Vísir - 02.03.1914, Síða 2

Vísir - 02.03.1914, Síða 2
V I S 1 R Nýtt sprengiefni fundið. Nýtt sprengiefni margfalt sterkara, verra viðfangs og háskalegra, en öll önnur slík efni, er hingað til hafa þekkst, hefur Turpin hinn frakkneski fundið, sá er fann og setti sarnan Melinit, er áður var sterkast þeirra efna. Þetta nýa tund- urefni heitir Trinitrotoluen. Það er þurt efni og breytist ekki fyrri en við 115 stiga hita; þá bráðnar það blátt áfram. Ekki er hætt við að í því kvikni af sjálfu sjer fyrri en við 350 stiga hita, og er því hættu- laust að geyma það í forðabúrum herskipa, þar sem venjulega er að eins 60—70 stiga hiti. — Öðruni áður þekktum sprengiefnum er hætt við sjálftendrun og sprengingu þar af Ieiðandi, ef hitinn verður meiri en 35 stig. Efnasamsetning þessa tundurefnis er óbrotin mjög og auðvelt að búa það til. Það má búa það til á 3 dögum og er miklu ódýrara en Melinit, — 2/s ódýrara svonefndu B-púðri, er talið er hafa valdið því með sjálftendr- un, að »Ia Liberté«, frakkneska her skipið, sprakk í loft upp. Turpin hefur boðið hermálastjórn Frakka uppgötvun sína, en ráða- neytið krefst þess, að hann skýri því frá efnasamsetningu þess og og sendi sýnishorn. En Turpin kveðst aldrei ganga að þeim kosti. Hann hafi einu sinni verið rænd- ur ávexti uppgötvunar sinnar og kæri sig ekki um að verða fyrir því í annað sinn. Hann hefur, sem kunnugt er, átt í mörg ár í máli við frakknesk stjórnarvöld, er hann sak- ar um, að hafa stolið frá sjer upp- götvun sinni, Melinitinu, og þar á ofan hefur hann sætt ofsóknum af þeirra hálfu fyrir njósnarbrögð og drottinssvik. Stræta-sig. Fimmtudag 19. þ. m. seig gata niður í jarðgöng undir henni um fulla stiku í bæ nokkrum á Eng- landi, Cradley Heath í Stafforskíri, Varð strætissig þetta á fullum fjórð- ungi enskrar mílu. Tjónið er talið 180 000 kr. við skemmdir og skekkju á búðum, verksmiðjum og einstakra manna húsum. Menn voru hundr- uðum saman eins og fangar í hús- unum um tíma, margir nlupu út um efri glugga og flýðu, hjeldu að húsin væru að hrynja eða bærinn að sökkva, og afskapa hræðsla greip alla við þetta fátíða slys. Belgíukonungur hand- leggsbrotinn. Albert 1. Belgíukonugur var ríð- andi á ferð í §kógi við Briissel 17. þ. m. Datt hestur hans um stein- völu í mosa og fjell konungur af baki. Hjekk þá handleggurinn vinstri máttvana niðri, er konungur spratt upp. Riddarar konungs hlupu af baki og spurðu, hvort hátignin hefði meitt sig. En konungur brosti og mælti: »Jeg heyrði brest, — handleggurinn brotnaði, — annað er það nú ekki.« Konungur var fluttur í bifreið heim tíl sín og bundið um brotið. tímanlega. Söngvarnir úr Ljenharðí fögeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Aðeins í örfáa daga verða seldar góðar KartöfSur á kr. 7,50 tunnan (200 pundin). Gulrófurnar góðu eru komnar aftur. Klappastíg 1 B. Sími 422. Fyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætli. Einnig sjómannadýmtr, vandaðar og ódýrar hjá Jónatan Þorsteinssyni, Langaveg 31. Húsið Vatnsstlg m 10 er laust til íbúðar frá 14. maí næstkomandi. Menn snúi sjer til H. TH. A. THOMSEN, Kaffi-og matsöluhúsið, Laugav. 