Vísir - 01.03.1914, Blaðsíða 1
WA
Vísir er elsta — besta — út
breiddasta og ódýrásta
°g
dagblaöiö á lslandi
\)ts
Vísir er blaðið þitt.
Hann áttu aö kaupa fyrst og fretnst.
Kerr.ur út alla daga. Sími 400.
Afgr. í Austurstr. 14. kl. 11 árd.til 8 stöd.
Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80
ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.).
Skrifstofa í Áusturstræti 14. (uppi),
opin kl. 12—3, Sími 400.
Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
sje sktlað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu.
Sunnud. I. mars 1914.
Háfl. kl. 7,45' árd. og kl. 8,02’ síðd.
Á morgun
Afmœll:
Frú Sigríður Jónsdóltir.
Eiríkur Einarsson, cand. jur.
Magnús Erlendsson, gullsmiður.
Paul Smith, símaverkfræðingur.
Póstáœtlun:
Hafnarfjarðarpóstur kernur og fer.
Jarðarför
Geirs Einarssonár
stud. mag.
fer fram á morgun.
Húskveðjan byrjar kl.
12 íhúsi BrynjólfsBjörns-
.Sj sonartannlæknis, Hverfis-
Ei götu.
Q11 iTfe m v'ö Bergstaðastræíi
OílUdill og Grundarstíg :
Samkoma í kveld kl. 61],.
Allir velkomnir. D. Östlund.
Bíó
Biograffeaterj
Reykjavíkur
r f
io
Konusæmd.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Frú Edith Psilander,
Hr. Einar Zangenberg.
La Rochelle.
Náttúrumynd.
Xosningaskrifstofa
Hafnarstræti 16., uppi,
er fyrst um sinn opin kl. 6—9
daglega.
frá
Sendisveinaskrifstofuani.
Simi 444.
Trúlofunar-
hringa smíðar
BjörnSímonarson.
Vallarstr.4.Símil53
fkkistur fást venjulega tilbúnar
á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
gæði undir dómi almennings. —
aaiB Sírni 93. — Helgi Helgason.
1 ÚR BÆNUM 8
AUGU ASTA
RINNAR
e f t i r J O H /\ & B O J E R.
dag Sunmtd. 1. mars ki. 8 síðdegís.
Aðgöngumiðar eru seldir í Iðnó.
Bólúveikin.
í gær kom frakkneskt botnvörpu-
skip inn til Vestmanneya með veik-
an mann. Hjeraðslæknirinu var
hræddur um, að vera mundi bólu-
veikiu og varskipið því sent hingað
með hann. Skipið kom hingað í
dag á 12. h'ma, og fór landlæknir
út í það.
Gefin saman í gær Þorgeir
Pálssou á Klapparstíg 24 og ekkja
Aldís Sigurðardóttir s. st.
Prestaköll laus: 1. Breiðaból-
staður í Vesturhópi. Heimatekjur
kr. 280,00. 2. Kplfreyustaður í Suð-
ur-Múlasýslu-prófastsdæmi. Heima-
tekjur kr. 557,66.
Prestaköll þessi veitast frá far-
dögum 1914. Umsóknarfrestur er
til 8. apríl.
Jón Forseti kom frá Englandi
í gær. Hafði fengið þar nokkra
aðgerð. Meðal annars nýtt spil.
Skaliagrímur kom í gær af
fiski með utn 20 þúsundir eftir
viku útiveru.
Gl. Bíó sýnir nú nýa mynd,
■»Konusœ/nd«, allgóðan leik, sem
sýnir hversu kona verst ástarleitun
frá vini manns síns.
Árnes’nga- og Rangvellinga-
mót var haidið í gærkveldi á Hótel
Reykjavík og sátu það 230 manns.
Fieiri þótti ekki tiltök að hafa og
var nokkrum vísað frá.
Ceres fór til Vesturlandsins í
gærkvöldi. Með, henni tóku sjer
far: ,<8ighv. Bjarnason banka-
stjóri, Sigurður Sigurðssoti ráðu-
nautur, Smith símstjóri, Jakob Haf-
stein unrboðssali, Jón S. Edwald,
Jón S. Árnason.Árni Sveinsson, Matth.
Ólafsson, kaupmenn, Guðjón L. Jóns-
son hafnsögum., Jóakim Pálsson form.
Ólafur jóhannesson konsúll frá Pat-
reksfirði, Kjartan Rósinkrans og B.
