust sitt er Conli væri. Hertoga-
dóttirin kvað sjer íllt þykja að rnega
ekki aðhafast, en treysti sjer ekki á
fætur,— gramdist henni mjög ósvífni
sú, er henni var sýnd, — dregin
hálfsofandi á náttserk upp úr rúm-
inu, kefli skotið í munn henni og
borin bundin ofan. René ljet lækn-
irinn útvega nunnu til þess aó vera
hjá henni og kvaðst nú leita funda
við Rubeoli greifa,
Hann fór þó fyrst á lögreglu-
stöðvarnar. Bjóst hann við að hitta
Conti þar um slóðir, en hann sá
hann hvergi. Náði hann loks tali
af Iögreglustjóra. Hann'tók honum
vel og prúðmannlega, — kvað geð-
veikralæknirinn vera í varðhaldi, en
próf yfir honum hefði ekki verið
haldið, — yrði það gert síðar um
daginn. »Yður er óhætt að reiða
yður á Conti, herra Vancour«, mælti
hann. »Menn lians verða á næstu
brösum, ef yður skyldi eitthvað
henda, þótt þjer verðið þeirra ekki
var,« mælti hann.
Hjelt René svo heim í gistihúsið
og snæddi morgunverð í herbergi
sínu. Gestgjafinn var stimamjúkur
mjög við hann og gekk sem á glóð-
um. Ekki gat René sjeð, að aðrir
gestirnir þar hefðu komist á snoðir
um nöturæfintýrið, og ekki kom
monti til snæðings. René spurði gest- ■
gjafa eftir honum, en hann kvað
»Bretann« mundi sennilegast farinn
að fullu og öllu frá matborði sínu.
René bjó sig nú til útgöngu, —
haíði hann járnhlífar sínar milli
klæðr, marghleypuna á sjer, og að
því búnu tók hann strætisvagn og
ók til bústaðar Rubeoli greifa.
Hanr. fjekk þjóni nafnseðil sinn.
Fór har.n með hann, kom að vörmu
sPori aftur og bað René fylgja sjer
«1 greifans.
René tók eftir því, að honum
var ekki vísað inn í skrifstofu gre/f-
ans og þótti það hálf kynlegt. Hann
fylgdi þjóninum jnn iangan og
hvelfdan gang í miðri höllinni, stóðu
þar marmaralíkneski og súlur mikl-
ar og myndir hjengu á veggjunum
á milli. Loks komu þeir að dyrum
— var þar annar þjónn fyrir
er lauk upp eikarhurð rammgerðri
með sterkum og fornum, skrautleg-
um niálmhjörum. Hvarf þá hinn
þjónninn til baka, en þessi þjónn
vísaði honum inn í sal mikinn.
Voru þar eikarbekkir rnargir og
borð, og skraut mikið á veggjunum.
Þeir gengu gegnum þennan sal og
lauk þjónninn upp hurð á öðrum
enda salsins og bað René inn ganga
með bukti miklu og beyingum.
Þelta herbergi.sem René kom nú inn
í, var hið einkennilegasta, er hann
þóttist sjeð hafa á æfi sinni.
Frh,
Andamaneyabúar.
Því hefnr lengi verið við brugðið,
hve lágt Eldíendingar stæðu sið-
mennilega, en jafnvel enn lægra
standa 'þó frumbyggjar Andaman-
eyanna, Minkopíar, sem þeir eru og
nefndir. Þeir eru af Papúa-villi-
mannaflokknum og eru svo rammir
villimenn, að talin er frágangssök
með öllu að reyna að siða þá, enda
geta þeir tæplega fremur talist til
manna en dýra.
Andaman-eyar eru í Indlands-
hafi, milli 11. og 14. stigs n.br. Þær
eru flestar litlar, þijár þeirra eru
stærstar, alls eru þær 6 485 ferrastir
og íbúarnir rúm 19 000, þar af eru
5 000 taldir frumbyggjakyns. Ey-
arnar eru eign Breta og heitir
höfuðborgin þar Blair-höfn. Þar
eru háir, þjettir, risavaxnir frum-
skógar, en hvorki er þar fjölskrúð-
ugt dýra eða jurtalíf, síst það er
gagn sje að, og málmvana eru
eyarnar; lætur því stjórn Breta sig
nýlendu þessa litlu skifta eða engu,
og að eins þá er rán og rnorð eru
framin þar á skipbrotsmöniium úr
Norðurálfu, senda Bretar herskip
til eyanna, og slátra þá óspart íll-
þýðinu þar. Eina gagnið, er Bretar
hafaaf eyunurn, er það, að þangað
eru fluttir indverskir sakamenn og
hefur svo verið síðan um 1859.
