Vísir - 22.02.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1914, Blaðsíða 4
V I s l R tkki !ært að kveikja upp eid ítilóð- um. Einhver hinn undarlegasti siður þessara náttúrubarna er sá, að þeir gefa börn sín óðara hverjum þeim, er biður um þau. Þeirrar bænar synja þeir aldrei og það er venja þar. Um föður eða móður-ást er þar e'kki að ræða, að því er sjeð verður. Þess vegna er þar eltki um eiginlegan frændskap að ræða í sjer- stökutn ættliðum. Hver er öðrum skyldur vegna þessara sífeldu barna- skifta, og meinbuga-hjónabönd af versta tagi eru þar auðvilað alltíð vegna þess. Andamanar eru aldrei í essinu sínu, nema þegar þeir eru að veið- um; þeim líður ílla, hvað sem þeir gera annað. Á því strandar líka sjerhver tilraun til þess að siða þá. Þótt Andamandrengur sje tek- inn að heiman frá öllum sínum og iátin vera árum saman í menning- arlöndum, verður hann alveg jafn villtur og dýrslegur eftir sem áður, er hann kemur heim aftur tii ey- anna, og getur eiginlega engan þroska tekið til frambúðar. Herlæknir nokkur breskur í Blair- höfn tók einusinni8aragamlanAtida- mandreng meðsjertilA!n/7gv?0//,kenndi honum aðlesa,vk ifa og reiknD,birma- mál og ensku, hafði hann sem þjón sinn um tíma, og svo var hann allmörg ár matreiðslumaður og flautuleikari á bresku gufuskipi og var kallaður Jósef. Þegar hann var tvítugur, var hann sendur heim aítur fyrir þjófn- að. Þar fleygði hann óðara Norður- álfufötum sínum og öllu siðmenn- i»jjarsniði, — það var sem farg Ijetti af honum, og hann hljóp á skóga með örvar og boga til ætt- ingja sinna aftur. Engin sigmenning- aríæki, engin vellíðan gat yfirbugað villumennskueöli hans. Meðalæfi Andatnana er talin í mesta lagi 22 ár, en eins og fyr varsagt, verðurþessekki langtað bíða, að þjóðflokkur þessi líði undir Iok. alvtvewtvvn^sj > Atveislurnar. Sjaldgæft er að nýar hugmyndir 4yðji sjertil rúms á skömmum (íma, og koniist alveg fyrirhafnarlaust í framkvæmd. En þó hefur samt ein merkileg hugmynd fest rætur hjá Reykjavíkur-búum, náð tölu- verðri útbreiíslu og koinist mót- spyrnulaust í framkvæmd á seinni árum. Það er hugmyndin um fjórð- ungssamsætin svokölluðu. Heimilis- föstum mönnum hjer í Reykjavík, fæddum í einhverjum fjórðungum landsins, er hóað samað kringum matarborð í því skyni að fá sjer almennilega máltíð. Einhverjum hefur dottið í hug það ráð í fyrstunni að sameina hugi manna með því að stofna til þessara átveisla. Og eflaust er mat- urinn besta undirstaðan hjá mörg- um undir samtökum og fjelags- skap, því, að sögn, er maturinn mannsins megin, Hugmynd þessi hefur líka náð svo mikilli hylli meðal innfæddra bæarmanna hjer, að þeir eru farnir sumir hverjir, að hafa það í hljóðskrafi, hvort þeir ætlu nú ekki líka að fá sjer í sam- einingu einn glaðan snæðingsdag, eins og hinir. Og sennilegt er að þessar kostulegu snæöingsveislur breiðisl út um lattdið, og að hver sýsla og hreppur haldi sitt sameig- inlega át, einu sinni á ári, innan sinna takmarka. I hverju samsæti fyrir sig, sem fjórðungarnir lialda, mun vera jetin upphæð, er nemur 5—600 kr. á kveldi einu sinni ári, og það bara í aukagctu. Eflaust væri fje þéssu betur varið með því að stofna sjóð, í því skyrii, að styrkja efnilega menn úr fjórðungum þeim, sem um er að ræða, til einhverra verklegra framkvæinda, sem miða að sannri menningu og þjóðþrifum, eða til að verðlautta menn fyrir nytsöm störf, unnin í þarfir lands og þjóð- ar. Ef árlegar snæðingsveislur yrðu haldnar, eins og nú er til þeirra stofnað af mönnum hjer í bæ úr ýmsum fjórðungum landsins, hin næstu 10—12 ár, mundu þátt-tak endur úr hverjum fjórðungi fyrir sig vera búnir að eyða 6—7000 kr. í slíkan matarfagnað, en yrðu þó að þeim tíma liðnum jafn soltn- ir og þeir byrjuðu. Álitlegur sjóður væri fje þetta, ef sparað væri, og eitthvað gagn mætti með því vinna. Svo að jeg snúi mjer til Norð- lendinga, sjerstaklega þeirra, sem fyrir Norðlendingamótinu standa, þá ættu þeir nú að ríða á vaðið og bjóðast til að taka á móli nor$- Ienskum samskotum í staðinn fyaSr að safna nöfnum þe:rra, sem æ©a sjer að sækja samsætið, og stofna Norðlendingasjóð í staðinn fyrir Norðlendinga-át. Vilji menn sýna ræktarsemi ætt- hjeruðum sínum, og minnast þeirra, þá held jeg að miklu heppilegra sje að gera það á þennan hátt, en með átveislum, og matarsálmum, sem þeim er jafnan samfara. Og ánægjule.;t ætti það að vera hverj- um Norðlendingi hjer í bæ, að vera^ sjer þess meðvitandi, að hafa lag sinn skerf, þó lítill væri, til að styrkja einhvern efnilegan ungan mann úr sínum fjórðungi til ein- hvers þess, er landinu yrði til sóma. Norðlendingur. Buffet brúkað óskast. Afgr. v. á. og iil sölu. }ík. jS\attvasow, Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. 