Vísir - 01.03.1914, Blaðsíða 4
V I S 1 K
vlðskiftamönnum sítium fyrst í staö
sem ekki kunna íyllilega að hag-
nýta nýu orðin. — Frh,
Eigum vjer að hættaP
Þegar verið var að útbúa mat-
gjalirnar, sem nú eru kallaðar »Sam-
verji« í daglegu tali, voru sumir
forgöngumennirnir hálfhræddir um
að oss mundi fljótt bresta gjafir eða
gesti. En eftir nærri tveggja mán-
aða starf þarf um hvorugt að kvarta.
Allmargir bæarbúar hafa sent Sam-
verjanum rausnarlegar gjafir, og
kunnum vjer þeim bestu þakkir fyrir
það. — Yfirleitt hafa gjafirnar verið
svo ríflegar, að það er útlit til að
hinir, setn minna máttu, hafi ekki
komið sjer að því að færa Samverj-
anum 50 aura eða krónu, enda þótt
það sje misskilningur. — Margt
smátt gerir eitt stórt, og oss voru og
eru slíkar gjafir til Samverjans kær-
komnar.
Fátæklingarnir hafa komið hundr-
uðum saman og vjer höfitm kynnst
meiri neyð en nokkru sinni fyr.
— Að vísu fækkaði gestunum nokkuð
nieðan vinna var við ístöku á tjörn-
inni og uppskipun, en síðustu dag-
ana hefir þeim aftur fjölgað svo
mjög, að efnin eru sama sem þrotin.
Samverjinn hœttir því alveg að
senda mat út um bœinn upp frá
þessu nema til sjúklinga, og getur
því aðeins haldið áfram að veita
þeim, sem koma, ókeypis máltíðir,
að velunnarar starfsins, sem hafa
ætlað sjer að styðja það og eru
ekki búnir að því, sendi gjafir sín-
ar hið allra fyrsta.
Oss þætti mjög vænt um að geta
haldið áfram matgjöfunum dálítið
enn, þangað til atvinna vex frekar
en orðið er, og það er áreiðanlegt,
að mörg fátæk móðir og svangt
barn mun sakna þeirra mjög, ef
þær hætta alveg eftir 2 eða 3 daga.
— Vjer treystum enn sem fyr örlæti
ogjgóðvild bæarbúa.
Samskotalistar verða engir sendir
um bæinn, en við gjöfum er tekið
með þakklæti í G. T. húsinu, þar
sem Samverjinn starfar, kl. 10 árd.
til kl. 1 síðd., — og sömuleiðis
má afhenda þær ritstjórum blaðanna,
er flytja grein þessa, eða oss undir-
rituðum.
Fyrir hönd framkvæmdarnefndar
umdæmisstúkunnar nr. 1.
Sigurbjörn Á. Gíslason,
(u. æ. t.)
Páll Jónsson,
skrifari nefndarinnar.
Box B 14. Tals. 265.
Flosi Sigurðsson,
gjaldkeri nefndarinnar.
IF» ' þessi tölublöð eru
VlSir keypt háu verði á
afgreiðslunni: 383,
387, 440, 453, 500, 532, 542, 548,
549, 564, 568, 569, 570,577, 580,
581, 601, 616, 626, 631, 637, 689.
Hjer með lýsi jeg yfir því, að
jeg hef gengið í bindindi. þurfa
því varla þær tungur; sem hafa
þúsundfaldað vínnautn mína, að
ófrægja mig lengur fyrir þá sök.
Jðn Pórðarson
úr Fljótshlíð.
Auglýsing.
Fyrirlestrr um trúarefni verður haldinn í loftsalnum í Bárubúð í kvdd
kl. 7 síðd. Inngangur ókeyp!s. Allir velkomnir.
Verðið á, smjörlíki
niðursett
Með S/S „Ceres“ kom:
FáSkasmjörlíki á 46 aur. (netto) danskt pund
---- _ 50 —---_ _
Smjörhúsiðo
Hafnarstræti 22.
Sími 223.
Irma Pálmasmjör.
Alltaf nýtt
m e ð hverri ferð.
Smjörhúsið.
Hafnarstræti 22.
Sfmi 223.
:m
Kolaverð.
Frá þessum degi seljum við kol (steamkol) heimflutt í bæinn
fyrir kr. 4,60 skippundið.
H|f Timfmr- og kolaverslunin Reykjavík,
Óskaðlegt mönnum og húsdýrum.
Söluskrifstofa: Ny Östergade 2.
Appelsínur, Laukur,
Kartöflur (ágætar)
og allskonar
G-rænmeti
nýkomið í verslun
f
Einars Arnasonar
Sími 49.
Kaffi-og matsöluhúsið,
Laugav. 23,
selur eins og að undan-
förnu heitan mat allan dag-
inn, smurt brauð, kaffi,
súkkulaði, öl, limonade og fl.
TAPAЗFUNDIРm
Karlmannsúr hefur fundist
neðarlega á Laugavegi. Vitja
má á Njálsgötu 30 A.
Peningabudda töpuð með
peningum í. Skilist á afgr. Vísis
gegn fundarlaunum.
HÚSNÆÐI
Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phll.
Östlunds-prentsmiðja.
Stúlka óskar eftir herbergi.
Uppl. í Grjótagötu 5.
ICAUPSKAPUR
Frœsölu gegnir eins og að
undanförnu Ragnheiður Jensdóttir,
Laufásvegi 13.
Barnavagn til sölu. Ping-
holtsstræti 33.
VINNA
Stúlka óskast í vist nú þegar.
Uppl. á Hverfiso-. 15.