Vísir - 01.03.1914, Blaðsíða 3
V I S 1 R
Ung snemmbæra (att 4 kálfa),
í ágætu standi, mjólkandi (8—9
merkur í mál), og 300—400 pd. af
töðu verður selt (hæstbjóðanda)
í Bjarnarborg n. k. miðvikudag (4.
mars) á hádegi.
Sigfús Sveinbjarnarson.
Yfrrjettarmálaflutningsmaður,
Pósthússtræti 17. |
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—6, •!
Talsími ]6. {
Eftir l
Rider Haggard. |
---- Frh. |
Að vísu líkaði Gráa-Rikka her- j
klæðin ekki sem best, því að víða |
sáust á þeim för og beiglur eftir |
sverðs högg og spjótalög í orust- ;
um og rjett í gegnum skjaldarmerki 1
Krossverja, — er Hugi hafði látið i
draga á skjöld sinn, er hann varð
riddari (en merkið var gullin stjarna,
sem reis upp af silfruðum haf-
fleti), — var rispa eftir öxarhyrnu
frá Calais.
Ennfremur hafði Hugi, eða þó
öllu heldur Grái-Rikki, með sjer
önnur herklæði, það voru týgi
Pjeturs frá Hamri, er Hugi hafði
fellt við Crecy og hann hugði vera
Játmund Akkúr, því að Pjetur bar
hans herklæði.
Loks var Grái-Rikki klæddur ein-
kennisbúningi sveilarforingja í bog-
mannaliði Játvarðs konungs. Bar
hann græna skikkju yfir brynstakki
sínum, en á höfði stálbenda húfu
og upp af henni skúfur af hegra-
fjöðrum, festar með gullör kon-
ungsins.
Þegar þeir voru ferðbúnir stigu
þeir í steinda ferju og var herra
Godfreður Karlsson í för með þeim.
Hann var í einkennisskrúða sínum
og kvartaði um, að hann væri
þungur og heitur. Eftir stundar-
korns róður á breiðu síki komu þeir
að uppgönguriði, er gert var úr hin-
um fegursta marmara, og mikilfeng-
legt hlið yfir uppi. Þaðan fylgdu
varðmenn þeim gegnurn fordyri
mikið og stóðu þar margir skraut-
búnir varðmenn, sem litu þá fjelaga
forvitnisaugum, einkum Gráa-Rikka.
Síðan gengu þeir upp annað rið
og komu í hallargöng tnikil og
úr þeim inn í hinn fegursta hallar-
sal, sem þeir höfðu augum litið.
Glitraði hann af gulli og marmara
og var skreyttur hinum dýrustu
myndum.
Þar sat Dandolo hertogi í há-
sæti sínu, mikilúðlegur og höfðing-
legur ásýndum. Að baki honum
stóðu varðmenn nokkrir eins. og
jarðfastir steinar, en fyrir framan
hann voru hinir göfgustu gæð-
ingar borgarinnar ásamt konum
sínutn, er voru íturfagrar sýnum.
Gengu þeir fram og aftur og töl-
uðust við. Hertoginn kvaddi ýmsa
þeirra til máls við sig öðru hverju;
hafði liann til þess svartklæddan
skrifara sinn. Hver, sem til tals
gekk, hneigði hertoganum, talaði
víð hann stundarkorn og fór þegar
hann gaf hæversklega bending með
hendinni. Frh.
Söngvarnir úr Ljenharði fógeta
eftir ÁRNA THORSTEINSSON
eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Bútar
af faui, sirtsi, IJerefti o. fl. verða seldir
afar ódýrt
á mánudag og þriðjudag næstk. hjá
1 TH. TH, Ingólfshvoli.
Stór útsala.
Allir þekkja hinar góðu og fallegu vörur í verslun
Jóns Þórðarscnar.
Þrátt fyrir það, þó verðið sje lágt og vörurnar nýar og góðar, verður
frá 1. marts allt selt með miklum afslætti.
Þetta boð stendur aðeins örfáa daga, notið þvf tækifærið
Verslun Jóns Þórðarsonar,
Karlmanna
waterproof;
kápur
eru nú seldar
fjarska ódýrt,
Áður kr. 27,oo 25,50 22,oo
J\fú » 18,oo 17,oo 13,oo
Ábyrgst, að þær sjeu vatns-
he’dar.