1 Östluds-p rentsmiðja. Stimpla eiga þessir á afgreiðslu Vísis: Haraldur Guðmundsson. Marteinn Einarsson. Kristján Snorrason. Gísli Benediktsson. B. Blöndal. Eiríkur Filipusson. Davíð Ólafsson. þorvarður Guðmundsson. Stefán Sandholt. Guðbjörn þorleifsson. Jóhann Ásmundsson. V. S. Línberg. Guðm. þórðarson. Ágúst Magnússon. Einar Jónsson. Lárus Björnsson. Sig. Einarsson. Sigurður Arngrímsson. Bjarni Stefánsson. Eiríkur Björnsson. Teitur Sigurðsson. Tryggvi Guðmundsson. Eiríkur Ögmundsson. . Árni Magnússon. Símon Pjetursson. Páll þorbjörnsson. þeirra sje vitjað hið bráðasta. Kaffi-og matsöluhúsið, Laugav. 33, selur eins og að undan- förnu heitan mat allan dag- inn, smurt brauð, kaffi, súkkulaði, öl, limonade og fl. HÚSNÆÐI Hár og bjartur kjallari, 7 x 13 al. við miðbæinn, er til leigu. Afgr. v. á. 2 herbergi og hálft eldhús er íil leigu frá 1. mars næstk. Að- gangur að þvottahúsi oggeymslu. Við miðbæinn. Afgr. v. á. 3—4 herbergi og eldhús er til leigu 14. maí. Afgr. v. á. Rúmgott og bjart hefbergi með húsgögnum og forstofu- inngangi er til leigu nú þegar. Afgr. v. á. 1 herbergi með húsgögnum óskast til leigu nú þegar í mið- eða vestur-bæ handa einhleypum verslunarmanni. Afgr. v. á. 2—3 herbergi og eidhús ná- lægt miðbænum óskast til leigu nú þegar eða frá 1. maí. Afgr. v. á. 2 herbergi með húsgögnum til leigu nú þegar í húsi Hans Hoffmanns, Túngötu 46. Gott herbergi, helst nreð ofni í, óskast til leigu nú þegar til 14. maí eða lengur. Helst við Laugaveg. Uppl. á Laugaveg 23 niðri, Jónína Jónsdóttir. Góð og ódýr stór íbúð eða minni íbúðir eru til leigu frá 14. maí til 1. okt. Afgr. v. á. 2 stórar stofur, hentugar fyrir skrifstofur eða einhleypa, eru til leigu 14. maí í Þingholtsstræti 25 (uppi). Skémmtilegt herbergi með for- stofuinngangi í nýu húsi við Skólavörðustig er til leigu 14. maí. Afgr. v. á. tímanlega. Óskaðlegt mönnum og húsdýrum. Söluskrifstofa: Ny Östergade 2. Stúlka óskast í vist nú þegar. Uppl. á Njálsgötu 42. Gramalt gert nýtt. Allskonar viðgerðir á orgelum og Öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. Frakkastíg 9. 3 stúlkur óskast nú á gott heimili á Norðurlandi, helst í árs- vist. Hátt kaup. Uppl. á Lauga- veg 21. (niðri). Stúlka óskast í vist nú þegar. Gott kaup. Afgr. v. á. Háislfn fæst strauað á Hverfisgötu 26 B. uppi. Fljótt og vel af hendi Ieyst. Vinnumaður duglegur og reglusamur óskast á gott heimili á Norðurlandi. TAPAЗFUNDIÐ Silfurarmband týndist h. 15. þ. m. á leiðinni af Laufásvegi nið- ur í leikhús (Iðnó) eða i því. Finnandi beðinn að skila því á Laufásveg 45. KAUPSKAPUR Barnasleði óskast til kaups. Laufásveg 45. Grímubúningur afarvandaður, á meðalmann, er til sölu fyrir lít- ið verð. Afgr. v. á. Grímubúningar, saumaðir eftir pöntun, seljast eða leigjast út. Efnið í búningunum er atlasksilki, flauel, tarletan, gyllt bönd, pallíettur o. m. m. fl. Grettisg. 2 (uppi). Mótorvje!, nærri ný, 6 hesta, er til sölu með tækifærisverði. Björn Guðmundsson, Vesturg. 50. Bolludagsvendir fástí Tjarnar- götu 8. Dýralækningabók lil söiu. Afgr. v. á. Hyrna íslensk til sölu. Sýnd á afgr. »Vísis«. Skrifborð óskast til kaups. Afgr. v. á. Trjestólar nokkrir óskast til kaups. Afgr. v. á. Fæðingardagar innb. og óinnb. eru til sölu á afgr. »Vísis«. Lagasafnið V og VI bindi er til sölu. Afgr. v. á. Hörpuhefti sölu. Afgr. v. á Legubekkur (dívan) óskast til leigu nú þegar. Afgr. v. á. Gott orgel óskast til leigu. Hverfisgötu 32.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.