Rósinkrans, kaupmenn af Flateyri,
Bjarni Loftsson kaupm. í Bíldudal,
Ásgeir HalldórssonfráBúð í Hnífsdal,
Jón Guðnason, kaupm. Þingeyri o.
m. fi.
Sigurður Sigurðsson alþm. fór í
gærkvöldi til að vera við búnaðar-
námsskeið, er haidin verða í þessum
mánuði í ísafjarðarsýslu, norður í
Strandasýslu og í Dalasýslu.
f
%
£awda\ viesUa. !S
Hlutakaup í ísl. Eimskipafje-
laginu segir Heimskringla 22. f. m.
orðin kr. 151,700.
Theódór Árnascn fiðluleikari
hefur fengið stöðu við kvikmynda-
leikhúsið »Wonderland« í Winni-
peg. Spilar hann þar all-lengi síð-
ari hluta dags og er það góð at-
vinna. Annars hefur hann allmikla
kennslu.
Brynjólfur Þorláksson organ-
isti kom til Winnipeg 15. f. m.
Jóhannes Jósepsson, glímu-
kappi dvelur um þessar mundir í
Baiidaríkjunum og farnast hið besta.
Vcrður nánar sagt frá honum í
Vísi mjög bráðlega eftir nýkomn-
um blöðum, er hans geta.
J. V. Austmann, liinn skotfimi,
var á góðum batavegi eflir upp-
skurðinn, er síðast frjettist.
Alþýðuvinurinn heitir nýtttíma-
rit, sem farið er að gefa út í
Winnipeg, og flytur fróðleik og
skeinmtandi efni. Kemur út einu
sinni í mánuði og kostar 75 cenf.
Útgefendur eru Egill Erlendsson,
sögúskáld, og Slefán Einarsson,
bókhaldari.
í Beíel
í kveld ó1/^.
Efni: Hinar sjö básúnur
(Opinberunarb. 8. og 9. kap.).
Alvarlegur og frœðandi spádðm-
ur, se/n rœttist nákvœmlega upp d
árog dag a/n Tyrki og Muhameds-
trúna.
Endalok Tyrkjaveldisins í
spádómum Biblíunnar.
Allir velkomnir.
O. J. Olsen.
Auglýsing þessi stóð í blaðinu í
gær af misgáningi, og eru þeir
beðnir afsökunar, er þá gengu upp
í Betel.
Cigarettuverksmiðjan
A. G. Cousis & Co., Cairo &
Malta, býr ti) heimsins bestu
egyptsku og tyrknesku sígarettur.
Þær eru seldar um víða veröld.
Þýskalandskeisari reykir þær og
Noregskonungur. Engar aðrar sí-
garettur er leyft að selja íTunis
og Japan. Þær fást í
Levis tóbaksversiun.
||1 FRÁ OTLðNDUMllÍ
Faðir Fragsons leikara
dáinn.
Victor Pott, faðir og morðingi
Henry Fragsons, söngleikarans, er
Vísir hefur áður skýrt frá, dó í
fangelsi í París 17. þ. m. Hann
var 82 ára og sat í fangelsi frá
því hann myrti son sinn 30. desbr.
síðastl. í París, þar sem þeir fegð-
at bjuggu saman. Karl hafði tæp-
iega verið með rjettu ráði.
Japanskur
síjórnmálamaður látinn.
Þeir hrynja niður hvor um ann-
an þveran, stjórnmálamenn Japana
og skörungar.Núer nýlátinn Shuzo
Aoki greifi, er varsendiherraJapana
f London 1892 og 1898, gáfumað-
ur mikill og hyggindamaður. Hann
var kvæntur þýskri konu og dóttir
hans er gift þýskum stjórnmála-
manni.
NTAB
DANTE ALIOHIERl:
GUÐDÓMLEGI SJÓNLEIKUEIII
(DIVINA COMMEÐIA):
Sett í lifandi myndir af »Milano Films«, sarna fjetaginu, sem sefti í myndir »Heimför Odyssevs*.
Engin kvikmynd í heimi hefur náð sitkri útbreiðslu. Sýningin stendur.yfir 2 tíma og börn fá ekki aðgongu.
sðmuleiðis er taugaveikluðu fólki ráðið frá að sjá þessa sýningu.
Aðgöngumiðar kosta 75, 50 og 35 aura.
Sýningar: Laugardag 28. febrúar kl. 9—11; sunnudag 1. mars kl. 7—9 cg 9—11; mánudag 2. mars kl. 9—11.
Barnasyning siinnudag kl. 6—7, fræðandi og skemmlandi mvndir.