Vísir - 05.03.1914, Blaðsíða 3
Y 1 »■! K
Í d a g
10 40°|o afsláttur
á öllum vörum í versluninni á
Þar er, meðal annars, tilbúinn fatnaður og áinavara.
Xristín Sigurðardóttir.
_______________________________’_________f_____
Dugleg stúlfca
getur fengið ársvist næstk. fardagaár á stóru heimili við matreiðslustörf.
Tilboð, merkt »200«, sendist afgr. »Vísis ekki síðar en
14. mars.
"kTiftiTAT^
Útsalan mikla
Laugavegi 19.
endar á laugardaginn hinn 7. mars.
taErTktT-."' " .YaTaYi-
Til leigu.
Fiskverkunarreiturinn í Austurkoti er til leigu nú þegar, ásamt öllum
nauðsynlegum áhöldum og nógum fiski eftir þvt sem leigutakinda hentar.
Semja ber við Jón Hannesson, Austurkoti.
Ljósmyndabrjefspj öld
í
frá 12. júní 1913.
1. Einar Pjetursson rær út á „skelinni".
2. Fánabátarnir koma í land.
3. Varðskipsforinginn gengur undir íslenska
fánann.
4. Mótmælasamkoma í Barnaskólagarðinum. E5
5. Við myndastyttu Jóns Sigurðssonar.
25 au. hvert.
Öll kr. 1,00.
Á afgr. Vísis.
I
Eftir
Rider Haggard.
---- Frh.
»Viljið þjer gera svo vel að
bendaoss á lávarð þennan?« mælti
hertoginn og Ieit yfir hinn glæsta
flokk, sem stóð fyrir framan hann.
»Eigi má jeg það gera, göfgi
herra, eða ekki með fullri vissu«,
mælti Hugi, »Hef jeg aðeins sjeð
hann f svip tvisvar sinnum, öðru
sinni í hergöngu, þegar jeg hafði
ööru að sinna, að vara mig á vopni
fjandmanns míns, og hitt skiftið um
kvöld í dimmu kirkjuskoti, sem
hann hafði gengið um, til þess að
ganga í hjónaband með konu, sem
hann hafði byrlað ómynnisveigar,
og var kona sú áður festarkona mín
Síðan hef jeg oft leitað færis að sjá
ásjónu hans, einkum f orustunni
miklu við Crecy, en það brást með
þeim hælti, sem jeg mun nú segja, ef
þjer gefið orlof til.«
Allir áheyrendur skildu gerla, hvert
orðum þessum var stefnt og gerð-
ist nú ys nokkur og hvísl, líkt því sem
haustvindur þyti í sefstráum, Rjett
á eftir heyrðist veik rödd yfir ysinn,
sem skar þó vel úr:
»Ef ensku riddarana langar til að
virða fyrir sjer hina lítilmótlegu
ásjónu Akkúrs, Noyónugreifans og
herrans af Kattrínu, þá er sá fús
til að veita þeim það, sem hlut á
að máli, ef þjer, hátigni hertogi,
Ieyfið honum það.«
Þessum orðum mælti hávaxinn
maður og göfuglegur, var perlu-
saumaður hvítur svanur á hinni
dýru skikkju hans; gekk hann fram
fyrir þyrpinguna og hneigði sig,
fyrst fyrir hertoganum og þvínæst
Huga.
Krossverjinn leit á þetta fríða and-
lit, augun snör, svört og smá, skeggið
lítið, svart og fór vel; hann svaraði:
»Jeg kann yður þakkir, herra
Játmundur Akkúr, því að jeg ætla
yður hann. Mun jeg aldrei gleyma
yður aftur, því að þótt hægt sje að
skifta herklæðum, þá skiftir enginn
ásýnd sinni —« varð Noyónugreif-
anum lítt um þessi orð, roðnaði við
og leit þungbúinn til jarðar.
»Riddari frá Krossi! Sá er nú
frammi fyrir yður, sem þjer leitið að.