Saumaðar úr ágætu efni.
Notið þessi dæmalausu
kostakjör, meðan endast.
BEAUÍÍS YERSLOT, ABALSTRÆTI 9.
‘úKCí’
Stór útsala
stendur yfir nokkurn tíma.
10-40°|0 afsláttur
Af vörubirgðunum skal nefnt:
Tilbúnir karlmannsfatnaðir — Allskonar nærföt
Sokkar fyrir karlmenn, konur og börn —
Treflar — Enskar húfur o. m. fl.
Kjólatau — Svuntutau — Bomesie — Flónel — Flauel
Silki — Ljereft — Tvisttau.
Á Laugavegi 19.
VTaTí'
ahnetwvvtvas
Hvað lengi?
Hvað Iengi á svo til að ganga,
að vjer Reykvíkingar sjeum eftirbát-
ar annara íslendinga eða að minnsta
kosti annara kaupstaðarbúa í jafn
einföldu menningaratriði eins og
það er, að taka alveg upp metra-
málið í viðskiftum og barnakennslu ?
— Það eru nú rúm 4 ár síðan
stjórnarráðsbrjefið um metramálið
kom út (30. des. 1909), og ef mig
minnir rjett átti metramálið ein-
samalt að ráða í öllum viðskiftum
frá 1911.
Eftir því sem ferðamenn og að-
komumenn herma, hefur þessu
verið vel hlýtt í öllum eða allflest-
um kaupstöðum nema Reykjavfk.
Veslur í Ólafsvík, norður í Ólafs-
firði og ausfur á Stöðvarfirði, —
að jeg ekki tali um hin lauptúnin,
fylgjast menn með tímanum og
kaupa metra af fataefnum og lítra
af steinolíu, en selja kílógrömm af
fiski og ull. — — En hjerna i
smiðstöð menningarinnar-í er eins
og fólkið treysti sjer ekki til að
fara með »svona lærð« nöfn. Kaup-
menn og þeirra þjónar eru hjer
flestallir enn þá að'- selja pund og
álnir, og sumt búðarfólkið er sagt
svo vel að sjer, að þegar einhver
spyr hvað metrinn kosti, þá brosir
það drýgindalega að því hvað ná-
ungi sá sje Iítið reykvískur, og
sjálfur heyrði jeg nýlega hvern
spyrja annan við afhendingu: »Ja,
hvað kostar metrinti þegar alinin
kostar 1 kr. 60 au.?«
Mjer er spurn: Er þá reiknings-
kennslan svo ljeleg í verslunarskól-
anurn, gagnfræðaskólunum, kvenna-
skólunum og öðrum menntastofn-
unutn sem verslunarfólk höfuðstað-
arins sótti eða sækir til, að ekki hafi
tekist að gera námsfólkinu skiljan-
legt, að bera saman verð álna og
metra, eða er heili námsfólksins í
slíku ólagi að það sje ógerningur,
nenia krít og stór svört skólatafla
sje við hendina?
Jeg held hvorttveggja sje óhugs-
andi, þar sem verslunarmenn ann-
ara kauptúna eru flestir komnir vel
á veg með að útrýma alveg gamla
málinu hjá sjer.
Ett kannske þetta stafí af því, að
viðskiftavinirnir sjeu svoddan klauf-
ar að þeir skilji ekkert í nýu orð-
unum, metra, lítra og grammi. Jú,
hugsanlegt er j^að að einhverjar
dömurnar, sem sóma sjer vel á
dansgólfi, og eru fasmiklar í Bíó,
vilji fremur gefa 1 kr. fyrir alinina,
en 1 kr. 20 au. fyrir metra af sama
efni, og vilji ntiklu heldur gefa 80
aurá fyrir 20 kvint af Whisky-
brjóstsykri, en 75 aura fyrir 100
grömm af sömu gæðavöru. — En
svona ytirleitt verð jeg að mótmæla
því, að við Reykvíkingar sjeum
heitnskari en annar landslýður, og
úr því að það hefur þegar tekist
annarstaðar á landinu að nota metra,
lítra og kílógrömm í búðum, þá
hlýtur það að takast hjer. — —
En verslanirnar þurfaað byrja,hætta
alveg auglýsingum með gamla mál-
inu, og leiðrjetta og leiðbeina þeim