23, selur eins og að undan- förnu heitan mat allan dag- inn, smurt brauð, kaffi, súkkulaði, öl, limonade og fl. >1 /JoJ#- Þessi tölublöð eru VI^IS keypt háu verði á afgreiðslunni: 383, 387, 440, 453, 500, 532, 542, 548, 549, 564, 568, 569, 570,577, 580, 581, 601, 616,626,631, 637, 689. Litíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvörujjþurfið að halda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstrætiíl. i Ferð Erling’s Pálssonar 5 sundkonungs íslands. | Einkabrjef til Vísis. ----- Frh. Þegar inn á fjörðinn dró, sá til hægri handar glóra í Ijós frá skosku þorpi, en til vinstri liandar sá í ljós frá Orkneyum, Ferðin gekk fremur seint yfir Norðursjóinn vegna strauma og sterkra mótvinda. Kl. 10, 2. febr. fórum við inn í Hum- berfljólið og sigldum rjett hjá tanganum, þar sem Egill Skalla- grímsson slrandaði og braut skip sitt í spón. En það varð til þeirrar ógæfu Agli, að hann lenti í klóm Eiríks konungs blóðaxar og Gunn- hildar konungamóður og varð að yrkja hið fræga kvæði »Höfuð~ Iausn« sjer þvert um geð fyrirorð vinar síns, af því að um lífið var að tefla. Á tanga þessum eru her- virki bresk, og geta þeir varnað þaðan skipagöngum um flóann og hið mikla sund og langt út í Norðursjó. Kl. 11 komum við að kvínni í Grims- by, en urðum að bíða þar um tíma, því hún er lokuð um fjöru svo hún tæmist ekki, en opin um flóð svo sjór geti runnið. í hana. Þegar tími var til konrinn, fórum við inn í kvína og var hún nærri full af skipum. í þeim ólátum, þegar bolnverp- ingar eru að bruna út og inn, með blæstri og alls konar usla, er hrein- asta furða að ekki skuli hljótast af árekstrar eða önnur slys. í Grimsby var jeg í 2 daga, og þar hitti jeg Einar Pjetursson, hann vinnur þar við reykhús. Hann gaf mjer utanáskrift til Bj. Bjarna- sonar, sem þá var í London. Jeg skrifaði Bjarna strax og beiddi hann að taka á móti mjer daginn eftir við járnbrautarstöðina (Kings Cross). Þriðja daginn, sem jeg var í Grimsby, fór jeg með hraðlest til London. Jeg var á leiðinni fjóra klukkutíma, og svo langt, sem aug- að eygði, sáust akrar, skógar og ræktuð beitilönd, — hvergi órækt- aður blettur. Mjer kom til hugar, að gaman væri að hafa skifti við Jón gamla Bola á nokkrum fjöllum, en fá aft- ur í staöinn góða spildu af öktun- um og skógunum hans. Þegar jeg kom til Kings Cross, var þar yfirgnæfandi þröng af alls konar fólki, og bæði hestvögnuum og bifreiðum til að aka fólkinu út um borgina. Jeg litaðist þar um dálitla stiuid eftir Bjarna, en sá hann ekki, svo mjer kom til hugar, að hann væri einhverra hluta vegna ekki farinn að fá brjefið frá mjer, og snjeri mjer til eins af járnbraut- arþjónunum, og beiddi hann að vísa tnjer leiðina þangað, sem jég ætlaði að fara. Hann tók töskuna mína og við lögðum af stað, en í þvf augnabliki sá jeg Bjarna. Jeg þakkaði aumingja þjóninum fyrir ómakið, sem var svo góður og gestrisinn, að mjer' fannst jeg vera kominn austur i Skaftafells- sýslu, en fór tneð Bjarna. Þegar heim til hans kom, bannaði keri- ingin honum, sem hann leigði hjá, að fara með nokkkurn útlending

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.