Vjer ábyrgjumst sjálfir að þetta er
sami maður,« mælti hertoginn. »Ger-
ið svo vel og bera nú fram sök
yðra.«
Hugi svaraði, en Godfreður túlk-
aði hvert orð: »Sjálfs mín sök
skal bíða, því að það mál er milli
greifans, konu einnar og mín og má
sitja á hakanum. En sök þá, er
jeg ber hjer fram fyrir yður, göfgi
hertogi, hef jeg með höndum fyrir
hinn hátigna Englakonung og er
jeg hans málsvari í dag. Jeg kæri
lávarðinn með þrem nöfnunum fyrir
hin mestu landráð við lánardrottinn
sinn, Játvarð konung, og er jeg al-
búinn að leggja fram nákvæma
greinargerð fyrir öllum atvikum að
svikræðum hans, og fyrir hönd míns
volduga höfðingja skora jeg á hann
ti! einvígis í fullu umboði kon-
ungs.«
»Hví skyldi jeg berjast við gæð-
inga Englakonungs?* spuröi Akkúr
þá, sem stóðu kringum hann og
var nokkuð dragmæltur, en þeir hlóu
að spurning hans.
»Ef ákæran um Iandráð er ekki
einhlít, þá skal jeg bæta aiinari við
fyrir ragmensku,« mælti Hugi. »í
orustunni við Crecy, eins og þessi
maður getur borið vitni um,« —
og benti um Ieið á Ríkhard, »þá
sigraði jeg í einvígi riddara þann,
er bar úlfsmerki á skildi sínum og
hjálmburst, og voru það hertýgi
Pjeturs frá Hamri. Gaf jeg riddara
þessuni líf fyrir bænastað hans, og
ljet hann lausan, því að þann dag
hertókum vjer enga menn. Síöar
um kvöldið barðist jeg við annan
riddara, sem hafði svan merktan á
skjöld sinn, en það er merki greif-
ans af Noyónu, og fjell hann fyrir
mjer við góðan orðstír í einvígi.
En áður hann ljest sagði hann mjer,
að hann bæri herklæði eftir skipan
yfirmanns síns, greifans af Noyónu,
og að greifi þessi berðist þá í her-
klæðum hans, af þvíað hann hrædd-
ist fjandskap minn og Englakonungs.
Með þessum hætti varð það, að
úlfurinn, sem barðist, varð að gjalda
svansins, sem ílaug á burt, hulinn
herklæðum vinar síns, er hann ljet
deyja fyrir sig á vígvellinum.*
Frh.
r
A Laugavegi 5.
Vindlar,
Vindliagar, ^Æ'p,!‘ir'
Munntóbak (Nobeis).
Reyktóbak (fjöldi tegunda.)
Neftóbak (skorið),
allt þekkt fyrir að vera besta og
ódýrasta í bænum.
^a&dw a?mennvn$s|
Hinn helgi örn.
Jeg hef verið að líta í lögin frá
þinginu 1913. f einum af fuglalög-
um þess stendur:
»Ernir skulu friðaðir 5 ár frá
því Iög þessi koma í gildi. . . .
Brot gegn þessu varöar 25 króna
sektum. . . . Fyrir hvert arnar-
egg, er tekið er . . . skal greiða
10 króna sekt.«
Út af þessu kemur mjer í hug
að segja verðleikasögu af einum
þessara friðhelgu fugla:
í hömrunum noröan í Úlfarsfelli
búa arnarhjón. Fyrir fáum árum
tóku þau upp þann búhnykk, að
lifa á lömbuin á vorin. Þau losuðu
nábúa sína, ófleygu bændurna, þá
við allt frekara umstang af nokkr-
um tugum lamba árlega. Eitt haust-
ið tók össu-bóndi upp á því, að
veiða haustlömb, helst við Grafar-
vog. Reif hann nokkur til skemmda,
en drap tvö, svo- víst yrði; hafði
kippt þeim fram af kleltum í fiöfð-
unum við voginn. Einu sinni vann
hann á fullorðinni (3 vetra) á, svo
sem nú skal greina: Fje hafði verið
í fjöru við voginn. Þar var ar
oft á veiðum, en hefur að líkind-
um aflað ílla (af sjónum). Þá tók
hann að reyna, hvort ekki gengi bet-
ur á landi, og rjeðist á fjeð. Það
forðaði sjer og hljóp upp til heið-
arinnar, en ari fylgdi eftir og sótti
að kind, er síðast fór. Sást ullar-
tætluferillinn upp frá fjörunni. Þetta
var á útmánuöum; jörð var auð og
klaka að Ieysa, en svalt á nóttum.
Fje lá úti. Aur var í Jörfanum og
hefur ánni, er ari sat á, orðið sein-
farið yfir melinn. Sást það af nllar-