Vísir - 02.03.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1914, Blaðsíða 4
V í S l R herra greifi, að vcrrda gcsti 'sína og vini og bjarga þeim úr hættn, — iirífa ungar stúlkur, sakliusar og óspiltar, úr greipum skálka ög bófa!« »Nei, ekki í sjálfu sjer, — en hver er sjáifum sjer næstur, og að fara að gera sig hlægilegan með því að leita uppi manneskju, sem tnginn veit hvort er lífs eða liðin, það er ekki góð byrjun á opin- berri starfsemi stjórnmálamanns!« »P>að er svo að sjá sem skoðun yðar hafi h'ka verið ráðandi hjá stjdrnarvöldum vorum, því jeg hef þegar verið dæmdur óhæfur til þess að fá stöðu þá í sendisveitinni frakk- nesku hjer, er mjer hafði verið heit- ið!« Antonio Rubeoli brá hvergi. Hann brosti bara og mælti; »Ja, svo! Þarna sjáið þjer þegar, herra minn, — það eru fleiri sömu skoðunar og jeg! Nú en þetta get- ur al!t lagast, ef þjer hættið þessu braski og látið stelpuna eiga sig.« »SteIpu! Stelpu! Ungfrú Forth- clyde stelpa? Má jeg biðja yður, herra greifi, að gæta orða yðar?« sagði René og spratt upp rjóður í framan. »Hægan! hægan! Jeg bið af- sökunar, — jeg ætlaði ekki að móðga yður. Oerið svo vel og setjist á stólinn þarna! Jeg bið yður mikil- lega fyrirgefningar!« René de Vancour settist aftur. Frh. Hvað lersgi? ----- N1. Þetta er of Iengi búið að drag- ast. — En einhverntíma verður að byrja, — annars verður höfuðstað- urinn til aðhláturs um allt land. Jú, en svo er nú barnaskólinn okkar. Nákunnugir menn kenna mjer, að blessuð börnin sjeu látin sitja við bæði í skólanum og í heimahúsum að reikna þetta 20—30 dæmi í röð í hverri aðferð með tunnum, kút- um, pottum og pelum, eða mílum, föðmum, álnum, fetum, þumlung- um og línum, eða skippundum, lýsipundum, pundum og lóðum — En hvað á annað eins að þýða? Er það af einhverri ofurást á sdauðu málunum«, að reikningskennarar barnaskólans eru að þreyta börnin og eyða tímanum með öðru eins góðgæti? Þeir gætu því eins vel kennt þeim nokkur laínesk beyg- ingardæmi eða gríska stafrófið, — já, — ef þeir kynnu það sjálfir. Enginn þarf að segja mjer, að þessir kennarar kunni ekki sjálfir að nota metramálið. Þeir eru sagð- ir vera munnlega að kenna það börnunum, — með miklum erfiðis- munum þó, þar sem reikningsbók- in er með tómar tunnur og annað þesskonar, — fremst í hverri að- ferð, og loks kemur með 8—12 metramálsdæmi síðast í aðferðun- um, þegar börnin eru búin að »pæla í gegnum* 20—40 dæmi úr gamla málinu — og þau flest al- veg óþörf. Vitanlega verður börn- unum tamast að nota þau nöfnin, sem oftast eru nefnd í dæmunum, Skemnitisamkomu með bögglauppboði ætlar „H v í í a b a n d i ð« að halda mánudaginn 2. mars kl. 8V2 síðd. í K. F. U. M. [Skernmi verður meö: einsöng (fröken Herdís Matlhíasdóitir), upplestri, samspili og fleiru. Inngangur kostar 25 aura fyrir fuliorðna og 10 au. fyrir börn. Ágóðanum verður varið til að styrkja nauðstadda sjúka konu. Fjelagsfólk og aðrir, sem vilja styrkja fyrirtækið með bögglagjöfum, eru beðnir að senda þá fyrir kl.4 á mánudaginn^í hús K. F. U. M. NEFNDIN. Camembert-Kaiserkáse Kronenkáse - Brie og Ostastangir nýkomið í verslun Einars Árnasonar. Sími 49. Til leigu. Fiskverkunarreiturinn í Austurkoti er til leigu nú þegar, ásamt öllum nauðsynlegum áhöldum og nógum fiski eftir því sem leigutakanda hentar. Semja ber við Jón Hannesson, Austurkoti. og önnur nauðsynjavara, vönduð og ódýrust, í verslun Asgrfms Eyþórssonar. Sími 316. Austurstræti 18. HÚSNÆÐI 2 góð herbergi til leigu með eða án húsgagna, fást nú strax. Hjörtur Fjeldsíed. Sími 81. 