Vísir - 06.03.1914, Blaðsíða 3
V 1 S 1 H
1907) og fjögur konungkjörinn
(1909—1913).
St. St. er svo á sig kominn, að
hann er í rífaralagi meðalmaður að
hæð, beinvaxinn mjög og nokkuð
flatvaxi.in, breiður um herðar og
þó ekki óaxlasloppinn, þjettur og
þreklegur, vel limaður, hvatlegur
og snyrtimannlegur í hreyfingum.
Yfir sig er hann svo, að hann er
dökkur á hár og sijetthærður, höfuð-
fríður, enni mikið, vikótt og einkar-
frítt, ekki brúnamikill og dökkur á
brýr. Hann er dökkgráeygur og
Ijetteygur; augnaráðið er einbeití og
hvasst og þó þýtt og vingjarnlegt,
enda augun skær, opin og ekki lítil;
nefið er beint og hafið, ekki all-
þykkt, og fer ágætavel. Hann er
maður fullur að vöngum, sljettleit-
ur og mætavel á sig kominn í
andliti. Jaipt hefur hann granar-
skeggið, frttt og mikið, en annars
skegglaus. Þykir hann í senn svip-
mikill og maður fríður sýnum,
skörulegur og prúðmenni, og dylst
það engum er hann lítur. Það er
og sagt, að fríðari og betri flokkur
mannkynsins hafi á þessu auga fest,
og telji hann ágætastan og hof-
mannlegastan sýnum allra þing-
manna. Er þá langt til þreifað, því
margur mun hafa þótt þeirra á
meðal sæmilega sýnilegur. En senni-
lega liggur munurinn í því að örðu
jöfnu, að skólameistarinn er sí-ung-
ur, eins og frúin sagði.
Stjórnmálaferill St. St. má heita
fljótrakinn. Hann var kosinn fyrst á
á þing (1.901) undir merki Fram-
sóknarmanna, öðru nafni Valtýinga,
og varð þegar eitin af merkisber-
um þeirra og meðal fyrirsvarsmanna.
Hann var einn þeirra þriggja tnanna,
er fluttu með dr. V. G. á því þingi
frumvarp til stjórnarskrárbreytinga,
það er varð undirstaða að stjórnar-
skipunarlögunum 3. okt. 1903.
(Sbr. Alþ.tíð. 1901. C, þgsk. 28).
Það var jafnt, að St. St. varð
einn hinn ákveðnasti og einbeitt-
asti maður Framsóknarflokksins,
og hitt, að hann reyndist einn þeirra
manna, er hjeldu uppi stefnu
flokksins með fe-tu og fylgi. Sýndi
þetta sig allljóslega í neðri deild á
aukaþinginu 1902. Þá mun það
hafa verið hann, næstur Guðl.
Guðmundssyni, er hjelt þar uppi
flokknum og stefnu hans, bæði til
orða og úrræða. Það mun því
mega segja með fullum sanni, að
hann væri ein af máttarstoð-
um fiokks síns, Framsóknarflokks-
ins, er síðar nefndist Þjóðræðis-
ftokkur. Enda naut hann trausts
flokksins sem slíkur. Órækastur
vottur þar um, var það, að flokk-
urinn kjöri hann af sinni hálfu
1907, til þess að skipa milliríkja-
nefndina með þeim Sk. Th. og
Jóh. Jóh.
Þá er meiri hluti milliríkjanefnd-
arinnar kom með Uppkastið vorið
1908, fór allt í pataldur fyrir St.
St. og Þjóðræðismönnum. Þeir
sögðu hann hafa brugðist trausti
flokksins, og hann taldi flokkinn
hafa brigðað umboð sitt. Þarf ekki
að orðlengja þetta. Það skildi með
honum og Þjóðræðismönnum að
ullu og öllu.
Haustið 1908 gekk St. St. að ]
j.
|
!
]
! getur
!
Dugleg stúlka
fengið ársvist næstk. fardagaár á s'.óru heimili við matreiðslustörf,
Tilboð, merkt »200«, sendist afgr. »Vísis ekki síðar en
14. mars.
Aðeins í örfáa daga verða seldar góðar
Kartðflur á kr. 7,60 tunnan <200 pundln).
Gulrófurnar góðu
eru komnar aftur.
Klapparstíg 1 B. Sími 422.
Fýfir sjómenr,
aliskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur, vandaðar
og ódýrnr hjá
Jónatan Þorsteinssyni,
Laugayeg 31.