Þannig lifa Andamanbúar sam-
bandsvana að kalla við umheiminn,
týna tölunni ár frá ári og varla
líða margir mannsaldrar þangað til
að þeir eru allir úr sögunni. En
meðan þeir eru til, lifa þeir eflaust
alla tfð í óbreyttri villimennsku, sem
engin menningartæki fá unnið bil-
bug á.
Þegar er auðsætt af svip þeirra
og vaxtarlagi öllu, að hjer er þjóð-
flokkur á einhverju allra lægsta og
auvirðilegasta stigi. Þeir eru ólílcir
mjög hinum mörgu þjóðflokkum
Indverja og Malaja á Austur-Ind-
landseyum, bæði að andlitsfalli og
háralagi. Þeir eru mjög dökkir ílits,
nærri því svartir og hárið mjúk-
hrokkið, biksvart,—greinilega eru
þeir svertingjaættar, en annarar en
, þekkist á eyunum þar eystra.
Meðalhæð fullvsxinna karlmanna
er að eins 1,48 stik., kvenna að
eins 1,40 stik., og margir menn
eru þar 1,37 (karlm.) 1,32 (kvennm.)
stik. á hæð, en það er dverg-
vöxtur að kalla má. Yfirleitt lifa
þeir á veiðum, fisk- og skjald-
böku-veiðum, á jurtarótum, er vaxa
á víðavangi, og ávöxtum Mangrove
og Pandanus-trjáa. Þeir eru naktir
að kalla, skýla sjer að eins um
mitti með pálmablöðum. Bæði karl-
ar og konur eru húðskreytt (tato-
veruð) og auk þess mála þeir sig
með hvítum, rauðum og gráum
Ieirlit, Einkum þykir fallegt að mála
sig með þverrákum, eins og zebra-
dýr, serstajklega stúlkum.
Áhöld hafa þeir fá, einkum bús-
áhöld, — helst eru það leirbollar,
sem þeir hnoða saman í höndum
sjer og móta með fingrunum, körf-
ur úr bambustágum, trjehnífar úr
bambusviði, — kufunga og skeljar
nota þeir fyrir drykkjarker og diska.
Þá eru talin öll búsgögn þeirra og
aleiga, að viðbættum kofum, er líkj-
ast mest bíflugnabúum, — eru þeir
allir úr bambusviðum og standa á
bambus-stólpum.
' Brúðkaupssiði hafa þeir skrítna,
er það nokkurskonar líkingarathöfn,
er þeir framkvæma sjálfir, þvi prestar
eru þar ekki til. Brúður og brúð-
gumi eru borin í kofa helsta manns
ættarinnar, ef um ætt getur verið að
tala, sein síðar mun frá sagt. Brúð-
urin sest niður hjá vinkopum sín-
um, en karlmenn toga brúðgumann,
er virðist stritast móti því af öllu
megni, til brúðurinnar, og hætta
ekki fyrri, en þeir hafa kýlt honum
í fang henni. Þegar það hefur
tekist, er kveikt á bambusblysi og
Ijósi brugðið yfir hjónin, svo ætt-
ingjarnir geti sjeð, að þau sjeu nú
löglega satnangefin.
Þessir eyarskeggjar hafa ekki
nein ákveðin trúarbrögð, sem auð-
sjeð er á því, er nú hefur verið
sagt. Þeir þekkja engan guð og
enga æðri veru, sem þeir sýna lotn-
ingu, en þeir trúa því, að til sje
urmull mesti iilra anda, náttúruanda,
og vofur framliðinna, er þeir eru
dauðhræddir við, en sjá engin tök
á að verja sig gegn. Allar tilraun-
ir kristinna trúboða að koma
þeim í skilning um guðshugmynd-
ina hafa orðið jafn árangurslausar,
sem sjerhver tilraun til þess að siða
þá á nokkurn minnsta hátt. Þeir
geta ekkert skilið, ekkert lært, hvorki
til munns nje handa, geta jafnvel