2—3 herbergi fyrir einhleypa fást til leigu frá 14. maí til 1. okt. Afgr. v. á. 1—2 herbergi með sjerinn- gangi, hentug fyrir einhleypa, eru til leigu frá 14. maí n. k.; enn- fremur fæði og þjónusta, ef óskað er. Uppl. í Þingholts- stræti 7 niðri. 1 stofa á Spítalasfíg 9 uppi með húsgögnum og miðstöðvar- hita fæst frá 1. mars n. k.; einn- ig fæst fæði, Trawlara-karl með konu og barni óskar eftir 2—3 sólríkurr, rúmgóðum herbergjum og eld- húsi frá 14. maí. Tilboð merkt »sjómaður* sendist afgreiðslu blaðsins. Góð herbergi fyrir einhleypa er til leigu 14. maí n. k. í nýu húsi. Afgr. v. á. íbúð fyrir litla fjölskyldu ósk- ast í eða nálægt Vesturbænum írá 14. maí. Friðrik P. Welding, Vesturgötu 23. Gramalt gert nýtt. Allskonar viðgerðir á orgelum og öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. Frakkaslíg 9. Hálslín fæst strauað á Hverfisgötu 26 B. uppi. Fljótt og vel af hendi leyst. KENNSLA Reikningskennsla óskast. Til- boð merkt »68« sendist afgr. blaðsins. en gleyma flestöll hinum, sem þeim er kennt með sárfáum æfingum. — — Svo verður þeim eftir 6 ára skólavist lítið tamara að nota metra- málið en miðaldra fólki, sem ekki heyrði það nefnt í sínu ungdæmi. Hvernig stendur á að reiknings- kennararnir skuli láta þetta »dankast« svona ár frá ári? Hvernig stendur á að skólastjóri skuli ekki sjá um, að notuð sje reikningsbók, sem ekki hafi þennan fjölda af óþörf- um dæmum úr úreltum »margs- konartölum«? — Ef allar íslenskar reikningsbækur eru með slíku marki brenndar, — sem mjer þykir ótrú- legt, — því sjer þá ekki hann eða fræðslumálastjórinn um að ný bók verði prentuð, þar sem alveg er byggt á metramálinu, og eldra mál- ið aðeins notað Iítið eitt til sam- anburðar, fremur til; fróðleiks fyrir greindustu börnin en sem skyldu- dæmi handa öllum, bæði klaufun- um og hinum? Jeg nefni ekki skólanefndina í þessu sambandi, því að hún kvað vera saklaus af að skifta sjer af »innri málum« barnaskólans, nema þá helst frú Bríet, og jeg býst við að henni sje annað betur lagið en skilningur á þessu máli. — Hitt er jeg sannfærður um, að kennarar, skóiastjóri og fræðslumálastjóri skilja, að þetta er æði öfugt kennslufyrir- komulag, og því eiga þeir — þótt þeir sjeu mestu sæmdarmenn — aöfinningar skilið fyrir aö hafa látið þetta ganga svona, — og munu áreiðanlega fá þær meiri frá for- eldrum barnaskóiabarna, ef þessu verður ekki kippt í lag hið bráð- asta, að minnsta kosti næsta liaust. Metramálsvinur, Glaesseu. Yfrrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—6. . Talsími j6. Anatomischer Atlas eftir dr. Carl Toldt, 4. hefti (E), hefur tapast. Skilist gegn fundarl. til Kristm. Guðjónssonar Grettis- götu 11. Karlmannsúr hefur fundist neðarlega á Laugavegi. Vitja má á Njálsgötu 30 A. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phll. KAUPSKAPUR Hörpuhefti til sölu. Afgr. v. á. Dráttarsleði nýr til sölu á Hverfisgötu 33. Jeg bið þann, er eiga kynni þýð- ingu V. Rydbergs af GoethesFaust, að gera svo vel að selja mjer hana eða lána. Sömuleiðis bið jeg þann, er keypt hefur úr dánarbúi mínu „Diintzer: Erklarungen zu Goethes Faust,“ að gera svo vel að lána mjer bókina. Bjarni Jónsson frá Vogi. Ung snemmbæra (átt 4 káifa), í ágætu standi, mjólkandi (8—9 merkur í mál), og 300 -400 pd. af töðu verður selt (hæstbjóðanda) í Bjarnarborg n. k. miðvikudag (4. mars) á hádegi. Sigfús Sveinbjarnarson. Flibbar, nærri nýir, á meðal- mann, fást með óheyrðu gjaf- verði. Afgr. v. á. Barnavagn til sölu. Þing- holtsstræti 33. Skrifvjel með íslensku letri, af ágætri gerð, næstum ný, fæst með reglulegu tækifærisverði. Afgr. v. á seijanda. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.