Lítíð fyrst inn,
þegar á fatnaði eða vefnaðarvöru (þurfið
að halda,
til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstrætifl.
Avextir
alls konar f dósum,
þar á meðal Jarðarberin
frægu, er ódýrast að kaupa
á Laugavegi 5.
tímanlega.
LÆKNAR
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur.
á Laugavegi 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni
daglega kl. 11 —12 með eða án
deyfingar.
Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis.
Sophie Bjarnason.
Guðm.Björnsson
landlæknir.
Amtmannsstíg 1. Sími 18.
Viðtalstími: kl 10 —11 og 7—8.
Massage-læknir
Guðm. Pjeiursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri).
Sími 394
M. Magnús,
læknir og sjerfræðingur
í húðsjúkdómum.
Heima kl. 11 — 1 og 61, —8.
Síitií 410. Kirkjustræti 12.
Þorvaldur Pálsson
læknir,
sjerfræðingur í meltingarsjúk-
dómum.
Laugaveg 18.
Viðtaistími kl. 10—11 árd.
Talsímar: 334 og 178.
I Pórður Thoroddsen
fv. hjeraðslæknir.
Túngötu 12. Sími 129.
Viðtalstími kl. 1—3.
kosningum rneð Uppkastsmönnuin
eða Heimastjórnarmönnur.i, og síð-
an hefur hann fylgt þeirn að má’-
utn. Með þeim myndaði ann
Sainbandsfiokkinn 19 i 2. Skipar
hann þann fiokk nú, og er talinn
þar einn af mætari mönnunum.
Frh.
Eortepiano.
Vöruhúsið hefur einkasölu á
fortepíanóum frá
Sören Jensen,
píanóverksmiðju í Kaupm.höfn.
Til sýnis í
Vöruhúsinu.
Violanta.
Framhald af Cymbelínu.
---- Frh.
IX.
Violöntn Forthclyde var ekki
svefnsamt um nóttina. Hún lá and-
vaka og sá sjer standa í sífellu fyrir
hugskotssjónum ógnir þær og fá-
dæmi, er hún hafði verið vitni að.
Samt var hún ekki mjög hrædd.
Giovanna vakti hjá henni mestaíla
nóttina og aldrei fór hún út úr her-
berginu. Ljós logaði alla nóttina
og sofnaði Violanta undir dagmál
og svaf vært.
Hún var allvel hress, er hún
vaknaði. Giovanna sótti henni sjálf
mat og hressingu; klæddist húu
svo og beið þess, er að höndum
bæri.
Violántá var all-Iengi ein um miðj-
an daginn, en þá hafði Giovanna
lokað vel dyrunum, — bað hún
Violöntu áður að leita styrks hjá
guðsmóður og liðsinnis, því nú
myndi þess allmjög við þurfa, —
skyidi hún samt óhrædd bíða sín.
Mjög var Violöntu nú órótt, —
það var dauðaþögn í húsinu og
kyrrðin fannst henni svo ömurleg,
— hugurinn reikaði með kvíða og
kvalræði heim til foreldra hennar og
vína, og hún Ieið sjálf nreð þeim
sárlega hugraunir þær, er hlutu að
orsakast af hvarfi hennar. Hve
sáran þtáði hún nú ekki Marion
he.togadóttur, þessa ástúðlegu, góðu
vinkonu hennar og fore’d anna! Hún
gleymdi snöggvast jafnvei háska
þeim, er hún sjálf var stödd í, —
þessari óljósu, hræðilegu hættu, —
hún gleymdi snöggvast öllu nema
sorg þeirri, er hlyti að ríkja heima
hjá henni og hjá vinafólki hennar, —
hertogafólkinu í París. Hún þóttist
nú viss þess, að hertogahjónin hefðu
sírnað föður sínum og móður sorg-
artíðindin, og sennilegast, að allir
hjeldu sig dauða. Og hún gat ekki
tára bundist, er hún hugsaði um
þetta allt. Giovönnu treysti hún, —
það var eina vonin, eini sólskins-
bletturinn á þessum dapra degi, að
hún myndi koma sjer burt eins og
húnhafði lofað. En hvert? En hvert?
— Það vissi hún ekki. Og hún
kveið og kveið, — en þó, — þó
þóttist hún viss um, að með hjálp
guðsmóður og Giovönnu myndi úr
öllu rætast fyrir sjer. Það dugði
ekki annað en bera sig vel — vera
kjarkgóð, hvað-sem í skærist, —
láta ekki bugast og bera sig vel.